Tíminn - 30.05.1964, Qupperneq 15
ÖSKJUGERÐ
Framhald af 16. stðu.
hluthafar.
Önnur tillaga var samþykkt á
fundinum í dag, en hún var sú, að
stofnað skyldi stéttarsamband
framleiðenda sjávarafurða. Þeir
aðilar, sem framleiða og flytja
út sjávarafurðir, hafa hugsað sér
að mynda þetta samband, en til
gangurinn er að safna þeim öllum
í einn félagsskap. Samband þetta
cnun verða nokurs konar opinber
málsvari fiskiðnaðarins, fjalla um
ýmsa samninga og auka þekkingu
á iðnaðinum.
GUNNAR LÆRIR
Framhald af 16. síðu.
á 120 daga en lei'karinn sá sér
ekki fært að vera að heiman svo
lengi. Þegar Gunnar hefur dvalizt
60 daga í Boston, mun hann ferð-
ast um Bandaríkin og kynna sér
ýmsar aðrar sjónvarpsstöðvar. —
Algengt er að menn frá löndum,
sem eru að koma sér upp sjón-
varpi, séu þjálfaðir við þessa sjón
varpsstöð í Boston, en Gunnar
imin einkum léggja áherzlu á leik
stjóm styttri leikrita og undirbún
ing og stjórn ýmissa dagskrár-
atriða.
íþróttir
beztu menn. Ríkharður var sívinn
andi í leiknum og lék félaga sína
upp. Eyleifur er íhugandi leikmað
ur, sem flanar ekki að neinu. —
Sveini og Jóni tókst vel upp í
framvarðastöðunum, en aftasta
vömin var veikasti hluti liðsins.
Helgi Dan. átti nú ólíkt betri leik
en með „landsliðinu" gegn KR
á dögunum.
Fram-liðið saknaði Baldvins
Baldvinssonar og Ásgeirs Sigurðs
sonar í þessum leik og hafði það
sín áhrif. Það er auðséð á öllu,
að Fram-liðið getur verið sterkt
með sama baráttuvilja og réði ríkj
um fyrstu mínúturnar. En því var
ekki að heilsa og því fór sem fór.
Af sóknarmönnum var Helgi Núma
son beztur og þarna er á ferð leik
maður, sem vert er að gefa gaum.
Guðjón Jónsson var mjög sterkur
í framvarðarstöðu og sömu sögu
er að segja um báða bakverðina,
Jóhannes og Sigurð Einarsson. —
Geir Kristjánsson átti sæmilegan
dag í markinu, en skrípalæti
hressa alls ekki upp á „getuna“...
Dómari í leiknum var Baldur
Þórðarson og hefur honum oft
tekizt betur upp. T. d. fór það
alveg fram hjá Baldri, þegar Rík-
'harður varði knöttinn með hönd-
urn innan vítateigs Akraness í
fyrri hálfleik, þegar Fram tók
óbeina aukaspyrnu.
400 MÍN. FLUG
samning um kaup á tveim
skrúfuþotum af gerðinni Rolls
Royce, en nafn sitt dregur
þessi gerð flugvélanna af hreyfl
unum fjórum, sem eru af Rolls
Royce-gerð. Leifur Eiriksson
tekur 160 farþega og á henni
er 10 manna áhöfn — sex við
þjónustustörf og fjórir við
stjórn flugvélarinnar. Farþega-
rýmið er bjart og vistlegt í
alla staði, en hinni nýju gerð
sæta, sem á að vera í vélinni
hefur ekki verið komið fyrir
og verður það ekki gert fyrr
en í ágúst n.k. að öllum lík-
indum. Þreföld sætaröð er
hvoru megin í vélinni, og tvö
eldhús — fremst og aftast. —
Rolls Royce vélarnar, sem Loft
leiðir fá, eru báðar nýjar, koma
beint úr verksmiðjunni, og
fyrstu vélamar, sem framleidd
ar eru af þessari gerð til far
þegaflugs.
Það má m-eð sanni segja, að
í dag hafi verið stigið stórt
spor í sögu íslenzkra flugmála
með komu þessarar Rolls Roy
ce vélar til landsins, og í nóv
n.k. mun önnur vél sömu gerð
ar koma til Loftleiða. Við ósk
um Lóftleiðum til hamingju
með þennan stóra áfanga í
sögu félagsins.
VINABÆJAMÓT
Framhalc aí 16. síðu.
