Alþýðublaðið - 13.01.1952, Blaðsíða 6
AÐSENT BRÉF
Sæll, ritstjóri.
Allt gerist hjá ykkur, ekkert
markvert hér, sem ekki er held
ur að vænta. G-eisi ofviðri, er
það jafnvel alltaf msst í höfuð-
borginni pg sögulegast og veld-
ur þar mestum truflunum og
skemmdum. Hefur þá ekkert
að segja, þótt aðrir kaupstaðir
á landinu reyni að láta hvessa
hjá sér, höfuðstaourinn hefur
alltaf betur.
í öllu sæmilegu veðri gumið
þið þessi ósköp af allri tækn-
inni hjá ykkur og ekki að ófyr-
irsynju. Þá er allt rafknúð og
uppljómað, og þá kunnið þið
ráð við öllu nema ráðleysinu og
sundurlyndinu, sem mér skils.t
hafa söm og jöfn ítök hjá ykk-
ur hvernig sem viðrar. En um
leið og eittlrvað hvessir, að ég
nú ekki tali um, ef rekinu fylg-
ir snjókoma, þá fýkur öll tækn-
in út í veður og vind, ellegar
hana fennir í kaf. verðið þið
rafmagnslausir og ráðalausir og
sitjið fastir í ykkar merkilegu
farartækjum á malbikuðum
vegunum. Þá verður hitaveitan
köld og ísskáparnir volgir, og
liúsmæðurnar verr farnar hjá
sinni rafknúnu eldavél heldur
en mólausar konur við hlóðirn-
ar í gamla daga, því að þær
gátu þó tint saman tað eða þang
og velgt við það grautinn sinn
og kaffisopann.
Það skyldi þó aldrei vera, að
þið væruð orðnir helzt til mik-
ið upp á tæknina komnir, þið
þarna í höfuðstaðnum. Að hún
sé orðin ykkur eins konar
myjlusteinn um hálsinn, sem
færir ykkur í kaf þegar í stað,
ef eitthvað bjátar á. Hvernig
færuð þið að, ef einhverjar
verulegar náttúruhamfarir ættu
sér stað, svo að þið yrðuð að
vera án rafmagns, hitaveitu og
annarra lífsþæginda, — við
skulum segja í einn eða tvo
mánuði? Ekki er ég að segja að
þið kynnuð ekki að skrimta það
af, en hræddur er ég um, að
það yrði ekki nema með harm-
kvælum. Vonandi er að aldrei
komi til þess, það segi ég satt,
en allt getur komið fyrir, og ef
slíkt kæmi fyrir, þá vil ég held
ur vera í mínu afdalakoti held-
ur en í nýtízku íbúð í henni
Reykjavík. Ætli það sé ekki
með tæknina eins og annað, —
bezt í hófi. Ég get svo sem vel
viðurkennt, að hún sé góð til að
létta undir með manni við erf-
iði lífsins, en fari maður að
byggja líf sitt á henni, þá er-
um við að ég held á rangri leið
og lendum í sjálfholdu . . . strax
þegar eitthvað hvessir.
Annað umræðuefni hef ég
ekki að sinni, og er þetta þó
ekki merkilegt. Þetta er eins og
hvað annað, sem maður hripar
niður sér til gamans, og í þeirri
trú, að það geti þó varla orðið
öðrum að meini. Ég hef lesið
dálítið í bókum þeim, er þú
sendir mér um jólin. Þakka ég
þá sendingu, og kvitta ef til
vill fyrir hana seinna meir með
nokkrum línum.
Msð beztu kveðjum.
FiJipus Bessason
hreppstjóri.
'Frainhaldssagan 152'
Helga Moray:
SKT
Saga frá Suður-Afríku
Hann hrópaði upp yfir sig orð-
in og rödd hans Var köld af
hatri. „En hvernig er það þá
með son ykkar Páls van Rie-
beck? Þú hefur vaðið í þeirri
villu, að ég léti mér ekki ann-
að til hugar koma, en að hann
væri sonur Sean, — en ég vissi
betur. Ég varð þess þegar var,
að þú unnir þeim dreng mest
barna þinna“.
„Þetta er lygi . .. .“ hrópaði
hún í reiði og vatt arm sinn úr
taki hans. „Ég hef unnað jafn
heitt öllum mínum börnum.
Ó, Richard, -—- háettu þessum
ósanngjörnu og rakalausu á-
sökunum í minn garð . .. . “
Hún varð að gæta sín, hafa
stjórn á filfinningum sínum
og reyna að sefa ofsa hans, ef
unnt reyndist. „Ég get svarið
það við allt, sem mér er heil-
agt, að ég hef aldrei verið þér
ótrú, Richard. Ég sver það. Og
minnstu þess, að ekki var það
ég, sem vildi halda hingað til
Koleberg. Ég hef hvað eftir
annað biðið þig þess, að við
héldum heim, og nú endurtek
ég þá bæn mína“.
