Alþýðublaðið - 13.01.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.01.1952, Blaðsíða 4
AB-AIþýðublaðið 13. janúar 1952 Aívinnuleysið á Siglufirði ALÞJÓÐ hefur lengi verið kunnugt, að ægilegt atvinnu- leysi ríkir á Siglufirði. Margra ára aflabrestur á síldarvertíðinni norðan lands á að sjálfsögðu mikinn þátt í hörmungum Siglfirðinga, en þar gætir þó ekki síður af- leiðinga stjórnaxstefnunnar. Afturhaldsflokkarnir hafa bókstaflega ekkert gert til þess að bæta úr erfiðieikum eg vandræðum Siglfirðinga fremur en íbúa annarra kaup- túna og kaupstaða, þar sem vofa atvinnuleysisins gengur Ijósum logum. Þess er meira að segja skemmst að minn- ast, er Björn Ólafsson heild- salaráðherra bar á móti því í útvarpsumræðum á alþingi, að nokkurt atvinnuleysi ætti sér stað á íslandi! Sömu dag- ana gisti þó Reykjavík sér- stök nefnd manna norðan af Siglufirði til þess að ræða við stjórnarvöldin um atvinnu- leysi kaupstaðarins og ráð- stafanir til lausnar á þeim vanda. En Björn lét sig hafa það að slá striki yfir allt at- vinnuleysi, þó að sennilega hafi hann gengið af fundi siglfirzku sendinefndarinnar upp í ræðustólinn á alþingi, þegar hann flutti þjóðinni þennan fáheyrða boðskap. Nú hefur ný atvinnuleysís- skráning farið fram á Siglu- firði. Úrslit hennar urðu þau, að 214 íbúar kaupstaðarins hafa látið skrá sig atvinnu- lausa, þar af 131 fjölskyldu- faðir með 394 manns á fram- færi sínu. Þó er vitað mál, að sumir hinna atvinnulausu á Siglufirði munu hafa látið undir höfuð leggjast að mæta til skráningarinnar. En upp- lýsingar þæi*, sem fyrir liggja, ættu samt að nægja til þess að sannfæra alla hugsandi og ábyrga menn um það, að á Siglufirði er voði fyrir dyrum, ef ekkert verður að hafzt. Sendinefnd- in, sem hér dvaldist fyrir jól til að ræða hörmungar Sigl- firðinga við ríkisstjórnina, dró enga dul á það í blaðavið- tali, að á Siglufirði lægi við landauðn, ef ekki tækist að vinna bug á atvinnuleysinu þar. Síðan hefur atvinnu- leysið enn aukizt þar nyrðra án þess að ríkisstjórnin hafi svo kunnugt sé hreyft hönd eða fót til úrbóta. AB hefur mánuðum saman birt fréttir af atvinnuleysinu hér í bæ og úti á landi. Það hefur skrifað um þessi mál með jöfnu millibili og skorað á ríkisstjórnina að hefjast handa. Sér í lagi hefur það þó lagt áherzlu á að sýna fram á, hvílík vá sé fyrir dyrum Siglfirðinga, sem tvímæla- laust hafa orðið harðast úti allra landsmanna af völdum aflabrestsins og stjórnarstefn- unnar, en erfitt mun að greina á milli, hvor háskinn sé meiri. AB vill enn einu sinni gera þetta mál að umræðu- efni og spyrja ríkisstjórnina, hvað hún hugsi sér að sitja lengi auðum höndum og horfa upp á hörmungar Siglfirð- inga. Eftir hverju er hún að bíða? Gerir hún sér ekki ljóst, að íbúar Siglufjarðar hljóta að flýja bæinn, ef þeim verður ekki rétt hjálparhönd í þrengingum þeirra? Vísir skýrir frá því í gær, að hóp- ur Siglfirðinga leiti nú at- vinnu hér syðra, og heildsala- blaðið áræðir ekki að stinga síðustu atvinnuleysisfrétt- inni þaðan undir stól, þrátt fyrir ummæli húsbónda síns, Björns Ólafssonar heildsala- ráðherra í útvarpsumræðun- um á dögunum. Þessar upp- lýsingar Vísis verða ekki dregnar í efa, enda hafa Sigl- firðingar leitað hópum saman atvinnu hingað suður undan- farna mánuði. En hvaða bjargræði er það? Hér er at- vinnuleysið einnig komið til sögunnar og vex með viku hverri. Siglfirzka sendinefndin, sem hér dvaldist fyrir jól, gerði sér von um, að ríkis- stjórnin hefði skilið, hver voði væri á ferðum þar norð- ur frá. En ríkisstjórnin virð- ist hafa lagt sig til svefns á ný, þegar sendinefndin var farin aftur heim. Hún hefur að minnsta kosti ekki efnt til neinna þeirra ráðstafana, sem lið væri að. Hvað ætlar hún að sofa lengi? Er hún svo steinblind og skilningssljó, að hún hvorki sjái né skilji, hvaða hrun vofir yfir Siglu- firði? Slíkar og þvílíkar spurningar hlýtur þjóðin að leggja fyrir valdhafana í til- efni af síðustu fréttunum af Siglufirði og heimta skýr svör við þeim. í. K. Gömlu og nýju dansarnir í Ingólfskaffi í kvöld klukkan 9. Aðgöngumiðar seldér frá kl. 8. Sími 2826. Borgarbílasföðin Hafnarstræti 21 Sími81991 ÁTTA NÍTJÁN NÍU EINN. Beint samband við bílasíma, Austurbær við Blönduhlíð 2. 