þátttöku í þessari ferð, þurfa að
hafa sent umsóknir til formanns
hlutaðeigandi félagsdeildar fyrir
10. júní n.k. Félagsm. frá þeim
bæjum, sem ekki hafa formlega
samþykkt vinabæjartengsl, er einn
ig heimilt að gerast þátttakendur
og munu þeir þá væntanlega vera
gestir í þeim bæjum sem ráðgert
er að verði þeirra vinabæir, eða
að öðrum kosti verða þeir í hópi
þátttakanda frá höfuðborginni. Ef
einhvern, sem ekki er félagsmað
ur Norræna félagsins, langar til
að taka þátt í ferðinni, er honum
heimilt að sækja um, svo framar-
lega sem hann gerist félagsmað-
ur um leið.
Norræna félagið í Danmörku hef
ur boðið 25 islenzkum kennurum
að dveljast um mánaðartíma í Dan
mörku í sumar. Munu þeir lengst
af verða á Askov lýðháskóla, en
einnig verður nokkurra daga dvöl
í Kaupmannahöfn. Þetta er liður
í hinum gagnkvæmu kennaraheim
boðum, sem átt hafa sér stað á
milli Dana og íslendinga nú um
lO^ára skeið.
f ágúst í surnar verður efnt til
norræns æskulýðsnámskeiðs hér
á landi. Hefur sex fulltrúum ver-
ið boðið frá hverju landi, Dan-
mörku, Finnlandi, Noregi og Sví-
þjóð. Einnig hefur 3—4 ungling-
um frá Færeyjum verið boðin
þátttaka. Námskeiðinu verður
þannig háttað, að fyrst verður
vikudvöl, kynning og nám á heima
vikudvöl, kynning og nám í heima
daga dvöl á sveitaheimili. Svo
verður dvalizt nokkra daga í
heimavistarskóla að nýju og að
lokum verður 2—3 dögum eytt í
Reykjavík.
SLYS _______________________
Framhaid af 16. síðu.
síldarþróna, þegar hann féll nið-
ur í hana, og var þetta mikið fall,
eða einir 8 metrar. .Hann lenti á
járnslá á niðurleiðinni, og kann
það að hafa dregið úr fallinu, en
einnig hefur hann getað hlotið
meiri meiðsli af þeim sökum.
Heimir kom niður á herðarnar,
en síðan slóst höfuð hans utan í
þróarvegginn. Héraðslæknirinn
frá Þórshöfn var staddur hér á
Raufarhöfn þegar slysið vildi til,
en Raufarhafnarlæknirinn var
fjarverandi. Læknirinn sagði þeg-
ar til um meðferð hins slasaða
manns, en lét um leið hringja eft-
ir flugvél, sem kom og flutti Heimi
til Akureyrar. Hann kom á sjúkra
húsið á Akureyri rétt fyrir klukk-
an 9 í kvöld. Þegar blaðið hafði
tal af yfirlækninum um hálf tíu í.
kvöld sagði hann að rannsókn
væri enn ekki lokið enn allt benti
til að maðurinn væri höfuðkúpu-
brotinn og væri hann rænulítill.
NEHRU
Framhaid af 1 síðu.
væri, að eftirmaður Nehrus yrði
kjörinn fljótlega og að val hans
væri samþykkt af öllum skoðana-
hópunutn innan Kongressflokks-
ins. — ,Þetta er ekki staður né
stund fyrir klofning “ — skrifar
óháða blaðið HINDUSTAN TIM-
ES. — .,Það er mjög þýðingarmik-
ið. að kjör forsætisráðherrans
verði gott og samhljóða. Ef Kon-
gress-flokkurinn sýnir merki klofn
unai nú táknar þag byrjunina á
upplausn flokksins." ‘
Mitt á milli öfgahreyfinganna
innan floksins stendur Lal Baha-
aur Shastri, sem lengi hefur starf-
að sem eins konar varaforsætis-
ráðherra. Núverandi forsætisráð
herra, Gulzarilal Nanda, er frekar
vinstrismnaður og hefur hann
alltaf vilja‘3 ná sáttum við kín-
verska kommúnista, en þá hefur
hann alárei fordæmt.
Fyrrverandi varnarmálaráð-
herra, Krishna Menon, sem ræður
rdttanámskeiö
yfir stórum hóp innan Kongress-
flokksins, hefur ekki komið fram
með neinn frambjóðanda til emb-
ættisins. en það er talið mjög þýð-
ingarmikið fyrir hina frambjóð-
endurna að fá stuðning hans.
