Tíminn - 24.05.1964, Page 3

Tíminn - 24.05.1964, Page 3
Árlega fer fram í Vestur- Þýzkalandi kjör á vinsælustu kvikmyndaleikurum, sjónvarps- leikurum og söngvurum ársins og hefur vikublaðið „BRAVO" með þá samkeppni að gera. — Lesendur blaðsins greiða sín- um „stjörnum" atkvæði og síð- an er haldin mikil hátíð og gull-, silfur- og bronzverðlaun afhent. Verðlaunin kallast •„Grossen Otto“ og sjáum við mynd af þeim hér fyrir ofan. Úrslit samkeppninnar fyrir árið 1063 voru nýlega birt og á myndunum sjáum við fjóra vinsælustu kvikmyndaleikarana og 4 vinsælustu leikkonurnar. Thomas Fritsch var kjörinn vinsælasti leikarinn með 50.153 atkvæðum. Næstur kom Rock Hudson með 38.721, Pierre Brice með 37.729 og Lex Bark- er með 34.522. Vinsælasta leik konan var kjörin hin fagra Sop hia Loren með 59,187 atkvæð- um, þá Liselotte Pulver, Doris Day og Ruth Leuwerik. Vinsælasta söngkona ársins 1963 var Connie Francis, en næstar komu Conny Froboess og Rita Pavone. Vinsælasti söngvarinn var Cliff Richard en næstir komu Freddy og Rex Gildo. Lotte Tarp er án efa sú feg- ursta útflutningsvara, sem Dan- ir hafa framleitt til þessa. Hún hefur áhuga á að verða kvik- myndastjarna og er einungis 19 ára. En umboðsmönnum henn- ar fannst einhvern veginn betra að hún væri tvítug, svo að hún hefur elzt um eitt ár. — Lotte hefur fengið þrjú tilboð í Bandaríkjunum — eitt um 5 ára samning við kvikmynda- framleiðanda, annað um að leika í söngleik á Broadway og " hið þriðja að taka þátt í kvik mynd, sem tekin verður á Fil- ippseyjum. Hún hefur fengið frest til þess að hugsa um tilboðin. Og hún mun örugglega taka ein- hverju þeirra, því að kvik- myndaleikkona vill hún verða. Meðan hún dvaldi í Banda- ríkjunum var hún 15 sinnum beðin um að hafa viðtal við útvarpsfréttamenn og í hvert sinn varð hún að gera grein fyrir skoðunum Dana á ástar- málum. en Bandaríkjamenn telja Dani mjög lausláta á því sviði. Og þeir urðu mjög hrifn ir af Lotte, eða eins og einn blaðamaður skrifaði í blað sitt: — „Hún er stúlka, sem jafnvel Elisabeth Taylor myndi ekki vilja hafa í húsi sínu!“ Á myndinni sjáum við Lotte ásamt Anthony Perkins. Equity Association“, sem hef- ur um 11 þúsund félagsmenn, kaus með miklum meirihluta blökkumanninn Fredrick O’- Neal sem formann félagsins. O’Neal er 58 ára gamall. ------------------ Helzta málgagn blökku- manna í Bandaríkjunum, — „Ebony“, hefur birt lista yfir 10 hvíta Bandaríkjamenn, sem blökkumenn geta borið ótak- markað traust til. Efstur á listanum eru bróð- ir Kennedys heitins forseta, Robert Kennedy, dómsmálaráð herra, og forseti hœstaréttar Bandaríkjanna, Earl Warren. *----------------- Veðurstofan í Hamborg hélt upp á 400 ára afmæli Shake- speares á nokkuð óvenjulegan hátt. Veðurstofan hafði iátið gera rannsókn, sem fékk nafnið „Shakespeare og veðrið“,— og komst að þeirri niðurstöðu, að í leikritum hans sé svo að segja alltaf norðanvindur, en aldrei vindur úr austri né vestri. Og þoka, hrím og fleiri orð, sem algeng eru í brezku veð- urfari, koma einungis örsjald- an fyrir í verkum