Tíminn - 12.05.1964, Side 6

Tíminn - 12.05.1964, Side 6
I n TÓMAS KARLSSON RITAR Furðuleg og fordæmanleg vinnubrögð viðskiptamálaráðh. MTklar umræður urðu við 2. um- ræðu um Seðlabankafrumvarp ríkisstjómarinnar í efri deild á laugardag. Tóku þátt í þeim um- ræðum m.a. þeir Helgi Bergs, Ól- afur Jóhanesson, Ólafur Björns- son og Gylfi Þ. Gíslason. Voru breytingatillögur felldar og frum- varpið afgreitt óbreytt til 3. umr. Frumv. var svo tekið til 3. umr. í gær, síðustu umræðu í síðari deild. Þa gerðust þau undur, að viðskiptamálaráðherra læddi fram tveim breytingatillögum. Var önn- ur um það, að engin innlánsstofn- un mætti setja upp útibú eða um- boðsskrifstofu án leyfis ráðherra og hin um að lögleiða heimild Seðlabankans til þess að gera það sem hann hefur gert undanfama mánuði, þ.e. að innheimta ávís- anir, sem ónóg innstæða er fyrir. Breytingatillögur ráðherrans eru svohljóðandi: „Á undlan 1. gr. komi ný grein, svo hljóðandi: Aftan við 10. gr. laganna komi ný málsgr., þannig: Nú oskar innlánsstofnunin að setja á stofn útfbú eða umboðs- skrifstofu, og skal hún þá sækja um leyfi til þess til Seðlabankans. Leggur hann leyfisumsókn ásamt áliti sínu fyrir ráðherra þann, sem fer með mál viðkomandi stofnun- ar, og tekur þá ráðherra ákvörð- un um, hvort leyfi skuli veitt.. Á eftir 2. gr. komi ný grein, svo hljóðandi: Aftan við 16. gr. laganna bætist: Er honum heimilt í því sam- bandi að taka að sér innheimtu ávísana, sem innlánsstofnanir hafa keypt og ónóg innstæða er fyrir, og áskilja innheimtugjald frá út- gefanda, samkvæmt nánari regl- um, sem ráðherra setur. Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra, fylgdi tillögunum stuttlega úr hlaði og sagði að nauðsynlegt væri að hafa hemil og stjóm á stofnsetningu banka- útfbúa og áhyggjuefni, hve rekst- urskostnaður bankanna væri mik- ilL Þá væri rétt að festa í lögum heimild til handa Seðlabankanum til að innheimta með sérstöku gjaldi innistæðulausa tékka. Ólafur Jóhannesson sagði þetta VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON f síðustu viku tók Vilhjálmur Hjálmarsson, bóndi á Brekku í Mjóafirði, sæti Halldórs Ás- grímssonar á AlþingL Laumar inn breytingatillögum um að ráðherrar ákveði, hvaða bankar og hvar megi setja upp útibú eða umboðsskrifstofur - við síðustu um ræðu í efri deild um seðlabankafrumvarpið, er 2 dagar þingsins lifa. - Forseti efri deildar fremur fádæma niðurlægingu á sjálfum sér. furðuleg vinnubrögð hjá ráðherr- anum. Frumvarpið hefði hann lagt fram snemma þings í neðri deild, og þar hefði það verið til með- ferðar mánuðum saman og orðið um það miklar umræður. Ráðherr ann gerði mjög stutta og ófull- nægjandi grein fyrir frumvarpinu til 1. amræðu í neðri deild, og virtist ekki vaka fyrir honum að frekari breytinga væri þörf að gera við seðlabankalöggjöfina. Forseti ætlaðí svo að taka málið til 2. umræðu á næturfundi að ráðherranum fjarstöddum, en fyr- ir eindregin tilmæli var umræðu frestað til næsta dag, svo ráðherr- ann gæti verið viðstaddur, en hann veitti þó aðeins ófullnægj- andi svör við þeim fyrirspurn- um, sem fram v'óru bornar. Við 3, umræðu, þegar aðeins 2 dagar lifa þingsins, laumar ráðherrann svo inn þessum breytingatillögum Síðarl tillagan er nú blátt áfram hlægileg, það á nú að heimila Seðlabankanum að gera það, sem hann hefur verið að gera undan- farna mánuði eins og það hafi ekki verið lögum samkvæmt. Ól- afur kvaðst aldrei hafa heyrt nokkum draga það í efa að inn- heimta Seðlabankans á innistæðu- lausum tékkum væri lögmæt, og því væri þessi tillaga út í bláinn. En hún væri meinlaus, en það væri ekki hægt að segja um hina. Hún er í stfl við þá stefnu ríkis- stjómarinnar, sem hún markaði í hinni nýju löggjöf um Seðlabank- ann, sem sett var 1960, en þá var raunverulega stigið skref aftur á bak. Sagt var