Tíminn - 12.05.1964, Side 9

Tíminn - 12.05.1964, Side 9
AÐALFUNDUR Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi var hald inn í fundarsal félagsins dagana 5. og 6. maí s. 1. Á fundinum voru mættir 69 fulltrúar frá 17 félagsdeildum, auk þeirra stjórn félagsins, kaupféiagsstjóri og end urskoðendur. Fundarstjóri var Sigurður Snorrason, Gilsbakka, en fundarritarar, Jón Sigurðsson frá Skíðholtum og Þorsteinn Guð- mundsson, Skálpastöðum. Formaður félagsstjórnar, Sverr- ir Gíslason, Hvammi flutti skýrslu stjórnarinnar. Gat hann þess að nú á þessu ári 1964, væri hafin bygglng sláturhúss í Borgarnesi, en ekki mundi sú bygging vera komin upp í næstu sláturtíð, enda væri hér um stórbyggingu að ræða. Þá skýrði hann frá því að keypt hefði verið verzlunar- og veitingahús að Vegamótum í Miklaholtshreppi, áður í eigu Kaupfélags Stykkishólms, jafn- framt hefðu tvær nýjar félags- deildir bætzt í Kaupfélag Borg- firðinga, það er Miklaholtshrepps deild og Staðarsveitardeild. Verið er að gera nokkrar endurbætur á húsakynnum að Vegamótuir Nokkrir fundarmenn á aðalfundi Kaupfélags Borgfirðinga. mæli félagsins voru gefnar 500. 000 íkrónur til sjúkrahúss Akra- ness, en að öðru leyti var árgang- inum ráðstafað til greiðslu í stofn- sjóð félagsmanna eftir viðskiptum Undir liðnum erind'i deilda komu fram margar tillögur, sem hlutu afgreiðslu á fundinum. — Sömuleiðis urðu nokkrar aimenn ar umræður. Þá fóru fram kosningar, tveir menn átttu að ganga úr stjórn fé- lagsins þeir Ingimundur Ásgeirs son, Hæli og Jóhann Guðjórw son, Leirulæk, en voru báðir end- urkosnir. Aðrir í stjórn eru: — Sverrir Gíslason. Hvammi, for- maður, Daníel Kristánsson, Hreða vatni og Jón Guðmundsson, Hvít- árbakka. Endurskoðendur eru: Þorvaldur Jónsson, Hjarðarholti og Þórir Steinþórsson, skólastjóri, Reyk- holti. Fulltrúar á aðalfund SÍS voru kosnir: Sigurður Snorrason, Gils- bakka, Gunnar Guðbjaitsson, Hjarðarfelli, Sverrir Gíslason, Hvammi og Daníel Kristjánsson, Hreðavatni. Fulltrúar á aðalfund Mjólkur- Vorusala Kaupfélags Borgfirð- inga nam 67 millj. kr. á sl. ári í tilefni af 60 ára afmæli félagsins, sem var í janúar s.l. voru Sjúkrahúsi Akraness gefnar 500.000 krónur. meðal annars hefur verið full- lokið þar íbúðarhúsi útibússtjóra, en útibússtjóri á Vegamótum er Geir Bjömsson áður deildarstjóri í kjörbúð K.B. í Borgarnesi. Þá mínntist formaður á þær um- bætur, sem mjólkursamlagið væri að gera í sambandi við flutning á mjólkinni, hefði tankbíll verið keyptur, sem mældi mjólkina heiima á bæjunum og sparaði með því flutninga á brúsum fram og til baka. Þá minntist formaður þess í lok skýrslu sinnar að félagið hefði orðið 60 ára í janúar s. 1. Kaupfélagsstjóri, Þórður Pálma- son lagði fram reikninga félags- ins á því ári og lýsti hag þens. Vörusala á árinu í sölubúðum og vöruafgreiðslum nam 67 milljón- um króna og hafði aukizt um 8 milljónir króna frá fyrra ári. — Sauðfjárslátrun var meiri hjá fé- laginu en nokkru sinni fyrr, var alls slátrað 62.752 kindum, en af því voru 8.970 slátrað vegna niðurskurðar í 3 hreppum Daia sýslu. Mjólkursacnlagið tók á móti 9.651.406 lítrum mjólkur á ár- inu og er það 1.061,6'50 lítrum meira en árið áður eða 10,9'.'