Tíminn - 12.05.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.05.1964, Blaðsíða 15
YFIR BLÁFJÖLL Frarahald af 16. sífíu. Húsafells. Þarna var áður fyrr'að- alleiðin suður í Selvog og eru vörður á hraunhellunni sem ekið er eftir. Er komið var langleiðina að Grindaskörðuim var sveigt í austur og haldið síðan sem leið liggur upp Bollann. Úr Bollanum er geysifagurt útsýni norður til nesjanna tveggja — Álftaness og Seltjarnarness og sézt lega Reykja víkurborgar vei þegar komið er efst í Bollann. Frá Bolianum var stefnan svo tekin á Eldborg, og þaðan niður með hrauninu, niður Leirárdal- inn og að Hvalfelli. Þar var far- ið yfir og vestur með fellinu, og síðan fylgt vörðunum yfir hraun- ið sem kemur frain á milli Aust- urása og Vesturása. Er komið var fram á fjallsbrúnina ofan við Hlíð arvatn, reyndist ókleyft að fara þar niður, og varð því að aka eft- ir brúninni austur fyrir Svörtj- björg þar sem komizt varð niður, var klukkan um hálf tólf að kvöld- inu, en lagt hafði verið af stað frá Kaldárseli upp úr tvö um dag- inn. Leið þessi er nokkuð seinfarin á köflum, og þá einkum sunnan Bollans. SANDGRÆÐSLAN Framhald af 1. síSu. ha lands, að sögn Páls. Mjög misjafnt er hve fljótt gengur að dreifa áburðinum, fer það m.a. mjög mikið eftir aðstæð- um og hve langt er frá flug- velli eða lendingarstað að dreif ingarsvæðinu, en stytzt hefur vélin verið 5 mínútur að tæma sig og komast að lendingar- stað aftur. NÝJAN ÞJÓÐARDÓM Framhald af 1. sfSu. framboð af ódýrara húsnæði, hafa stjém á fjárfestingunni og fl. -- Sllka stefnubreytingu sagði Ey- eteinn ékki aðeins æskilega, hún vœri nú lífsnauðsyn, ef ekki ætti ma að fara. Stjómarstefnan hefur reynzt þannig í framkvæmd að hvorki framleiðendur né verkalýðssam- tðkin geta nú hugsað sér að ná saman í kjarasamningum, án þess að stjórnarstefnunni sé breytt. Um þetta er engin ágreiningur í samtökum atvinnurekenda né samtökum launþega. Við beztu hugsanleg skilyrði hefur rikis- stjórnin haldi svona á málum. Ríkisstjórnin hefur að vísu á sér öll einkenni þreytu og upp- gjafar, og þinghaldið í vetur hef- ur dregið dám af því, en stjórn- in hangir samt við sama heygarðs hornið og vill engar grundvallar- breytingar samþykkja, en lætur Vi$ seljum Concul plassic 63 Opel Cadett 63 Volkswagen 62—59 Anglia 60 Opel Record 62—60 Simca 62 Ford 56, Thunderbird, fallegur Chevrolet 57—56—55, góðir DoÆge 54 Pontiac 52 Land Rover diesel 62 Weapon, með 17 manna húsi, góður. Willys jeppa 52, góður. LÁTIÐ ÖÍLINN STANDA HJÁ OKKUR OG HANN SELST /gamlábÍasaianV SKÖLACATA 55 — SfMl I581S blöð sín dagiega hóta því að þessa fjarstæðu alla verði að fastbinda með valdbeitingu, hvað sem hver segi. Þannig ber ríkis- stjórnin höfðinu við steininn, en ástandið fer dagversnandi. Það þýðir ekki fyrir ríkisstjóm- ina að ætla sér að leysa vand- ann með valdbeitingu á kostnað almennings, með þvi að segja al- mannasamtökunum í landinu enn á ný stríð á hendur eins og gert var í vetur. Það yrði skammgóð- ur vermir að