Tíminn - 12.05.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.05.1964, Blaðsíða 5
URÐU NR. 63 HSÍM Reykjavík, 11. maí. Tvímenningskeppni stórmóts ins í bridge í Juan Les Pins lauk á laugardaginn, og þótt keppendur okkar, þeir Símon Símonarson og Þorgeir Sig- urðsson fengju ágæta skor í síð ustu umferðinni, eða 3793 stig, hækkuðu þeir ekki nema um 26 sæti, og urðu því nr. 63 af 250 keppendum. Sigurvegairar urðu Jais og Trezel, sem uirðu Iangefstir, en í öðru sæti voru franskar konur. Hinir heims- frægu, frönsku spilarar, Ghe- stem og Delmouly urðu í þriðja sæti. Hóllenzku pörin urðu nr. 12 (Filarski) og 14. (Kreyns) — en þeir Símon og Þorgeir munu skipa sveit ásamt Kreyns og fólaga hans í sveita- keppninni, en hún hófst í gær. Frammistöðu Símonar og Þorgeirs i tvímenningskeppn- inni má telja allgóða. Þeir áttu í erfiðleikum framan af vegna frönskunnar,og voru fyrir aftan miðju eftir tvær fyrstu umferð- irnar. Síðan sóttu þeir stöðugt á, þótt það nægði hins vegar ekki í betra sæti en 63. en þess má geta, að þeir voru með einna hæsta skoir keppenda í síðustu umferðinni. Sveita- keppninni lýkur á miðvikudag — og í blaðinu þann dag, verð- ur reynt að segja eitthvað frá stöðunni. Jcn skorar eina mark KR, Fram stöðvaöi sigurgöngu K. R. FRAM VANN KR í GÆRKVÖLDI MEÐ 3:1 0G KR-IN GAR FÓRU ÁN BIKARS HEEMr Alf-Reykjavík. í HELLIRIGNINGU á Melavellinuin í gærkvöldi stöðvaði Fram sigurgöngu KR og sigraði heldur ó- vænt með 3:1, sem eru sanngjörn úrslit eftir gangi leiksins. Það varð því ekki úr, að KR-ingum yrði af- hentur Reykjavíkurbikarinn í gærkvöldi, en með sigri eða jafntefli hefði KR orðið meistari. Hins vegar nægði þessi sigur Fram ekki heldur til að hljóta meistaratign og verða að fara fram einn eða fleiri aukaleikir til að úrslit fáist, og kemur til greina að Þróttur blandi sér í baráttuna með Fram og KR. í Leiknum í gærkvöldi sýndi Fram mjög árangursríka knatí- spyrnu og hafði undirtökin mest allan fyrri hálfleikinn, en þegar líða tók á leikinn fór hann að jafn- ast. Lykillinn að sigri Fram var fyrst og fremst Guðjón Jónsson, sem reyndar átti að vera á varamanns- bekk, en kom inn í liðið á síðustu stundu. Guðjón var hinn sívinn- andi framvörður, sem hafði öll. völd á miðjunni ásamt Þorgeiri Lúðvíkssyni — og þegar hann var ekki að byggja upp, kom hann aft- ur í vörn og var ómetanleg hjálp. Annars voru sóknarmenn Fr|«n einnig í essinu sínu og sköpuðu •hvað eftir annað stóra hættu við KR-markið. Fyrsta mark leiksins var á da*- skrá á 7. mín., þegar vinstri út- herji Fram, Hallgrímur Scheving skoraði viðstöðulaust eftir fyrir- gjöf frá Baldri Scheving. Hallgrírn ur spyrnti viðstöðulaust og mjög fast og hafði Gísli engin tök á að ! verja. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Á næstu mínútu urðu mið- verði Fram, Sigurði Friðrikssyní á stórkostleg mistök- þegar hani spyrnti knettinum allt of laust að eigin marki og Jón Sigurðsson inn herji KR komst í sendinguna og skoraði auðveldlega frarnhjá Geir. 1:1. Fram náði aftur forystu á 25. mín. Enn var það Baldur Scheving sem annaðist undirbúnine. Hann einlék upp miðjuna og gaf síðan fyrir til Baldvins sem stóð fyrir opnu marki og var fljótur að af- greiða knöttinn í netið. KR átti ekki nein teljandi tæki færi í fyrri hálfleik, en einu sinni var Jón Sig. þó í sæimilegu færi. en skaut hátt yfir. f síðari hálfleiknum sóttu KR- ingar í sig veðrið, en sarpt tókst | þeim aldrei að skora, þótt oft I skylli hurð nærri hælum. Eina markið í hálfleiknum var þegar Guðjón Jónsson skoraði úr víta- spyrnu, sem dæmd var á Gísla markvörð fyrir grófa hrindingu Þetta skeði á 17. mínútu og segja má, að með því v.