„Ég veit þetta. Eins og ég
viti það ekki. Einmitt það sann
ar, að þú elskar Pál van Rie-
beck. Þú þorir ekki að vera í
nálægð hans. Og hvers vegna
ekki? Hvað er það, sem þú
vilt umfram allt flýja? Og það
get ég sagt þér í eitt skipti fyr-
ir öll, að ég legg ekki á flótta.
Sérhver heiðarlegur Breti berst
við fjandmann sinn unz yfir
lýkur. Fyrir löngu síðan sór
ég þess dýran eið að drepa Pál
van Riebeck, ef hann yrði til
þess að skilja okkur að. Og
þann eið ætla ég að halda“.
Hann stökk af stað út úr tjald-
inu.
„Richard, í guðanna bænum
. . . . “ hrópaði Katie og reyndi
að stöðva hann. En hann hrinti
henni frá sér.
Eins og brjálaður maður
stökk hann út úr vagntjaldinu,
og hrópaði um öxl til hennar.
„Nú fer ég beina leið á fund
Smith og hans manna“. Síðan
hélt hann áfram sprettinum
niður troðningana og kallaði:
„Við hengjum Pál van Rie-
beck. Við hengjum hann ....
hengjum hann . . . . “
Guð minn almáttugur, hugs-
aði Katie. Það er áreiðanlegt,
að Richard er alvara með að
framkvæma þessa hryllilegu
hótun sína ....
Hún varð að gera Páli van
Riebeck aðvart, hvað sem það
kostaði. „Jantse, Hendrick
. .. . “ kallaði hún, en mundi
þá, að þeir voru niðri við ána
að brynna akneytunum. Hún
átti því ekki annars úrkosta en
fara sjálf á fund Páls.
Hún hljóp af stað niður
troðningana, eins hratt og hún
mátti og skeytti ekkert um hol
ur eða skurði. Ef Richard tæk
izt að espa demantsleitarmenn
ina til óeirða eða uppreisnar,
gat það hæglega orðið sá neisti,
sem hleypti öllu í bál. Þegar
hún nálgaðist tjald van Rie-
becks, sá hún, sér til óumræði
legrar gleði, að hann myndi
vera þar staddur. „Páll, Páll
. .. . “ hrópaði hún og hljóp
framhjá varðmönnunum, sem
ekki hirtu um að stöðva hana.
IÞegar hún lyfti tjaldskörinni,
J sá hún, að Páll van Riebeck
'sat inni í tjaldinu, ásamt yngra
Páli og Terence.
„Katie .... hver ósköpin
ganga á?“ spurði Páll van Rie-
beck undrandi og reis úr sæti
sínu.
„Richard . . . Hann er orð-
inn brjálaður, Hann hefur svar
ið þess dýran eið að drepa þig.
Og nú er hann farinn á fund
Smith í þeim tilgangi að espa
demantsleitarmennina til upp-
reisnar gegn þér. í guðanna
bænum .... vertu viðbúinn
því versta“, stundi hún, að-
fram komin af ótta og mæði.
Eitt andartak starði Pá]] van
Riebeck á hana, og svipur hans
var alvöru þrunginn.
Síðan þreif hann nautshorn
eitt mikið, sem lá á borðinu,
gekk út í tjalddyrnar og þeytti
hornið þrisvar sinnum. Búarn
ir brugðu við skjótt, komu
hlaupandi út úr tjöldum sín-
um og skipuðu sér í röð. Ter-
ence og Páll hlupu einnig út.
, Katie gat ekki annað en undr-
! ast, hversu viðbragðsskjótir
I Búarnir voru, þegar með þurfti,
■ og einhver annarlegur ótti
greip hana, þegar hún sá liðið
búast til orrustu. Ef til vill átti
það sinn þátt í ótta hennar,
að synir hennar tveir stóðu nú
undir merkjum Páls van Rie-
beck.
Van Riebeck talaði til manna
sinna: „Býst við, að til átaka
komi. Demantsleitarmennirnir
eru á leiðinni. Helmingur
liðsins tekur hestana og hefst
við í leyni, unz tiltæki’.egt
reynist að umkringja óeirðar-
seggina. Aðrir liðsmenn standa
vörð við tjöldin. Enginn má
hleypa af skoti, fyrr en árás-
armennirnir hefja skothríð.
Miðið svo hátt, ef þið neyðist
til að skjóta, að ekki sé hætta
á að þið drepið eða særið.
Reynið í lengstu lög að komast
hjá blóðsúthelingum. Ég mun
reyna að gera allt, sem ég get
til þess að sefa þá og halda
þeim í sltefjum". Katie sá, að
honum varð skyndilega litið
upp eftir götutroðningunum.
