Tíminn - 24.05.1964, Page 14

Tíminn - 24.05.1964, Page 14
t CLEMENTINE KONA CHURCHILLS 86 ston, hve drengilegur hann ætíð var í mörgi* tilliti. Það var gott dæmi um, hfernig hann er, þegar •hann var innanríkisráðherra fyrir mörgum árum og var allsendis ’ðfáanlegur til að banna það, að farið yrði á rúlluskautum um gangstéttirnar. Hann var skelegg- ur verjandi þess réttar* lítilla drengja að fleygja eldra fólki um koll, ef þeir vildu fara hratt yfir.“ Skóladnenguriihi kemur oft' upp í honum. Hann er hégómlegur, þegar um er að ræða fætur hans og fótleggi. Hann endursendi Bemard Hailstone mynd af sér, sem Bernard hafði gert, til þess að láta hann breyta fótleggjum sínum til þess, er hann taldi betra. Kona frá Mayfair snyrtistafu kom venjulega einu sinni á viku í Annexíuna til að snyrta neglur Clementine. Winston kom oft askvaðandi inn í herbergið, spark- aði af sér inniskónum og spurði með þjósti: „Hvað finnst yður um fæturna á mér? Ekki hafið ÞÉR svona fætur. Eru þei'r ekki fal- legir?“ Satt að segja eru í rauninni f ætur hans fallegir — eins og fæt- ur Clemmie. Þó að Winston væri karlmenni í hvívetna, þótti honum mjög gott að láta Clementine kaupa óduko- lonj til að setja í vasaklúta sína. Þá heldur hann vasaklútnum á lofti með annarri hendi en með hinni sprautar hann ilmvatninu í klútinn með úðara. Ánægðastur er hann, þegar eiginkonan gerir þetta fyíir hann. Það eni ekki allir kvöldverðir í Downing Street pólitískir. Kvöld nokkurt var aðalgesturinn sendi- boði páfastóls. Myron Taylor ambassador, sem var persónulegur fulltrúi R,oose- velts forseta við páfahirðina kom í erindagerðum páfastóls til Lund- úna. Hann ætlaði að reyna að finna einhver ráð til að koma í veg fyrir að Róm yrði fyrir loft- árásum. Fjórir sátu við kvöldverðarborð- ið þetta kvöld. Winston,, Clemen- tine, John Winant ambassadorinn bandarískj og Taylor. Myron Taylor var sjálfur bisk- up af kvekaraflokki og reyndi að finna einhverja millileið á milli mannkærleikans og þeirra þarfa, er kviknuðu við stríðið. Þeir Win- ston þráttuðu fram og aftur um málið, bó að báðir hefðu sömu grundvallarsjónarmið, þ.e. fyrir- litningu á ofbeldi og kúgun, en ást á frelsinu. Winston skýrði fyrir honum, að Bretland berðist fýrir tilveru sinni í Austurlöndum nær, og að þegar væri ákveðin' innrás í Norður- Afríku, og því mundi allt, sem gert væri til að draga úr aðgerð- um gegn óvinunum, verða vatn á þeirra myllu og gæti orðið til þess að við biðum algeran ósigur á Miðjarðarhafssvæðinu. Taylor kvaðst skilja þetta sjón- þær skyldur, er hann hefði gagn- vart herjunum. Ef Rómaborg teld- ist ekki lengur mögulegur skot- spónn brezku herjanna, sagði hann, gæti það freistað Mussolini til að ráðast á Alexandnu eða Karíó og þaning veikt aðstöðu brezku herjanna við Alamein. Hvorugur vfldi láta undan. „Þetta eru einhverjar kurteis- legustu samræður, sem ég hef hlusíað á, þar sem bæði var rætt um andleg mál og eyðileggingar- tæki styijaldarinnar", sagði John Winant. „Mifli þessara tveggja manna var í rauninni ekki ágreiningur. Til umræðu voru í rauninni að- eins hin stöðugu mistök mannsins við að viðhalda og varðveita frið og frelsi, sem byggt væri á mann- kærleika. f hvert sinn, sem þau mistök gerast, verður alltaf reynt að leita málamiðlunar á milli hins andlega og tímanlega vel- famaðar. Ádíka vandamál risa í hversdagslífinu, en þau hverfa