Alþýðublaðið - 10.01.1952, Side 5

Alþýðublaðið - 10.01.1952, Side 5
Pétur Pétursson: Um borö í Jutlcinda MORGUNBLAÐEÐ, Vísir og viðskiptamálaráðherra hafa haldið því fram að undanförnu, að álagning sé yfirleitt nú sem óðast að faxa í eðlilegt horf. <og viðskiptamá’aráðherra þreyt ist ekki á því að fullyrða, að nú sé álagningin vfirleitt orð- ' in hófleg. Það má náttúrlega deila um það óendanlega, hver sé hin eina hóflega álagning eða hvað sé hófleg þóknun til innflytj- enda og smásala fyrir þau milli liðastörf, sem þeir inna af hendi við útvegun og dreif- ingu á. þeim vörum, sem til landsins eru fiuttar. Hitt er svo aftur á móti annað mál og eðlilegt, að innfiytjendur leggja allan beinan kostnað of- an á innkaupsverðið, áður en þeir leggja þóknun sína á. Meira að segja var samkvæmt verðlagsákvæðum leyft að bæta á vöxtum við álagningargrund völlinn. Sú beina álðgning, sem lögð er á hið raunverulega vöruverð, gengur því öll til greiðslu á launum innflytj- enda og kaupmanna og starfs- fólks þeirra, til greiðslu á hús- næði, síma, . póstþjónustu og ' annars kostnaðar, sem atvinnu rekstur krefst. Hlutverk verðlagsyfirvald- anna var því á sínum tíma að finna hæfiiegan hundraðshluta til þess að standa straum af kostnaðarliðunum, og auðvitað hlýtur alltaf að vera ágrein- ingur um það, hvað sé hæfileg álagning, vegna þess hve mis- jöfn fyrirtækin eru, misjafn- lega stjórnað og misjafnar vör ur, sem verzlað er með. Skýrsla verðgæzlustjóra um athuganir hans á vöruinnflutn- ingi í ágúst var á sínum tíma birt og urðu miklar umræður um skýrsluna, sem vonlegt var. Því var haldið fram, og það var viðurkennt, að vissir inn- flytjendur og kaupmenn bein- línis okruðu á vörusölu sinni samkvæmt þeirri skýrslu. Yfir athuganir verðgæzlu- stjóra í september hefur engin skýrsla birzt, og er það út af fyrir sig spurning, hvers vegna athuganir voru ekki gerðar í þeim mánuði. Það liggur við að maður gæti haldið, að sá mánuður hafi ekki sýnt betri útkomu heldur en ágúst. En auðvitað getur verðgæz’ustjóri svarað því, hvers vegna sept- ember-skýrslan var aldrei birt. Síðan kemur október- og nóvember-skýrslan og hefur hún verið lítillega til umræðu í blöðunum, en var talsvert rædd á alþingi í eldhúsumræð unum. Viðskiptamálaráðherra héit því þá fram, að vöruverð- ið væri sem óðast að færast í eðlilegt horf, en aðrir höfðu andstæða skoðun. Ég hefi feng- ið tækifæri til að kynna mér skýrsluna, og vildi ég leyfa mér henni: 1. cíæmi: Kjólaefni eru flutt inn fyrir kr. 44.705,00 að inn- kaupsverði. Útsöluverð rcyndist vera kr. 148.123,00. Af því var hrein verzlunar- á'agning kr. 59.307.00, en samkvæmt verðlagsákvæð- um hefði verziunarálagning in orðið kr. 22.747,00. Það er eftirtektarvert, að í stað inn fyrir heildsöluálagn- ingu 6,5% leggur heildsal- inn á 36,5%. ÞetJa kalla ég ekki hæfilega hækkun. 2. dæmi: Fóðurefni er f’utt inn fyrir kr. 13.114.00. Útsöluyerð til neytenda kr. 44.317.00 Verzl- unarálagningin reyndist vera kr. 1.4.242,00, en 'hefði- orð’ð samkvæmt ákvæðum kr. 6.495 00. Þetta kalla ég ekki hæfi- lega hækkun. 3. dætni: 1 Kápur og kjólar oru flutt inn fyrir kr. 104.413,00. í útsölu kosía þessar vörur kr. 365.822,00 og verzlunar áJagningin varð kr. 130.917 00 í staoinn fyrir kr. 64.946 00. A bessum vöriim var !eyfð 9% heildsöluálagning, en heihísalinn Iagði á 27.6%. Þetta kalla ég ekki hæfilega liækkun. 4. dæmi: Ryksugur voru fluttar inn fyrir kr. 10.905,00. Útsöluverð til neytenda var kr. 31.600,00. Álagningin revndist kr. 10.092 00, í staoinn fvrir kr. 3.996,00 samkvæmt verðlagsákvæðum. Þetta kalla ég ekki hæíilega hækkun. 