leggja út í slíkt. Heldur ekki er hægt að leysa höfuðvandann á kostnað fram- leiðslunnar, en fjármagnið og þeir, sem gera út á verðbólguhaf- ið haldi sínum hlut og leiki áfram lausum hala. Það þarf algera stefnubreyt- ingu og verður að taka upp nýj- ar starfsaðferðir 1 þá átt, sem Framsóknarmenn beita sér fyrir. Við teljum þingmeirihluta þann, sem nú er og reynir að stjórna, en getur ekki, fenginn á fölskum forsendum. Sá þing- | meirihluti hafnar samt öllum skynsamlegum tillögum um sam- eiginlega athugun málanna. Þetta ástand er því beinlínis hættulegt og þjóðin býr sem á glóðum elds, þangað til þeim nauma þingmeiri hluta hefur verið hnekkt, sem þannig reynir að halda á málefn- um landsins. Því var það krafa aðalfundar miðstjórnar Framsókn arflokksins í vetur og er tillaga Framsóknarmanna enn, að Al- þingi verði rofið í vor og al- mennar Alþingiskosningar fari fram, til þess að þjóðin eignist þess kost að losa málefni lands- ins úr þeirri sjálfheldu, sem þau eru nú í komin. Það má að okkar dómi ekki minna vera en að þjóðin fái nú að segja til um, hvort hún vill þetta áfram eða hugsar sér að breyta til. Dráttur á úrskurði þjóðarinn- ar í þessu efni getur orðið dýr. Annað kvöld tala af hálfu Framsóknarflokksins í síðari hluta eldhpsdagsumræðnanna þeir Ein- ar Agústsson, Jón Skaftasoh, Gísli Guðmundsson og Helgi Bergs. — Ræður fulltrúa Fram- sóknarflokksins * í eldhúsdagsum- raeðunum verða gefnar út í sér- stöku aukablaði með Tímanum. í CANNES Framhald af 1. sfðu. jón dollara kvikmyndum, „Faíl Rómaveldis". Það er Saimuel Bronston, sem framleiðir þessa stórmynd, og Sophia Loren og Al- ec Guinnes leika aðalhlutverkin. En þó er talið útilokað, að þessi litasýning fái verðlaun. 18 lönd senda alis 27 heilar kvi.-c- myndir í keppnina og er þar margt stórverka, svo að dómnefndin mun eiga í erfiðleikum með að velja sigurvegarann. ítalski leikstjórinn Piétro Germi, sem áður hefur unn ið' Cannes-verðlaun fyrir „Skiln- aður á ítölsku“, kemur með nýji ádeilukvikmynd í svipuðum dúr. „Forfærð og yfirgefin". John Clay ton, sem er brezkur, kemur með nýja kvikmynd ,The Pumpkin Eat- er“ sem fjallar um framhjáhald. Er talið líklegt, að James Mason fái verðiaun fyrir bezta leik í að- alhlutverki, fyrir leik sinn í þess- ari mynd. Frakkar bjóða upp á hinn unga Francois Truffaut, sem vann heimsfraégð með Cannes-sigri sín- um fyrir nokkrum árum, og sýntr hann myndina „Silkihúð“. Rússar senda að þessu sinni myndina „Rómantik í Moskvu“ sem sýnir hvernig ungt fólk lifir í höfuðborg Sovétríkjanna í dag. Leikstjóri er Georgi Danelia, se i gerði hina fögru barnakvikmynd „Litli maðurinn". FRYSTUR RABARBARI Framhatö af 1 síðu. — Þið reynduð að hraðfrysta hann í haust, hvernig heppn- aðist það? — Það heppnaðist mjög vel. Svo undarlega bregður við, að eftir að rabarbarinn hefur ver- ið frystur, minnkar sýlumagn- ið í honum, og það er dómur húsmæðanna, að ekki þurfi eins mikið af sykri í hann á eftir, og því er ekki ótrúlegt, að heppilegra væri