Tíminn - 24.05.1964, Qupperneq 1

Tíminn - 24.05.1964, Qupperneq 1
15 rakstrar; ! ’wám 114. tbl. — Sunnudhgur 24. mai 1964 — 48. árg. HNOÐRAR AÐ LEIK HF-Reykjavik, 23. maí. ÞESSIR litiu hnoSrar voru að leika sér í sólsklninu fyrir fram an Vöggustofu Thorvaldsen-fé- lagsins, þegar Ijósmyndari Tim- ans, GE, átfi þar leiS fram hjá. Þau eru flest rúmlega feins árs gömul, og því rétf búifi aS iæra aS ganga, en mörg þeirra eru yngri og kúrSu þau undir hús- vegg i vögnum og kerrum. ÞaS var synd, aS Ijósmyndarlnn skyldi ekki vera meS litfilmu, þvj aS gallar barnanna og vagnar tóku sig vel t í sólskininu í öll- um regnbogans litum. SEINNI SLATTUR SKAÐLEGUR! OG EINKUM FYRIR NYRÆKTINA LOGIOG EINAR í HÆSTARÉTT FORSETI ÍSLANDS, herra Ásgeir Ásgcirsson, skipaði á ríkisráðsfundi í gær l>á Einar Arnalds, yfirborgar- dómara, og Loga Einarsson, yfirsakadóinara, dómara i Hæstarclti frá og með 1. ág- úst n. k. Einar Arnalds er fæddur í Reykjavík 3. jan. 1911. — Varð stúdent frá MR 1930, lauk lögfræðiprófi frá Há- jkóla íslands í júní 1935, kynnti sér sjórétt erlendis fram til ársins 1938, síðan fulltr. hjá lögreglustjóran um í Rvik frá vorinu 1939 til ársloka 1943; hdl 1942: borgardómari í maí 1945 og yfirborgardómari í Rvík frá 30. des. 1961. Logi Einarsson er fæddur í Rvík 16. okt. 1917. Varð stúdent 1939, cand. juris frá Háskóla fslands í júní 1944 Fulltr. hjá sakadómaranu n í Rvík í júní 1944 þar til 1951 er hann varð fulltr. í Framhald á 15 síðu FB-Reykjavík, 23. maí í nokkur ár hafa verið gerðar tilraunir á Hvanneyri, sem sýna, að seinni sláttur er mjög skaðleg- ur fyrir túngróðurinn. Þá hafa ver ið gerðar tilraunir, þar sem sam- anburður er gerður á að beita tún og friða þau, og er hér aðallega átt við nýræktir. Tilraunirnar sýna, að bæði beitin og seinni slátturinn seint á haustin er mjög skaðleg og auka hættuna á kali. Agnar Guðnason ráðimautur sagði okkur frá tilraununum á Hvanneyri: Árið 1961 var sáð í nýrækt á Hvanneyri, og voru sum ir tilraunareitimir slegnir 8. sept. og fengust af þeim 17 hestburðir á ha. Aðrir voru slegnir 20 dögum síðar, og fengust þá 33 hestburð- ir af ha. — Árið eftir voru taldar lifandi grasplöntur í reitunum, og reynd- ust þá vera 630 plöntur á ferm., þar sem fyrr var slegið en aðeins 155 plöntur á seinni reitunum. Uppskeran varð 51 hestburður á ha, þar sem slegið hafði verið 8. september árið áður, en 43 hest burðir á ha á hinum reitunum, og var það nær eingöngu arfi. Þess má að lokum geta, að árangurinn var enn verri þegar tilraunareit- imir voru sfðan slegnir í fyrra- haust. Agnar sagði, að hin aukna beit á túnum og nýræktum væri án efa ein aðalástæðan fyrir gróðurrýrn- uninni, sem átt hefur sér stað á síðustu ámm. — Hófleg beit sakar ekki túngróðurinn, en þessi gengd arlausa beit, sem á sér stað víða um land útrýmir fljótlega úr tún- unum verðmætustu sláttugrösun- um. Víða em öll hlið opnuð upp á gátt í byrjun september og ekki látið í þau aftur fyrr en um jóns messu. Með þessari beit hafa til- Framhald á 15 sfðu Fé keypt í Dalina í haust og