5. clæmi: Rakvé'ar voru fluttar inn sem kostuðu í innkaupi kr. 1.727,00. Þær voru seldar út fyrir kr. 9.778,00, álagning- in reyndist vera lcr. 5.662,00 í staðinn fyrir kr. 845,00 samkvæmt verðlagsákvæð- um. Það er eftirtektarvert, að leyfð álagnig var 31%, en þáð var lagt á vöruná 206,4%. Þetta kalla ég sann arlega ekki hæfilega hækk- un. 6. dæmi: Á ný cpli var leyfð heikl söluálagning 7%, það er að vísu lágt, en skemmdir á eplum koma sjaldnast nið- ur á heildsölunum. Á þrem ur sendingum, sem athugað ar voru, var heildsöluálagn ingin 20—22% eða nær þre földuð. Þetta kalla ég tæp- lega liæfilega hælckun. 7. dæmi: Heildsali flutti inn 100 dús- af bómullarsokkum, sem lcost- uðu kr 9.277,00, en í staðinn fyrir 6,5% lagði hann á 26.1 %. Þetta ka’la ég ekki hæfilega hækkun. 8. dæmi: Heildsali flutti inn vasa- klútaefni fyrir kr. 2.886.00 að innkaupsverði, í staðinn fyrir 6,5%) lagði hann á 35,3%'. Þetta er ekki hæfileg hækkun. 9. dæmi: Fluttir eru inn bollabakkar fyrir kr. 4.629.00, í staðinn fyr ir 9,5% lagði heildsalinn á 37,1%. Þetta er ekki hæfileg hækkun, Ég skal játa, að ofannefnd dæmi eru með þeim lökustu, sem nefncl eru í skýrslu verð- gæzlustióra, en verðgæzlu- stjóri hefúr ekki heldúr- at- hugað allan innflutninginn og ég veit. að hann hefur hvovki tekið öll lökustu. dæmin né öll þau beztu hc'dur upp og ofan, eins og líka . sjálfsagt var. Svo að' segja alls staðar hef- ur orðið veruleg vöiuverð- hækkun miðað við síðustu verð lagsákvæði, og bendir 'verð- gæzlu"tjóri á, að í 25 tilfe’lurn af 59 hafi vöruvevöhækkim orðið 10—15% og í 8 tilfellum 15—20%. Menn ættu að athuga vel, a'i þessi vöruverðhækkun fclur eingöngu í sér hækkaöa álagn- ingu, vegna þess að gengið er út frá innka»psverðinu eins og það er og álagningunni, sem leyfð hefði verið samkvæmt verðlagsákvæðum. Erlent vöru verð hefur því ekki áhrif í þessu sambandi, svo að jafnvel 10%. vöruverðshækkun er geysilegur skattur á ..almenn- ing, þegar það er haft í huga, að þessi hækkun er á vöruverð ið eins og það hefði verið með íúilri álagningu samkvæmt verðlagsákvæðum. Samkvæmt nóvember hag tíðmdum var innflutningur- inn í lok október 736 millj- ónir króna. Við skulum gera ráð fyrir að álagningarhældc unin lcomi fram á ea. he’m- ing þessarar upphæðar, sem ekki er hátt áætlað. Sá lielm ingur heí'ði vafalaust orðið áð útsöluverðmæti, sam- kvæmt vcrðlagsákvæðum, um 500 miiljónir, og ef gert er ráð fyrir að 10% vöru- ver'ðshækkun eigi sér stað á þennan lilnta, verður þetta samtals um 50 milljóna króna hækkun á vöruverði, sem almenningur verður að greiða. SÉRSTAKLEGA ER j VERT AÐ HAFA í HUGA, AÐ ÖLL ÞFSSI IIÆKKUN ER BEIN ÁLAGNINGAR- HÆKKUN. SEM RENNUR I VASA INNFLYTJENDA OG KAUPMANNA. Ef ég væri nú í embætti verðgæzlustjóra og hefði lát- ið gera þessa skýrslu, sem hér hefur verið talað um, væri auðvitað litið á skýrsluna sem áróður frá mér og þá væri far- ið mörgum orðum í blöðum andstæðinganna um það, hvað ég væri óvinveittur kaup- mannastéttinni. Sem betur fer dettur engum í hug. að núver- ancli verðgæzlustjóri fram- kvæmi ekki atbuganir sínar af samvizkusemi og hlutley.si. I Það er þess vegna ómótmæl- | anleg staðreynd, ao vöruverð- Framh. á 7. síðu. Hin nýja danska spítalaskip ,,Jutlandia“ hefur, síðan því var hleypt. af stokkunum, verið við strendur Kóreu og tekið vio fjöllda særðra og sjúkra hermanna. Aðeins einu sinni síðan það fór til Kóreu hefur það komið til Evrópu. en fór strax aft- ur. Á myndinni sjást þrír af læknum skipsins. Mirmiogarorð 16 — 22 feta óskast til kaups. Tilboð er greinir verð og ásigkomulag sendist af- greiðslu Alþýðublaðsins. GUÐIvtUNDUR LELGASÖN sjómaður, sem drakknaði af bv. Fylki 14. cles. s.l., var í'æcldur að Hvarfi í Víðidat í Vestur- Húnavatnssýslu 2ö. júlí 1927. Foreldrar hans vo:u hjónin Hansína Guðmundsdóttir og Helgi Björnsson. Guðmundur var yngstur af fjórum systkin- um. Föður sinn missti hann er hann var 3ja ára gamall og ólst síðan upp með n:óður sinni, sem enn lifir og býr á Blöndu- ósi. Það er ekki löng a vi 24.