æru úrslitin ráð- in. Hættulegasta tækifæri KR var á 20. mínútu, þegar miðherjinn, Gunnar Felixson komst inn fyrir vörn Fram og átti Geir einan eft- ir. En skot Gunnars smaug rétt við stöng að utanverðu. Síðustu mínúturnar sóttu Framarar sig og áttu þá nokkur tækifæri, sem ekki nýttust. Mikil rigning var mest allan tímann, sem leikurinn stóð yfir og setti það sitt mart á leikinn, erfiður og þungur völlur. Þessi sigur Fraim kemur frekar á óvænt, en margir voru búnir að spá því, að KR myndi sigra auðveldlega. En svona er knattspvrnan einu sinni, það getur allt skeð — og í þessu tilfelli var Fram betri aði- inn. Beztur hjá Fram var Guðjón Jónsson. eins og áður segir, en at- hyglisverðan leik sýndi Helgi Númp son, sem er í stöðugri framför. — Bakverðir liðsins eru mjög traust- ir, þeir Sigurður Einarsson og Jó- hannes Atlason og er fyllsta á- stæða til að gefa þessum tveimur leikmönnum gaum. Sigurður Frið FRETTIR Á frjálsíþróttamótl í Banda- ríkjunum um síðustu helgi, setti Dallas Long nýtt lieims- met í kúiuvarpi. Hann varpaði kúlunnj 20.30 mefcra. _ Dallas Long er spáð sigri í kú'luvarpi á Olympíuieikunum í Tokíó á hausti komandi. SKAGAMENN sigruðu Hafn- firSinga f Litlu blkarkeppninni, er þessir aSllar mættust á Akra- nesi á sunnudag. Akranes skoraSí 4 mðrk, em HafnarfjörSur 1. riksson kom ekki vel frá miðvarð- arstöðunni í þessum leik, en á ef- Iaust eftir að vinna stærri afrek. KR-liðið náði ekki saman og vantaði liðinu mikið, að Ellert skyldi vanta. Sveinn Jónsson vsr sá leiðmaður, sem barðist mest og bezt, en gat heldur lítið einn. - - Annars má KR endurskoða vörn- ina betur. Hvernig væri t. d. að taka Hörð Felixson inn í liðið aft- ur, bindur nokkur leikmaður vörn ina betur saman? Dómari var Baldur Þórðarson og dæmdi vel. Íslandsglíman 1964 var glímd í íþróttahúsinu að Háloga'landi 10. maí. og hófst með stuttri , setningarræðu forseta Í.S.Í.- Gísla Halldórssonar. 10 glímu inenn gengu till Ieiks, en einn hætti keppni sökum ökla. eymsla. Þátttakendur voiru 4 frá Ármanni, 3 frá KR, 2 úr UMF Breiðabliki í Kópavogi og 1 frá Hélaðssambandinu Skarphéðni Yfirdómari vair Þorsteinn Kristjánsson, e> glímustjóri Hörður Gunnars son. 15 þátttakendur höfðu verið skráðir í þessa 54. íslandsglímu en 5 glímumenn mættu ekki til leiks Tveir þeirra. Ármenn ingar eru búsettir utanbæjar annar í Stykkishólmi. hinn Keflavík, fengu. ekki leyfi frá störfam er á herti Tveir Skarp héðins-menn og einn KR-ingur höfðu veikinda- og slysaforföll Þá '>arð einn glímumaður að hætt.a keppni hinn ungi glimu maður m Ármanni, Ragnar Þorvarðsson Dó narar komust vel frá sín um störfum yfirleitt, enda ekki mörg tilvik, þar sem vafi lék á um úrslit. Frá sjónarhóli á- horfandans mætti þó geta glímu þeirra Guðmundar Stein dórssonar og Ingva Guðmunds- sonar sem flautuð hafði verið af með sigri Ingva. En síðan voru þeir kallaðir fram að nýju. og iagði Guðmundur þá Ingva í fyrra sinnið virtist