Tíminn - 31.05.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.05.1964, Blaðsíða 8
Dagstund með bræðrun- um Hallsteini ogÁsmundi Þeir menn eru víst býsna margir hérlendis, sem hafa orð ið sér úti um fleiri málverk en rúmast á híbýlaveggjum þeirra öll í einu, en áreiðan- lega er víst um það, að eng- inn maður á þessu landi á við að stríða meiri erfiðleika af þessu tagi en Hallsteinn Sveins son smiður, og ber tvennt til. í fyrsta lagi á hann líklega stærsta listaverkasafn í einka- eign hér á landi, ekki færri en áttatíu myndir unnar í alls konar efni eftir rúmlega tuttugu samtímalistamenn, og á hinn bóginn er íbúð Hall- steins einhver sú þrengsta ekki þá, að hann væri listamað- ur. Okkar fundum bar fyrst saman á bókbandsstofu föður hans, þar sem þeir bræðurnir voru að binda inn bækur með föður sínum, Arinbirni Svein- bjarnarsyni, bókbindara og bókaútgefanda, sem þá var orð inn aldraður maður. En við Snorri áttum síðar allnokkuð saman að sælda. Hann fór að koma með myndir til mín í inn- römmun, og seinna fór ég að fala af honum myndir, en það var nú samt lítið um það fyrr en á síðustu árunum, sem hann lifði. — Þú gerír mikið að því að málverk á ekki að gegna þessu hlutverki. Því þykir mér ekki mikið koma til portrettmynda nema þær séu gerðar út frá ein hverju öðru sjónarmiði en ljós- myndarinnar. — En landslagsmyndir? — Landslagið hrífur mig ekki, og einu landslagsmynd- irnar, sem ég hef gaman af, eru myndir Kjarvals? Þó ekki þessar skrítnu verumyndir sem hann sér í landslaginu, þær skírskota ekki til mín, ég lít eiginlega aldrei á þær, heldur heildina. — Hvað finnst þér annars yf irleitt um listamenn, hefurðu Horn f Ásmundarsal við Freyjugötu. Á stallinum stendur Veðurspámaðurinn eftir Ásmund Sveinsson. T. v. er máiverk eftir Þorvald Skúlason, t. h. málverk eftir Kristján Daviðsson. Sýningunni iýkur f kvöld. TÍMAMYND—GB. vistarvera, sem ég hef komið í, því að meginhlutann af húsi sínu leigir hann barnmargri fjölskyldu. Ég heimsótti hann nú í vikunni í’ tilefni þess, að undanfarið hefur Hallsteinn átt þess kost í fyrsta sinn að sjá meginhlutann af hinu stóra og fjölbreytilega listasafni sínu uppstilltu undir einu þaki, því að Myndlistarskólinn í Reykja- vík heldur sýningu á því í Ás- mundarsal við Freyjugötu. Iíús' Hallsteins er lágt og rautt, það á að heita, að það standi við Háaleitisveg 45, en varla nokk- ur bílstjóri finnur húsið eftir þeim leiðarvísi, en greiðlegar gengur þeim það, ef þeir eru beðnir að aka að „listamanna- húsinu“ við Háaleitisveg. Þegar ég loks komst í áfangastað, var Hallsteinn að starfi í smiðju sinni, þar sem hann gerir mik- ið að því að ramma inn mynd- ir, og vilja sumir listmálarar ekki láta myndir sínar í hend- urnar á öðrum en Hallsteini. Þegar hann leit upp frá verk- inu, heilsuðumst við og geng- um inn í hina þröngu stofu, þar sem legubekkur, stóll, org- el og bókaskápur tóku nærrí allt gólfrýmið, og Hallsteinn bauð í nefið. — Hver voru upptökin að samskiptum þínum við alla þessa listamenn, sem þú hefur eignazt svo mörg verk eftir? — Eini málarinn, sem verk eru eftir á þessarí sýningu og ekki er nú í lifenda tölu, er Snorri Arinbjarnar. Ætli hann hafi ekki verið fyrsti málarinn, sem ég kynntist, og þó vissi ég ramma inn myndir fyrir lista- menn? — Helzt eru það nú þeir, sem ég hef fengið myndir hjá, ég hef ekki haft peninga til að borga þær, og því hef ég feng- ið að vinna upp í myndirnar með innrömmun fyrir málverka sýningar. — En hefur þú ekki sjálfur fengizt við að mála, móta