Tíminn - 30.05.1964, Qupperneq 14
CLEMENTINE
KONA CHURCHILLS
reiði og allir aðrir gegn þessum
nýjox ofbeldisaðgerðum nazistanna,
og jafnframt hryggð yfir því að
sjá fram á að við mundum ckki
geta sent neinar nauðþurftir til
hjálpar fyrr en eftir langan tíma.
Brezka Rauðakross hjálpin til
Rússlandssjóðsins veitti mönnum
tækifæri til að votta í verki að-
dáun sína, samúð og virðingu, sem
líjö í brjósti hvers manns, sem
fýlgdist með hvernig hin göfuga
Ibarátta Rússanna við að vernda og
hijarga landi sínu varð öflugri og
ffemfúsari.“
Það var farið að sjá fram á
, aigeran sigur á öllum vígstöðvum
og þá loks fannst Clementine að
1 hún gæti yfirgefið Winston í fá-
1 einar vikur. í fylgd með ungfrú
Mabel Johnson, framikvæmda-
-i stjóra Rússlandshjálparinnar og
tmgfrú Grace Hamblin, einkarit-
ara sínum og J.E.T. Younger maj-
ór-generál brezka Rauða krossins
j lagði hún af stað til Moskvu.
Um leið og hún þá boðið, skrif
aði hún sovézka ambassadomum:
„Eg hlakka til að kynnast starfi
Rauða Kross og hjúkrunarstöðv-
, um Rússlands og einnig að athuga
á hvern hátt Rússlandshjálparsjóð
ur minn getur aðstoðað sovézka
Rauða Krossinn frekar við hið
góða verk er hann vinnur.“
Strax og hún var farin, hvarf og
með henni sá agi og þau áhrif,
setm hún hafði haft á Winston til
að hann gengi ekki fram af sér
við vinnuna. Daglegt skipulag
starfans, sem sett var til varð-
veizlu góðrar heilsu bæði andlegr
ar og líkamlegrar fór út um þúf-
ur og var nú ekkert sem hamið
gat hina óhemjulegu vinnugleði
Winstons. Hann gekk sjaldan til
náða fyrr en um klukkan um 4
um morguninn. Síðdegisblundur-
inn mikilvægi fluttist oft til kl.
8 að kvöldi og kvöldverður var oft
ekki snæddur fyrr en 9.30 og jafn
vel ekki fyrr en 10, og síðan var
haldið áfram vinnunni þangað til
fram undir morgun..
En heimsókn Clementine hafði
einnig annan, óopinberan tilgang.
Winston vildi fá vitneskju um við
horf sovézku þjóðarinnar og ríkis
stjómarinnar, enda hafði hann
þungar áhyggjur af versnandi sam
búð Bretlands og Sovétríkjanna.
Clementine gat haft veruleg áhrif
á viðhorf Sovétmanna til framtíð-
arsambúðar við bandamennina í
vestri. Eitt sinn hafði hann næst
um frestað för hennar vegna á-
hyggna sinna yfir erfiðleikum í
samstarfi Vesturveldanna og Sovét
ríkjanna.
Fjrrir brottför sína keypti Cle-
mentine að ósk Winstons lindar-
penna úr guili, sem hann bað
hana að gefa Stalín til minja um
styrjaldarfundi þeirra. Hann var
mjög áþekkur hans eigin uppá-
haldspenna.
„Segðu Stalín að með þessari
gjöf láti ég I Ijós þá von mína,
að hann eigi eftir að skrifa mér
mörg vingjarnleg skeyti með hon
um,“ sagði Winston;
Flugferðin var erfið á köflum,
þar sem vont veður neyddi þau
til að fljúga hættulega lágt síð-
ustu hundrað mílumar.
Við komuna til Moskvu tók
maddama Mólótoff, maddama Mai
sky og fulltrúar úr heilbrigðis-
nefnd Alþýðunnar á móti henni.
Henni var tilkynnt að gestahúsi
ríkisstjórnarinnar væri ætlað að
hýsa hana og f.öruneyti hennar á
meðan á dvöl hennar stæði.
Eftir að madama Mólótoff hafði
skenkt henni rauðan og hvítan
rósavönd mælti húii: “Þetta ef
«ití slrczpv*rf« 'rr"
míns. Mig hefur lengi langað til
áð hoimsækja la-v; yéár og
löndum mínum hef ég fylgzt með
iáðum hins mika hers yðar og
þegnum þessa ríkis með aðdáun
og virðingu, undrun og samúð
Eg hlakkaði mjög til að koma
hingað."