alltaf í skuggan fyrir hörmungum styrjalda.1, Kvöld nokkurt árið 1944, þegar þýzki flugherinn gerði sérstaklega harðar árásir með íkveikjusprengj um aðallega, sat Clementine í for- sæti í afar mikilvægu kvöldverð- arsamkvæmi. Skyndilega byrjuðu loftvamasírenumar að væla, og stuttu síðar kom merki um, að flugvélarnar væru fyrir ofan. Winston, Clementine og gestir armið liens, en lagði áherzlu á þeirra neydust til að flytja sig inn í loftvainarbyrgið. Þar settust þau á kolla og stóla og biðu þess að létti á ný. Þarna í byrginu var Georg konungur VI og allt styrj- aldarráðuneyti hans. Konungurinn var. tíður gestur í Downing Str. og nú sat hann þama og hélt áfram samræðunum þar sem frá var horfið og hann og Clement Atlee, Ernest Bevin og Anthony Eden, skiptust á bröndurum. Allir höfðu ánægju af þessu hléi, enda sá Clementine ætíð um, að nóg væri um hress- inguna í loftvarnarbyrgjunum einnig. Winston stakk við og við höfðinu út um dyr byrgisins, bara til að fullvissa sig um, að húsið væri enn uppistandandi og óbrotið fyr- ir ofan þau. Stundum náðu éyrum Winstons raddir annarra en opinberra að- ila, og var það þá fyrir milli- göngu Clementine — þ.e. ef þeir þá höfðu eitthvað skynsamlegt fram að færa. Hún var alltaf hálf veik fyrir mönnum, sem enginn yildi hlusta á, enda minntist hún þess hve Winston hafði lengi tal- að fyrir daufum eyrum. Þegar sir Edw. Spears majór- generáll spurðist fyrir um það | hjá Clementine, hvernig bezt' væri fyrir hann að vekja athygli \ manns hennar á mikilvægu mál-| efni, sagði hún: „Skrifaðu niður það, sem þú hefur að segja. Oft hlustar hann ekki eða heyrir ekki, ef hann er að hugsa um eitt- hvað annað. En hann athugar skrifað mál ætíð gaumgæfilega og sleppir þar engu. Hann gleymir aldrei því, sem hann hefur séð j skrifað.“ , Æruverðugur F.H. (Fred) ! CriPPs herforingi, þurfti að segjaj honum eitthvað mikilvægt ’ um | skipulag og stjórn hafnanna. Hon-1 um fannst sú áætlun, sem unnið var eftir, óframkvæmanleg, :0o að til þess að koma í veg fyrir að gagnrýni hans lenti einhvers stað-' að „undir stól“, kom hann þeim jil forsætisráðherrans inn um „bak dyrnar“ á Downing Street nr. 10. „Ég skrifaði mína eigin skýrslu eftir að hafa rætt við „Clemmie“, Churchill“, sagði Cripps, „og hún tók að sér að sýna forsætisráð- herranum hana.“ Clementine skipti sér aðeins sjaldan af stjórnarmálefnum á þennan hátt, en á Downing Street kom fyrir að undantekningu yrði að gera á aðalreglunni. Síminn í Annexíunni glumdi við morgun einn og kona hrópaði æstri röddu: „Hlustaðu, Clemmie! Hlustaðu á þetta bréf! Þú veizt, hvað þetta er ólíkt Duff. Ó, Clemmie, hvað eigum við að gera?“ Sú, sem talaði, var lafði Diana Duff Cooper, sem var örvæntingu lostin eftir að hafa lesið bréf frá bónda sinum, sem hafði farið í stjórnarerindum til Parísar. í bréfinu liafði Duff Cooper sagt, að honum byði í grun, að hann mundi ekki eiga afturkvæmt. Bréfinu hafði verið stungið inn í vegabréf konunnar, augsýnilega í þeirri trú, að það mundi ekki finn- ast þar fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Lafði Díana hafði fundið það af hreinni tiíviliun, og nú hafði hún í örvæntingu sinni hringt í eina manninn, sem kynni að geta veitt aðstoð. Clementine hlustaði á hana með samúð og sagði síðan: „Þetta er hræðilegt! Ég skal segja Winston frá þessu strax. Hann sendir á- reiðanlega nokkrar Spitfire-orr- ustuflugvélar. Reyndu að hafa ekki of þungar áhyggjur.