Tíminn - 31.05.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.05.1964, Blaðsíða 3
 flá Manchester-drengina lifandi og þa8 var einungis vegna snair ræðis hljómsveitarstjórans, Dave Clark, að þeir komust hjá því að verða troðnir niður af æpandi, og öskrandi og @rát- andi skara. Þrír fimmmenninganna flúðu inn í bílinn, sem þeir ferðuð- ust í, og gátu 'læst sig þar inni, en hinir tveir földu sig í garði þar til niu lögreglumenn komu á vettfang og fóru með þá á öruggan stað. Verstu lætin urðu í Málmey og Helsingborg, en þar eyði lögðust sum hljóðfæri þeirra í látunum, Það var einkum firæg asta lag Mjömsvcitarinnar, „Biets and Pieces" sem ruglaði sæns-ku stúlkurnar í kóllinum. „The Dave Clark five,“ sem venjulega eru auglýstir sem „hljómsveitin, sem ógnar The Beatles um allan heim“, hafa nýlega lokið fjögunra daga söng ferðalagi í Svíþjóð, og þaðan sluppu þeir við illan leik vegna brjálæðisláta unglinganna. Nokur þúsund unglingsstúlk. ur voru ekki langt frá því að Sumairið er komið og sólböð in að hefjast. Og auðvitað fylgja ný baðföt hverju sumrL Bikinibaðföt virðast vera frekar óvinsæl hjá tízkukóng unum að þessu sinni, en ekki hjá stúlkunum. Á MYNÐINNI t.v. sjáum við nýtízku baðföt, en stúlkan t.h. lætur alla tízku Iönd og leiðir og klæðist sínum þægilegu bikini-baðfötum. Söngkonan Eartlia Kitt skildi vfð mann sinn fyirir nokkru, og nú er á kreiki orðrómur um, afð hún ætli að gifta sig bráð lega á ný. Þag segja brezku blöðin að minnsta kosti, og þau segja um lelð, að verðandi eiginmaður hennar sé ástralski blaðakóng ufrinn Sir Frank Parker. Parker hefur hvorki viljað segja af eða á um, hvort eitt- hvað sé hæft í þessum orðrómi en blöðin hafa lagt sína þýð- ingu í þessi orð hans: — „Eg er svo hrifinn af út- setningu hennar á söngnum „C ’est si bon“ að það myndi gleðja mig mikið að heyira hana syngja hann fyrir mig á hverj- um degi“. ★ Austurríska leikaranum Hans Moser, sem nú er orðinn 83 ára, er farig að förlast minni. Hann ætlaði nýlega að hringja heim til sín í Vínarborg frá hóteli einu í Munchen, en komst þá að raun um að hann hafði gleymt símanúmerinu sínu. Hann hringdi því í „upplýs- ingar“, og þar var honum til kynnt, að Hans Moser, hefði leynilegt símanúmer. — Já, en ég er Hans Moser, — sagði hann fullur örvænt- ingar. — Þessi dugar ekki, — sagði símastúlkan, — ég hef heyrt marga herma betur eftir Hans Moser en þér ger ið! ★ ★ Gífurlegur kostnaður hefur orðið til þess, að mörg ríki hafa orðið að loka sýningarhús um sínum á heimssýningunni í New York. Sýningarhús Malaysíu hafði fengið 25 þúsund króna fjár- veitingu mánaðarlega til við- halds en aðstandendur þess hafa nú þegar orðið að borga 30.000 krónur fyrir hreinsun á glugg unum, óg þeir hafa einnig bent á, eins og fleiri Asíuþjóð ir, að þeir geti fengið miklu betri hreinsun í sínu eigin ríki en í Bandaríkjunum. Flestar þjóðir hafa kvartað yfir því, hversu há laun banda rísku starfsmennirnir fá, þ.e. tæpar 200 krónur á tímann. Og Jórdanir eru sérstaklega reið ir. Þeir urðu nefnilega að borga tveim mönnum 5000 krónur fyr ir að bera tvö skrifborð af vöru bíl og inn í sýningarhúsið! ★ Frægt fólk fær sja'ldan frið fyrir aðdáendum sínum, og hin fagra Liz Taylor er engin und antekning, síðuir en svo. Hún kom nýlega inn á fræg an næturklúbb í New York, ,,E1 Morocco", og skrapp þá snöggvast inn í snyrtiherberg ið til þess að hressa upp á útlit ið. Og hvorki meira né minna en tuttugu konuir þustu á eftir henni til þess að fá nú að sjá hina frægu Liz af stuttu færi, og þjónamir urðu að standa við dyrnar meðan Liz púöraði á sér nefið. ★ Hið fræga franska forlag „Lairousse“, sem