Stuttu eftir komu þeirra tólí
Stalín á móti henni og ungfrú
Johonson í Kreml. Hann lángaði
til að færa henni persónulegar
þakkir fyrir hið eljusama verk
hennar í þágu Rússlandshjálpar-
innar.
„Fyrir hönd sovézku ríkisstjórn
arinnar vil ég láta í Ijós þakk-
læti mitt fyrir hjúkrunargögnin
og sjúkrabirgðirnar. sem voru
send til lands vors á vegum sjóðs
yðar,“ mælti Stalín. „Við erum
þakklátir.“
Clementine þakkaði Stalín kurt
92
ur voru í för með þeim' ýmsii
aðrir aðrir embættismenn. Hún
sá bílahraðbrautir, sem Þjóðverjar
eisina og síðan greip hún tæki-
færið til að skýra honum frá gjöf
eiginmanns síns, pennanum og
hún skýrði jafnframt frá þeirri höfðu gert til undirbúnings töku
von hans, að þeir mundu halda; borgarinnar — svo handvissir
áfram að skrifa hvor öðrum með höfðu þeir verið um að geta náð
vinsemd. [ henni á sitt vald. Hún kom í
Stalín kvaðst alltaf skrifa með sjúkrahúsið, sem hét „Viðgerðar
bláum blýanti. „Samt sem áður,“ verkstæði mannslíkamans“. Sér-
sagði Clementine síðar, ,,fór allt|hæfing þess var aðgerð alvarlegra
fram á góða vísu.“ | höfuðsára, heilaskurðir, limabrot
Clementine var í þann veginn og plastikskurðlækningar.
að brydda upp á sambúð Austurs1 Með aðstoð maddömu Kislóvu,
og vesturs í samræðum þeirra,' sem þjónaði sem túlkur, ræddi
enda hafði hún í huga hve mikinn j hún við karla og konur Rússlands
áhuga Winston hafði á því efni. [ Henni fannst fólkið tregt til að
l-En Stalín varð ■ fyrri til og kom i gefa sjálfviljugt upplýsingar um
inn á þetta efni sjálfur með því:hvað það hafði þjáðst, en því
að spyrja hana, hvort hún hefði j „brann í brjósti reiðin í garð Þjóð
orðið vör einhverja „erfiðleika“ j verjanna."
í sambúð Austurs og Vesturs. j Á leiðinni frá Leníngrad til
„Eg játaði að ég hefði heyrt [ Stalíngrad bar fyrir augu henni
því fleygt fyrir fund okkar,“ sagði | hörmuleg sjón.
Clementine og marskálkurinn „Mér var fyrst hugsað til mið-
sagði þá alvarlegur í bragði: [ bæjarins í Coventry og eyðilegg-
„Það eru ýmsir erfiðleikar og ingarinnar umhverfis St. Paul, en
iunu verða, en þeir munu hverfa munurinn var sá að hér teygðu
og vináttan verða allsráðandi." [ rústir ug eyðilegging sig út svo
Clementine sagði Stalín, að. langt sem augað eygði.“ sagði Cle-
j hana langaði til að f ara hægt yfir j mentine.
| á ferðum sínum og að hún vildi j Eg kom auga á hús eitt, sem
i fá að eyða eins miklum tíma og var í rauninni rústir en hafði ver
unnt væri með óbrotnu alþýðu- ið lappað upp á það á hugkvæman
fólki þeirra staða, sem hún mundi hátt. Mér var sagt, að í þessu húsi
sækja heim. ‘hefðu Rússarnir handtekið von
Hann varð að ósk hennar með Paulus, þýzka herforingjann. Þetta
því að láta henni í té velbúna lest, var einkennandi fyrir þá hugsaði
sem hún gæti ferðazt í um landið
á 20 mílna hraða á klst., svo að
sem fæst þyrfti að fara fram hjá
henni óséð.
Brosandi mannfjöldi fagnaði
henni hvarvetna og sýndi þannig
ég með mér. Þeir gera það, sem
þeir geta til að varðveita þessar
rústir vegna táknræns gildis þess.
Þetta var tákn lokasigursins yfir
fjendunum eftir einhverja grimm-
úðugustu bardaga mannkynssög
þakklætj sitt fyrir þag verk, semjunnar. Stalíngrad var hverfipunkt
hún hafði unnið. 1 ur styrjaldarinnar og það mun
Clementine fór fyrst frá Moskvujverða munað af rússneskum mönn
til Leningrad ásamt maddömu; um um ókomnar aldir.