“ Það kann svo að vera, að Luft* 44 Brunnsgötunni og bíða eftir grænu ljósi, og þar kom hann auga á Harri leynilögreglumann, þar sem hann stóð á gangstétt- inni á meðal vegfarendanna. Ungi maðurinn starði beint fram fyrir sig, og við nánari sýn veitti Storm því athygli, að hann brosti með sjálfum sér og var afskaplega ánægður á svip. Það hnussaði í Storm, en forvitnin vaknaði með honum í sama bili. Harri hafði pinmitt haft sama svipinn á and- litinu, þegar hann kom inn til hans til að segja honum það, sem hann vissi um Lindkvist. Raunar hafði ekki verið mikið á því að græða, en viðtalið við Lindkvist gat þó samt sem áður komið hon- um aö notum, þar sem hann liafði fengið Igssa ábendingu um Jaatinen. Storm velti því fyrir sér, hvort hann ætti að aka í veg fyrir Harri, sem í sama bili hvarf fyrir hornið, en um leið kom græna ljósið, og Storm neyddist til að aka áfram í gagnstæða átt við Harri. Storm ákvað að láta Harri lönd og leið. Ef Harri hefði tek- izt að þefa eitthvað upp, sem gat komið að notum — og raunar var það ólíklegt, þar sem hann átti í hlut — mundi hann áreiðanlega fá að vita það nógu snemma Hann sleppti kúpplingunni og ók bifreiðinni eftir Mannerheimveg inum í átt að Munkanesi. Tíu mínútur síðan staðnæmdist hann við reisulegt raðhús. Það var langt og aðeins einnar hæðar, og Storm vissi af fyrri heimsóknum sínum þangað, að inni var allt mjög ríkulqMt og vel fyrir komið. Um leið wg hann gekk eftir ganginum að íbúð Jaatinen hugs- aði hann um það, sem Lindkvist hafði sagt honum. Hann hafði yfirheyrt Jaatinen tvisvar sinnum áður og í bæði skiptin hafði hann ! farið frá honum hálfgramur í bragði. Þá taldi hann, að það mundi stafa af þreytu og af því, hve rannsóknin gekk illa, en nú skildi hann það betur. Hann hafði alltaf haft það á tilfinningunni, að Jaatinen leysti ekki frá skjóð- unni fyllilega. Það var svo sem ekkert í framkomu gjaldkerans, sem benti til þessa. Storm hafði bara ekki getað bægt frá sér þess- ! arri hugsun. Ilann hringdi dyrabjöllunni. — Ójá . . . eruð það þér aftur, j herra lögregluforingi? j Gjaldkerinn hafði lokið upp \ dyrunum og stóð nú á þröskuld- j inum klæddur morgunslopp. Tært | og náfölt andlitið stakk í stúf víð glæsileik hússins og fagurt um- hverfið. — Ég á dálítið vantalað við yð- ur, sagði Storm og brosti kurteis- lega. — Gerið svo vel að ganga í bæ- inn . . . Ég vil gjarna verða yður til hjálpar, ef ég get . . . Storm gekk á eftir gjaldkeran- um inn í dagstofuna. Um leið og hann svipaðist um, veitti hann enn einu sinni athygli húsbún- aði Jaatinens. Húsgögnin voru gamaldags, þunglamaleg og leðurklædd. En samt sem áður var ekki þröngt þar inni né ósmekklegt. Gjaldkerinn benti þegjandi á leðurklæddan hægindastól, en sett ist sjálfur í ruggustól, fagurlega gerðan en fornfálegan. Áreiðanlega erfðafé, hugsaði Storm með sér um leið og hann virti rannsakandi fyrir sér gamla manninn. Hann ruggaði sér hinn rólegasti á meðan og krosslagði hendumar yfir hnjánum, um leið og hann leit til hliðar eins og hann væri að leita að einhverju. Hann minnti Storm ósjálfrátt á gamlan, grámyglulegan fugl, þar sem hann sat þarna og ruggaði skorpnum og hrumum kroppnum. Líkastur gamalli össu, hugs- aði Storm, um leið og hann virti fyrir sér hvasst nefið og hökuna. Jaatinen ræsktí sig og rauf