6727 AB — AlþýSublaðiS. Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- simi: 4906. — AfgreíSslusimi: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. AB 4 Um þessar mundir er verið að sýna leikrit Eugene 0‘Neill, Anna Christie, — sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu á þriðju daginn kemur, — í einu kunnasta leikhúsi í New York. Myndin sýnir leikkonuna Celeste Holm, sem leikur Anna Christie, föð urinn (Art Smith) til vinstri, og írska sjómanninn. Eugcne O Neill - ... ÞAÐ VAR FYRST er ég varð að dveljast í heilsuhæli um sex mánaða skeið sökum að kenningar af lungnaberklum, að ég fór að hugsa fyrir alvöru. Og á þessu tímabili, er ég var þvingaður til urr.hugsunar, hvarflaði löngunin tii að gerast rithöfundur fyrst að mér. Um haustið hóf ég svo að semja mitt fyrsta leikrit. ...“ Þannig farast frægasta leik- ritaskáldi Bandaríkjanna og kunnasta núlifandi leikrita- skáldi, nóbelsverðlaunahöfund- inum Eugene O’Neiil, orð, er hann ræðir orsök þess að hann tók að semja sjórdeiki. Sú á- kvörðun átti sér þó vafalítið lengri aðdraganda, og áreiðan- lega var það ekki iyrir neina tilviljun, er hann bjó því, er hann taldi sig eiga vantalað við meðbræður sína, hiö erfiða en um leið áhrifaríka tjáningar- form sjónleiksins. Sem barn og unglingur hafði i hann nefnilega haft óvenjulega náin kynni af leiklist og leik- starfsemi. Faðir hans, Jarnes O’Neill, var á sínum tíma þekktur leikari í tíandaríkjun- um; hafði getið sér nikinn orðs tír fyrir meðferð sína á ýmsum hlutverkum úr leikritum Shakespeares, en lagði síðan hin sígildu viðfangsefni á hill- una, hóf leikför víðs vegar um Bandaríkin með leikflokk, er sýndi reyfarasjónleikinn ,,Mon- te Cristo“, og auðgaðist vel að veraldlegum auði á þeim skipt- um. Ekki er ólíklegt, að þetta kollstökk hans hafi einnig orð- ið til þess að auðga leikbók- menntir Bandaríkjamanna, og um leið hins vestræna heims, að verulegu leyti siðar meir. Að þangað megi rekja rætur þeirr- ar fyrirlitningar, sem sonurinn hafði jafnan á allri þjónkun við stundarkröfur og hylli fjöldans á kostnað listarinnar. Eugene O’Neill er fæddur þann 16. október 1888, í gisti- húsi einu í Nev/ York. í bernsku var hann á stöðugu flakki með foreldrum sínum um þver og endilöng Bandarík in. Og enda þótt hann dveldist um sex vetra skeið í kaþólskum heímavistarskóla og seinna um fjögurra ára skeið við nám i framhaldsskóla, má ætla, að raunhæfust og gagngerust hafi þekking hans verið á sviði leik starfseminnar og öllu, er henni við kom. Þar gerþekkti hann allt; áhorfendurna og leikarana; þáð, sem fram fór á sviðinu og að tjaldabaki. Eugene O'Neill. Leikritahöfundurinn, sem tví- vegis hefur fengið Puilitzerverð launin, — fyrir ,,Bryond the Horizon11, „Anna '.hristie“ og síðan „Strange Interlude“ — auk Nobelsverðlauna. Ekki er unnt að gera sér fulla grein fyrir því, hver áhrif hið sííellda flakk og leikhússlíf hefur haft á skaphöfn og per- sónugerð Eugene ONeill. Víst er um það, að hann gerðist snemma baldinn og örðugur viðfangs. Eflaust hefur upplag- ið ráðið þar nokkru um, en upp eldisáhrif umhverfisins hafa þó áreiðanlega reynzt þyngri á voginni. Farandleikararnir voru engir englar, og liferrii þeirra og lífsskoðun hefur án efa markað djúp spor í sálarlíf hins tilfinninganæma, skapheita og ofsafegna unglings. Það er því sízt að undra þótt unglingurinn Eugene O’Neill bæri takmarkaða virðingu