Tíminn - 23.04.1964, Qupperneq 3

Tíminn - 23.04.1964, Qupperneq 3
dagurinn 25. júní rann upp. Það er bezta veður en þó sólskins- laust. Ferðafólkið hefur daginn frjálsan fram um kl. 1. Þó geta þeir sem vilja tekið þátt í ferð inn að Hoffelli og nokkrir nota sér það. Margir kjósa að vera í ró og næði hjá gestgjöfum sínum, en aðrir fara niður í Hafnarkaup- tún að finna kunningja þar, eða að fara í búðir. Eftir hádegið var fólkinu safnað saman og nú var haldið vestur á Mýrar. Nú var komið í bílana margt af Austur-Skaftfellingum, sem fræða okkur um margt t.d. ömefni og bæjamöfn. Hér á Mýmnum hafa jökulvötn in oft hlaupið yfir lönd og gert óskunda, en nú er farið að hlaða garða sem verja löndin fyrir ágangi vatnanna. Á einum stað er okkur sýnt mikið land sem búið er að girða og rækta að nokkru. Þama var haugagras það mesta, sem við höfðum séð á þessu sumri og hér er nóg víðáttan, hér má vafalaust rækta fóður handa stór- um hjörðum af sauðfé og naut- peningi. Enn er haldið lengra vestur, allt að Steinavötnum. Við Steinavötn er snúið víð og farin sama leið en sso er lögð lykkja á leiðina og farlð upp að Fláajökli. Það hafa mjðg fáir séð jökul áður og fólk- ið hefur mjög gaman af að skoða jðkuHnn. Nokkrir þeir fótfráustu ganga á jökulsporðinn en aðrir ganga þar að sem á brýzt fram úr f«Tw>n» FöBdð var nú kallað í bílana og nú var haldið, sem leið liggur að Mánagarði félagsheimili Nesja- nwnrna. Þegar við komum að Mánagarði var þar fyrir margt £jHk og við eram leidd að veglegu veizluborði. í Mánagarði var setið alllengi undir borðum og skemmtu menn sér við ræðuhöld og almennan söng er Bjami Bjarnason í Brekku stjómaði. Enn fremur flutti einn Norður-Þingeyingur Jón Jóliann- esson á Ingveldarstöðum frum- samið kvæði. Eftir að borð vora upptekin var stiginn dans um stund af miklu kappi og fjöri. Þegar leið að lágnætti var hófinu slitið og fólkið hélt til sinna fyrri gisti- staðar sælt og glatt yfir sam- verunni með þessu glaða og góða fólki, sem vildi allt fyrir okkur gera. Miðvikudaginn 26. júní var bjartara yfir en verið hafði undan fama daga og sást nú vel til fjalla og jökla. Eftir hádegið var farið að safna fólkinu saman. Það geng- ur dálítið stirðlega og var komið fram yfir áætlaðan tíma þegar fapið var frá Mánagarði áleiðis til Almannaskarðs. Margt af Austur-Skaftfellingum var með okkur upp í skarðið. Nú fengum við að njóta útsýnisins úr Al- mannaskarði og sáum við allvel inn á jöklana. í Almannask'arði voru Austur- Skaftfellingar kvaddir og þökkuð höfðingleg gestrisni. Öllu ferða- fólkinu kemur saman um það að hér hafi verið gott að koma og alveg sérstaklega ánægulegt með þessu fólki að vera. Fljótlega er komið niður í Lónið. Við tún- hliðið á Stafafelli er örstutt við- dvöl og þar var kvaddur hinn aldni\ héraðshöfðingi Sigurður Jónsson á Stafafelli. Nú var haldið sem leið liggur austur Lónið og lagt á Lónsheiði. Það er létt yfir ferðafólkinu og nú fór ein og ein staka að fæðast. í Hornafirðinum bættist í hóp okkar. Það voru hjónin í Gerði í Suðursveit Guðný Jónsdóttir og Vilhjálmur Guðmundsson. Reynd- ust þau beztu ferðafélagar. Vil- hjálmur var um