ó aukning. Meðalfita mjólkur var 3,656%. Lokaverð til framleiðenda varð 555,142 aurar pr. lítra mjólk- urá Á s. 1. ári var tekin upp svínaslátrun hjá félaginu og voru framleiðendum greiddar 263 þús. krónur fyrir svínakjöt. Bændum var greitt á árinu áætlað verð fyrir framleiðsluvörur sínar alls 76,5 milljónir króna og uppbætur á framleiðslu ársins 1963 alls 8,4 milljónir króna. Margt fleira kom fram í skýrslu kaupfélagsstjóra, en hann lauk máli sínu með því að þakka félagsmönnnum allan stuðning við félagið. Mjólkurbússtjóri, Sigurður Guð- brandsson ræddi nokkuð um mál : efni mjólkurbúsins og gerði sam- anburð á rekstri þess og annarra mjólkurbúa. Þórir Steinþórsson, skólastjóri, Reykholti hafði orð fyrir endur- skoðendum, talaði hann meðal ann ars um reikningslega stöðu við- skiptamanna gagnvart félaginu og um ástæður fyrir því að enn væri ekki hægt að taka upp stað- greiðsluviðskipti. Gunnar Guðbjartsson, Hjarðar- felli, formaður Stéttarsambands bænda flutti erindi um verðlags mál landbúnaðarins og þau vanda mál, sem því fylgja að halda uppi arðgæfu búi. Þá kom til ráðstöfun fundarins á rekstursafgangi ársins 1963 og var eftirstöðvum á rekstursreikn- ingi mjólkurbúsins ráðstafað til framleiðenda, en ráðstöfun á rekstrarafgangi K-! 1 B. var sú, að í tilefni af 60 ára af- ÞÓRÐUR PÁLMASON, kaupfélagsstjórl. samsölunnar voru kosnir: Guð- brandur Magnússon, Álftá, Jakob Jónsson, Varmalæk, Ingimundur i Ásgeirsson, Hæli og Sigurður Snorrason, Gilsbakka. Fundarstjóri þakkaði í fundar- lok fundarmönnum, stjóm félags- ins og starfsmönnum gott starf í þágu samtakanna. Að kvöldi fyrra fundardags var haldið skemmti- og fræðslukvöld í samkomuhúsinu fyrir fundar- menn og gesti þeirra, þar voru einnig margir af starfsmönnum fé- lagsins, alls um 200 manns. — Á samkomunni flutti Páll H. Jóns- son ritstjóri Samvinnunnar erindi um samvinnumál. Egill Jónasson, skáld frá Húsavík flutti gamlar og nýjar vísur og sagði sögur. Samkomunni lauk með því að sýnd var kvikmyndin Vor, sem er íslenzk kvikmynd í eigu Búnaðar- félags íslands og tekin að tilhlut- an þess. JE. Crime and Personality. Höf- undur: H. J. Eysenck, pró- fessor í sálarfræði_ við há- skólann í London. Útgefandi: Routledge & Kegan Paul. 1964. Verð: 30 sh. Bókin fjallar um ástæðurnar fyrir glæpum og fyrir því, að menn fremja ekki glæpi. Höf- undur kemur fram með nýstár- legar kenningar um ástæður til glæpa. Hingað til hefur verið álitið, að umhverfið, að- stæður og slæmt uppeldi og félagsskapur orki á menn til glæpa, það sé þjóðfélagið, sem beri sökina. Höfundur álítur, að glæpahneigðin sé meðfædd, og sé mælanleg eftir aðlögun- arsvörun. Aðlögun að reglum þjóðfélagsins er, samkvæmt kenningum