Tíminn - 31.05.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.05.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS á henni trónaði minnismerki. í gröf þessari gista margir hinna hraustu verjenda borgarinnar og er hún kölluð „Bræðragröfin," nafni, sem er einfalt, en fallegt 9g átakanlegt.“ Þjóðverjarnir skildu eftir 60, 000 dauða menn, þegar þeir hörf uðu frá Stalíngrad. Rússarnir gerðu sér lítið fyrir og sprengdu niður stórt gil úti í sveitinni og dysjuðu þá þar alla saman. „Voruð þið ekki hræddir um, að pestarsjúkdómar brytust út,“ spurði hún embættismenn í Stalin grad.“ „Okkur datt það ekki í hug fyrr en á eftir", svöruðu Rússarnir. Clementine var ákveðin í að sjá allt, sem unnt var að sjá og sat alltaf í framsætinu hjá bifreiðar stjóranum, þegar þau óku í bifreið í Stalíngrad færðu töfrar hennar og vingjarnleiki ljósbirtu inn á „heimili", sem voru ekfci annað en byrgi grafin niður í jörðina. Clementine stanzaði fyrir framan rústahrúgu, sem fjölskylda ein hafði gert sér úr byrgi. Þar kom hún auga á skilti, sem stillt var upp þar fyrir utan og á stóð: „Hér verður mjög fínt fyrirtæki sett á stofn innan tíðar." „Hvers konar“? spurði Clemen- tine ungu rússnesku húsfreyjuna, sem stóð fyrir byrgisdyrum til að taka virðulega á móti eiginkonu Winstons Churchills. „Rakarastofa“, var svarið. Hjúkrunarkonur á slysavarðstof unum föðmuðu hana í ákafa til ag sýna þakklæti sitt. Veifandi, fagn andi manngrúi elti hana á stræt- um úti. Hún varð ekki vör við mikinn áhuga á lifnaðarháttum og kjörum í Bretlandi, en þakk- lætis vegna Rússlandshjálparinn- ar gætti mjög mikið. Það voru fáir, sem vildu ræða hersetu Þjóðverjanna. „Við vilj um ekki einu sinnt hugsa um Þjóð verjana,“ sögðu þeir. f Clementine kvaðst sjaldan hafa orðið eins hrærð á ævi sinni, en þegar hún sá bömin, sem orðið höfðu fórnardýr baráttunnar um Stalíngrad, vera nú í góðri umsjá á barnaheimilum. Þýzki flugherinn hafði merkt við þennan spítala á kortum sín- um sem sérstakt skotmark fyrir sprengjuflugvélarnar. Þegar hún gekk eftir göngum barnaheimilisins, sá hún drengi sem barizt höfðu með skærulið unum og enn þjáðust af sárum, börn, sem limlest voru eftir sprengjuárásir á flóttamannalest- ir, börn, sem áttu bæði foreldri sín á vígstöðvunum, og börn for- eldra sem aldrei áttu afturkvæmt. Hún gekk inn í einn salinn, þar sem gert var að sárum barna allt frá átta mánaða að aldri og þar horfði hún á átta mánaða gamlan dreng, sem sýndi ótrúlegan líkam- legan styrk, á meðan hjúkrunar- kona hélt honum uppi á fótunum. Lítill líkaminn sveiflaðist fram og aftur eins og æfður fimleikamaður 93 Þegar Clementine lét undrun sína í ljós, sagði kennarinn brosandi: „Hver einasta vel gefin móðir gæti þetta ef hún nennti að læra það. Ef hún elskar barnið sitt, þarf hvorugt að óttast nokuð.“ Tungumálin voru engin hindr un milli hennar og barnanna, sem hún hitti. „Stundum þegar ég var í her-í bergi með nokkrum þeirra, fann ég að lítilU hendi var smeygt í! mína,“ sagði Clementine. “Eg leitj niður og sá þá lítið tveggja ára barn horfa á mig blíðum, brúnum' augum og þá vildi það toga í mig til að sýna mér rúmið, sem það svaf í eða gefa mér leikfang.