skeið í þjónustu KaupNilags Langnesinga og var nú á ferð til að finna kunningja norður þar. Nú var bjartara yfir í Álftafirðinum og Hamarsfirð- inum en þegar við vorum á suður- leið, þó er skýjahöttur á Búlands- tindi og þegar við vorum hjá Strýtu í Hamarsfirði fer ferða- fólkið að tala um það að ekki muni okkur auðnast að sjá Bú- landstind allan. En þegar við voram að fara inn með tindinum var líkt og blásið væri á skýja- höttinn og honum svipt af. Feng- um við því að sjá Búlandstind í allri sinni fegurð. En þegar við voram komin inn í Berufjarðar- Höfn f HornaflrSL botn var Búlandstindur búinn að setja upp sinn gamla skýjahött. Sagði sumt af ferðafólkinu að hann hefði tekið ofan í virðingar- skyni við okkur. Þegar kom á Berufjarðarströnd fór fólkið að tínast úr bílunum og var svo út alla ströndina. Þegar kom að Heydölum, vora þar fyrir nokkrir menn úr Breiðdal, með bíla sína til þess að ná sér í gesti og fóru margir með þeim en aðrir fóru með langferðabíl- unum í Suðurdal og Norðurdal. Á fimmtudagsmorguninn 27. júní komu bílarnir saman hjá Heydöl- um. Var þá komið í bílana allt fólk sem gisti á Berafjarðarströnd í Út-Breiðdal og í Norðurdal, en ^lkið, er gisti í Suðurdal var tek- ið í bílana um leið og faríð var inn dalinn. Það var hér í Breiðdal og á Berufjarðarströnd sem annars staðar, sem við komum að öllrnn var tekið með ágætum hefði margur kosið að hafa meiri kynni af þessu ágæta fólki, sem býr í þessum sveitum. Þegar upp á Breiðdalsheiðina kom finnst ferðafólkinu fyrst það vera veralega komið á heimleið. Það var því létt yfir ferðafólk- inu, margt sagt í léttum tón og stökur verða til. Þegar kom niður í botn Skriðdals var sá háttur upp tek- inn í einum bílnum að kalla menn fram í bílinn þar sem var hátalari, áttu menn að fara þar með kveðskap sinn og annað það er í hugann kom í það og það sinn. Var af þessu hin bezta skemmtan. Nú var haldið sem leið liggur niður Skriðdal, yfir Grímsá á brúnni og áfram í Hallormstaðar- skóg. Er við voram komin nokkuð inn í skóginn mættum við mikl- um kvennaskara. Voru það um 120 konur úr Suður-Þingeyjar- sýslu. Vora þær á skemmtiferð. Rétt í því að kvennaflokkurinn var að fara fram hjá bílunum sprakk vegkantur undan einum bílnum og fólkið sem í honum var, varð að fara út úr honum svo hægt væri að koma honum upp á veginn aftur. Eitthvað var talað um það að ýmsir norður- þingeyskir piparsveinar hefðu litlð hýra auga til hinna suður- þingeysku kvenna, en lítil eða engin urðu kynnin því hóparn- ir fóra strax hver sinn veg. Annar norður en hinn suður. í Hallormstaðarskógi tók á móti okkur Sigurður Blöndal skógar- vörður. Fylgdi hann okkur um skóginn og sýndi okkur hið mark- verðasta t.d., Guttormslund en þar eru að verða viðamikil lerki- tré og víðar era lerkitré í örum vexti. • Eitt af því, sem við sáum í Hallormstaðarskógi voru nokkur grenitré, sem gróðursett vora á fyrstu árum skógræktarinnar. Eru þau viðamikil og há eða álíka og raflínustaurar. Þarna sáum við líka eitt furatré gamalt og viða- mikið. Við komum á grænan bala hjá litlum læk þar sem aldin björk stendur. Hér er talið að Páll Ólafsson hafi ort