Tíminn - 12.05.1964, Síða 7

Tíminn - 12.05.1964, Síða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Augtýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Staðreyndir eru ekki „vol og barlómur,, Forsætisráðherrann sendir bændum kveðju sína. í sein- asta Reykjavíkurbréfi Mbl. Tilefnið er það, að ráðherr- ann hefur séð í einu blaði Alþýðuflokksins, Alþýðu- manninum, viðtal, sem honum er bersýnilega mjög að skapi. Einkum lætur ráðherrann vel af því, að þar sé talað um „volið og bölmóðinn, sem verið sé að espa upp í bændum.“ í staðinn eigi að kenna þeim „að bíta á jaxlinn og duga“, en heimta ekki hjálparaðgerðir frá ríkinu. I Um þetta farast svo ráðherranum sjálfum orð á þessa leið: „Hér er hressilega til orða tekið og með þeim hætti að minnisstætt verður. Að því er bændur varðar, þá er það raunar engin nýjung, að þéttbýlismenn sjái auð í þeirra garði og telji kvartanir þeirra ástæðulausan böl- móð. Eftjrtektarverðara er, að ýmsum bændum sjálfum ofbýður. nú barlómurinn, sem uppi er hafður í atvinnu- skyni á þeirra vegum, einmitt á þeim tímum þegar bú- skapur stendur með meiri blóma' en nokkru sinni fyrr. Ýmsir myndarbændur telja þann áróður nú nánast hafa snúizt upp í atvinnuróg." Þessi ummæli forsætisráðherrans túlka viðhorf hans tfl landbúnaðarins, svo eigi verður um villzt hvert það er. „Búskapurinn stendur nú með meiri blóma en nokkru sinni fyrr“, segir ráðherrann. Myndarbændur telja það atvinnuróg að tala um erfið kjör bænda. Um þessi atriði þarf annars ekki að deila við ráðherr- ann. Fyrir hendi liggja upplýsingar, sem ekki verða tald- ar stafa að því, að verið sé að „espa upp vol og bölmóð í bændum.“ Hagstofa íslands hefur fyrir fáum vikum birt skýrslu um, að bændur hafi á árinu 1962 verið langsamlega tekjulægsta stétt landsins. Fólksflutningarn- ir úr sveitunum, sem eru nú meiri en nokkru sinni fyrr, tala einnig sínu máli. Það segir einnig sína sögu, að marg- ar beztu bújarðir landsins eru að fara í auðn, því að enginn fæst til að búa á þeim. Þetta er hvorki vol eða barlómur, heldur blákaldar staðreyndir. Og hver trúir því, að þetta væri svona, ef búskapurinn stæði nú með meiri blóma en nokkru sinni fyrr, eins og forsætisráðherrann heldur fram. Staðreyndunum verður vissulega ekki leynt með því að æpa um /,vol og bölmóð“. Þeim verður ekki heldur leynt með því, þótt benda megi á sæmilega afkomu hjá ein- staka bændum, sem voru búnir að koma sér vel fyrir með ræktun, byggingar og vélakost áður en ,,viðreisnin“ kom til sögunnar. Þeir eru hins vegar því miður alltof fáir. Afkoma þeirra er enginn mælikvarði fyrir hina, sem hafa þurft að standa í miklum framkvæmdum síð- an, eða fyrir þá, sem eiga að taka við. Því verður ekki mótmælt með neinum hrópyrðum um „vol og bölmóð“ að landbúnaðurinn hefur aldrei staðið hallari fæti en einmitt nú eða sú hætta verið meiri, að blómlegar sveitir legðust í auðn. Það er ekki neitt sérmál hans, heldur þjóðarinnar allrar, að þessi öfug- þróun stöðvist og að þeim, sem stunda landbúnað, verði tryggð lífvænleg afkoma. En vissulega er ekki von á góðu, þegar forsætisráðherrann lokar augunum fyrir upplýsingum Hagstofunnar, læzt ekki sjá fólksflóttann úr sveitunum eða góðjarðirnar, sem eru að leggjast í eyði, heldur talar um það í sjálfsgleði fávíss manns að undir stjórn hans standi „búskapur bænda rrmð meiri blóma en nokkru sinni fyrr“! T í M I N N, þriðjudagur 12. maf 1964. — Isaac Deutscher:1 