Kislvóu en hún var frá Menningl f miðju stórs almenningstorgs
artengslum við útlönd og ennfrem; í Stalingrad var stór fjöldagröf og
50
Þögnin í herberginu varð þrúg-
andi. Það glampaði á gleraugu
Jaatinen í myrkrinu og aðeins
útlínur andlitsins voru sýnilegar.
Svört fötin samlöguðust myrkr-
inu.
Storm hélt enn áfram og var
nú örlítið hvassari í rómi:
— Satt að segja er ég reiðubú-
inn til að viðurkenna að sá, sem
tók réttvísina í eigin hendur gerði
rétt. En þfið er eitt,,sem verður
að taka með í reikninginn. Það
er enginn, sem hefur rétt til að
deyða náunga sinn, hvernig sem
allt er í pottinn búið .. .
Jaatinen gjaldkeri greip fram
í fyrir honum hásri röddu:
— Talið þér hreint út, lögreglu-
foringi.
Storm beit á jaxlinn. Síðan
sagði hann ákveðið: — Héma í
þessu herbergi, og án þess að
formleg yfirheyrsla eigi sér stað
— og raunar ekki óformleg held-
ur —mundi ég lýsa yfir þeirri
skoðun minni, að það hafi verlð
þér sem tókuð réttvísina í yðar
hendur.
Jaatinen hreyfði sig ekki og
svaraði engu.
Storm hélt áfram lágri röddu:
— En þar sem við ræðum hér
saman undir fjögur augu, vil ég
einnig taka fram, að þetta álit
mitt byggist ekki á neinum, stað-
reyndum, sem fyrir liggja og ég
hefi engar sannanir, sem mundu
styðja það á nokkurn hátt. Og
satt að segja langar mig ekki
einu sinni að vita sannleikann.
Þér verðið sjálfur að ákveða,
hvort þér viljið segja frá öllu og
taka afleiðingunum. En ef þér
kjósið heldur að þegja, mundi ég
verða síðastur manna til að reyna
að þvinga yður til að tala.
Jaatinen dró djúpt inn andann.
Það var eins og þytur í gömlu tré.
Hann sagði veikri röddu:
— Viljið þér heyra sannleik-
ann, lögregluforingi?
— Segið það, sem þér viljið,
svaraði Storm.
Þeír þögðu báðir drykklanga
stund.
— Ég hef heyrt ýmislegt um
yður, Storm lögregluforingi, hóf
gjaldkerinn mál sitt furðulega
styrkum rómi. — Ég hef heyrt, að
þér kunnið fleira fyrir yður en
að hlaupa öskrandi um allar triss-
ur með skotvopn í hendi. Það er
sagt að þér getið líka hugsað ...
— Sleppið allri kurteisi! —
Það var auðséð, að Storm líkaði
ekki talið.
— Af öllu að dæma er það satt,
að þér getið hugsað., sagði Jaati-
nen. — En þrátt fyrir það skutuð
þér samt sem áður nú yfir mark-
ið. Hins vegar hefðuð þér alls ekki
verið fjarri lagi, ef atburðarásin
hefði orðið örlítið á annan veg.
Ég viðurkenni hreinskilnislega, að
ætlun min var sú, er þér lýstuð
áðan. Og jafnhreinskilnislega get
ég sagt skoðun mína á meðferð
þeirra, er þetta land hefur, á
morðingjum, sem deyða náunga
sinn og sitja síðan aðeins örfá ár
í fangelsi. Kvenfélögin senda full-
trúa sína inn í fangelsin til þess
að sjá til þess, að fangarnir hafi
það gott og þeir sæti góðri með-
ferð. Og á sínum tíma opnast
hliðin og næsti liður á dagskránni
er nýtt níðingsverk.
— Við skulum ekki fara að ríf-
ast um neinar grundvallarkenn-
ingar refsiréttarins.
— Eruð þér ekki á sömu skoð-
un og ég?
— Það skuluð þér ekki spyrja
lögreglumann um. Þetta kemur
aðeins löggjafarvaldinu við.
— Ágætt. Jaatinen hló þurr-
lega. — Þér þurfið ekki að svara.
En ég held nú samt, að þér séuð
á sömu skoðun. Hvað sem öðru
liður held ég, að bezta ráðið til
að losa þjóðfélagið við slíka menn
er að gjalda líku líkt. Stutt réttar-
höld og skjótan dóm. En svo að
við snúum okkur aftur að mál-
inu . ..