hans. ^----------------- Ein þeirra dönsku stúlkna, sem leitað hafa hamjngjunnar sem kvikmyndaleikkonur í Bandaríkjunum, er stúlkan hér á myndinni, Greta Thyssen. Og nú, eftir mörg ár, hefur hún loksins náð því takmarki sínu að yerða þekkt leikkona. Og hún er einig ein af þeim fjölda mörgu, sem kvikmyndaframleið endur vilja gera að nýrri Mari- lyn Monroe, og því skal ekki neitað, að þær tvær hafa ýmis- legt sameiginlegt eftir útlitinu að dæma. — Greta hefur náð miklurn vinsældum í New Yorli nýlega, en þar leikur hún aðal- hlutverkið í gamanleikriti, sem ber hið ágæta nafn: „í eitt rúm — og úr öðru“. — En Greta hefur náð í fleira en frægð í Bandaríkjunum- Hún krækti sér nefnilega í sæmilega efnað an viðskiptamann, Ted Guntli- er að nafni. gamalli hárgreiðslustúlku af tyrkneskum ættum. f rauninni er einungis eitt, sem skyggir á — þau skilja nefnilega ekki hvort annað bg geta því ekki talazt við! — En það hindrar þó ekki ást þeirra. Þau ætla að gifta sig í júní og jafnskjótt og þjóniwtutíminn er úti, flytja þau til Svíþjóðar, en sænski hermaðurinn á benzínstöð í Malmö. v*------------—-------- Nikita Krustýoff er vanur að hamra á því, að hann sé trú- leysingi. En þó skilur hann hversu mikla þýðingu trúar- brögð annarra þjóða geta haft og kann vel að notfæra sér það stjórnmálalega. Hann hefur nú um tíma ver- ið í heimsókn í Arabíska Sam- bandslýðveldinu og færði hann þá hinum fræga háskóla í Kairo, A1 Axhar, að gjöf mjög sjaldgæfa útgáfu af Kóranin- um á rússnesku. Hin fagra drottning Thai- lands, Sirikit, hefur látið inn- rétta í höll sinni í Bangkok nútíma kvikmyndahús með geysistóru tjaldi og 80 sætum. Erlend kvikmyndafélög taka nefnilega margar kvikmyndir í frumskógum Thailands — og þegar kvikmyndin er tilbúin, þá er venja að senda Sirikit drottningu eitt eintak af henni sem þökk fyrir gestrisni henn- ar. Blökkumenn hafa unnið enn einn sigurinn I Bandaríkjun- um. Leikarafélagið „Actors’ Hópur vísindamanna við Rut- gers-háskólann í Bandaríkjun um hafa rannsakað með mikilli nákvæmni áfengisvandamálin s 1. 3 ár. Og þeir hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að þörfin fyrir sterka drykki sé bundin menntun mannanna. — f gagnfræðaskólunum neyta um 50% nemenda verulega áfengis, í menntaskólunum 70% og þeg ar upp í háskólana kemur, neyta um 85% nemendanna á fengis verulega. Þýzka leikkonan Marion Michael hefur fengið borgaðar um 2 milljónir íslenzkra króna i skaðabætur fyrir bifreiðaslys, sem hún lenti í. Marion er helzt þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Liane — stúlk- an frá frumskóginum“, en þar lék hún fremur fáklædda frum- skógarstúlku. — Árið 1959 lenti hún í árekstri við mann á mót- orhjóli og skaðaðist á hökunni. Fékk hún af þeim sökum ör, sem hún kvað hafa haft slæm áhrif á kvikmyndaferil sinn. Hermennirnir, sem eru í gæzluliði Sameinuðu þjóðanna á Kýpur, eiga líka sínar glöðu stundir. Og nú hefur einn sænsku hermannanna opinber- að trúlofun sína með 17 ára TÍMFNN, sunnudaginn 24. maí 1964 V

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.