hólfið girt FB-Reykjavík, 23. maí. f VOR ver'ður lokið við sauð- fjárveikigirðingu í Dölum, en eft- ir er að leggja girðinguna á 20— 30 km. kafla. í Iiaust er síðan æli- unin að kaupa fé í þrjár svcitir í Suður-Dalasýslu, Haukadal, Mið- dal og Hörðudal, og verður féð keypt í Miðfirði. — Um næstu helgi fara menn vestur til þess að leggja girðing- una, sagði Sæmundur Friðriksson framkvæmdastjóri í dag. — Nú verður lokið við 20—30 km. kafla í Dölunum og er megin hlutinn frá Bröttubrekku vestur undir Hit arvatn. Það er búið að flytja allt efni, og ætti verkið að taka um ? til fjórar vikur. 1 — í haust á að kaupa fé í Da!- ! ina, í þrjár sveitir í Suður-Daia- sýsiu og er ráðgert. að það komi ! úr Miðfjarðarhólfinu, þ. e. úr Stað 1 arhreppi og Torfustaðahreppunum I tveimur, en ef til vill verður að kaupa eitthvað annars staðar frá. Ekki er enn búið að athuga, hv3 I margt fé bændur hugsa sér að | taka, og kemur það ekki i Ijós fyrr en sést hvernig heyjað verð- I ur í sumar, en líklega verða þetta 1 uim 12 þúsund lömb. ; Sæmundur sagði, að minna þyrfti j nú að gera við girðingar en oft j áður, og byggist það á því, hve ' snjóléttur veturinn hefur verið. EJ-Reykjavík, 23. maí MYNDIN hér að neðan er af Marie-Josee Longpré, belgísku konunni, sem á- kærð hefur verið fyrir að liafa drepið 17 mánaða gam alt barn sitt, sem var mjög vanskapað, bæði líkamlcga og andlega. Hún neitar þessu, og segir, að barninu hafi verið rænt. 12. apríl s.l. hringdi frú Longpré í lögregluna og sagði, að sonur hennar, Pi- erre, sem var 17 mánaða, hafi horfið úr barnavagni sínum meðan hún skrapp inn í verzlun. Lögreglan hóf þegar í stað rannsókn og viku seinna fannst lík barns ins fljótandi í Sambre-fljót inu. Frú Longpré neitaði í fyrstu að þetta væri sonur hennar, en játaði það þó síð ar. Við krufningu kom í ljós, Framhald a 15 síðu. Njólinn tollverndaður? FB-IIeykjavik, 23. maí Nokkur óánægja er ríkjandi hjá bændum og garðyrkjumönnum! vegna tolla, sem greiða þarf af ýmsum frætcgundum og jurta- og illgresislyfjum. Af fóðurkálsfræi j er greiddur 20% tollur, en enginn ! tollur af fóðurkálinu sjálfu. Af! lyfjum gegn kálmaðki og kartöflu 1 myglu er 35% tollur, 20% af ill- gresislyfjum, og nú mun hafa ver ið rætt um að tollur af lyfjum gegn njóla og fíflum verði hærri. Grasfræ og sáðkorn er toll- frjálst, að því er Agnar Guðnason ráðunautur tjáði blaðinu, en fóð- urkálsfræ er tollað um 20%, — og virðist þetta benda til þess, að þeir, sem sömdu tollskrána vilji heldur láta ísl. bændur rækta kom en fóðurkál. Hjá Tollinum fékk blaðið síðan þær upplýsing- ar, að fóðurkálið sjálft væri toll- frjálst. Tollur á lyfjum gegn illgresi og skordýrum er ákveðinn eftir sam setningu hvers lyfs fyrir sig og í samræmi við notkun þess. Þannig er 20% tollur á illgresislyfjum, en 35% á lyfjum gegn kálmaðki og kartöflumyglu. Þá hefur einn- ig verið rætt um að tolla lyf gegn arfa um 20% en lyf gegn njóla og fíflum hærra, og verður þá njólinn tollvemdaður, ef úr þessu verður.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.