Segja áreiðanlegar heimildir, að
hann muni einna helzt styðja fyrr-
um fjármálaráðherra, Morarji De-
sai, öfgamann til hægri, af því að
hann vilji annaðhvort fá róttækan
leiðtoga, eða mjög hægri sinnað-
an, í stað miðlínumanns eins og
t.d. Shastri.
SURTUR SEIDDI
Framhald af 1. slSu.
9—10 vikur, Michael er tann-
smiður, og verður í minnsta kosti
3 mánuði. Stewart er í Belfast-
háskóla og lærir þar frönsku og
spænsku og langar mikið til að
læra líka íslenzku.
Að lokum hitti fréttaritari Tím-
ans að máli James Craig Bryan
frá Skotlandi. Hann er hárgreiðslu
meistari, og kemur frá einni út-
borg Glasgow, og hefur dvalizt
héma síðan í janúarlok. Hann er
sammála írunum um, ag hér sé
vinnutíminn of langur, en býst
samt við að verða hérna að
minnsta kosti í sumar, en vildi
gjaman vera lengur, ef hann fær
starf við sitt hæfi. Hann sagði,
að m.a. hefði það verið Surtur,
sem lokkaði hann til fslands og
vakti áhuga hans á landinu.
Samningar undir-
ritaðir í dag
HF-Reykjavík, 29. maí
Klukkan 10 í fyrramálið verður
leigusamningurinn á milli Loft-
leiða og ríkisstjómarinnar um
leigu flugvallarhótelsins 1 Kefla-
vík undirskrifaður. Langt er síð-
staðið hefur á undirskriftunum.
Eftir að nauðsynlegar breytingar
hafa verið gerðar á hótelinu munu
Loftleiðir flytja þangað mikið af
starfsemi sinni, en einnig munu
þeir reka þarna veitingastofu.
Samsöngur
Söngkór Aðventkirkjunnar held
ur kirkjutónleika sunnudaginn 31.
maí í Keflavíkurkirkju kl. 16 og
í Hótel Hveragerði kl. 21,30 sama
dag.
f kórnum eru 26 söngvarar. Ein
söngvarar og tvísöngvarar eru
frú Anna Johansen og Jón Hj.
Jónsson. Undirleikari kórsins er
frú Sólveig Jónsdóttir. Söngstjóri
| Jón Hj. Jónsson. Aðgöngumiðar
við innganginn á kr. 35.
HÓTEL SAGA
Framhald af 2. síðu.
mun útvega herbergi úti í bæ fyr-
ir þá, er þess óska.
Er fréttamaður spjallaði við
forstöðumanninn. Erling Halldórs-
son, á dögunum, sagði hann, að í
framtíðinni væri ætlunin að á
þessari lóð yrði reist stórt og
gott hótel, en á meðan það væri
ekki fgyrir hendi, yrði reynt að
koma til móts við óskir gesta í
þeim húsakynnum, sem nú væru
fyrir Þar hefir allt verið tekið
i gegn, og búið í haginn bæði
fyrir gesti og starfsfólk, en það
verður 8—10 manns í sumar.
Bátar i siippum
Sú Ieiða villa varð í umbroti
forsíðu Tímans í gær, að í að-
alfyrirsögninni stóð „Slippnum“
en átti að vera „slippunum“. Hugs
unin var sú að hundruð báta
þyrftu að komast í slippi landsins
fyrir síldarvertíðina, en ekki bara
í dráttarbraut Slippfélagsins í
Reykjavík.
f gær hófust á fjórum íþrótta-
svæðum í Reykjavík námsskeið í
íþróttum og leikjum á vegum
Æskulýðsráðs, Leikvallanefndar,
íþróttabadalagsins og fþróttavall-
anna. Verða námsskeið þessi fyrir
börn og unglinga á aldrinum 5—
13 ára.
Á - hverjum stað verður nám-
skeiðunum tvískipt, fyrir hádegi
kl. 9,30—11,30 verður tekið við
börnum 5—9 ára en eftir hádegi
við eldri börnum, 9—13 ára, og
þá kl. 14—16. Á hverjum stað
verða 2 íþróttakennarar, karl og
kona, sem leiðbeina börnunum.
