Tíminn - 23.04.1964, Síða 5
Sumarhós Slgur|óns og frú Ásu f gróðurrett þelrra í KollaflrSI. Mymfln tektn ofan úr brekku og sér yfir
lundlnn og út yflr Kollafjörð.
ÞEIR STERKU LIFDU
i j ’
FremhaM af bH 17.
Kolbetan fcyaB ekki um annan
blett að ræSa, og hurfu menn frá.
Þegar ég kom að máli við Kolbein,
benti hann mér á sama blettinn,
og satt að segja leizt mér vel á
hann, þó að ég sæi að framræslan
og undirbúningur landsins yrði
ekki auðvelt verk. Ég tók því
boði Kolbeins og festi mér þarna
landspildu og hófst handa. En þeg-
ar Kolbeinn sá, að mér var alvara,
vildi hann óvægur skipta um og
fá mér betri blett, því að hann
sagði að það næði engri átt, að ég
væri að brjótast um í þessu feni.
En ég þóttist sjá, að þetta væri
einmitt bezti staðurinn, sólríkt
mjög og skjól fyrir flestusu áttum.
— En varð ekki framræslan erf-
fð?
— Ojú, segir Sigurjón og bros-
ir við. — En maður var á sæmi-
legum aldri og nokkuð vinnufús.
En oft var bakið aumt, þegar ég
var að grafa skurðina og lokræsin.
Ég gerði það stundum á vetrum,
á sunnudögum og kvöldum, og ég
man, að einu sinni var ég að grafa
þama í miklu frosti. Ég varð að
setja hundruð af olíutunnum þarna
niður í jörðina til þess að mynda
ræsi. Og enn verð ég að hafa marga
grunna skurði opna til þess að
taka yfirborðsvatnið. Þegar rignir
st.eypist vatnið þarna niður, 'og
hndirnar spretta alls staðar fram
úr f jallshlíðinni. Það er engu Ifk-
ara en þær komi út úr klettun-
um. Hér virðist ekki þurfa að slá
staf á bergið til þess að fá vatn.
— Og svo fórstu að byggja,
rækta og planta skógi?
— Já, það mun hafa verið fyrir
tuttugu og þremur árum, sem ég
festi mér landið. Árið eftir byggð-
um við húsið eins og það er enn.
Svo fór ég að planta og ég hef
einnig alið hér upp töluvert af
piöntum.
— Er ekki fuglalífið fjölskrúð-
ugt héma á sumrin?
— Jú, það má nú segja. Mest er
af þröstum, og þeir em fyrirferð-
armestir. Þegar maður kemur út
á sólarmorgni, syngur hvert ein-
asta tré. Þrestimir gera sig heima
komna. Þeir eru komnir inn í
stofu um leið og opnaður er
gJuggi, og heimamenn hræðast
þeir ekki. Stundum era mörg
hreiður í hverri trjákrónu. Maríu
erlan verpir líka hérna í greni-
trjánum, og endurnar undir þeim.
Hér hafa verið allmörg andahreið-
ur síðustu árin. Maður veit varla
af þeim. Þær eiga sér ef til vill
hreiður undir miðri grenitrjáaröð.
Svo sér maður, að steggimir koma
— þeir koma alltaf klukkan tíu
á kvöldin, alltaf nákvæmlega á
sama tíma og setjast héma á
skurðina, og eftir andartak eru
kollurnar komnar til þeirra eins
og þær spretti upp úr jðrðinni. —
Þær hafa þá skriðið langan veg frá
hreiðranum undir runnum og
grasi. Já, þær gæta vel að sínu
og feia það af mikilli kænsku.
Við göngum fram með löngum
iöðum kalviðanna, hvergi barr,
aðeins berar, fúnandi greinar. Hér
og hvar opin sár, þar sem beina-
grind hefur verið Hppt upp, og
þama era stórir kestir. Hér verða
rniklar brennur á næstunni. Ung-
xon trjám, sem vaxið hafa með
undraverðum hraða og grósku síð-
ustu tuttugu árin verður á bál
kastað. Næstu daga munu þeir
feðgar eiga annríkt við að kippa
upp þessum þúsund fúnandi
trjám. Síðar verður svo hægt að
byrja að græða sárin aftur og gróð
ursetja nýja viði. Hvemig skyldi
þeim famast?