að sú löggjöf ætti að gera Seðlabankaim sjálfstæð- ari og óháðari, en sannleikurinn er sá, að Seðlabankinn var gerð- ur háðari ríkisstjóminni en áður var, og síðan hefur miðað stöðugt í sömu átt, og nú á að ganga svo langt, að viðskiptabankamir og aðrar innlánastofnanir mega ekki setja app umboðsskrifstofu án þess að fá leyfi ráðherra. Ríkis- stjómin ætlar að ákveða það, hvaða bankar fá að setja upp úti- bú og hvar. Það mun vart þekkj- ast nokkurs staðar, að viðskipta- bankar þurfi að spyrja ráðherra að því, hvort þéir megi setja upp umboðsskrifstofur. Þama er ríkis- stjómin að sölsa undir sig vald, sem hún hefur ekki haft, og hún er að reyna að fela þetta með því að gera Seðlabankann að skrif- fi'nnskunillilið. Um viðskiptabankana er sérstök löggjöf, sér löggjöf fyrir hvern þeirra um sig. Þessi breytinga- tillaga fjallar ekki um Seðlabank ingar skulj fara fram við 3 um- ræður í hvorri þingdeild. Nú er þessum breytingum á löggjöfinni um viðskíptabankana, lætt inn við síðustu umræðu um Seðlabankann í síðari deild. Ljóst er ]jví, að þessi lagabreyting fær ekki þá meðferð, sem stjómarskráin býð- ur. Þá má telja, að í þessari til- lögu felist raunverulega van- traust á bankaráð bankanna, sem kjörin em af Alþingi, því að þau hafa ákveðið hvort bankamir settu upp útibú og hver. Má geta þess, að Guðmundur f. Guðmundsson er formaður bankaráðs Útvegsbank- ans. Skoraði Ólafur á viðskipta- málaráðherra að draga þessar til- lögur til b'aka og leggja þær fyrir iþiug í naust, syo^þær .gæta fengið þinglega meðferð,J: Ekkert heM enn gerzt, sem réttlætö slíka málsmeðferð og enginn voði fyrír dyrum, þótt beðið verði til hausts- ins. Gyfli Þ. Gíslason viðurkenndi, að málsmeðferðin væri ekki góð og raunverulega ætti hann að biðjast afsökunar á því að leggja málin svo fyrir, en tillögumar vom síðbúnar hjá ríkisstjórninni og mjög áríðandi að málið næði fram að ganga nú. Alfreð Gíslason skoraði einnig á ráðherrann að taka tillögumar aftur. Helgi Bergs skoraði einnig á ráðherrann að draga tillögumar til baka. Hvar væri nú þetta við- skiptafrelsi og annað ágætt ferlsi sem ríkisstjómin væri sifellt með á vöranum. Sífellt stefndi að því að viðskiptalíf landsmanna sé reyrt í spennitreyju ofurvalds Seðlabankans og þó raunvemlega ríkísstjómarinnar. Þá gerði Helgi grein fyrir breytingartillögu, sem hann flytur ásamt Karli Kristjáns- syni um að bindingarfé megi í heild ekki fara fram úr 1000 milljónum, Seðlabankanum verði veitt heimild einum til útgáfu á gengistryggðum verðbréfum og að áfram verði Seðlabankanum heimilt að taka verðbréf og önn ur slík verðmæti af innlánsstofn- unum, ef sannað er, að þær eigi í miklum erfiðleikum með að inna bindingarskylduna af hendi. Ólafur Jóhannesson ítrekaði, að hann teldi það hreina fjarstæðu að veita ráðherra úrskurðarvald um slík efni, sem tillaga ráðherr- ans gerði ráð fyrir. Ef til vill væri heppilegt að hafa stofnun banka- útibúa undir einhverju eftirliti og heildarstjórn, ef sannað þætti að um misnotkun á því sviði væri að ræða. Sú gagnrýni, sem kom- ið hefur fram varðandi bankaúti- ann, heldur viðskiptabankana pg! búin væri þó umdeilanleg. Hún starfsemi þeirra. Stjórnarskráin væri ef til vill réttmæt varðandi kveður a um að allar lagabreyt- bankaútibúin hér í borginni, en úti um land hafa þau yfirleitt verið sett á stofn að beiðni fólks- ins á viðkomandi stöðum, mælzt vel fyrir og bætt úr þörf og er þar um að ræða sjálfsagða þjón- ustu við fólkið í dreifbýlinu. í mörgum tilfellum hafa bankaúti- búin verið stofnuð í samvinnu við sparisjóði þá, sem fyrir hafa verið og þeir síðan lagðir niður. Ef svona ógnarmikill voði er á ferðum á þessu sviði eins og ráðherrann vill vera láta, þá er ekki öll nótt úti fyrir hann, þótt hann dragi tillögumar til baka, því auðvitað getur hann gefið út bráðabirgðalög