Tíminn - 24.05.1964, Side 9
KROSSFESTINGIN.
Innroiö Heródesar tll borgarinnar og fylgismenn hans allir svart-
klæddir. í kvikmyndinni eru 117 hlutverk, en aukaleikendur sklpta
þúsundum.
finnst ekki í íslenzku máli. Jafn-;
vel samsýning þessara þriggja1
hefði á sér hæfilegan blæ sam- j
ræmis, án þess að einn bagaði:
annan. Hafsteinn, aftur á móti,;
hefur ekki gefið sig hinni nokk-
uð lausbeizluðu stefnu þremenn-;
inganna á vald; heldur enn
tryggð við markaðan flöt þótt
formharkan hafi mildazt frá því
hann kom frá París og sýndi
1956.
Pétui Friðrik sýndi í Boga-
salnum á undan Kristjáni, við
mikla aðsókn. Honum er nú legið
á hálsi fyrir að hanga í þraut-
píndum natúralisma, þar sem
allt er búið að gera löngu fyrr
og betur. Það er víst satt, að við-
komandi tegund natúralisma
fleytir okkur ekki lengra fram á
við en orðið er, en kannski líka
óþarfi að gera hávaða, þótt ein- ,
hver haldi áfram að gera slík- i
ar snotrar myndir. Að ó- j
gleymdum sýningum myndlistar- j
skólanna er kannski ánægjuleg- |
ast að minnast myndlistarsýn- |
ingar barna í Listamannaskálan- \
um nú ' vor. Frammi fyrir slíkri !
list rennur það upp fyrir manni, >
að barnið á hindrunarlaust að- \
gang að myndrænni veröld, sem ;
fullorðnum er stundum lokuð j
bók. Þar eru engin ljón á veg- j
inum. —
Að skrifa um myndlist er lík- i
ast til mjög vanþakkað starf, !
kannski meðai annars það sem j
Framhala a li siðu. -
Baldur Óskarsson:
Þarf að skipu-
leggja öskrin?
Fyrir nálega réttu ári frétt-
ist hingað um „söngfélag“ fjög-
urra pilta í Englandi. Þeir köll-
uðu sig bítla, og söngurinn eða
hljóðagangur þeirra var kallað
bítl, eða eitthvað svoleiðis. Er
skemmst frá að segja, að bítlar
þessir fengu meiri „pressu'-
hérlendis en nokkrir aðrir söng
menn, og fer hraðvaxandi.
Skömmu eftir að fréttist um
bítlana, var haldinn bítlaleikur
í menningarbíói Háskólans, og
þar tóku áheyrendur undir
bítlið á svipaðan hátt og „press
an“ hafði sagt þeim að tíðk-
aðist í Englandi. Ekki leið á
löngu unz hljómplötudeild Rík-
isútvarpsins hafði fengið sér
vænan skerf af bítli, svo og
sjoppueigendur, þeir sem halda
glymskratta og þeir, sem selja
hljómplötur. Myndum bítlanna
var stillt út í glugga hljóm-
plötusalanna. Síðan fréttist um
eins konar bítlfatnað, klæði og
skæði, sem að líkindum er þeg-
ar komið á markaðinn i
Reykjavík.
Annað veifið létust menn
vera steinhissa á bítlinu og
spurðu sem svo, hvers konar
fyrirbæri þetta eiginlega væri.
En nú hefur Alþýðublaðið af-
hjúpað hinn mikla leyndardóm.
Þorsteinn Eggertsson ritar
Danmerkurbréf í Alþýðublaðið
22. þ.m., og ræðir um bítlana:
„Þeir líta út eins og glæpa-
menn ofan úr afdal, glenna upp
augun og gretta sig þegar þeir
birtast aðdáendum sínum, segj-
ast ekki kunna neitt eða hafa
vit á neinu, lifa bara fyrir líð-
andi stund og skemmta sér
konunglega" . . . „nú hafa þeir
slegið alla aðra söngvara út,
hvað vinsældir snertir. Þeir
leggja mikla áherzlu á að þeir
séu bara einir af skrílnum —
ómenntaðir bjánar.“
Síðar í greininni segir, að
allir séu drengirnir vel mennt-
aðir.
Ég vil biðja menn að veita
því sérstaka athygli, að bréf-
ritarinn segir þá „leggja mikla
áherzlu á, að þeir séu bara
einir af skrílnum.“ Þetta er at-
hyglisvert, ekki sízt vegna þess,
að kóngaslegtið í Englandi og
leiðandj menn í stjórnmálum,
hafa ekki talið eftir sér að taka
i handarskarnið á bítlunum og
láta afmynda sig með þeim. Er
þetta mótsögn, eða skyldi það
vera, að kóngaslegtið og hinar
leiðandi stjörnur hafi fundið
til skyldleika við bítlana?
Flestir kannast við viðleitni
þeirra. sem eiga hagsmuna að
gæta 3 stjórnmálum, að geðjast
alþýðu manna með lítillæti og
kumpánaskap. Stjórnmálamönn
um er þetta mislagið, en þeir
hyggnustu í þeirra hópi hafa
vit á að rækta með sér slíkan
eiginleika Frægur, íslenzkur
stjórnmálamaður gekk inn í
strákahóp og mælti á þessa
Ieið: — Heyriði, strákar, hvar
er hægt að pissa hér? Slík orð
eru sjaldan töluð fyrir daufum
eyrum, ef viðkomandi er nægi-
lega hafinn yfir viðmælendur
sína. Þau ryðja andúðinni úr
vegi. Þeir tortryggnu, en hugs-
unarlitlu, finna þegar í stað,
að þetta er maður eins og þeir,
notar sama munnsöfnuð og
þeir — allra bezti karl. Hin
fræga barnavinátta sumra
stjómmálamanna er af sömu
rótum runnin.
