Alþýðublaðið - 12.01.1952, Blaðsíða 4
AB-AIþýðubíaðið
12. janúar 1952
Myndir aí verzlunarokrinu
MORGUNBLAÐIÐ birti í
fyrradag nokkrar myndir eða
uppdrætti til þess að skýra
það fyrir lesendum sínum,
„hvernig verðlagið á báta-
gjaldeyrisvörunum mynd-
ast“. Voru þær myndir eink-
ar athyglisverðar fyrir al-
menning, og er þess að vænta,
að lesendur blaðsins hafi les-
ið þær gaumgæfilega; því að
aldrei þessu vant birti Morg-
unblaðið þar mjög fróðlegar
tölur um það, hvernig okrað
er á almenningi með báta-
gjakieyrisvörunum. Má mik-
ið vera, ef Morgunblaðið
hefur ekki látið gera þessar
myndir í fljótræði; svo aug-
ljóslega hljóta þær, við at-
hugun, að hafa öfug áhrif
við þau, sem það hefur sjáif-
sagt ætlazt til.
Það hefur lengi mátt
merkja, að Morgunblaðið
kynni þeim umræðum illa,
sem orðið hafa bæði í blöð-
um og útvarpi um skýrslur
verðgæzlustjóra varðandi
verziunarálagninguna síðan
verðlagseftirlitið var afnum-
ið; enda hafa þær skýrslur
gefið óglæsilega mynd af
okri heildsala og annarra
milliliða í skjóli þeirrar
„frjálsu verzlunar", sem
Morgunblaðið telur allra
meina bót.
Umræðumar um skýrslur
verðgæzlustjóra hafa eðli-
lega snúizt fyrst og fremst
um þá stórkostlegu hækkun
verzlunarálagningarinnar, er
orðið hefur síðan verðlagseft-
irlitið var afnumið; enda
hefur það verið yfirlýstur til-
gangur verðgæzlunnar með
skýrslusöfnun sinni, að ganga
úr skugga um það, hver áhrif
afnám verðlagseftirlitsins og
hin „frjálsa verzlun“ hefði á
verzlunarálagninguna. Og
þær upplýsingar, sem skýrsl-
urnar hafa veitt um þetta,
hafa óneitanlega verið óþægi-
legar fyrir Morgunblaðið,
sem eins og kunnugt er ber
málstað heildsala og ann-
arra milliliða miklu meira
fyrir brjósti en velferð al-
mennings. Þegar skýrslurnar
afhjúpa, að heijdsalar leggi
nú á bátagjaldeyrisvörur tvö-
falt, þrefalt, fjórfalt eða jafn-
vel sexfalt og sjöfalt á við
það, sem þeim var leyfilegt
áður en verðlagseftirlitið var
afnumið, þá verður því ekki
lengur neitað, að hér á ægi-
legt okur sér stað í skjóli
hinnar frjálsu verzlunar. Og
það þýðir ekkert fyrir Morg-
unblaðið, að vera að tala um
„fáránlegar tölur“ í því sam-
bandi á meðan það ekki get-
ur borið svo mikið sem eina
einustu af hinum birtu tölum
um álagningarokrið til baka.
En einmitt af því að Morg-
unblaðið treystir sér ekki til
þess að ræða álagningarhækk-
unina, hefur því hugkvæmzt
að láta gera umræddar mynd-
ir af því, „hvernig verðlagið
á bátagjaldeyrisvörunum
myndast“, ef vera mætti að
þær leiddu athygli almenn-
ings frá álagningarhækkun-
inni að öðrum hliðum verzl-
unarinmr, sem ekki litu
alveg eins illa út fyrir
okrarana. Þess vegna lét
Morgunblaðið reikna út og
gera skýringarmyndir af því,
hvernig verðlagið á nokkrum
bátagjaldeyrisvörum mynd-
aðist, er allt væri sundur lið-
að: innkaupsverð, flutnings-
kostnaður, tollar, innlendur
kostnaður, bátagjald, sölu-
skattur, heildsöluálagning og
smásöluálagning. Þar kemst
það hjá því, að benda á á-
lagningarhækkunina síðan
verðlagseftirlitið var afnum-
ið, en sýnir hins vegar hve
mikill hluti álagningin er nú
af heildarverði bátagjaldeyr-
isvörunnar. Þetta hefur
Morgunblaðið bersýnilega
haldið að væri hagstæðari
skoðunarmáti fyrir heildsal-
ana og aðra milliliði.
En hvað sýna myndirnar,
við nánari athugun? Þær
sýna, að á ávexti, sem kostuðu
422 þúsund krónur í innkaupi,
hefur verzlunaráiagningin,
heildsölu- og smásöluálagn-
ing, numið 491 þúsundi; á
ytri fatnað og ýmsa vefnað-
arvöru, sem kostaði 784 þús-
und krónur í innkaupi, hefur
hún numið 735 þúsimdum; á
heimilistæki, sem kostuðu
154 þúsund krónur í mnkaupi,
hefur álagningin numið 136
þúsundum, og á saum, sem
kostaði 188 þúsund í inn-
kaupi, hefur hún numið 176
þúsundum!
