Alþýðublaðið - 13.01.1952, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.01.1952, Blaðsíða 1
 r~~ n HWl lif verShækkun á fisk! H&HBnyEEi á innanlandsmarkaði (Sja 8. síða.) V J ALÞÝBUBLA9IS XXXIII. árgangur. Sunnudagur 13. janúar 1952. 10. tbl. Hrœddur um konuna sína 0g þeir eru taldir munu hafa um íimm búsund manns á Þetta er ameríska leikonan Joan Bennett og maður hennar, Walter Wanger, sem varð svo hræddur um Joan fyrir umboðs manni hennar. Jennings Lang, að hann skaut ó hann tveimur. skammbyssuskotum úti á götu fyrir skömmu og særði hann hættulega. Joan, sem er 41 árs, segir, að hinn 57 ára gamli | bóndi sinn sé ákaflega taugaóstyrkur og harðneitar því að eiga vingott við hinn 39 ára gamla umboðsmann sinn. fsröndin um 55 km. norðan vsð Horn o§ skammf úf a Vesffiörðum mám fil Fiugvél af Keflavíkurfíugvell! send til ao athuga ísinn í fyrradag. BJÖRGUNARFLUGSVEITIN á Keflavíkurflugvelli sendi flugvél norður fyrir land í fyrradag eftir tilmælum veðurstofu stjóra til að athuga legu hafíssins, og samkvæmt þeim athugun um, sem gerðar úr flugvélinni, mun ísröndin liggja í boga norð vestan við landið um hálfa breiddargráðu eða um 55 km. norð an við Horn og ekki mjög langt frá landi að vestan. Frú Theresía Guðmundsson veðurstofustjóri skýrði blaðinu frá athugunum á legu hafíss- ins í stuttu viðtali í gær. Fíogið var í norður frá Kefla víkurflugvelli, unz komið var norður á 70. breiddarbaug; en þá er komið í námunda við Scoresbysund á Norðaustur- Græniandi. ísröndin lá um 67. gráðuna eða hálfri gráðu norð- an við Horn og vissi þar frá vestri til austurs. Voru þar fyrst aðeins 15 hundraðshlutar hafsins ísi þaktir, en ísinn þétt- ist, er norðar dró og þakti 95 hundraðshluta hafs norður á 68. og 'Vz gráðu norðurbreidd- ar. Norður undir Grænlandi var lítill ís. Síðan var flogið suðvestur meðfram Grænlandsströnd um 40 mílur (um 65 km) frá landi, en um 66. breiddarbaug var tekin stefna suðaustur, áleiðis til Keflavíkur. Á 69. og Vi gráðu norurbreiddar var mikið um stóra jaka, og þaðan suð- vestur á 66. gráðu voru ísi þaktir 95 hundraðshlutar hafs- ins, en þó stórar vakir sums staðar. Flogið var á heimleiðinni yfir ísröndina á 65. og lá gráðu norðurbreiddar og . 29. og 12 Framhald á 8. síðu. retar se a »z Fyrir mánuði voru atvinnuleysingjar í jjessum féiögum ekki nema um 600. ---------<►—:-----. SAMKV.ÆMT ATHUGÚN, sem fram hefur farið síðustu daga á atvinnuástandinú í 13 verkalýðsfélög- urrj í Reykjavík, reyndust nálega 1500 manns atvinnu lausir í þeim félögum, og mun þetta fólk hafa sam- tals um 5000 manns á framfæri. í sumum félögunum, er athugunin nær til er meira en helmingur meðlim- anna atvinnulausir og hjá nokkrum öðrum einn þriðji eða meira. Þess má geta að 10. desember síðasliðiim voru um 600 manns atvinnulausir í þessum sömu félögum og sézt því, hve gífurlega atvinnuleysið hefur aukist siðan, þar sem bæzt liafa við um 900 atvinnuuleysingjar á einu mánuði. BRETAR bei'tu í gær skrið- drekum í bardögum við Egypta á SúezeiVvi, og kom þar til aivarlegra árekstra. Tveir brezkir hermenn, sem voru að leita að jarðsprengjum, særðust hættulega, er Egyptar köstuðu handsprengjum að þeim. Bretar gerðu leit að hermdarverkamönnum í tveim- ur þorpum, handtóku marga Egypta og fundu mikið af földum vopnum. Samkvæmt upplýsingum, er AB fékk í gær hjá fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykja- vík, hefur atvinnuleysisnefnd fulltrúaráðsins látið fara fram síðustu daga athugun á atvinnu ástandinu hjá 13 verkalýðsfé- lögum í bænum af 33,_ sem standa að fulltrúaráðinu, og hefur þessi athugun leitt í ljós, að samtals 1471 eru atvinnu- lausir, og munu þeiy hafa á framfæri um 5000 manns. I