kvæði sitt „Hríslan og lækurinn“. Hríslan er nú orðin gömul og ber augljós feigðarmerki, getur hvert ár orð- ið hennar síðasta. Eftir að hafa gengið um skóg- inn nokkra stund, var gengið í gróðrarstöðina og starfsemin þar skoðuð en síðan haldið að húsi skógarvarðar. Sunnan undir því hafði verið slegið upp borðum og vora þar fram reiddar rausnar- legar veitingar. Dvöldu menn þarna um stund í ágætum fagnaði. Þama fluttu tveir Norður-Þing- eyingar framsamin Ijóð. Voru það þeir Benedikt Björnsson í Sandfellshaga og Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi. Enn frem- ur vora nokkrar ræður fluttar. Hér í Hallormsstaðarskógi mátti ekki hafa langa viðdvöl og nú er haldið að Húsmæðraskólan- um á Hallormsstað og skólahús og umhverfi skoðað undir leiðsögn frú Guðrúnar Ásgeirsdóttur skólastjóra. Þegar haldið var frá Hallorms- stað var farið, sem leið liggur í Egilsstaðaskóg og þar vorum við leidd að veizluborði. Setið var alllengi undir borðum og skemmti fólk sér við ræðuhöld og almenn- an söng, sem Þórarinn Þórarins- son skólastjóri stjórnaði. Er leið að lágnætti var hófinu slitið. Flest af ferðafólkinu gisti í Eiðaþinghá og Hjaltastaðaþinghá, en nokkrir gistu hjá vinum sín- um á Völlum og í Egilsstaðakaup- túni. Föstudaginn 28. júní fer ferða- fólkið að tínast sunnan í Egils- staðakauptúni klukkan að ganga tvö um daginn. Loks er allt ferða- fólkið komið saman og um kl.2 er lagt af stað frá Egilsstöðum. Það var hér á Héraði sem annarstaðar þar sem við komum að okkur var alls staðar tekið með ágætum og við fóram burtu það- an með hinar beztu endurminn- ingar um rausnarlegar og alúð- legar móttökur. Það var glatt fólk sem var hér á ferð og nú fæðast stökurnar óðfluga. Um mest af þeim kveð- skap mátti segja eins og einn hagyrðingur sagði um vísur sínar. „Þær áttu við á einum stað og einu sinni“. Þegar við vorum að fara frá Egilsstöðum barst til okkar töðu ilmur. Sveinn á Egilsstöðum var farinn að slá og nú þornar taðan hans í sólskininu. Nokkrir bændur fara að tala um það að þeir þyrftu að fara að komast heim í þurrkinn og heyskapinn. En aðrir lýstu því yfir að nú væru þeir ekki að hugsa um heyskap og búskap, nú væru þeir að skemmta sér og hefðu lagt allar búsáhyggjur á hilluna. Nú var bjartara yfir Jökuldal en þegar við fórum austur um og nú sýndi dalurinn sig í sínum fegursta skrúða. Allt er gróðri vafið og margir hafa orð á því hvað hér sé búsældarlegt og ekki era landþrengsli hér. Það er lagt á Jökuldalsheiði, farið er fram hjá Ármótaseli og Rangalóni. Nú er enginn söng- flokkur á Rangalóni til að fagna okkur með söng eins og þegar við fórum austur um. Þegar komið var vestur á Möðrudalsöræfin var tilkynnt að koma ætti við í Möðrudal. Þegar komið er í Möðrudal, lýsa farar- stjórar yfir að viðdvölin verði að vera stutt og fólkið verði að koma í bílana strax og kallað sé á það. Hér í Möðrudal er útsýni fagurt og stórbrotið. Margt af ferðafólk- inu notar tímann til að virða fyrir sér útsýnið en nokkrir ganga í kirkjuna þar sem eitt lag var sungið en frú Kristín Axelsdóttir í Grímstungu lék undir á kirkju- orgelið. En áður en varir er ferða fólkið