Tíminn - 30.05.1964, Blaðsíða 5
úiri helgin
Um helgin'a verða háðir 5
leikir í íslandsmótinu í
knattspyrnu — tveir í 1.
deild og lnrír í 2. deild. Auk
þess fer síðasti leikurinn
í Reykjavíkurmóti 1. flokks
fram. Lítum nánar á Jeik-
i.na.
Keflavík—Akranes
• Á sunnudaginn klukk-
an 16, leiða saman hesta
sír-g Keflavík og Akranes í
1. deild, og fer leikurinn
fram á Njarðvíkurvellinum.
Héff er um að ræða leik,
sem margir bíða spenntir
eftir.
Bæði félögin hafa teflt
fram sterkum 'liðum í byrj-
un kepipnistímabilsins, og
margir eru þeinrar skoðun-
ar, að þessi lið berjist um
efsta sætið ásamt KR. Akra-
nes hefur leikið tvo leiki,
— gegn Þrótti á heimavelli,
og gegn Fram í Reykjavík
— unnið báða leikina. Hef-
ur Akranes nú forystu í
dcildinni. Keflavík hefur
hins vegar aðeins leikið
einn leik gegn Fram, og
sigraði.
Eftir því sem bezt er
vitað, er ekki um nein for-
föll að ræða hjá liðunum
— og væntanlega verður því
iim harða og skemmtilega
viðureign að ræða á Njarð-
víkurvellinum á morgun.
Fram—Valur
• Á sunnudagskii’öld kl.
20.30 mætast svo Fram og
Valur í 1. defld á Laugair-
dalsvellinum. Bæði liðin
hafa farið illa af stað í
keppninni að þessu sinni —
með ekkert stig eftir tvo
Ieiki. Nú er hvert stig dýr-
mætt, og berjast bæði lið-
in örugglega til þrautair.
Einhverjar breytingar verða
á Valsfliðinu frá síðasta leik
— gegn Þrótti — en Fram-
liðið verðuir líklega það
sama og gegn Akranesi.
Víkingur—ÍBV
• Vestmannaeyingar mæta
Víkingi á Melavellinum í 2.
deild á sunnudag, og hefst
leikurinn kl. 16. Þetta verð-
ur fyrsti leikur Vestmanna-
eyinga í keppninni, og verð-
ur eflaust gaman ag sjá til
þeiirra.
Tindast.—ÍBA
• Akureyringar bregða
sér til Sauðárkróks á sunnu-
dag og mæta heimamön-num
þar í 2. dei'ldar keppninni,
hefst leikurinn kl. 16. Akur-
eyiringar hafa sýnt skínandi
góða leiki að undanförnu,
og almennt er því spáð, að
þeir muni endurheimta sæti
sitt í 1. deild.
KS—ÍBÍ
• Á Siglufirði mæta
heimamenn fsfirðingum í 2.
deild á sunnudag, og hefst
leikurinn kl. 16. Siglfirð-
ingar áttu gott lið á síðasta
ári, en voru óheppniir í sam-
skiptum sínum við Reykvík
inga. ísafjarðarliðig ætti að
vera sterkt núna, því Björn
Framhald á 13. síðu
'Hér hefur hætta skapazt upp við mark Akraness. 'Helgi Númason, iengsttil hægri, hefur gefið fyrir markið til Guðmundar Óskarssonar, en þeir
eru þrír gegn einum, Jón Leósson, Bogi Sigurðsson og Helgi Dan. — og hættunni er bægt frá. (Ljósm.: TÍMINN, GE).
FRAM LÉK VEL í 10 MÍNÚT-
UR, EN Þ A Ð DUGÐISKAMM T
SKAGAMENN TÓKU FORYSTU í 1. DEILD MED SIGRIGEGN FRAM, 3:2, í FYRRAKVÖLD.
Alf-Reykjavík, 29. maí
Skagamenn tóku forystu í 1. deildar keppninni með sigri gegn Fram á Laugardalsvelli,
3:2, á fimmtudagskvöld. Leikurinn var nokkuð skemmtilegur fyrir áhorfendur, sem fengu
að sjá góða leikkafla hjá báðum liðum. Og ekki má gleyma þætti Geirs Kristjánssonar,
markvarðar Fram er skemmti áhorfendum oft með alls kyns ólátum í markinu, ef hann
þaut þá ekki út á miðjan völl og greip inn í varnaraðgerðir með því að skalla knöttinn
fram. Þótt áhorfendur hafi skemmt sér konunglega vegna þessara skrípaláta, er ég ekki
viss um, að leikmenn Fram hafi skemmt sér eins vel, því spaugið gat orðið liðinu dýr-
keypt. — En nóg um það. Skagamenn voru vel að sigrinum komnir, þótt litlu munaði, að
þeir yrðu að sætta sig við jafntefli. Það voru gömlu kempurnar, Ríkharður og Donni,
sem unnu að sigurmarki Akraness, þriðja markinu, sem kom 10. mín. fyrir leikslok. Rík-
harður brunaði upp kantinn hægra megin og lagði knöttinn fyrir Donna, sem rak endahnút-
inn með góðu skoti, er Geir réði ekki við.
