Alþýðublaðið - 13.01.1952, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.01.1952, Blaðsíða 7
Hverfin eru: 1. hluti. Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes. 2. lilúti. Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna, vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnesið að Sundlaugar- vegi, Laugarnes meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjalarnes, Árness- og Rangárvallasýslur. 3. hluti. Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarárholtið, Túnin, Teigarnir, íbúða- hverfi við Laugarnesveg að Kleppsveg og svæðið þar norðaustur af. 4. hluti. Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabrautar og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. 5. hluti. Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu, Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfiris- ey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. Álagstakmörkun dagana 13. janúar — 19. janúar. Sunnudag 13. jan. kl. 10,45—12,15 5. hluti. Mánudag 14. jan. kl. 10,45—12,15 1. hluti. Þriðjudag 15. jan. kl. 10,45—12,15 2. hluti. Miðvikudag' 16. jan .kl. 10,45—12,15 3. hluti. Fimmtudag 17. jan. kl. 10,45—12,15 4 hluti. Föstudag 18. jan. kl. 10,45—12,15 5. hluti. Laugardag 19. jan. kl. 10,45—12,15 1. hluti. Straumurinn verður rofinn skv. þessu þegar og að svo miklu leyti, sem þörf krefur. Sogsvirkjunin. RIKISINS rrHerðubreiSr" til Húnaflóa-, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarhafna hinn 19. þ. m. Tekið á móti flutningi til hafna milli Ingólfsfjarðar og Haganesvíkur svo og til Ólafs- f jarðar á þriðjudag og miðviku dag. Farseðlar seldir á fimmtu dag. ÞriSja loforðið Framh. af 5. síðu. og nokkuð hrjúfar staðreyndir blasa við. Ríkisstjórnin vissi að gjaldþol og kaupgeta almenn- ings mátti ekki við þeim dráps klyf jum, sem hún samt sem áð- ur lagði á hann, að viðbættu atvinnuleysi. Eftir að gengislækkunarlög- in komu til umræðu á alþingi áttu forsvarsmenn ríkisstjórn- arinnar ekki ,nógu sterk orð til þess að lýsa ágæti þessa „bjarg ráðs“, og ef mælskan kaffærði hin veiku rök, þá var vitnað til „sérfræðinganna“, Ólafs Björnssonar og Benjamíns Ei- ríkssonar; þeir sögðu okkur það, sem öllum er í fersku minni, og þannig var stuðlað að því áliti, sem síðan hefur rutt sér til rúms meðal al- mennings, að þekking og lær- dómur geti verið tvíeggjað vopn. Menn héldu áður, að gagn- menntaðir menn létu ekki kenna sig við eða gera að hlífi skildi fyrir hvað sem er. Hvernig voru svo byrðar þessarar „leiðréttingar11 og „bjargráðs“ léttar á almenn- ingi? Virði peninganna stór- minnkaði og atvinnuleysinu var sleppt lausu. Slíkar voru efndirnar á loforðum forspjalls ins. • En í framhaldi hins þriðja boðorðs ríkisstjórnarinnar var því lofað að láta „vöruframboð stóraukast, en það á að vega upp á móti þeirri dýrtíðar- liækkun, sem af gengislækk- uninni myndi leiða“. Hverjar hafa svo verið efnd ir þessa loforðs. Vöruframboð- ið jókst og vörugeýmslur heild salanna fylltust af hvers kon- ar varningi, þörfum og þó meira óþörfum. Ekki ber þó að þakka aukningu vörubirgð- anna heilbrigðri aukningu inn- flutningsins. Nei, nú var skammt stórra högg'a í milli. Lögvernduðu svartamarksaðs- braski með gjaldeyri var hleypt af stokkunum, — hinn svo- nefndi bátalisti birtist. Verð- lagseftirlitið var afnumið og þar með var almenningur sviptur því, eina öryggi, sem hann hafði í þessum málum með ítökum