að frysta allan rabarbara áður en hann er notaður, til þess að, spara með því sykurinn. En þetta er annars í rannsókn hjá Atvinnu deild Háskólans, og þaðan hafa niðurstöður ekki komið ennþá, um hvað gerist í raun og veru, hvort sýran í rabarbaranum mettast, eða hvað. — Ætiið þið að rækta mikið | af rabarbara í sumar? — Enft er þetta aðeins gert í rannsóknarskyni hjá okkur, : en við munum rækta örfá tonn til hraðfrystingar næsta haust. | Ef fara á út í stórframleiðslu í ’ þarf vélar til pökkunar og á- i kveða. þarf umbúðir og annað i slíkt. ., . i--------------------------------- SMYGL? Framhald af 16. síðu. Unnstein Beck toilgæzlustjóra í dag, sagði hann, að eftir þá reynslu, sem þeir hefðu haft af þessari ítarlegu könnun á far- angri farþega, sem eru í slíkum ferðum sem þessari, yrðu slíkum ferðum vandlega gefinn gaumur af hálfu tollgæzlunnar eftirleiðis. MÓTMÆLA 1% Framhald af 16. síðu. mælt 1% launaskatti, sem lagður er á bændur, og telur fundurinn, að fjárþörf stofnlánadeildanna eigi að byggjast upp af almanna- fé, þar sem landbúnaðurinn er einn af höfuðatvinnuvegum þjóðar innar. Tillagan var samþykkt með 30 atkvæðum gegn 9. Það eru Páll Magnússon hdl. og Jón Bjarnason hrl., sem reka mál Búnaðarsambandsins, en Páll S. Pálsson var skipaður verjandi af hálfu ríkisstjórnarinnar. Undirrétt ardómur er væntanlegur í haust, en útlit er fyrir, að mikill meiri hluti, ef ekki öll búnaðarsambönd in verði aðilar að þessu máli. KEFLAVÍKURFLUGV. Framhatc ai 16. síðu hafa verið gerðar á hótelinu og veitingastofunni munu Loftleiðir flytja mikið af sinni starfsemi út á Keflavík urflugvöll. VERKAMANNASAMB. Framhald af 16. stðu rannsóknir og vinnuhagræð- ingu og svaraði fjölda fyrir- spuma. Voru síðan tekin fyrir nefndarálit. f áliti kjaranefndar segir, að það sé meginverkefni, að sem jafnastar og öruggastar kjara- bætur til handa verkamanna- stéttinni komi árlega til fram- kvæmda, vinnutími verði styttur í áföngum og án skerð- ingar heildartekna, fullkomnu Iaunajafnrétti kvenna og karia verði komið á á sem allra skemmstum tíma, orlofsréttindi- aukin og hlutur verkaimanna- stéttarinnar miðað við aðra - launastéttir verði bættur. Einn- ig er lögð megináherzla á að stöðva verði verðbólguna og hina sívaxandi dýrtíð. í stjórn Verkamannasam- bandsins voru kjörnir þessir menn: Formaður Eðvarð Sig- urðsson, Reykjavík, varaform Björn Jónsson, Akureyri, ritari Hermann Guðmundsson, Hafn- arfirði; gjaldkeri, Björgvin Sig- urðsson, Stoikkseyri. Meðstjórn- endur: Guðmunda Gunnars- dóttir, Vestmannaeyjum; Sig- urfinnur Karlsson, Neskaupst., og Óskar Garibaldason, Siglu- firði. — f varastjórn voru kjörnir: Guðmundur J. Guð- mundsson, Reykjavík; Margeir Sigurðsson, Sandgerði, og Jóa Ásgeirsson, Hrísey. ÚTGERÐARBÆJIR Framhald ai 16. síðu. Mættir voru á fundinum full- trúar þessara staða. Sveitarstjóri Dalvíkur Einar Flygering setti fundinn og stjórnaði honum. Fund arritarar voru Aðalsteinn Ósk- arsson oddviti Dalvíkur og Hall- dór Gunnlaugsson