Þetta þykir heildsölunum
og Morgunblaðinu nú máske
ekki mikil álagning; en allur
almenningur lítur með réttu
svo á, að það sé blygðunar-
Iaust okur, þegar álagningin
á vöruna nemur eins miklu,
eða jafnvel meiru, en
allt innkaupsverðið; en svo
hefur verið í öllum þeim til-
fellum, sem Morgunblaðið
birti myndir af. Það er því
hætt við því, að myndir
komi heildsölunum og milli-
liðunum að litlu haldi. Þær
sýna að vísu ekki hina marg-
földu hækkun álagningarinn-
ar, sem þeir hafa leyft sér;
en þær sýna engu að síður
ósvífið okur þeirra á almenn-
ingi.
Uppboð
Samkvæmt lögtaki 1. nóv. s. 1. vetur verður bif-
reiðin G. 390, eign Guðmundar Þ. Magnússonar, seld á
opinberu uppboði til lúkningar opinberum gjöldum kr.
38.323.00 auk kostnaðar og fer uppboðið fram við lög-
reglustöðina hér, þriðjudaginn 22. janúar n. k. kl. 11
f. h. Greiðsla við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
11. janúar 1952
Guðm. f. Guðmundsson.
AB — Alþýðublaðið. Útgefandl: Alþýðuflokkurinn. Kitstjóri: Stefán Pjetursson.
Auglysingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga-
smu: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðuprentsniðjan, Hverfisgötu 8—10.
AB 4 i 'V|
Fasfeignaskattur-
inn nægir sveitar-
féiögum alis ekki
EMIL JÓNSSON sýiidi fram
á það í ræðu á alþingi í gær, að
sú lausn, ssm fjármálaráðherra
Jeggur til í sambandi við heild
arendurskoðun fasteignamats
ins, á þörf sveitarfélaganna fyr
ir nýja tekjustofna, að þeim
verði afhentur fasteignaskattur
inn, er alls ófullnægjandi og
mun Afþýðutflokkurinn ifylgja
framkominni tillögu um það, að
vísa málinu frá, enda liggi fyr
ir þinginu tillaga um heildar
endurskoðun á skattalögum,
sem sennilega eigi meirihluta
fylgi að fagna.
Afgreiðsiustaður
B rJ& r 5
Tveir utanríkismálaráðherrar, Um le s og
þeir Chur-
chill og Truman ræddust við í Washington núna í vikunni,
báru utanríkismálaráðherrar þeirra, þeir Eden og Acheson,
einnig saman bækur sínar um alþjóðamá'.in. Hér sjást þeir
saman á myndinni; en hún var að vísu tekin á þingi sam-
einuðu þjóðanna í Paxís í nóvember.
40 beztu bækurnar siðan
árið 100 effsr Irisfl
----------<.----
Skoðanakönnun brezks tímarits,
sem fólk í 25 löndum tók þátt í.
BREZKA TÍMARITIÐ „BRITAIN TO-DAY“ efndi á síð-
asta ári til óvenjulegrar samkeppni, sem vakið hefur mikla
athygli. Það lagði fyrir lesendur sína þá spurningu, hverjar
vaeru 40 beztu bækurnar, sem skrifaðar hefðu verið eftir árið
100 samkvæmt núgildandi tímatali. Því bárust fleiri hundruð
svör frá lesendum búsettum í 25 Iöndum. Flest reyndust svör-
in frá Bandaríkjunum, Spáni, Indlandi og Argentínu.
að Amfmanstíg
EINS OG getið var um í
blaðinu s.l. laugardag, hafa
skíðafélögin hafið sameíginleg-
ar skíðaferðir að skálum sínum
og að Lækjarbotnum, en af-
greiðslustaðnr í miðbænum var
þá ekki ákveðinn.
Nú hsfur það orðið að sam-
komulagi við stjórn íþróttasam
bands íslands, að sambandið
veitir félögunum aðgang að
skrifstofu sinni að Amtmans-
stíg 1 og verður afgreiðslustað-
ur þar, sími Í.S.Í. nr. 4955.
Bifreiðarnar munu þá leggja
af stað frá Amtmannsstíg eða
Lækjargötu.
Eins og áður er getið, eru aðr
ir afgreiðslustaðir í Félagsheim
ili K.R. við Kaplaskjólsveg og í
Skátaheimilinu við Snorra-
braut, en upplýsingasími Guð-
mundar Jónassonar er nr. 1515.
Þanglil malar
Listinn yfir 40 beztu bækurn
ar samkvæmt samkeppni þess-
ari er eftirfarandi:
Cervantes: Don Quixote.
