Tíminn - 12.05.1964, Síða 13

Tíminn - 12.05.1964, Síða 13
65 módelið (wqrpHIenpe^ //£', rJELTRAl Sjónvarpstæki Streyma til landsins. Aldrei fullkomnari en einmitt nú. CN Klapparstíg 26. Sími 19-800. GANGSTETTARHELLUR Sfærð 50x50 cm verð kr. 35.00 Stærð 50x25 cm verð kr.21.00 Söluskattur innifalinn. Pípuverksmiðján h.f. Sími 12551. MINNING Framhald af 8. síSu. veiktist af berklum, þegar hann hafði lokið prófi frá Verzlunar- skóla íslands, og yngsti sonur hennar var enn í menntaskóla, er hann veiktist einnig af berklum, en lauk þó prófi utanskóla. Hinn sterki metnaður, sem hún hafði fyrir hönd bama sinna, og trú á getu þeirra yfirvann öll vonbrigði og veitti henni kjark. Hún hjúkraði börnum sín- um meðan þau voru að ná heilsu af slíkri alúð, sem enginn fær gjört nema sá sem hefur yfir að ráða ótakmarkaðri ást og um- hyggju. Eg get ekki lokið þessum 'kveðjuorðum án þess að geta hálf systkina Bjargar, samheldni þeirra og gagnkvæm hjálpsemi lýsti bezt kærleik þeirra systkina. Það vita þeir einir sem bezt þekktu hvað Björg var sínu fólki. Heimili hennar stóð, jafnan op- ið, þegar einhver af hennar fólki þurfti á að halda, og eigum við hjónin henni þökk að gjalda, þar sem elzti sonur okkar fæddist á heimili hennar. í lífi þessarar heiðurskonu hafa skipzt á skin og skúrir, en tak- marki sínu náði hún, þar sem börn hennar hafa öll fengið ágæt ismenntun og eru .hinir nýtustu menn. Eftirlifandi börn þeirra Gunnars og Bjargar eru: Hjörleif- ur forstjóri Sjúkrasamlags Hafn arfjarðar, Magnús vélsmiður, Björgúlfur starfsmaður Samein- uðu þjóðanna, Guðbjörg hús- freyja, Geir alþingismaður og Hjörtur kennari. Ævisaga Bjargar Björgólfsdótt ur er hetjusaga íslenzkrar al- þýðukonu, sem vinnur störf sín í kyrrþey og ætlast ekki til ann- arra launa en að sjá vonir sínar rætast í framtíð barnanna sinna. Á.G. KRUSFTJOFF Framhald af 7 síðu. auk þess er það nýjung, að þær beinast að viðkvæmum at. riðuim í innanlandsstjórn Maos. Allt yfirskin um að „blanda sér ekki í innanlandsmál hver hjá öðrum“, hefir nú verið lagt á hilluna. Ef til vill verður sum um af þessum ásökunum snúið á hendur þeim sjálfum fyrir 'stjórnarhætti þeirra og skrif- stofuvaldskerfi. Vaidhafarnir í Peking reyna að gjalda rauðan belg fyrir grá an og magna árásir sínar næstu mánuði. Nú mun það gerast 1 fyrsta sinn í sögunni, að stjórnarkerfin í Sovétríkjunum og Kína verði fyrir gagnkvæmri gagnrýni. Sennilega verður þessi gagnrýni hvassari, vopnin beittari og áhrifameiri og á allt annan hátt en árásir hins borgaralega heims, hvort setn um er að ræða Voice of Amer- ika eða Radio Free Europe. Þessar nýju deilur kunna að leiða til nýrrar ókyrrðar bæði í Sovétríkjunum og Kína. í báðum löndum verður spurt, hvort hin örlagaríka deila sé ekki að óþörfu magnaðri en ella vegna áhrifa tveggja sjöt- ugra leiðtoga, sem báðir era jafn gamaldags í viðhorfum og einhæfir í aðferðum. Gætu ekki yngri menn, sem síðar væru háðir gömlum hugmynducn og endurteknum móðgunum, bætt samkomulagið milli þessara stóru og öflugu kommúnista- ríkja? Við erfðavanda er að stríða bæði í Moskvu og Peking, engu síður en annars staðar, og þann vanda verður að leysa. Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldinn í Breiðfirðingabúð niðri, miðvikudaginn 20. maí og hefst kl. 20.30 síðdegis. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. KAUPFELAG EYFIRÐINGA AKUREYRI SJAFNAR trélím, kalt — ýmsar pakkningar REX-9, plastlím — Gólfdúkalím Plast-íieggskítti — Íleggskítti, venjuiegt Terpentína — Fernisolía Þurrkefni — Linolía. Heildsölubirgðir hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga, Hringbraut 119, II. hæð, sími 3-53-18, Reykjavík, og hjá verk- smiðjunni á Akureyri, sími 1700. Efnaverksmiðjan SJÖFN Akureyri Laus staða Staða skrifara 1 (vélritunarstúlku) í endurskoðun- ardeild borgarinnar er laus til umsóknar. Laun samkv. 13. launafl. kjarasamninga borgar- starfsmanna. Umsóknum, með upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf, sé skilað hingað í skrifstofuna eigi síðar en 19. þ. m. Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík, 11. maí 1964. STJÓRN UNARFÉLAG ISLANDS Fundur verður haldinn í Stjórnunarfélagi ís- lands í dag, þriðjudaginn 12. maí kl. 20.30 í í fundarsal Hótel Sögu. FUNDAREFNI: "" Jóhannes Einarsson, verkfræðingur flytur erindi. Skipulag og stjórnun verklegra . framkvæmda. Utanfélagsmönnum er heimill aðgangur. Stjórnin. FASTEIGNAVIÐSKIPTI: Guðmundur Tryggvason. Sími 22790. ORÐSENDING TIL UTANBÆIARMANNA Vií tökum a’S okkur aísto'S viÖ útveg- un á húseignum og íbúÖum í Reykja- vík og nágrenni og kappkostum aí veita sem bezta og öruggasta þjónustu Látií okkur vita hvafi y’Öur vantar og hvernig þér viIji’S haga grei'ðslum. KOMIÐ, SKRIFIÐ EÐA HRINGIÐ MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA: Þorvarður K. Þorsteinsson Miklubraut 74 T f M I N N, þriðjudagur 12. mal 1964. — 13 f 1 f i ■ -t . n H'íTfVT ■1 í t v / ’ v; i i. ' / r • ! / \ i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.