útgerðarmað- ur sama stað. Gerð var eftirfarandi samþykkt: Fundur bæjar- og sveitarstjórna og útvegsmanna á svæðinu Skaga strönd til Þórshafnar haldinn á Akureyri 9. maí 1964 samþykkir eftirfarandi ályktun. Afborgun og vöxtum lána vegna útvegsins og fiskvinnslustöðva svo sem frá stofnlánadeild sjávarútvegsins og fiskveiðisjóði verði frestað um 2 ár, enda framlengist lánin um sama tíma. Aukin verði aðstoð frfj. afl-- og hlutatryggingarsjóði til utgerðarinnar og frystihúsa hér norðan lands. Verðbættur verði smáfiskur, ðg fiskverð hækkað til útgerðai’manna. Skor að er á háttvirta ríkisstjórn og Alþingi að hlutast til um að fram kvæmdum og fjárfestingu hins opinbera og stofnsetningu iðnfyr irtækja verði beint meira til Norðurlands en verið hefur, sér- staklega til þeirra staða, þar sem atvinnuástandið er verst. Kosin var 4 mannr. nefnd til að framfylgja þessum tillögum við tilgreinda aðila, og á nefndin að koma saman í Reykjavík mið- vikudaginn 13. maí n. k. í nefnd ina voru kjörnir Þorsteinn Hjálm- arsson, Hofsósi, Einar Flygering, Dalvík, Aðalsteinn Óskarsson, Dal vík, Ásgeir Kristjánsson, Húsav. Breiöfirðingaheimilið h.f. Arður af hlutabréfum félagsins fyrir árið 1963 verður greiddur á skrifstofunni í Breiðfirðinga- búð dagana 11.—27. maí 1964 kl. 10—12 f. h. Stjórnin. Jörð tii ábúðar Jörðin Eyri í Reyðarfirði er laus til ábúðar nú þegar. Á jörðinni eru gott íbúðarhús, heygeymsl- ur og gripahús öll í góðu standi. Mikið ræktað land, súgþurrkun, 17 km. til Búðareyrar í Reyð- arfirði. Jörðin liggur að sjó. Nánari upplýsingar gefur Hallgrímur Jónasson, Eskifirði, sími 70. Fólksflutningabifreið . : ... >. I ■ . ■ Óskum eftir að kaupa fólksflutningabifreið með sætum fyrir ca. 30 manns. Nánari upplýsingar gefnar * skrifstofu vorri Rán- argötu 18. Innkaupastofnun ríkisins, sími 24420. ÞAKKARÁVÖRP Vinum mínum og vandamönnum, sem veittu mér ánægju með heimsóknum, heillaskeytum og gjöfum á sjötugsafmæli mínu 7. þ. m. flyt ég hjartans þakkir og kærar kveðjur. ' Ingveldur Björnsdóttir, frá Grænumýrartungu. Hjartanlega þakka ég öllum sem glöddu mig með mmsókn, gjöfum og skeytum og gerðu mér dag- m ógleymanlegan á sjötugsafmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Helgi Jón^son, Reykjvíkurv. 23, Reykjavík. Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem heimsóttu mig á fimmtugsafmæli mínu hinn 8 ' maí s. 1. _ og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Sérstakar kveðjur sendi ég starfsfélögum mínum á Hreyfli. Sigurður Guðmundsson, Hvassaleiti 12. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður- systur oltkar, Þorbjargar Sigurgeirsdóttir. Sérstaklega þökkum við dr. Jóni Gíslasyni, skólastjóra og Verzlunar- ráði íslands þann heiður, sem henni var sýndur af hálfu Verzlunar- skóla fslands. Þuríður Flnnsdóttir, Ingibjörg Finnsdóttlr, irglr Finnsson, Finnur Finnsson, Ásta Finnsdóttir, Jón Flnnsson. T í M I N N, þriðjudagur 12. mat 1964. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.