fyrir hefðbundunm venjum og hversdagslegum sjónarmiðum, eða yndi því til langframa, að honum vami markaður þröngur starfsbás. Hann réðist í þjónustu verzhm- arfyrirtækis eins í New Yorlt, en tolldi þar aðems skamma hríð; gerðist aðstoðarfram- kvæmdastjóri farandjeikflokka, en varð heldur ekki mosavax- inn í því starfi; tólc því næst þátt í gullleitarleiðangri til Mið Ameríku, en veiktist af hita- belissjúkdómi og varö að hverfa heim. Þegar hann haíði náð sér nokkurn veginn -eftir þau veik- indi, réðist hann til sjós. Gerð- ist hann fyrst háseti á norsku seglskipi, en fór í land i Argen- tínu, vann þar um hríð við ýms störf, en fór aftur til sjós, að Þessi heilsuhælisdvöl mark- aði tímamót í lifi hans. Hanri var tilneyddur að Iiaida kýrra fyrir og hugsa. Nú gat hann ekki lengur komizi; hjá þvi að Hugleiða nánar allt það, sem hann hafði sífellt verið að flýja. Nauðugur viljúgur varð hann að svara til sakar fyrir dóm- stóli sinnar eigiri sáiar. Þá var það, að hann fann hjá sér þörf og köllun til þess að gerást rit- höfundur. Skömmu síðar lauk hann við að semja fyrsta leikrit sitt, þá tuttugu og fjögurra ára að aldri. Veurinn 193 4—15 tók hann þátt í einu af hinum frægu leikritunarnf.mskeiðum Bakers prófessors, pg um sum- arið 1916 komst hann í kynni við nýstofnaðan leikflokk, er kenndi sig við Prineetown, og verður ekki annað sagt, en að þau kynni hafi orðið báðum að- ilum hinn rnesti ávinningur. Þessi leikflokkur reyndist fús á að flytja einþáttunga, sem Eu- fen ONeill hafði samið, og leik flokkurinn fékk í lið með sér þann leikritahöfund, sem brátt vakti fádæma athygli með verk um sínum og vann á þann hátt flokknum hina mestu frægð. Enda þótt þessir einþáttung- ar O’Neill vektu nokkra at- hygli, einkum sem byrjanda- verk, varð varla af þeim ráðið, hvers væna mætti af hinum unga höfundi. Hins vegar mun enginn hafa verið í vafa um það, oftir að sýningar hófust á fyrsta ,,stórverki“ hans, sjón- leiknum „Handan við sjóndeild- arhring" (Beyond the Horizon). í leikriti þessu sem höfundur lætur gerast meðal bændafólks á Nýja Englandi, koma þegar í ljós þau megineinkenni, sem ’ ráðið hafa mestu um svip og ! grunntón flestra verka hans. Persónurnar eru motaðar skýr- um, jafnvel svo skýrum og sterkum dráttum, að einungis hin rismikla og þunga stígandi harmræmia atburða varnar því að það rjúfi heildarsvip leiks- ins. Höfundurinn kryfur þær og viðfangsefnið til mergjar af i alvöruþrungnu raunsæi, en þó kemur hvarvetna í ljós rík sam úð hans með manninum í veik- leika, gleði og sorg; það er ein- mitt hið mannlega, ssm hann leitast við að draga fram í hina skæru, á stundum ýktu, birtu leiksviðsins, maðurinn í allri sinni nekt, breyskur, syndugur og vanmáttugur gegn því ör- lagavaldi, sem felst í umhverf- inu og honum sjálfum. Og hvergi er dregin fjöður yfir neitt; sagan er sögð af miskunn arlausu, hrjúfu raunsæi, og hvergi slakað á ltröfum sann- leikans. Næsta lekirit O’Neill, „Anna Christie“ 1921), ber að miklu leyti sama svip. p.ersónurriar eru mótaðar sterkum dráttum, en þó er frásagnarblærinn allur Framh. á 7. s.ðu. Hýja sendibílastöðin hefur afgreiðslu á Bæ]-- arbílastöðinni 1 Aöal-) ntræti 16. — Sími 1395. „Anna Christie^ þessu sinni á eimskip, sem var í gripaflutningum miili Buenos Aires og hafna í Suður-Afríku, og réðist Eugene O’Neill um borð sem gripagæzlumaður. Þegar hann lcom úr þeirri för, dvaldist hann enn iim skeið í Buenos Aires við þröngan kost og hélt að lokum aftur heim til New York sem háseti á strand- ferðaskipi og hafði þá hlotið. réttindi sem fullgildur sjómað- ur. Enn var hann í förum um hríð, fékkst síðan við blaða- mennsku um skeið, en fékk þá aðkenningu af berklum og varð að leita sér læknisbótar i heilsuhæli, eins og áður er á minnzt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.