Swift: Ferðir Guilivers.
Tolstoy: Stríð og friður.
Bunyan: För pílagrímsins.
Defoe: Robinson Crusoe.
Dickens: Davíð Copperfield.
Hugo: Vesalingarnir.
Boswell: Ævi Johnsons.
Jane Austen: Stolt og for-
dómar.
Thackeray: Markaður hé-
gómaskaparins.
Flaubert: Frú Bovary.
Gibbon: Hnignun og hrun
Rómaveldis.
Marx: Kapítalið.
Carroll: Lísa í Undralandi.
Darwin: Uppruni tegund-
anna.
Dickens: Ævintýri Pick-
wicks.
Voltaire: Birtingur.
Dostojevski: Bræðurnir Ka-
ramazov.
Pepýs: Dagbók.
E. Bronté: Fýkur yfir hæðir.
More: Útopía.
Ágústínus: Játningar.
Boccaccio: Tídægra.
C. Bronte: Jane Eyre.
Dostojevski: Glæpur og refs-
ing.
Scott: Ivar Hlújörn.
Tolstoy: Anna Karenina.
Thomas a Kempis: í fótspor
Hans.
Galsworthy: Forsyte sagan.
Goldsmith: Presturinn á
Vökuvöllum.
Hardy: Tess.
Montaigne: Ritgerðir.
Fielding: Tom Jones.
Kipling: Dýrheimar.
Macchiavelli: Þjóðhöfðing-
inn.
Marcus Árelíus: Þankar.
Stowe: Kofi Tórnasar frænda.
Dumas: Skytturnar.
Mann: Töfraíjallið.
Stevenson: Gulleyjan.
Úrslit samkeppninnar bera
því glöggt vitni, að þátttakend-
urnir eru flestir Engilsaxar.
„Don Quixote“ sigrað; með yf-
irburðum, en Toistoy hefði
samt borið Cervant.es ofUrliði,
ef atkvæðin hefðu exki dreifzt
á „Stríð og frið“ og „Önnu Kar
eninu“. Samt hefði Dickens
sigrað þá báða, ef atkvæði hans
hefðu ekki dreifzt á „Davíð
Copperfield", „Ævintýri Pick-
wicks“ og ýmsar fleiri skáld-
sögur hans, enda af nógu að
taka.
Rousseau komst ekki á þenn
an lista, en hann myndi hafa
verið meðal tuttugu efstu höf-
undanna, ef atkvæðin, sem hon
um voru greidd, hefðu öll fallið
á eina og sömu bók. Svipaða
sögu er að segja om Balzac,
Bernard Shaw og H. G. Wells.
H. C. Andersen fékk flest at-
kvæði af Norðurlandahöfund-
um og skipar 41. sætið á listan-
um. Næstur honura er Svíinn
Axel Munthe, sem er í 70. sæti
fyrir „San Michela“, og Ibsen
er í 93. sæti fyrir „Brúðuheim-
ilið". Winston Churchill er í 45.
sæti fyrir „Siðari /heimsstyrj-
öldina“, „Quo Vadis“ er 48. í
röðinni, „Þúsund og ein nótt“
50., „Ævintýri“ Grimmsbræðr-
anna 51., „Tom Sawyer“ eftir
Mark Twain 55., „Babbitt" eft-
ir Sinclair Lewis 62., „Tíðínda-
laust á vesturvígstöðvunum"
71., „Sherlock Holmes“ 79, og
listanum lýkur með „Myndinni
af Dorian Gray“ eftir Oscar
Wilde.
Aí þeim 40 bókum, sem flest
atkvæði fengu í samkeppninni,
hafa 24 verið þýddar á íslenzku
annaðhvort í heild eða að hluta,
en 15 eru óþýddar og eina er
verið að þýða um þessar mund-
ir.
ÞANG er víða notað til mat-
ar, m .a. í Japan. Þar er þang-
tegund, kölluð agar-agar, sem
fæst í lyfjabúðum og er notuð
gegn tregum hægðum. Ýmsir
vísindamenn hafa rannsakað
næringargildi þangsins og fund
ið, að það er mjög auðugt að
ýmsum fjörefum (m. a. A-, D-
og C-fjörefnum) og steinefn-
um, í því er m. a. mikið af joði.
Skjaldkirtilssjúkdómar af völd
um joðskorts eru a’gengir víða
um lönd, þar sem lítið er borð
að af fiski. Lítill skammtur af
þangi eða þangmjöli mundi
fullnægja joðþörf líkamans,
þótt einskis væri neytt af fiski.
í Noregi er farið að framleiða
þangmjöl til matar. Má t. d.
b’anda því í brauð, allt að 5%
án þess að það hafi nein áhrif
á baksturinn.
(Heilsuvernd).
Hann les AB
i