Við göngum út úr lundinum að
hliðinu. Þar era enn stórir kalvið-
arkestir og bfða bálsins. Sigurjón
bregður sér aftur inn fyrir og
kemur von bráðar með nokkra
gilda og dökkrauða rabarbaraleggi.
Eann bregður sér hvorki við vos
né kulda, rabarbarinn, og hefur
rotað vorblíðuna vel.
— Færðu konunni þetta í graut,
segir Sigurjón og réttir mér helm-
inginn af leggjaknippinu.
Svo ökum við aftur í bæinn, tök-
um tvo skóladrengi úþp á leið-
inni. Ég er að hugsa um það, sem
Slgurjón horflr á ■íalviðarköstinn, sem hann hefur rlflS upp og dreglS saman. Bálið mun senn eyða honum.
þarna hefur gerzt. Það er í senn
sigur- og sorgarsaga. Maður, sem
gerzt hafði borgarbúi, en unni svo
mold og gróðri, að hann gat ekd
á sér setið og eyddi fjármunum og
frístundum í látlausri önn í tutt-
ugu ár til þess að rækta reit og
framtíðarskóg, þjóna hugsjón um
lundi nýrra skóga, og náði undra-
verðum árangri. En einmitt, þegar
lundurinn stóð í fegursta skrúða,
mikili sigur virtist unninn, og
þarna var risið talandi tákn um
það, sem hægt er að gera, sé
mannshöndin og • mannsviljinn
nógu samvirkur íslenzkri náttúru
og íslenzkri jarðargrósku, þá fella
tvær eða þrjár frostnætur skóginn
í lundi hans að hálfu. Það er
þung raun, þó að Sigurjón sé ekki
einn um hana, því að víða gerðist
norðri stórhöggur í garði á þess-
um dægram. En samt er engin
rppgjöf í svip mannsins, sem
þama situr við hlið mér í bílnum.
— Nei, ég sé ekki eftir því, þó
að helmingurinn sé farinn, segir
hann aftur. Um næstu helgi getum
við vonandi kippt upp mörgum
kalviðum og brennt stóra kesti til
ösku. Nú er sonur og tengdasonur
fullfrískir með í leiknum. Það er
iið í þeim. Svo getum við farið
að planta aftur, en nú verður það
reynirinn, björkin og viðjan. Gren-
ið bíður betri tíma. Ég hef enn
mikla trú á skógræktinni, og ég
held að við getum miJdð lært af
þessu áfalli. Við höldum áfram
dýrri reynslu ríkari, og ég efast
ekki um, að við finnum þá stofna,
sem hér geta vaxið, segir Sigur-
jón að lokum.
Ræktunarstarf Sigurjóns hefur
að vonum vakið mikla. athygli og
orðið mörgum fordæmi. Skógrækt
armenn gera sér tíðförult upp í
Kollafjörðinn, og líklegt er, að
dæmi hans þarna hafi átt sinn
þátt í því, að skógrækt ríkisins
keypti jörðina, Mógilsá. og
ætlar að nytja til skógræktar. Þati
hjónin Ása og Sigurjón hlutu einn
ig fyrir tveimur árum verðlaun
úr konungssjóðnum, sem stofnað-
ur var til eflingar trjárækt 1908,
og er elztur og virðulegastur slíkra
sjóða hér á landi.
Enginn vafi er á því, að þrátt
fyrir fellinn, sem orðið hefur í
lundinum þarna í Kollafirði, mun
hann lengi gleðja auga ferða-
mannsins, sem ekur upp á Kjal-
arnesið og þar era nú sterkari
stofnar en fyrr. Og gróðrarstarf-
ið heldur áfram.
— AK.
Sigurjón Guðmundsson stendur vlS grenitrjáaröð, sem hart er leikln.
ÖSrum meglrt er þó fagurt rauSgrenitré I fullri grósku. 'Hlnum megin sést
belnagrind kalvlSarlns, grenltrés, sem ekkl þoldl vorfrostln mlklu.
Forstöðukona
ForstöSukona óskast að veitingahúsinu Hvoli frá
1. maí n.k.
Upplýsingar gefur Markús Runólfsson, sími um
Hvolsvöll.
FROST H.F. og JÓN GÍSLASON S.F.
HAFNARFIRÐI
Vantar menn og stúlkur til flökunar og frysti-
‘ Jiússvinnu. Fæði og húsnæði á staðnum.
Upplýsingar í síma 50165 og 50865.
TÍMINN, fimmtudaginn 23. apríl 1964
21