Fyrstu 10. mín. leiksins boðuðu
sannarlega ekki Afcranessigur, því
á þessum fyrstu mínútum náði
Fram-liðið mjög vel saman og hvað
eftir annað skapaðist hætta upp
við mark Akraness. Uppskera
Fram var svo mark á 7. mín. Bald-
ur Scheving lék upp að endamörk
um hægra megin og gaf vel fyrir
til Hallgríms Scheving, sem skor-
aði viðstöðulaust 1:0. En það var
aðeins í 10 mín., sem Fram-liðið
lék virkilega vel og réði gangi
leiksins. Skagamenn tóku að átta
sig á hlutunum og þess var ekki
langt að bíða, að Jón Leósson og
Sveinn Teitsson næðu tökum á
miðjunni með góðri aðstoð þeirra
Ríkharðs og Eyleifs. Fyrsta alvar
lega hættan við Fram-markið var
á 28. mín. þegar Jóhannes Atla-
son, hægri bakv., bjargaði á línu,
eftir misheppnað úthlaup Geirs
á móti Eyleifi, sem skaut yfir
hann.
Á 32. mín. jafnaði svo Akranes,
1:1. Sveinn Teitsson sendi knött-
inn vel fram miðjuna að marki
Fram. Sóknarmenn Akraness
„pressuðu" vel og Eyleifi tókst að
fylgja sendingunni eftir og skora.
Aðeins 6 mín. síðar mátti sjá 2:1
fyrir Akranes á markatöflunni.
Aukaspyrna var tekin rétt fyrir t
utan vítateigslínu og upp úr henni
tókst Ríkharði að skora með
skalla. í þessu tilfelli var Geir
ekki með á nótunum og hefði
vissulega átt að geta afstýrt hætt-
unni. — En þannig lauk sem sé
fyrri hálfleik, 2:1, fyrir Akranes.
í síðari hálfleik sóttu Skaga-
menn mun fastar, voru yfirleitt
fljótari á knöttinn og þeir höfðu
öll völd á miðjunni. Engu að síður
varð það samt Fram, sem varð
fyrra til að skora. Jöfnunarmark
Fram kom á 21. mín. og allan heið
urinn af undirbúningi átti hinn
ungi innherji, Helgi Númason, sem
vippaði laglega yfir varnarmenn
Akraness til Grétars Sigurðsson-
ar, sem skoraði auðveldlega fram
hjá Ilelga. Markið hleypti lífi í
Fram-liðið og það var engu lík-
ara en Fram ætlaði að taka leik-
inn í sínar hendur. Én fljótlega
sótti aftur í sama farið og sigur-
mark Akraness kom á 35. mín. eft-
ir góðan samleik þeiira Ríkharðs
og Donna.
Sem fyrr segir var leikurinn
nokkuð skemmtilegur. Akranes-
liðið vann verðskuldaðan sigur,
sem varð fyrst og fremst til vegna
baráttuvilja liðsmanna. Framlín-
an var sterkari hluti liðsins með
innherjana, Ríkharð og Eyleif, sem
Framhald a 1S. siSu.
Norskur skíöa-
kennari
Hinn þekkti, norski skíða- •
þjálfari, Ketill Rödsæther frá
Bergen, mun koma til íslands
um miðjan júnímánuð og
þjálfa íslenzkt skíðafólk í alpa.
greinum.
Hinn norski þjálfari mun
fyrst um sinn dveljast á Siglu-
firði og fara þá æfingar fram
í Siglufjarðarskarði. Er skíða
fólk, sem hefuir áhuga á að
taka þátt ■ námskeiði Norð
mannsins, beðið að hafa sam-
band við formann Skíðaráðs
Siglufjarðar, Tryggva Sveim
hingað
björnsson. Einnig kemur til
greina, að Norðmaðurinn haldi
námskeig á Akuireyri, og mun
það þá verða í samráði við
Skíðaráð Akureyrar.
Þess má geta, að Rödsæther
þjálfaði reykvísku skíðamenn-
ina, sem dvöldu í Solfonn í
Noregi nú fyrir skömmu. Hann
er meðal þekktustu skíðakenn-
aira Noregs — og hefur ann-
azt skíðakennslu i mörgum
löndum. Hann kemur nú hing-
að fyrir mi'lligöngu Skíðaráðs
Reykjavíkur.
Halldór Sigurbjörnsson (Donni) þjarmar her að Geir markverði.
RlTSTJÓRi HALLUR SIMONARSON
*