þögnina hikandi. — Hvemig stendur á því, að þér enn einu sinni . . . hm . . . gerið mér þennan heiður? — Það stendur þannig á því, að . . . Storm rifjaði upp allt, sem gerzt hafði, þegar frú Lat- vala hvarf með nokkrum velvöld- um orðum og veitti því athygli, að það kom titringur í andlit hans. Síðan hélt hann áfram án þess aö hafa frekari umsvif: — Hvaða torkennilegt hljóð heyrðuð þér, eftir að skipið hafði látið úr höfn í Visby? Hljóð, sem varð til þess, að þér risuð á fætur og reynduð að opna klefadymar. Gjaldkerinn tók viðbragð og bandaði frá sér með hendinni. -7 Þetta hefur Lindkvist lög- frspðlngur sagt yður. -J- Rétt til getið. — Ja . . . Gjaldkerinn varp öndinni mæðulega. Hann tók of- an gleraugun og þurrkaði vand- lega af glerjunum með vasaklútn- um. Hann leit niður fyrir sig, en þegar hann leit upp aftur, depl- aði hann nærsýnum augunum. — Ja . . . Eiginlega er gott að geta fengið að leysa frá skjóðunni. Eða . . . kannske réttara sagt geta sagt yður það. Ég hef hingað til verið hálfsmeykur við að minn ast á þetta við nokkurn, þar sem ég óttast að menn myndu hlæja að mér . .. — Ég mun ekki hlæja, sagði Storm alvarlega. — En ég er ekki einu sinni viss um, að ég hafi heyrt rétt. Ef til vill eru þetta bara einhverjir elliórar . . . Ég gerist sí hrumari . . . Þetta er einhvern veginn allt svo ótrúlegt — Ef til vill viljið þér nú segja mér allt. Síðan getum við rætt málið á eftir. — Kannske . . . Gjaldkcrinn setti upp gleraugun og var lengi að hagræða þe'im á nefinu. Síðan hóf hann frásögnina lágri og brostinni gamalmennisröddu: — Skipið lét sem sagt úr höfn. Ég heyrði, að skipfestar voru leystar og vélarnar settar í gang. Og svo varð allt hljótt á þilfari og ekkert heyrðist nema vélar- hljóðið úr iðrum skipsins. Skip- stjórnarmennirnir voru sennilega á stjórnpalli og áhöfnin . . . sennilega gengin til hvílu. Það var dimmt. Tíu eða fimmtán mín- útum síðar . . . Storm kinkaði kolli. Það var augljóst, að gamli maðurinn lifði upp aftur það, sem gerzt hafði. — Síðan heyrði ég lágværar raddir. Kvenraddir..........Það voru tvær konur, sem töluðu sam an í hálfum hljóðum . . . Þær virt- ust ganga fram hjá klefadyrum okkar og síðan út á þilfarið. ÞÆr stönzuðu nálægt ‘itlefanum okkar. Kýraugað sneri út að þilfarinu, eins og þér vitið, og glugginn var opinn. Nóttin var kyrr og dipim. Hjarta Storms fór að slá hrað- ar. Hann reyndi þó að hafa hemil ú sér, um leið og hann sagði: — Nú, jæja. Haldið þér áfram. — Ég sagði að þær hefðu talað í hálfum hljóðum. En svo mikið skildist mér af raddbrigðum þeirra, að þær áttu í rifrildi. Um hvað heyrði ég hins vegar ekki, en hins vegar var raddblærinn þann- ig . . . Það var eins og þær ættu bágt með að stifla sig, eins og hvæsandi . . . Mér datt í hug, tveir hcvæsandi kettir, sem yggldu sig hvor framan í annan með kryppuna á lofti. .. — Mjög athyglisvert. — Storm vætti þurrar varirnar. — Kunnið þér engin skil á röddunum? — Andartak . . . Mér fannst ég kannast við þær. En þar sem ég heyrði aðeins reiðilegt hvæs, þori ég ekki að fullyrða neitt um það. En síðan . . . — Síðan hækkaði önnur rödd- ina . . . dálítið. Það var í henni undrun, efi og . . . ótti. Röddin sagði óttaslegin . .. — Haldið áfram. — Hin röddin, sem ég held, að hafi verið frú Latvala sagði: TÍMINN, sunnudaginn 24. maí 1964 14

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.