Jaatinen vætti varirnar með
tungunni. Storm hallaði sér ögn
áfram í stólnum og beið þess
spenntur, að Jaatinen héldi áfram.
— Ég er gamall maður, sagði
Jaatinen. — Ég á ekki langt eft-
ir. Þess vegna væri mér sama um,
þótt þér kölluðuð hingað lögreglu-
bílinn og settuð mig undir lás og
slá. Gröfin bíður mín. Ef þér haf-
ið áhuga á að vita það, get ég
sagt að ég þjáist af leukemi, sem
brátt mun leiða mig til dauða.
Eins og þér vitið er ekkert með-
al, sem gagnar við sjúkdómnum,
og það væri svo sem ekki til mik-
ils gagns að reyna að tjasla í
þennan gamla skrokk.
Storm svaraði engu, en hrollur
fór um hann við orð gjaldkerans.
Jaatinen lagði áherzlu á hvert
orð og þau létu sem hamarshögg
í myrkrirni.
— Ég mundi vilja segja eitt-
hvað á þessa leið . . . Jaatinen
hikaði andartak, eins og hann
væri að leita að þeim orðum, sem
ættu við. — Þér megið trúa,
hverju sem þér viljið. Ég myrti
ekki frú Berg. Og samt sem áður
gérði ég það að vissu marki.
— Það var einkennilegt! Storm
varð sjálfur forviða á því, hve
rödd hans var hás.
— Það er satt. Leyfið mér að
tala út. Á eftir getið þér gert við
mig, það sem þér viljið. „Fjand-
inn eigi þetta gamla beinarusl",
sagði Moltke hershöfðingi, uppá-
haldið mitt, einu sinni „bara að
ég fái gert það, sem ég á ógert".
Sem sagt...
Storm hreyfði sig ekki og starði
á Jaatinen.
— Nóttina, sem óveðrið gekk
yfir fór ég í klefa minn kl. 21.15,
eins og ég hef sagt ,yður áður.
En það var ekki allur sannleik-
urinn. Ég fór aftur upp á þilfar
og ég var þar enn eftir miðnætti.
— Og svo? spurði Storm hægt.
— Skipið valt mjög. Það var
dimmt, og ég stóð og hallaði mér
fram á borðstokkinn. Ég stóð hlé-
borða og þegar báturinn valt á
hléborða, var næstum farið illa
fyrir mér. Þér vitið hvernig borð-
stokkurinn á Cassiopeja er. Hand-
riðið er úr tré og á borðstokknum
er eins og vanalega landgöngu-
hlið. Nú hafði einhver trassinn
gleymt að slá lokunni fyrir. Hlið-
inu hafði aðeins verið skellt aftur
og hélzt aftur, bara vegna þess
að tréð hafði þrútnað í vætunni.
— Og svo?
— Um leið og skipið valt, opn-
aðist hliðið skyndilega. Ég hafði
stutt mig við það með annarri
hendi og var næstum fallinn í sjó-
inn. Ef ég hefði ekki haldið ann-
arri hendi í sjálfan borðstokknn
hefði ég áreiðanlega dottið í sjó-
inn. Á næsta andartaki valt skip-
ið á hina hliðina og skellti hlið-
inu aftur.
Storm ók sér og hlustaði á
gjaldkerann með áhuga.
— Ég varð skelfdur og óskaði
sjálfum mér til hamingju með
björgunina. Um leið hugsaði ég
með mér, að það væri skylda mín,
að slá lokunni fyrir. Ég þreifaði
einmitt eftir henni, en í sama
bili stóð frú Berg við hlið mér,
eins og hún hefði sprottið upp úr
þilfarinu. Ég varð að sjálfsögðu
óttasleginn — enda áleit ég hana
morðingja — og ég færði mig
aftur á bak. En nú stóð frú Berg
einmitt við hliðið á borðstokkn-
um. Ég sá að hún studdi báðum
höndum á hliðið, einmitt þar sem
hættulegast var.
Jaatinen dró djúpt að sér and-
ann.
— Frú Berg sagði, að hún
hefði talað við Latvala og að hún
vildi anda að sér fersku lofti, áður
en hún legðist til hvílu. Skipið
valt ekki eins mikið _nú, svo að
hliðið opnaðist ekki. Ég gat ekki
haft augun af því. En ég sagði
ekki orð. Ég varaði hana ekki við.
Nú, eftir á get ég ekki sagt hvort
þögn mín og aðgerðarleysi staf-
! aði . . . . eða af því að ég vildi
14
T í M I N N , laugardaginn 30. maí 1964 —