Dagsbrún eru nú um 600 verkamenn atvinnu- lausir. I vörubílstjórafélag- inu Þrótti erii 150 bílstjórar atvinnulausir af 250, sem í félgiau eru. í prentarafélag- mu 27, en þar með eru tald- ar stúlkur, sem vinna í prent smiðjum og eru í félaginu. Af 130 múrurmn í múrara- félaginu eru 75 atvinnulaus- ir eða meira en helmingur. i I félagi starfsfólks í veitinga húsum eru 40 atvinnulausir. Um helmingur bókbindara í bænum eru aivinnu’ausir, eða samtals 65. Af tæplega 100 máluruin eru 67 atvimiu lausir; af 80 húsgagnasmið- um eru 15 atvinulausir. Þá eru 10 garðyrkjumenn at- vinnulausir, 6 prentmynda- gerðarmenn af 18, eða þriðj- ungur stóttarinnar; 5 bakar- ar, 1 akari, og í Iðju, féiagi verksmiðjufólks, eru 400 at- vinnulausir af um 1000, sem í félaginu eru. Eins og að framan greinir nær þessi athugun aðeins til 13 verkalýðsfélaga, en 20 eru utan við hana. Er þetta því engan veginn fullnaðarrann- sókn á atvinnuleysinu. Loks ber að geta þess, að iðnnemar eru ekki taldir hér með og heldur ekki meistarar, en at- vinnúleysi meðal meistara og iðnnema er í sumum iðngrein- unum engu minna en meðal sveina. Til viðbótar má svo geta þess, að töluvert mun vera farið að bera á atvinnuleysi meðal verzlunar- og skrifstofu- fólks. Paul Muni á að leiha Gandhi KVIKMYND A STJÖRINN HEIMSFRÆGI, Gabriel Pascal, fer flugleiðis til Ind lands í næsta jninuði til að ræða við Nehrn og aðra leið toga Indverja um töku kvik myndarinnar um líf og starf GandMs. Er fullyrt í Holly- wood, að Paul Muni hafi ver ið ráðinn til aS leika Gandlii. Kvikmyndatextinn hefur verið saminn af Ungverian- um Geza Horezke og Pyare Lal, isem vax einkariSari Gandhis, en Aldons Huxley mun lesa bað yfir og gera á þvi breytingar, ef fconum þyk ir þess þuría. Brelar eiga að loka ræðismannsStrifsiof um sínum í Persíu IRANSTJORN tilkynnti í gær sendiráði Breta í Teheran, að Bretar eigi að hafa lokað öllum ræðismannaskrifstofum sínum þar í landi í sfðasta lagi 21. "þ. m. Segir í tilkynningunni, að afskipti sumra brezkra emb- ættismanna af innanlandsmál- unum í Persíu séu með öllu ortfin óviðunandi og því sé þessi ákvörðun tekin. Enduríekinn í áffina fsl sáffa og IriSarf -------♦------- Vishinski flytur endurskoðaðar ályktun- artillögur sínar í stjórnmálanefndinni. -------------------♦------- ANDREI VISHINSKI, utanríkismálaráðherra Rússa, flutti á fundi stjórnmálanefndarinnar í gær endurskoðaðar ályktun- artillögur sínar, sem hann kvað eiga að leiða til bættrar sani- búðar stórveldanna. Fulltrúar vesturveldaivna létu svo um mælt í gær, að erfitt væri að segja í fljótu bragði, hvort hér myndi um að ræða endurtekinn ár/ður eða spor í áttina til sátta, en úr því yrði skorið. í þessum nýju tillögum legg- ur Vishinski til, að afvopnunar- nefnd bandalags hirina samein- uðu þjóða Ijúki störfum fyrir 1. júní í staðinn fyrir 1. febrúar og að sérstök afvopnunarráð- stefna verði haldin iyrir 15. júlí í sumtfr. Emi fremur leggur hann til, að stórveldin fimm, Bretland, Bandaríkin, Frakk- land Kína og Rússland, geri með sér íriðarsamning og á- kveði að minnka Agbúnað sinn um þriðjung innan árs. Varð- andi Kóreumálin íeggur hann til, að vopnahléslínan þar verði dregin um 38. þreiddarbauginn og ákveðið, að allur erlendur her skuli á brott úr landinu innan þriggja mánaða frá því að vopnahlé hefur komizt á. Vishinski fylgdi ’.illögum sín- um,úr hiaði með langri ræðu og sagði, að Rússav pengju með þeim mjög til móts við Vestur- veldin. Síðan þuldi hann enn einn reiðilesturinn ylir Banda- ríkjunum fyrir stoí.nun Atlants- hafsbandalagsins og árás á Norður-Kóreu!" Veðurútlitið í dag Súðvestan rek, éljaveður. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.