höfundar, mismun- andi fljótvirk, þeir sem lítinn aðlögunarhæfileika hafa, lendi oft út á glæpabrautina. Það er oft svo, að hrein heimska og sljóleiki verður til þess að skapa glæpamanninn. Það hafa verið' gerðar tilraunir í fang- elsum á Englandi, sem benda til þess, að flestir glæpamenn- irnir séu heimskir, til dæmis virðist meginhluti smáglæpa- manna vera meira og minna sljóar persónur. Kenningar höf- undar eru mjög athyglisverðar, og verður vart fram hjá þeim gengið af glæpafræðingum og uppalendum. Það var mikill siður um og eftir aldamótin, að fordæma ýmsar kenningar fyrri alda sem vitleysu, en það undarlega skeður nú, að vísindaleg sál- fræði heldur fram kenningum ekki ósvipuðum og þeim, sem aldamótamenn köstuðu á haug. Þessi bók mun vekja ýmsar hugrenningar varðandi rétt og rangt, ábyrgð og þá gömlu spurningu um hvort vilji mannsins sé frjáls eða ekki. METEORA: The Rock Monast- eries of Thessaly. Höfundur: Donald M. Nicol. Útgefandi: Chapman & Hall. 1963. Verð: 30 sh. Flestir kannast við klaustrin á Athos-fjalli, en færri við þau, sem lýst ér í þessari bók, Meteora-klaustrunum í Norður- Grikklandi. Þessi klaustur eru reist á fjallsgnípum, og eina leiðin til að komast upp i klaustrin er eftir háum stigum eða með því að láta hala sig upp í körfu. Þessi klaustur eru um margt enn þá merki- legri en Athos-klaustrin, þó að þau séu ekki eins gömul. Höf- undur skrifar stíl, sem minnir dálítið á stíl Gibbons, bókin er sérstaklega læsileg, og er ekki aðeins fengur fyrir þá, sem áhuga hafa ‘á kirkjusögu og ferðasögum, heldur einnig fyrir alla þá, sem fræðast vilja um Austur-rómverska ríkið á 13. og 14. öld, en um það leyti er mestur blómi þessara stofn- ana. Saga klaustranna bæði í Austur-rómverska ríkinu og svo í Evrópu er menningarsaga.. Hér á landi voru fyrrum ófá klaustur, en hvað er vitað um þau? Eitthvað er til í máldög- um um eignir klausturkirkn- anna, og Guðbrandur heitinn Jónsson tók saman þætti um klaustur hérlendis, og smá- vegia er vitað um bókaeign klaustra hér. Heimildir eru af skornum skammti. Árni Magn- ússon hefur skrifað fáeinar nótitsur um klaustur, þar á meðal, að kálfar hafi etið gaml- ar bækur Reynistaðaklausturs, þá nunnurnar höfðu breitt bæk urnar til þerris einn góðviðris- dag. Einnig er vitað, að Lút- herstrúarpresturinn, sem tók við Helgafellsklaustri, hafi lát- ið rífa og brenna bókasafn þess klausturs, en það klaustur var hvað bókríkast íslenzkra klaustra. Bókageymsla Þykkva- bæjarklausturs fauk í ofviðri. Svona er sagan. Þó er vísast að einhverjar heimildir megi fá úr jörðinni með fornleifa- greftri og rannsóknum. Tækni fornleifafræðinga hefur tekið stökk fram á við undanfarin ár, og væri ekki úr vegi að reyna slíkt hérlendis. Það er ekki ólíklegt, að hér- lendis gæti áhrifa frá ensku klaustrunum og þeim írsku. En um þetta efni vita menn lítið, allt of lítið. f í M I N N, þriðjudagur 12. maí 1964. 9

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.