Erlendis eru gefin út viku-
blöð, sem byggjast eingöngu á
myndum og lesningu um frægt
fólk, þjóðhöfðingja, stjórnmála
menn, kvikmyndastjörnur, i-
þróttakappa og svo framvegis.
Öll þessi lesning miðar að því
að gefa til kynna, að viðkom-
andi séu mjög alþýðlegir, í
rauninni eins og fólk er flest,
og um leið uppfylla þessi blöð,
sjónvarpið og aðrar slíkar
stofnanir, þörf hinna mörgu,
sem eru óánægðir með hlut-
skipti sitt, þeirra, sem hafa
ekki Komizt „upp“. Þeir „mis-
heppnuðu“ fróa sér við tilhugs-
unina um, að „toppmennirnir"
séu af sama sauðahúsi og þeir,
þegar öllu er á botninn hvolft.
Þeir láta sefast og horfa á við-
gang „toppanna‘“ fullir aðdá-
unar, og sjá þá verða allt, sem
þeir sjálfir hefðu getað orðið,
ef „atvikin hefðu ekki komið í
veg f.vrir það“. Þannig eignast
menn goð.
Guð skapaði manninn í sinni
mynd, og fyrir það er hann vin-
sæll manna á meðal.
Ég vék að því spursmáli,
hvort kóngaslegtið og leiðandi
menn í Englandi mundu hafa
fundið til skyldleika við bítl-
ana. Tilgangur leiðandi manna
í stjórnmálum er að gæta hags-
muna sinna og þeirra, sem
styðja þá, félagslegra og fjár-
hagslegra Með öðrum orðum
lífsbarátta, sem byggist á al-
mennum stuðningi, þar sem
stuðningurinn er veittur í hags-
munaskyni.
Hver er þá tilgangur bítl-
anna?
Bréfritari Alþýðublaðsins
segir. „Hvað gera þeir félagar
svo við alla peningana, sem
þeir græða? Einhver mundi nú
senniiega kaupa sér hallir og
kádiliáka, en þeir búa allir í
sömu húsunum og þeir bjuggu
í fyrir fjórum árum, þegar eng-
inn þekkti þá. Enginn þeirra
hefur keypt bil eða neitt í þá
átt. Þeir reykja ennþá sömu
ódýru sígaretturnar og þeir
hafa alltaf reykt, borða sams
konar mat og haga sér svipað
og þeii hafa alltaf gert. Frægð-
in hefur sama og ekkert breytt
þeim Peningana setja þeir i
banka, því þeir ætla að safna
til að geta fært út kvíarnar
sem kaupsýslumenn seinna
meir, því ef þeir skyldu ein-
hvern tíma verða þreyttir á að
syngja, eða fólk þreytt á að
hlusta á þá, fara þeir bara út
í verksmiðjuiðnað eða eitthvað
þess háttar, því þeir eru eflaust
alveg eins vel fallnir til þeirra
hluta og að syngja.“ ‘
Og þetta var hinn tnikli
leyndardómur. Bítlið er við-
skiptalegs eðlis.
Af hverju stafar þá, að bítl-
ar eru í dæmalausu afhaldi hjá
„pressunni“ á þvísa landi, fs-
landi? Átti „pressan“ hér hags-
muna að gæta? Það er að sjá,
að „pressan“ hafi haldið það.
„Pressan" virðist hafa gert
ráð fyrir, að landsmenn gætu
haft þörf fyrir bítlana, og þörf-
in var búin til áður en hún
sagði til sín. Þetta er víst það,
sem kallað er að þekkja les-
endur og vita hvað þeim kem-
ur. Þeir, sem áttu vissra hags-
muna að gæta, hljómplötusal-
ar, glymskrattaeigendur o'g iðn-
aðarmenn skemmtanalifsins,
kunnu vel að meta þessa
greiðasemi.
Þannig styðja menn hver
aðra af sönnum bróðurhug á
dögum fjölmiðlunartækjanna
og hinna greiða samgangna.
Sú skoðun virðist mjög út-
breidd meðal þeirra, sem starfa
við l'jölmiðlunartæki, að það,
sem ei afkáralegt, sé tilvalið
til að „slá í gegn“, sérstaklega
hjá unglingum. Þá lítilsvirð-
ingu, sem felst í þessu sjónar-
miði, þarf ekki að ræða. En önn
ur haldkvæm skýring á þjón-
ustu „pressunnar“ við bítlana,
fyrir finnst ekki. Slíkt sjónar-
mið er vitaskuld ekki nýtt und
ir sólinni, en ekki þar með
sagt, að það sé leitt af eðlileg-
um staðreyndum. Hins vegar
má búa til apakattarskap og
rækta hann, eins og menn búa
til þörf í gróðaskyni og upp-
fylla hana síðan.
Sjálfur þykist ég hafa orðið
þess var, að ungt fólk hefur
skömm á þessari starfsemi;
margt af því lætur undan síga
fyrir sterkum þrýstingi, en
mannfyrirlitning kemur í stað-
inn. Þetta fólk er hundelt af
fjárpiógsmönnum, allt frá
barnsaldri, fyrst með óæti, sem
skemmir tennur barna, síðan
með forheimskunariðnaði: kvik
myndum, hazarblöðum, „af-
þreyingartimaritum", bítli og
svo framvegis. Og þetta endist
til fullorðinsáranna, þegar
sama kynslóð tekur til að rakka
niður börnin, sem hún fæðir
af sér.
Síðasta stigið er að fórna
höndum yfir spillingu æskunn-
ar og kalla hana skríl. — BÓ.
TÍMINN, sunnudaginn 24. maí 1964
9