“ í Leningrad var sérstaklega vel tekið á móti henni — öll borgin, þar á meðal borgarstjórinn, borg- arráðið, leikhússtjörnur, ballet- og óperustjörnur. Allir hópuðust til að taka á móti henni. Og borgar stjórinn, Popkoff hélt mikið kvöld verðarsamkvæmj henni til heiðurs „Munduð þér vilja snæða strax eða heyra fyrst dálitla tónlist“, spurjfii hann. ,,Eg mundi vilja heyra tónlist“, svaraði hún. Það var eins og við manninn mælt komið var inn með stóla, og tónleikarnir voru hafnir og þeim var ekki lokið fyrr en eftir rúman klukkutíma. En heiðursgesturinn gat líka komið gestgjöfum sínum þægilega á óvart. Þegar dró að lokum samkvæmis ins tók hún þátt í fjöldasöng rússneskra þjóðlaga. Þegar kom að söngnum um ræð arana á Volgu, söng hún einnig| með og gestgjafar hennar urðu undrandi á hve vel hún þekkti þetta fræga þjóðlag þeirra. í fjallaþorpum Kákasus úði og grúði af örkumlamönnum úr Rauða Hernum. Mann „tók í hjartað“ að koma til Sevastopól, sagði hún. „Áður en nazistar eyðilögðu hana í ofbeldis- og grimmdaræði sínu, hlýtur hún að hafa verið eins og fagur draumur, eins og yndislegt ljóð, með sínum fjöl- mörgu súlnagöngum og fresco- húsum.“ Hvar sem hún lagði leið sína flutti hún rússnesku þjóðinni vitn eskju um einlæga vináttu brezku þjóðarinnar. Hún hjálpaði Rúss- unum að skilja betur bandamenn sína. En þá hafðj lengi þyrst eftir slíkum fróðleik. Þessi erfiða ferð hennar var mjög árangursrík. Þegar hún var á Krím dvaldi hún í Vorontsov-höllinni, þar sem eiginmaður hennar hafði búið á meðan á Krímráðstefnunni stóð Þar hvíldist hún um stund eftir erfiðj ferðarinnar og leitaði sér afþreyingar meðal annars með því að heimsækja hús Tsékovs, en þar tók systir hans María á móti henni. Þá var hún áttatíu og tveggja ára að aldri. Ein skemmtilegasta endurminn- ing hennar úr Rússlandsförinni var heimsóknin í Búðir ungra Brautryðjenda í Atrec á Krím. Nær hvert barn í Rússlandi er „Ungur brautryðjandi" og í Artec eru frægustu búðir þeirra. Á hverju ári koma þangag börn á aldrinum frá sjö til fjórtán ára þúsundum saman til að dvelja þar sex vikna skeið. Dag þennan sungu 600 börn fyrir hana lagið „Söngur Leníns“, - það er söngur fullur sorg, en jafnframt vonar. í Ódessu, sem nú var laus und an tveggja og hálfs árs hersetu, skeðu tveir atburðir, sem beindu huga hennar heim — var annar ánægjulegur, en hinn sorglegur. Þegar hún kom til Ódessa frétti hún af stórri sveit brezkra her- manna, sem biðu þess að vera sendir aftur heim. Hún bað um að sér yrði vísað til þeirra þegar í stað. Flytja átti þá með skipi til Bretlands. Þeir sáu fram á að komast heim. Fyrstu snertinguna við heimaland sitt fengu þeir, er Clementine kom, hún gekk á millj þeirra og talaði vig þá. Daginn eftir gekk hún niður til hafnarinnar til að veifa þeim í kveðjuskyni þegar þeir lögðu úr höfn. „Þetta jók fyrir okkur ánægjuna og við fundum betur hve gott var að vera frjáls,“ sagði hún. „Stríðsfréttirnar bárust stöðugt og það gerði okkur léttari í lund að sjá okkar eigin menn á leið heim, frjálsa úr ánauð fangabúð- anna og vitandi það, ag brátt mundu þeir verða með fjölskyld- um sínum á ný eftir svo langan og bitran aðskilnað." í Ódessa voru einnig fangabúð- ir, þar sem voru 1000 franskir borgarar sem fluttir höfðu verið þangað í nauðungarvinnu. Flestir þeirra báru á líkama sínum tattó- veruð merki þrælahaldsins. Cle- mentine nam staðar og tók eina konuna úr hópi þeirra tali og spurði hvað hún héti. Konan rak upp stór augu, hik- aði og muldraði síðan: „Eg held að ég viti þag núna, en þangað til fyrir viku hugsaðj ég aðeins um sjálfa mig sem númer.