Krustjoff á í vök að verjast vegna deilunnar við Kínverja Deilan getur verið persónulega hættuieg bsði fyrir hann og Mao Tse Tung í MOSKVU eru að gerast merkir atburðir í stjórnmálum. og svo virðist sem Krustjoff hafi ekki að öllu leyti vald á þeim. Hátíðahöldin í sambandi við sjötugsafmæli hans voru ekki mikil og stóðu stutt. J þeim tóku aðeins þátt koirnm únistaleiðtogar frá Austui- Evrópu. Kommúnistaleiðtogar frá Asíu, Afríku og öðru hlut um heims voru fjarverandi. Allt var sýnilega gert til þess að gera sem minnst úr hátíðahöld unum. Átti með þessu að sanna í búum Sovétríkjanna að persónudýrkunin væri dáín drottni sínum og enginn hygði á að vekja hana upp frá dauð um? Hví skyldu þá ríki og fLokk ur halda upp á afmælisdaginn’ Hví voru erlendir flokksleiðar hvattir til þátttöku? Og hví fóru þeir fáu erlendu leiðtog- ar, sem viðstaddir voru. svo fljótt á burt aftur frá Moskvu og án þess að nokfkur fundur væri haldinn í Kreml? Þáð líkt ist einna helzt vísvitandi ávít- um af hálfu Krustjoffs. LEIÐTOGI Sovétríkjanna er alveg nýbúinn að bíða alvarleg pólitískan ósigur. Hann og Su- slov boðuðu til alþjóðlegrar stefnu kommúnista í september í haust, en því boði var eklci vel tekið. Á þessari ráðstefnu átti að bannfæra Mao og mao- ismann. En utan Sovétríkjanna finnst varla einn einasti komm únistaflokkur, sem óskar að taka þátt í uppkvaðningu dóms yfir Kínverjum. Heita mátti að sama svar bærist frá öllum höf nðstöðvum kcmmúnista erlend is: \ ,.Að okkar dómi er óheppi- legt að halda ráðstefnu í sept- ember. Sú útskúfun Kínverja sem stungið er upp á, væri glapræði." Sýnilega hefir Krustjoff orð ið á alvarleg skyssa með því að boða til alþióðlegrar ráðstefnu Menn furðar á að hann skyldi ekki undir eins koma auga á. hve vonlaust það var. Hann hafði ekki hina minnstu mögu leika á að fá kommúnista í Asíu og Afríku til þess að út- skúfa Kínverjum. Flestir þeirra kysu fremur að ganga í lið msð Mao og útskúfa ..endurskoðunar sinnum Krustjoffs.“ Átti Krustjoff þá von á því að fá stuðning evrópskra komm únista? En sá sigur hefði orð ið honum verri en enginn að hljóta stuðning þeirra. Þá hefði hann staðið uppi sem leiðtogi þess hóps kommúnistn flokka, sem enn er til í Evrópu en Mao tvímælalaust orðið leið togi kommúnismans í van- þróuðu ’öndunum. En Krustjoff varð bessum sigri þega-- ítalski " ikkurinn lýsti yfir. að *•'- rvsti ekki a? taka þátt í „hugsjónaleguir kirkjufundi" í Moskvu. Komrn únistaflokkur Austur-Evrópu notuðu sér þetta- Pólverjar oj Ungverjar neituðu einnig að koma til ráðstefnunnar, svo að ekki sé minnzt á Rúmena. KRUSTJOFF „GUÐ varðveili mig gegn vin um mínum“ má Krustjoff segja, þar sem það voru vinir hans, sem auðmýktu hann á þennan hátt. Ekki þarf Krustjoff að efast um að ítalir, Pólverjar og Ungverjar eru andstæðir Kin- verjum. Hann veit, að Togliai.ti og Gomulka hata maoismann enn heitar en hann sjálfur Þeir eru fulltrúar hægri arms flokksins og hafna „vinstri-öfg um“ Kínverja enn ákveðnar en Krustjoff, sem aðhyllist imeðal veginn. Svo lítur þó út sem hægri leiðtogar verji Kínverja í þetta sinn fyrir árásum Krustjoffista Þeir eru andstæðir bannfæring arhugsuninni, þar sem þeir ótt ast þær hatrömmu deilur, sein hún ylli innan kommúnistahreyf ingarinnar. Togliatti segir það upphátt, sem Gomulka, Kada," og margir aðrir hugsa: „Fái þeir vilja sínum framgengt fé- lagi Krustjoff og félagi Suslov, kynni öil kommúnistahreyfing in að