kallað í bílana og haldið áfram og nú í átt til Vopna- fjarðar. Nú var alltaf bjart yfir og dá- samlegt útsýni um, fjöll og öræfi. Vegurinn er sæmilega góður og ferðin sækist allvel. Þegar kom út um Brunahvamm segir gamall maður, sem var í einum bílnum. „Hér um þessar -glóðir lágu mín smalaspor", og for hann nú að segja okkur ýmis örnefni sem hér eru. Þegar kom þarna nokkuð úti fyrir mættum við fólki úr Vopna- firði sem komið var til að taka á móti okkur. Þegar kom út á Burstarfellið var þar fyrir all- margt af Vopnfý’ðingum til að taka á móti okkur. Þarna af fjallsbrúninni er hið fegursta útsýni. Sést vel yíir allan Hofsárdalinn sem er fögur sveit, vel ræktuð og vel hýst. Nú var haldið niður fjallið og brátt er komið niður að stór- býlinu Burstarfelli. Á Burstar- felli hafa lengi búið hjónin Jako- bína Grímsdóttir og Metúsalem Metúsalemsson hann er • af hinni kunnu Burstarfellsætt. Nú orðið standa að búi með þeim dóttir þeirra Elín og maður hennar Einar Gunnlaugsson. Á Burstar- felli var dvalið um stund og notið ágætra veitinga hjá húsráðendum, sem víðkunn eru fyrir gestrisni. Hinn gamli stílhreini bær var skoðaður, en í honum er búið en þá. Hér á Burstarfelli er varð- veitt mikið af gömlum munum og áhöldum, enn fremur myndir sem tilheyra Burstarfellsættinni, en hér á Burstarfelli hefur sama ætt- in búið síðan 1600. Margir hefðu viljað dvelja leng- ur á Burstarfelli en dagur var að kvöldi kominn og nú var farið að ákveða hvert ferðafólkið á að fara til gistingar. Vopnfirðinga virðist ekki muna um það að hýsa um hundrað manna hóp. Nú er ekið niður Hofsárdalinn. Sumt af fólkinu fór heim í Hof. í Hofskirkjugarði hvílir Kristján Jónsson fjallaskáld. Gekk ferða- fólkið að legstað hans og söng þar kvæði Kristjáns „Tárið“, en síðan er haldið áfram og fólkið flutt í sína gististaði. Hér er margt af Norður-Þing- eyingum komnir til góðkunn- ingja. Vopnfirðingar hafa alltaf átt ýmis samskipti við Norður- Þingeyinga, einkum við fólkið í austustu sveitum Norður- Þingeyjarsýslu og nú var gott að rifja upp gömul kynni. Laugardagurinn 29. júní rann upp. Enn var sama veðurblíðan og verið hafði síðan við lögðum upp í ferðina. Nú á að dvelja í Vopna- firði í dag og skoða hina fögru sveit og búskap bændanna sem hér búa. Klukkan að ganga tvö fór ferða- fólkið að koma saman í Vopna- fjarðarkauptúni. Hér í þorpinu var önn mikil. Allir voru að vinna og undirbúa komu síldarinnar, sem gat komið á hverri stundu. Gengið var um þorpið og litið á ýmislegt t.d. söltunarstöðvarnar. Síðan var farið í kirkju undir leiðsögn Björns Jóhannssonar fyrrv. skólastjóra og ýmsir kirkju- gripir skoðaðir. Sérstaka athygli vöktu tveir gripir skírnarfontur og biblía, hvort tveggja mjög vandaðir og fagrir gripir að allri gerð. Kirkjugripir þessir voru gefnir kirkjunni til minningar um tvo sjómenn úr Vopnafjarðar- kauptúni, sem fórust með vitaskip- inu Hermóði. Eg tók mér sæti á einum af instu bekkjum kirkjunnar, og fyrir hugarsjónir mínar líða marg ar myndir. Ég sé ungbörn borin Framhald á bls. 31 TÍMINN, fimmtudaglnn 23. apríl 1964 — 19

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.