ár og það er ekki við þvi oð búast að um stóra afrekaskrá sé að ræða þegar maður fellur irá á bei;n aldri, en Guðmundur Helgason hafði þó markað svo djúp spór, að ötrúlega margs er að minn- ast við fráfall hans. Til marks um . dugnað og áhuga þessa unag manns má geta þess, að rúmlegá fermdur klauf hann þrítugan hamariíin og gekk í tvo vetur í Reykjaskóla. — Snemma beindist itugur Guð- mundar að sjónum og var hann 18 ára gamall komhn á togara, sem háseti hjá þeirn skipstjóra, sem allir vita að gat valið úr mönnum á skip sitt. Þannig var framkoma Guðmundar, að hann vann sér traust hinna kröfuhörðustu manna strax við fvrstu sýn, og eítir því var síð- an reynsla manna af honum. Það, sem einkenndi Guðmund svo mjög, var hin prúðmann- lega framkorna, Samfara karl- mannlegu útliti og góðum gáf- j Uffl. j Þegar Guðmundur hafði ' unnið um skeið um Dorð í tog- | ara og lært þar til verka og unn ið sér traust og C’ánað jafnt vinnuféiaga sinna sem yfi'r- i manna, tók hugurinn að stefna enn hærra og beindist nú að sic mannaskólanum, og enn sýndi það sig, að þar.na yar ekki neinn miðlungsmaður á ierð- inni, og siðastlið'ð vor laúk hann fiskiskípstjóraprófinu með ágætum. Og.enn er h.aldið á sjóir.n og sem fyrr hjá sama skipstjóra. Allt Ieikur í lyndi, nú skal sóknin hert, því nú er ailt til reiðu. nú er stefnt að því marki, sem allir dugmiklir vel mennt- aðir sjómenn þrá. Af sérstökum ástæðum er skipt um skiprúm og unnið nreb nýjum félögum og nýjum yiir- mönnum. Þegar siðast er f'irið heiman að nokkru fyrir jól, seg ir hann: „Ég ætti ?ð geta verið með ykkur á áramótunum." Fn liann var ekki með þeim á ára- mótunum í þeirri merkingu, er hann átti við. Þ?.u, sem ekki fengu Guðmund aftur, eru fyrst og fremst elsnulega eigi.t'- konan unga, Hulda Pálsdóttir, sem hann giftist 30. des. 1.941, ■ ... - Vt %*«#> Guðmundur Ilelgason. og litli.-sonurinn þairra' 15 mán aða gamall. Einar að nafni. svo og tengöaforeldrarnir, Páll Pálsson. verkstj. og kona hans, sem hann unni og yirti svo mik ils og sem höfðu tekið hann inn á sitt • heimili sem ástfólginn soh og gefið honum o.g konu hans tækifæri til að búa séi yndislegt heimili í þeirra íbúð. i Á þessu heimili er söknuður- inn mikj.ll og sorgin, því aldrei ( verður sorgin eins sár eins og i þár, sem hamingjan . og ástin | hafa ráðið ríkjum í jafn ríkum mæli. Mikill’ harmur er aldraðri móður Guðmundar og systrum og öðrum vinum að fráfalli hans. Ég vil biðja góðan guð að styrkja aila ástvini Guðmund- ar heitins Hélgasonar og aö þeir láti huggast við minning- una um ao haía átt því láni að fagna að hafa átt samleið með' jafn góðum dreng. Þ. B. iifffatifild miih ! U'M ÁRAMÓTIN lækkaði ! Flugfélag íslands fargjöld með ,,Gullfaxxa“ á miiíi Reykjavík ur og Kaupmannahafnar. Er far' gjaldið nú kr. 1800.000 eðra ieiðina, en var áður kr. 1988,00. í Nemur því lækltunin nálega 10 %. Fargjöld fram og til baka \ hafa verið lækkuð úr kr. 3578,00 i i kr. 3240,00. Á öðrum flugleið ! um félagsins haldast fargjöld ó breytt um sinn. AB 5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.