lenda á ný í galdarofsóloi um og útrýmingum, líkt og tíðk uðust á Stalínstímanum. Betra er að leyfa Kínverjum að halda fram sínum sjónarmiðum, hversu röng sem þau eru, en að þvinga alla kommúnistahreyf inguna til nýs, krustjoffsks rétt trúnaðar." KRUSTJOFF virðist jafnvel mæta nokkurri mótspyrnu í Moskvu, innan síns eigin flokks. Hann á í höggi við gagnrýnend ur, sem álíta að hann hafi geng ið of langt og eyðilagt barátf- una gegn Kínverjum Hann þarf einnig að taka tillit til þeirra andstæðinga Maos, sem óttast nýja öldu hreinsana og útskúfana enn meira en mao ismann. Margir „málamiðluna’-- menn“ eru þvi ánægðir með að Krustjoff neyddist til að fresta hinu mikla uppgjöri við Kínverja. Þeir boða þolinmæn gagnvart Pekingmönnum og halda fram, að öfgar Kínverja og þráfyigni við rangan mál- stað stafi einungis af fátækt Kínverja, vanþróun þeirra og erfiðri aðstöðu á alþjóða vet' vangi. Þeim finnst að hjálpa þurfi Kínverjum til að sigrast á þessum erfiðleikum. Krustjoff hefir orðið að róa gagnrýnendurna, sefa ótta þeirra og illan grun. Hann hefir andmælt því, að hann vilji ,,hrekja Kínverja á burt úr herbúðum kommúnista," og slíta samtökum Sovétríkjanna og Kína. Hann hefir skuldbund ið sig til að halda áfram að koma fram gagnvart Kína sem „sósíölsku ríki“, jafnvel þó að maoisminn yrði bannfærður. Þrátt fyrir þetta hefir Krust- joff ákveðið að undirbúa al- þjóðlega ráðstefnu og útskúfun maoismans. Hann hefir þvi á ný sent út aðvörun vegna „hinnar hugsjónalegu hættu“, sem felist í maoismanum og sakar flesta erlenda kommún- ista um að gera of lítið úr þess ari hættu, eða láta jafnvel sem þeir sjái hana ekki. Hann hefir sjálfur ráðizt gegn Mac af meiri heift en nokkru sinni fyrr, sakar hann til dæmis um að vera Stalín Kína, (eins og nú tíðkast í Moskvu), og leyfa persónudýrkun, þegar um hann sjálfan sé að ræða. Hann geri sömu skyssur og Stalín og drýgi sömu glæpi og hann, og því verði að opinbera vanvirðu hans, eins og gert hafi verið með Stalín. HÉR á eftir eru taldar nokkr ar þær ávirðingar Maos, sem Moskvumenn breiða nú út með meðal kommúnistaflokks um allan heim: 1. Yfirvöldin í Peking reyna að koma í veg fyrir að mem kynni sér rit Marx, Engels úg Lenins til þess að ekkert skyggi á alvizku Maos. „í Kína eru rit Lenins prentuð í svo fáum eintökum að venjuiegur Kín- verji á áiíka érfitt með að ná í þau og vera myndi ef verið væri að reyna að leyna þeim.“ 2. „Dýrkun Maos er orðin jafnáberandi og Stalíndýrkun- in var, þegar mest kvað að henni. Kínverska þjóðin á að þakka Mao fyrir matinn, sem hún fær, heilbrigði barna sinna og allar framfarir yfirleitt." 3. „Mao hefir einræðisvald, eins og Stalín hafði. Hann fer ekki eftir kínversku stjórnar- skránni eða ákvörðunum fiokQcs síns.“ 4. „Af þessu leiðir, að flestar pólitískar breytingar, sem Mao hefir komið á hin síðari ár, eru ekki í samræmi við stjórnar- skrána og þar af leiðandi ólög legar.“ Ákærurnar ná hámarki með ásökunum um heilaþvott og „lögboðið njósna- og ákæru- kerfi sem starfandi sé í hverju einasta félagi innan '-ommún istaflokksins." Ennfremur er stjórn Maos ásölruð um sjúklegt Iaumuspil, ótakmarkað vald flokksfulltrúanna, allt of víð- tækt skrifstofuvaldsbákn, sem haldið sé við, og hernaðaraga, sem beitt sé gegn öllu venju- legu fólki. ÁRÁSIR þessar eru heiftúð- ugri en áður hefir tíðkazt, en Framhald * 13 sfSu • 1 I . I 1 r

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.