Tíminn - 30.05.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.05.1964, Blaðsíða 16
KJ-Reykjavík, 29. maí Rúman hálfan sjöunda tíina eða fjögurhundruð mínútur tók það Leif Eiríksson, hina nýju Rolls Royce flugvél Loftleiða h.f., að fljúga frá Kennedy-flug velli við New York og hingað, á KeflavíkurflugvöII. Þá hafði verið farin einn hringur yfir Surti til að sýna hann gestum Loftleiða, sem um borð voru, og annar hringur yfir Reykja- vík, svo Reykvíkingar gætu lit Ið með eigin augum þessa 1G0 farþega skrúfuþotu Loftleiða. Töluverður fjöldi fólks hafði safnazt saman við flugstöðvar- bygginguna á Keflavíkurflug- velli, er Leifur Eiriksson lenti þar á vellinum um stundar- fjórðungi fyrir tólf. Þar voru mættir stjórnarmenn og fram kvæmdastjóri Loftleiða, Alfreð Elíasson, ásamt mörgum starfs mönnum Loftleiða. Kona Al- freðs, frú Milla, færði flugstjór anum, Magnúsi Guðmundssyni, fagran blómvönd, en þá höfðu margir gestir stigið úr vélinni. Þeirra á meðal voru Thor Thors ambassador, Hannes Kjartansson ræðismaður, Árni Helgason ræðismaður, Björn Björnsson og frú frá Minnea- polis, Grettir Jóhannsson ræðis maður, Sigurður Helgason framkvæmdastjóri Loftleiða i New York, Pétur Benedikts- son, bankastjóri, Sveinn Val- fells iðnrekandi og að ógleymd um íslenzku blaðamönnunum, er komu frá New York ásamt kollegum sínum þaðan og ferða shrifstofufólki. Gestum var síðan boðið að skoða vélina, og í dag fór hún svo tvisvar sinnum í hringflug yfir Suðvesturland með opin- bera embættismenn, fólk, sem starfar að ferðamálum og blaðamenn. — Leifur Eiríks- son verður almenningi til sýn- is fyrir utan flugstöðvarbygg- inguna á laugardag frá 16—18. Einkennisstafir hinnar nýju vélar eru TF-LLF og nafnið Leifur Eiríksson, en það var áður á einni Cloudmaster vél Loftleiða, er nú heitir Bjarni Herjólfsson. Það var um miðjan febrúar s.l., að Loftleiðir undirrituðu Framhald ð 15 sfðu MYNDIN hér að ofan er tekin við komu Leifs Eiríkssonar. Á myndi nni má m. a. sjá Penfield ambassador, Thor Thors ambassador, Kristján Guðlaugsson, stjórnarformann Loftleiða, og Sigurð Magnússon, blaða fulltrúa. Myndin efst á síðunni er tekin inni í vélinni í fluginu yfir Reykjavík. (TÍMAmynd, KJ). Áttatíu manna vinabæja- ferð til Norðurlandanna HF-Reykjavík, 29. maí 20. júní n.k. munu 80 manns fara héðan í vinabæjarferð til Norðurlanda. Það er Norræna fé- lagið, sem efnir til þessarar ferð- STÓR SLYS HH-Raufarhöfn, 29. maí Um klukkan hálf sex í dag varð það slys hér á staðnum, að ungur piltur, Heimir Sveins son, 17- ára, féll niður í síld- arþró og mun hann líklega hafa höfuðkúpubrotnað, sam- kvæmt upplýsingum frá yfir- lækni sjúkrahússins á Akur- eyri, en Hcimir var þegar fluttur til Akureyrar eftir að slysið varð. Heimir hafði verið að vinna við Framhald á 15, síðu. ar, en fararstjórar verða þeir Hjálmar Ólafsson bæjarstjóri og Jónas Eysteinsson, kennari. — Á milli 10 og 20 bæir og byggðarlög hér á landi hafa stofnað til vina- bæjatcngsla við bæi á Norður- í löndum. Áætlað er að ferðin niuni taka 18 daga og ferðakostnaður verður 11.000,00 krónur á mann. Ferðin hefst með því, að flogið verður til Kaupmannahafnar og dvalizt þar í einn til tvo daga, síðan fara full- trúarnir hver til síns vinabæjar í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. í vinabæjunum verður dvalizt tvo til þrjá daga, en svo : er hugmyndin að allir þátttakend- ur verði komnir til Helsingfors 5.' júlí og taki þar þátt í ráðstefnu ; Norrænu félaganna dagana G.. 7 og 8. júlí. Mánudaginn 8. júlí vcrður svo flogið beint lil Reykjs víkur. Þeir félagsmenn, sem óska eftir Framhalo » 15 sfðu GUNNAR EYJÓLFSSON GUNNAR LÆRIR LEIKSTJÓRN í SJÓNVARPSSAL HF-Reykjavík, 29. maí Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur boðið leikaranum Gunnari Eyjólfssyni að dveljast í Boston í j 60 daga og kynna sér sjónvarps- ! leikstjórn. Gunnar mun verða við j sjónvarpsstöð i Boston, sem er í ; tengslum við Princeton-háskóla. 1 Er þetta nokkurs konar kennslu- j sjónvarp, sem sjónvarpar leikrit- ! um og öðru menningarefni. j Boðið hljóðaði upphaflega' upp Frimhald i 15. sfðu. S.H. STOFNAR ÖSKJUGERDINA HF-Reykjavík 29. maí. Aðálfundur Sölumiðstöðvar hiraðfrystihúsanna, hefur nú stað- ið yfir í þrjá daga og lýkur í kvöld. Meðal annars hefur verið ákveðið á fundinum, að Sölumið- stöðin komi upp eigin öskjugerð. Það eru rúmir þrír mánuðir síð- an stjórn S.H. gerði opinbera þessa fyrirætlun sína, og kostaði i það mikinn úlfaþyt á sinurn tíma. ISvo mikil hróp voru gerð að fyrir ætlan S.H. um að koma upp öskju- gerð, ajs samtökin neyddust til að senda frá sér greinargerð til varn- ■ít áætluninni. Þar skýrðu þau frá þvi, að fyr- irhuguð öskjugerð þeirra mundi geta framleitt umbúðir, sem væru 20% ódýrari en þær. sem samtök- in keyptu hjá Kassagerð Reykja- víkur. Mörgum fannst ekki rétt af S.H. að beita sér fyrir stofnun öskjugerðai’, þegar hér væri fyr- ir hendi fullbúin verksmiðja, sem fullkomlega annaði þörfum lands- manna. Þar að auki gæti K.R. framleilt samkeppinsfærar vörur á heimsmarkaði, ef ekki kæmu til verndartollar. Áðurnefndan aðalfund F.H. sækja fulltrúar nær allra hrað- frystihúsa í samtökunum, en þau eru 50—60 talsins. Á aðalfund- inum kom ; l.jós, að árið 1963 var metár í útflutningi ísl. sjávar- afurða. Þá vru flutt út rösk- lega 97 þúsund tonn, en ekki nema 82 þúsund tonn árið áður. Samkvæmt greinargerð Elíasar Þorsteinssonar formanns stjórnar S.H.. er lagt til, að öskjugerðin beri naínið Umbúðastöðin h.f. og verði hlutafé fimm milljónir. Gert er ráð fyrir að Sölöumiðstöðin verði sjálf stærsti hluthafinn, en einnig geta allir aðilar í S.H. gerzt Framh. á bls. 15. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.