FB-Reykjavík, 28. maí
Eimskipafélag íslands Iiefur
sent út áætlun sína, sem gildir frá
maí til desemberloka. Samkvæmt
áætluninni munu skip félagsins
hafa fasta viðkomu í 7 erlendum
höfnum, auk þess sem þau munu
sigla til Noregs, Svíþjóðar, Finn
lands, Rússlands og Póllands og
annarra landa, og verður flutnings
þörfin látin ráða, hve oft verður
komið við í þessum Iöndum.
Gullfoss siglir nú eins og venju
lega milli Reykjavíkur og Kaup-
mannahafnar með viðkomu í Leith
og hefur verið mikil eftirspurn
eftir farmiðum með skipinu. Hins
eru nu laus rúm fyrir nbkkra far
þega í næstu tveimur ferðum skips
ins.
Ein af nýjungunum í áætlun
Eimskips að þessu sinni er, að nú
verða ferðir til Rotterdam og Ham
borg á tíu daga fresti, og til Bret-
lands 3—4 sinnum í mánuði, þ. e.
hálfs mánaðarlega til Leith eins
og venjulega og auk þess á þriggja
vikna fresti til Hull, einnig verður
stöðum: Ármannssvæði, Valssvæði
Víkingssvæði og KR-svæði. Á þess
um stöðum verður kennt á mánu
dögurn, miðvikudögum og föstu-
dögum.
Á þriðjudögum, fimmtudögum
og laugardögum verður kennt á
þessum stöðum:
Laugalækjarblettur, Skipasunds
blettur, Golfvöilurinn og Álf-
heimablettur.
Innheimt verður vægt þátttöku
gjald fyrir tímabilið, sem verður
4 vikur. Gjaldið er kr. 25. Allar
upplýsingar eru veittar í símum
15937 (Æskulýðsráð) kl. 2—4 og
10655 (ÍBR), kl. 4—6 daglega.
komið við í Antverpen á þriggja
vikna fresti.
Ferðir til NY verða eins og
venjulega, en við þetta bætist, að
komið verður við í höfnum í Nor-
egi, Svíþjóð og Finnlandi og j
löndum við Eystrasalt 1—2 í mán
uði eftir þvi, sem flutningsþörfin
verður hverju sinni.
Hásetahlutur
114 þús krónur
AS-Ólafsvík, 28. maí
Vertíð lauk í Ólafsvík 15. maí,
og eru bátarnir nú senn að búast
til síldveiða. Aflahaesti Báturinn'
á vetrarvertíðinni var Stapafell
með 1351,5 lestir og er hásetahlut-
urinn 114 þús. krónur. Skipstjór-
inn á Stapafelli er Guðmundur
Kristjónsson.
Annar aflahæsti báturinn varð
Steinunn SH 207 með 1105,3 lest-
ir og hásetahlutur 93,000 kr. —
Þriðji í röðinni var Jón Jónsson
með 1076 lestir, en hásetahlutur-
inn var 90 þús. kr.
ÞAKKARAVÖRP
Innilegt þakklæti til allra þeirra sem auðsýndu mér
hlýhug á sjötíu og fimm ára afmæli mínu þann 27.
apríl s.l.
Methúsalem Methúsalemsson,
Burstafelli.
Hjartans þakkir færum við öllum vinum og vanda-
mönnum, sem glöddu okkur hjónin á gullbrúðkaups-
daginn 21. maí s.l. með heimsóknum, höfðinglegum
gjöfum og skeytum.
Guð blessi ykkur öll í nútíð og framtíð.
Margrét Steinsdóttir, Ólafur Sveinsson, Syðra-velli.
Vandamönnum og vinum, sem á margvíslegan hátt
glöddu mig með gjöfum, heillaskeytum og margslags
annarri hugulsemi á áttræðisafmæli mínu 24. marz 1964,
færi ég hugheila- þökk.
Guð blessi ykkur öll.
Jónína Guðrún Jónsdóttir
Valdasteinsstöðum, Hrútafirði.
Þórunn Ó. Benediktsdóttir
Ingólfsstræti 9, Reykjavík,
andaðist á Borgarsjúkrahúsinu fimmtudaginn 28. maí.
Kristján Halldórsson.
og b6rn hinnar látnu.
ari’ gengið vár frá samningum, en
vegar hæ.fta margir við. fcrðir. á
síðustu stundu,-og- af þeim sökum
í dag verður byrjað á þessum
Fastar viökomur
i sjö höfnum
T í M I N N , laugardaginn 30. maí 1964 —
15