sínum í .verðgæzlu nefnd. Stói’kaUpmenn skyldu framvegis einir skipa sitt eigið verðlagsráð, og stjórn félags ís- lenzkra stórkaupmanna var nú hin nýja „vérðg'æzlunefnd“ ríkisst j órnarinnar. Staðreyndir þessa skipulags, sem nefnd er „frjáls verzlun“, eru of augljósar til þess, að þörf sé á að fara nánar út í verðlag einstakra vorutegunda, sem fluttar eru , inn sam- kvæmt reglum þess. Þrátt fyrir hina miklu andúð almennings á þessu fyrirkomulagi og þrátt fyrir ótta við að nöfn þeirra, er fíekast hafa gengið fram í okrinu, verði birt, nemur á- lagningin á fjölda vörutegunda enn meiru en innflutningsverð ið sjálft og jafnvel helmingí meiru. Að vörugeymslurnar fyllast svo ört stafar fyrst og fremst af hinu háa vöruverði og minnkandi kaupgetu al- mennings, sökum gífurlegs at- vinnuleysis. Dýrtíðin og at- vinnuleysið eru því helztu hjálparmeðul ríkisstjórnar innar í hinu aukna vörufram- boði. Ekki má svo skilja við þetta forspjall ríkisstjórnarinnar, að ekki sé minnzt á lofórðið um, að hafa samstarf og' samráð svo sem verða má við stéttarsam- tök almennings. í vísitöludeilunni í fyrravet ur var af hálfu alþýðusamtak- anna gerðar ítrekaðar tilraunir til þess að ná samkomulagi við ríkisstjórnina, þannig, að ekki þyrfti til verkfalla og aukinn- ar dýrtíðar að koma. Með þess- um tilraunum var m. a. til þess ætlast, að ríkisstjórnin beitti sér fyrir lækkuðu vöruverði og þannig yrði vísitalan lækkuð, sem að sjálfsögðu hefði orðið farsælasta lausn þessarar kaup deilu. Öllum þessum tilboðum var hafnað. Þannig voru al- þýðusamtökin ltnúin til þess að fara út í kaupgjaldsbaráttu, vitandi það, að lækkun vöru- verðs á nauðsynjavarningi hefði verið haldbezta og farsæl asta launahækkunin. Og nú er á ný fullt útlit fyrir að sagan frá 21. maí í fyrra verði látin endurtaka sig. Eftir því, sem næst verður komizt, hefur mið stjórn ASÍ nú um tveggja mán aða skeið reynt árangurslaust að ná viðtali við ríkisstjórn- ina varðandi hina vaxandi dýr tíð, atvinnuleysi og' minnkandi Sonur okkar 02 bróðir. SÆVAR, fórst með vélbátnum Val 5. janúar síðast liðinn. Sigri’ður Ólafsdóittir, Sigurjón Kristjánsson og systldni. Heiðarbraut 11, Akranesi. Jarðarför mannsins míns, SIGURÐAR BALDVINSSONAR póstmeistara, fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 15. janúar n. k. kl. 1,30 e. h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm afbeðin, en þeir, sem vildu minnast hans, eru beðnir að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Oktavía Sigurðardóttir. Jarðarför mannsins míns, EINARS EINARSSONAR, fer fram frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 15. janúar kl. 2,30. Athöfnin hefst með bæn að heimili hans, RauðaráAstíg 30, kl. 1,30 e. h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Þeir, sem vildu minnast hins látna, eru vinsamlega beðnir að láta Dvalarheimi’i aldrað'ra sjómanna njóta þess. Fyrir mína hönd, barna og annarra vandamnna. Guðríður Guðmundsdóttir. kauþgetu, m. ö. o. það neyðar- ástand, er ríkir meðal hins vinnandi fólks. Ef dæma má af fyrri reynslu og viðbrögðum þessarar ríkis- stjórnar, þarf ekki að vonast eftir viðunandi lausn af henn- ar hálfu til handa alþýðu manna. Alþýðusamtökin þurfa því að búa sig nú undir ný á- tök til þess að rétta sinn sí- minnkandi hlut. Kolbeinn ungi. Eugene O'Neili Framhald af 4. síðu. mýkri og mildari, enda er við- fangsefnið hugþekkara. Ef til vill er það þess