í sumar. Ólafur sagði, að Framsóknar- :rpepp í :efri deild hefð.u ekki taf- ,ið mál eða haldið uppi málþófi, *en ef íara áétti Svona að óg beita slíkri málsmeðferð, þá gætu þeir ekki setið þegjandi hjá. Það er rétt að rekstrarkostn- aður bankanna hefur vaxið, en þar koma fleiri atriði en banka- útibúin ein til greina. Þar eru mörg atriði að verki og væntan- lega verður endurskoðað allt í heild í sambandi við þá heildar- löggjöf, sem fyrirhugað er að setja á næstunni um viðskipta- bankana og aðrar peningastofnan- ir. Þá upplýsti Ólafur það, að til- lögur ráðherrans hefðu aldrei verið bornar undir bankaráð Seðlabankans og væri það eitt út af fyrir sig engin hæfa. Ef það væri óþarft, væri rétt að leggja bankaráðin niður. Með samþykkt tiUögunnar fengist engin heildar- stjóm á útibúamálinu, því sam- kvæmt tillögunni á að bera um- sóknir undír viðkomandi ráðherra en bankamir heyra undir sitt hvern ráðherrann, Búnaðarbank- inn og innlánsdeildimar t. d. und ir landbúnaðarráðherra. Ef ráð- herrann vildi ekki fallast á að draga tillögumar til baka, sagðist Ólafur vilja beina eindregnum til- mælum til forseta um að fresta umræðunni svo að fjárhagsnefnd gæti athugað tillögumar og lelt- að álits bankastjóra og bankaráða viðskiptabankanna og rétt væri að taka málið fyrir í bankaráði Seðlabankans. Forseti, Sigurður ÓIi Ólafsson, sagði umræðunni lokið. Því var mótmælt og ítrekuð ósk um að málið fengist athugað í nefnd. Forseti niðurlægði þá sjálfan sig meira en dæmi era til að forset- ar hafi gert í forsetastóli hvorki fyrr né síðar. Sagði hann, að ráð hérrann hefði ekki látið uppi álit sitt á því, hvort leyfa ætti nefnd- inni að athuga málið. Stóð for- setinn að því er virtist ráðþrota í nokkrar mínútur, en viðskipta- málaráðherra rótaði sér ekki, leit ekki upp en blaðaði* í skjölum sínum eins og ekkert hefði í skor- izt. Eftir langa bið, er fjármála- ráðherra hafði gaukað einhverju að viðskiptamálaráðherra, gekk Gylfi að forsetastóli og hvíslaði einhverju í eyra hins sjálfstæða og skörulega forseta, sem því næst tilkynnti, að umræðunni yrði frestað. — Þess er rétt að geta, að fáheyrt mun vera að forseti synji um ósk um að nefnd fái að athuga veigamiklar breyt- ingartillögur, hvað þá, er þær koma fram við síðustu umræðu máls. Verði breytingamar samþykkt- ar í efri deild, verður frumvarpið sent aftur til neðri deildar til einnar umræðu. Má þar búast við umræðum um málið og getur það sett úr böndum áform ríkis- stjórnarinnar um að hafa þing- lausnir á miðvikudag. Á ÞINGPALLI ★ ÁFORMAÐ er að þinglausnir fari fram á miðvikudag. ★ MIKLAR umræður hafa verið á Alþingi að undanförnu, m. a. marg- ir kvöldfundir og hefur ekki gefizt tóm né rúm til að skýra frá nema litlum liluta umræðna. Fjöldi mála hefur verið afgreiddur og má þar á meðal nefna frumvarpið um kísilgúrverksmiðju, Iög um loftferðir, tekjustofna sveitarfélaga, tekjuskatt, sjúkrahúsa- lög, lög um Ljósmæðraskóla, lausaskuldir iðnaðarins, búfjárhald í kaupstöðum og kauptúnum skipulagslög o. fl. ★ VEGAÁÆTLUN hefur verið afgreidd og urðu um hana all miklar umræður. Var greint frá fyrri hluta þeirra fyrir nokkrum dögum. Auk þeirra, sem þar var getið tóku m. a. til.máls við umræðuna, Einar Ingimundarson, Ingólfur Jónsson, Hannibal Valdemarsson, Ragnar Arnalds, Axel Jónsson, Ásgeir Bjarnason, Björn Pálsson, Vilhjálmur Hjálmarsson, Matthías Bjarnason o. fl. ★ STJÓRNARLIÐIÐ felldi breytingatillögu þeirra Sigurvins Einars- sonar, Hermanns Jónassonar og Hannibals Valdemarssonar um 3,8 milljón króna aukaframlag til vega á Vestfjörðum, þannig, að Vestfirðir liéldu hlutfalli sínu í heildarfjárveitingu til nýbyggingar vega — frá því sem það var í fyrra. 6 1 t í 1 / v / i) ) fv A T ’ T í M ! N N, þriðjudagur 12. mal 1964.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.