Ingvi leggja Guðmund snöggu bragði sem talið var hafa haft byltu í för með sér, en dóm- nefndin som sér síðan saman um annað við endurskoðun at- viksins og kallaðj þá fram að nýju Þá virtist fall Krist- mundai Guðmundssonar fyrir Guðmundi Steindórssyni. ekki tvímælalaust vart hægt að greina að hann kæmi við glímu völlinr ofan hnés, en úrskurð að bvita. Ef ceta ætti einstakra glímu manna og glímna frá mótinu oer ivrstar að telja sigurveg arann Ármann J Lárusson Breiðabliki Lagði hann alla viðfangsmenn sína góðum brögðun-, oftast og beitti lítt hinni hvimleiðu sveiflu eða hnjábragði til úrslita nú, sem hann hefur þó notað mjög á stundum áður. Ármann hefur burði fram yfir alla glímu- nauta sina. en þrátt fyrir það sýndi hann léttleika nokkurn og fjör. Glímur Ármanns við Ingva og Hilmar Bjamason voru skemmtilegar og hraðar Hann lagði Ingva á mjög fallegu leggjarbragði á lofti, einu fal- legasta úrsitabragði, sem sást glímunni. Vegna yfirburða sinna mætti Ármann fegra glímui sínar öðrum fremur og beita einungis tvímælalausum brögðum til úrslita. Ármann hlaut nú sæmdarheitið Glímu- kóngur íslands, í 12. skipti, og er handhafi Grettisbeltisins næsta ár. Hefur hann unnið Íslandsglímuna helmingi oftar en nokkur annar glímumaður Guðmundur, Skarphéðni mótmönnum sínum. Ekki verð mótmönnum sínum. Ekk iverð- ur hægt að segja. að Guðmund ur glími fallega, enda brá liann fyrir sig boli manna mest, t.d. í glímunum við Hilmar og Ingva, en í glímunni við Ingva virtust dómarar stöðva glímuna tvisvar af þessum sökum. Guð- mundur fær mikið út úr sínum glímum, eins og sést á því, að hann lagði alla, utan glímu- kónginn, enda stór og sterkur vel. Ingvi .Breiðabliki, hlaut 6 vinninga og þriðja sæti. Hann er laglega vaxinn, sýndi fjör- leika og oft léttleika og komst vel frá sínum glímum , Ingvi virtist nú ná betri tökum á glímu sinní en stundum áður Áður hefur verið minnzt á glímu hans við Guðmund, en geta mætti þess, að hann lagði Hilmar Bjarnason á eldsnögg um, fallegum hælkrók hægri i vinstri sem þó er nánast „sér bragð‘“ Hilmars. Kristmundur Guðmundsson Á, lagði að þessu sinni fimm og varð fjórði. Hann glímdi alla jafna vel. en náði ekki sama árangri og á fyrri mótum í vetur. Má vera atí þar komi til, að hann tognaði í baki nokkrum dögum fyrir íslands- glímuna. Þá varð hann fyrir því óhappi í mótinu sjálfu að slasast á hne og fór blóð inn á liðinn Kristmundur lauk sín- um glímum. en hætt er við að hann verði bagaður í fleiri vikur. ef ekki mánuði, af þess um sökum. í fimmta sæti varð Hilmar Bjarnason. KR Hilmar var oft ast nokkuð léttur, en þó br? öðru fyrir eins og t.d í glím unni við Kristmund. HilmaT hefur í mörgum mótum sýnt meira fjör og færni en nú Glíma þeirra Ármanns var hin skemmtiiegasta. Garðar Erlendsson. KR. fékk 3 vimnnga Hannes Þorkelsson KR. > vininnga. Valgeir Ha' dórsson, Á. 1. og Össur Torfa son, Á, 0 vinning Garðar o: Hannes eru reynslumestir þess ara nanna og hafa um árabi! cekið þátt glímukappmótum Hannes þó lengur Eru þer líku formi og áður Valgeir <■ ungui og reynslulaus glímu maðiu_ en virðist í allgóðri æt ingu Össur er nýliði á glímu •>elli hefur einungis tekið þátt i glímum i ár. Hörður Gunnarsson T í M I N N, þriðjudagur 12. maí 1964. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.