„Þarna koma þeir“, kallaði
hann. „Viðbúnir Hver maður
á sinn stað . . . . “
Uppreisnarmennirnir þyrpt-
ust að, æpandi og öskrandi,
vopnaðir byssum og rýtingum.
Þeir Smith og Richard höfðu
forustuna.
,Komdu þér heirn, Katie“,
sagði Páll van Riebeck lágt
við hana, án þess að Hta af
hópnum, sem nálgaðist nú óð-
um. „Vertu viðbúinn að leggja
af stað héðan tafarlaust. Kaff-
arnir koma í fylkingu á eftir
hvítu uppreisnarmönnunum;
hér verður barizt, og ef við bíð
um ósigur, getur enginn verið
hér öruggur um líf sitt eða
lirnu!“
Hún heyrði Richard hrópa
æðisþrunginni röddu: „Þarna
stendur hann, Páll van Rie-
beck, Búasvínið, sem hneppir
brezka þegna í varðhald og
rænir heiðvirða menn eíginkon
um þeirra“.
„Þarna stendur djöfullinn,
sem dæmdi Hawkins í dyfliss-
una .... Eftir hverju erum
við að bíða .... Hengjum öll
Búasvínin tafarlaust .... “
hrópuðu liðsmenn Richards og
Smith.
Páll van Riebeck gekk djarf
lega fram og rétti upp báða
arma.
„Nemið staðar. Gangið ekki
skrefi nær“, mælti hann hátt
MARGTÁSAMA STAÐ
\\ LAUGAVEG 10
SIMI 3367
Myndasaga barnanna
Dvergurinn fjölkunnugi
¥
\J
Æjjj0$ S jSlr
' 4'ÍA .il.i'-
c-ícrs ' ’■ —;f£. vM«crh
S
s
s
s
dvalarheimilis aldraðra
S
sjómanna fást á eftirtöld - •
um stöðum f Reykjavík: ^
Skrifstofu Sjómannadags-^
ráðs Grófin 7 (gengið inn(
frá Tryggvagötu) símiv,
80788, skrifstofu SjómannaS
félags Reykjavíkur, Hverf-S
isgötu 8—10, verzluninniS
Laugarteigur, Laugateig S
24. bókaverzluninni Fróði\
Leifsgötu 4, tóbaksverzlun (
inni Boston Laugave’g 8 og s
Nesbúðinni, Nesveg 39. — s
í Hafnarfirði hjá V. Long. S
s
s
s
s
s
S
S
S
'S
s
legast pantið með fyrir-S
Nesiispakkar,
Ódýrast og bezt. Vinsam-,:
vara.
MATBARINN
Lækjargötu 8.
Sími 80340.
S
5 F
vUra-viSðerSir.
) Fljót og góð afgreiðsl® s
^GUÐL. GÍSLASON, S
S í
b Laugavegi 63, r
) ðími 81218. ý
( . S
ÍSmurtbraað
• Til í búðinni allan daginn. :
: :
: Komið og veljið eða símið. :
■
■ • a
■ ■
\SíM & Fiskurl
Sammi sjómaður var að tálga
barnabát, er þeir komu til
hans, móðir og sveittir í hit-
anum. „SnjölJ hugmynd, strák
ar“, sagði Sammi, er þeir
sögðu honum frá hengirúminu.
„En ég á ekkert net. Það er
bezt að ég fari með ykkur til
gamla skipstjórans míns“.
„Það er bezt að ég aki ykk-
ur á bifhjólinu mínu. Skipstjór
inn á heima við Sandflóa og
þið verðið uppgefnir að ganga
þangað í þessum hita“, hélt
hann áfram. Um leið opnaði
hann dyrnar, þar sem hjólíð
var geymt. Þei^ félagar voru
nú heldur en ekki sperrtir.
Svo brunaði Sammi sjómað-
ur áfram með þá á bifhjólinu
sínu framhjá Hnetuskógi. En
hann gleymdi ekki að láta
mömmu Bangsa vita, hvar
strákurinn hennar var niður
kominn. Síðan héldu þeir rak-
leitt til Sandflóa að hitta gamla
skipstjórann hans Samma sjó-
manns.
! SamúSarkori j
■ ■
* Slysavarnafélags fslands [
■ kaupa flestir. Fást hja [
[ slysavarnadeildum um ■
■ land allt. í Rvík í hann- [
■ yrðaverzluninni, Banka- :
: stræti 6, Verzl. Gunnþór- ■
* unnar Halldórsd. og skrif- [
* stofu félagsins, Grófin 1. [
[ Afgreidd í símá 4897. —- •
* Heitið á slysavarnafélagið. [
* Það bregst ekki.
AB6