eða skera út? — Þegar ég var unglingur skar ég dálítið í tré, en þegar heilsan fór að bila með aldrin- um, lagði ég það niður af því að ég hafði ekki fullt vald á því, einkum eftir að ég fékk heilablóðfallið, og upp frá því neyddist ég mikið til að hætta að lesa bækur, sem ég hafði þó gaman af og var byrjaður að safna bókum. En ég hef ekk- ert lagt mig eftir að mála. Satt að segja hef ég alltaf ver- ið miklu hrifnari af höggmynd- um en málverkum. Það eru sízt litirnir í málverkum, sem hrífa mig, heldur hef ég mesta ánægju af formsterkum mál- verkum. — Hefurðu lengi hneigzt að abstraktlist? — Ég hef nú eiginlega aldrei skilið þetta orð og kæri mig kllóttan um það. Það skiptir ekki máli, hvort mynd er fer- hyrningur eða hringur, aðalat- riðið er, að hún hafi til að bera líf, þá gleður hún augað og gefur lífinu gildi. Mér leið- ist hins vegar að sjá manna- mynd málaða alveg eins og um Ijósmynd værí að ræða. Ljós- myndir gera þetta betur og fengið þá reynslu að þeim, að þeir séu gallagripir, eins og sumt fólk lætur í veðri vaka? — Ég hef nú oft farið að hugsa um það, þegar ég virði fyrír mér eða fæ í hendur lista verk, að það að vera listamað- ur er ekki tekið með sitjandi sældinni. Það er svo langt nám og síðan þrot- laus vinna. Ég fyllist gremju, þegar ég heyri fólk tala þannig um listamenn, að þeir séu land eyður, sem hvorki kunni né geti neitt og hver krakki geti alveg eins gert þetta eða hitt málverkið og meira að segja betur. Hvaðan kemur þessi hugsunarháttur í mannfólkið? Nær það þessu úr böllunum og skemmtistöðunum, þar sem svo margir eyða flestum tómstund- um sínum, og þar sem enga raunverulega skemmtun er að fá. Hina varanlegu skemmtun fær maður ekki þar heldur af að njóta listarinnar. Annars er það náttúrlega misjafnt, hvað fólk sér út úr myndum. Ég held að augun séu ekki eins í öllu fólki. Það eru t. d. oftast Ijótustu málverkin, sem ég hef gaman af en aðrir vilja ekki sjá né heyra. Því hlýtur að vera öðru vísi sjón, sem ég hef en hitt fólkið. — Hvar geymirðu nú allar þessar myndir þínar? — Þær eru í geymslu hér og þar. Nokkuð lána ég þær kunningjum, sem kunna gott að meta. Eina mynd, sem ég málaði, fékk ég ekki aftur. Það voru hjón, sem höfðu hana, og þau gátu ekki með nokkru móti skilið hana við sig, vildu endilega kaupa hana af mér. Svo seldi ég þeim hana — á sama verði og ég hafði keypt hana. En þegar málarinn frétti þetta, skammaði hann mig, sagði að það hafi nú ver- ið óþarfi að selja hana ekki dýrarí. „Þá hefði ég komið með peningana til þín“, sagði ég, því að mig langar ekkert til að græða á annarra manna verkum. — Þú hefur nú ekki verið því mótfallinn að lána Mynd- Eln af myndum Hallstelns í Ás- mundarsal, Glitmálverk eftir Ragnar Kjartansson. listarskólanum myndirnar til að sýna safnið í Ásmundarsal? — Þetta er allt þeim að kenna, þeir vildu þetta endi- lega. Ég sagði þeim, að ég hefði enga peninga til að borga húsaleiguna. En þeir sögðust taka það allt á sig, tapið, ef nokkuð yrði. En það hefur verið nokkuð góð aðsókn, svo að ég vona, að þeir fái nóg til að borga gæzlumanninum kaup og eitthvað upp í auglýsinga- kostnaðinn. Ég hef vitaskuld mikið gaman af þessu, þegar búið var að stilla myndunum upp í salnum, því að myndirn- ar eru miklu fallegri þar en Framhald 6 15. síðu. ■'....;.'"■.................."?■: |;t| ! í garðinum við Sigtún og höggmyndin Sonatorrek, Ásmundur t. v. og Hallsteinn t. h. TÍMAMYND-GB. 8 T f M I N N, sunnudagur 31. maí 1964,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.