vegna, að sá sjónleikur hefur notið einna mestra vinsælda meðal almenn ings af öllum sjónleikjum O’Neill. Ekki má samt skilja þetta þannig, að höfundur slaki þar á kröfunum til sjálfs sín og listar sinnar til þess að þóknast áhorfendum, ekkert er honum fjær skapi, ef til vill væri sönnu nær að segja, að hann gerði á stundum of miklar kröfur til áhorfenda í seinni leikritum sínum. Eftir þetta helgaði Eugene O’Neill köllun sinni aila starfs- krafta sína. Hann flúði ys og skarkala borgarlífsins og tók sér bólfestu á afskekktum stöð um til þess að geta einþeitt hug anum að leikritaskáldskapnum, tók engan þátt í félags- eða samkvæmislífi, ien vann öilum stundum, enda er hann í röð hinna mikilvirkus'tu rithöfunda, ög liggja eftir hánn því sem næst fjórir tugir leikrita, smærri og stærri. Hann herti stöðugt á kröfunum til listar sinnar, ekki hvað sízt til forms- ins; margar tilraunir hans með formið eru svo nýstárlegar og djarfar, eða voru það að minnsta kosti á þeim árum, sem þær komu fram, Eið þær nálg- uðust mest hamrama hólm- göngu listamannsins við form og efni, og enda þótt úrslit þeirrar orustu reyndust á stund um fara fyrir ofan garð og neð- an hjá venjulegum áhorfendum, bera þau vitni frábærri þekk- ingu höfundarins, varðandi möguleika leiksviðsins, ströng- ustu kröfum til sjálfs sín, írá- bærri leikni í efnismeðferð og formsnilld. Eugene. O’Neill olli ekki aðeins byltingu í banda- rískri leiklist og hóf haria á æðra svið, heldur varð hann og brautryðjandi í vestrænum leik bókmenntum, að vísu umdeild- ur hvað formið snerti, en virt- ur og dáður fyrir snilld sína, einlæg'ni og hreinskilni og trún- að við listina, enda hlaut hann „Pullitzerverðiaunin“, en þau eru ein sú mesta viðurkenning, sem leikritahöfundur getur hlotið í Bandaríkjunum, og síð- ar bókmenntaverðlaun Nobels. Leikrit hans hafa verið sýnd hvarvetna í menningarlöndum, þýdd á flest fungumál sið- menntaðra þjóða og næst Shakespeare er hann sá leikrita höfundur, sem mest er lesimx. Meðal kunnustu verka hans má nefna „Emperor Jones“, ,;The Hary ape“, „All Gods Chillun got Wings“, „Desire under the Elms“, „Marco Millions“, I „Strange Interlude" og „Mourn ‘ ing becomes Électra". Eins og fyrr er frá sagt, helg- aði Eugene Q’Neill alla starfs- krafta sína rithöfundarköllun sinni. Hinn baldni og djarfi æv intýramaður gerðist íhugull, leitandi og alvörugefinn lista- maður, sem taldi „skyldleika manns og guðs“ sér eitt sam- boðið viðfangsefni, og kvað hvern rithöfund verða að skera rætur þeirrar meinserodar, sem menning vor þjáist af, — ósig- ur hins gamla guðdóms manns- ins fyrir vélamenningu og efn- ishvggju og vanmótt vísind- anna til að skapa oss nýjan. Síðustu fregnir lierma, að Eugen O’Neill liggi nú helsjúk- ur, enda er hann nú kominn á sjötugsaldur og hefur aldrei verið maður heilsuhraustur. Sjálfur kveðst hánn engrar verulegrar lífshamingju hafa notið fyrr en hann kvæntist leikkonunni Carlottu Monterey, en áður var hann tvíkvæntur. Starfið og listin, — köllun. hans, — hefur verið honum allt, upp frá þeirri stundu, er hann neyddist til að fara að „hugsa“ í sjúkrahúsinu forðum. Loftur Guðmundsson. Framh. af 5. síðu. Eins og sagt er, í upphafi, heldur sambandið afmælis- fagnað mánudaginn 14. þ. m., og verður hann haldinn að Hót- el Borg. Hófinu stjörnár Birgir Árnason frarrireiðsiumaður á Hótel Borg. AB Z

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.