gefur út al- fræðiorðabækur, hefur nýlega gefið út kvikmyndahandbók. I þessa bók vantar mörg fræg nöfn, svo sem Franqoise Sagan Juliette Greco, Catherine °en euve og Jean CIaude PascaJ — en Brigitte Bairdot getur þó fagnað þeim sigri, að vera skráð þar.. Um hana segir í bók inni: — ,,Hún er frekar andlit manngerð, sem er svair vig óska draumi samtíðarinnar, en raun veru'Ieg listakona." Margar ungar stúlkur, sem ætla sér langt í kvikmynda- heiminum, verða að gera sér að góðu lítil hlutverk tfl að byrja með. Þó mun þessi fagra stúlka, Barbara Nicholls, lík- lega eiga metið. Hún lék í nýjustu mynd Pet er Sellers, „The World of Hen- ry Orient", og þegar kvikmynd in fóir í klippingu, var hlutverk Barböru ldippt burt! Landru hét maður nokkur, sem varð frægur þegar í ljós kom að hann lifði á því að kvænast ríkum konum og drepa þær síðan. Landru var mikið kvennagull og átti því auðvelt með að ná sér í nægilega ríkar konur, sem hann síðan kom fyrir kattar- nef á hagkvæman hátt, án þess að irokferum grunaði neitt glæp samlegt. En þó komst að lok- ★ Bandaríkjamenn segjast búa í því ríki heirns, sem hafi flesta síma miðað við mannfjölda. En þeim skjátlast heldur betur. Páfagarður á nefnilega al- gjört heimsmet á þessu sviði — tvo síma á hvem íbúa! ★ Þeir, sem muna árin 1930— ’40 kannast örugglega við Vi- viane Romance, sem var kjöir in „Ungfrú Paris 1930,“ og varð síðan vinsæl kvikmynda- leikkona.. Nú hefur Viviane tilkynnt, að hún ætli að draga sig í hlé og lifa það sem eftir er af líf- inu í Búdda-klaustri í Indlandi — „Líf mitt“ — segir Vivi- ane, sem er 53 áira, — „lxefur verið algerlega mishepipnað. Eg er gleymd og eignalaus. Þess vegna þrái ég vizku og frið indverskrar heimspeki, sem mun gefa mér fullkomna hamingju.“ ★ Hingað til hafa næturgalarn- ir í Kursk skógunum í Mið- Rússlandi verið taldir skáld- legustu næturgalar í Sovétríkj- anna, en nú hafa þeir verið „slegnir út“. Næturgalarnir í Sokolniki skemmtigarðinum í Moskvu hafa nefnilega reynzt sérstak- lega námfúsir. Nýlega var hald in mikil söngskemmtun þar, og nú hafa næturga'Iarnir lært hvorki meira né minna en 18 rússnesk þjóðlög! um upp um þessa iðju hans, því að Landru hafði fyrir sið að færa starfsemi sína á þessu sviði inn í bók, sem komst f hendur Iögreglunnar. Nýlega hefur vcrið gerð kvikmynd um Landru og er myndin hér að ofan úr henni Til hægri er Landru, leikin af Charles Denner, og t.v. ein kvenn-a hans, Berte, leikin af hinni frægu leikkonu Danielle Darrieux. ★ Maður nokkur, sem skrifaði bréf til bandaríska blaðsins „Evening Times“ í New Jersey, sagði þar, að Bandaríkjamenn fylgdust svo illa með því, sem væri að gerast í heiminum, að þeir myndu ekki einu sinni þekkja mynd af de Gaulle ef þeim væri sýnd hún. Blaðið fann upp á því að senda einn blaðamann sinn út á götuna með mynd af forset- anum, sem hann síðan sýndi þeim sem hann mætti. Og árangurinn virtist styrkja skoð un bréfritarans. Af þeim 100 sem spurðir voru, þekktu ein ungis 11. myndina af de Gaulle. •k Helena Rubinstein er þekkt um allan heim fyrir fegurðar- lyf sín. En hún virðist líka liafa hugrekki og styrkleika til að bera, þótt hún sé orðin 92 ára. Fyrir nokkrum dögum réð ust þrír vopnaðir ræningjar inn í íbúð hennar í New York og skipuðu henni að opna pen ingaskáp sinn, því annars myndu þeir drepa hana. En Helena var ekki aldeilis á því, að láta þá ræna sig. — „Þið getið ekki drepið mig“ — sagði hún. — „Eg er gömul kona og ég ætla alls ekki að láta ræna mig. Svo reyniö þið að hypja ykkur út.“ Og ræningjarnir flúðu! ★ T í M I N N, sunnudagur 31. maí 1964. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.