“ og um leið leit hún á hræðilegt bruna- merkið, þar sem talan hafði verið hana feiga . . . Ef til vill var það einmitt hið síðamefnda. Þetta heyrði ég ekki! hvíslaði einhver innri rödd að Storm. — Gleymdu þvi! — Frú Berg sagði ennfremur, að hún væri kona, sem ekki hrædd ist neitt og nyti þess að vera úti í óveðri. Það urðu hennar síðustu orð. Skipið reis og valt síðan skyndilega á hliðina. Frú Berg greip um hliðið, Það opnaðist og hún — sem ekkert hræddist — rak upp skerandi neyðaróp. Um leið og hún féll í sjóinn rak hún upp annað óp. f sama bili valt skipið á hina hliðina og hliðið lokaðist jafnfljótt og það hafði opnazt. • Jaatinen gjaldkeri sat þögull um stund. — Ja . . . sögulokin eru fljót- sögð. Ég stóð sem steini lostinn um stund. Og andartaki síðar heyrði ég einhvern koma hlaup- andi. Það var brytinn eins og síð- ar kom í Ijós. Ég hvarf^ þá eins og skuggi niður í káetu mína ... Storm ætlaði að segja eitthvað, en kom ekki upp orði. — Þegar svo viðvörunarmerkið var gefið og bjöFgunarbátarnir voru settir niður, setti ég lokuna fyrir hliðið. Nú var allt eins og það átti að vera og enginn veitti mér neina athygli í öllum gaura- ganginum. Engum var heldur kunnugt um, að hliðið var ekki lokað, þegar hún féll í sjóinn. Allt virtist vera eins og bezt varð á kosið . . . Rödd gjaldkerans brast, en hann ræskti sig gremjulega. Það var bæði auðmýkt og sjálfhæðni í rödd hans, þegar hann sagði: — Þetta er allt og sumt. Má ég reykja einn vindil, áður en þér kallið á lögreglubílinn? Þér trúið mér, hvort sem er ekki. Ég veit ekki, hvort það hefur nokkra þýðingu að fá læknisvottorð út á það, að ég mundi aldrei geta fleygt svo kraftalegri kerlingu eins og frú Berg var yfir borð- stokkinn á Cassiopeja. Storm sat andartak þögul. Síð- an reis hann á fætur. — Þér getið reykt vindilinn yðar í næði. — Rödd hans var róleg, en ef til vill hefði athugull maður getað greint í henni sam- úð. — Reykið vindilinn yðar í næði. Ég vona, að þér fáið að lifa síðustu ævidaga yðar í ró og næði. Lögreglumaðurinn gekk fram að dyrunum í dimmri stofunni. — Góða nótt. — Góða nótt, sagði Jaatinen gjaldkeri. — Ég vildi gjarnan . . . Storm lokaði dyrunum á eftir sér og andaði djúpt að sér svölu næturloftinu. ENDIR. ICflAA/DAfff Aðalfundur Flugfélags íslands h.f. verður haldinn miðvikudag inn 3. júní 1964 í fundarsal Hótel Sögu og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í að- alskrifstdfu félagsins í Bændahöllinni, 4. hæð, 1., 2. og 3. júní. Stjórnin Hótel FELL Grundarfirði Hótelið í Grafarnesi, Grundarfirði, tekur til starfa þriðjudaginn 2. júní. Þar er til reiðu gisting, heitur matur og aðrar veitingar. Grundarfjörður er hentugur viðkomustaður í hringferð um Snæfellsnes. Gjörið svo vel að panta með fyrirvara fyrir hópa. Sigrún Pétursdóttir Uppboð Opinbert uppboð verður haldið að Syðstu-Grund í Vestur-Eyjafjallahreppi, miðvikudaginn 3. júní kl. 1 e. h. — Selt verður: Kýr, hey, Ferguson, dísel dráttarvél heyvagnar, nýr frystiskápur og auk þess venjuleg búslóð. Hreppstjórinn í Vestur-Eyjafjallahreppi. 14 i T í M I N N. sunnudagur 31. maí 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.