Alþýðublaðið - 05.02.1952, Síða 6

Alþýðublaðið - 05.02.1952, Síða 6
AÐ HASLA SÉR VÖLL Stundum er talað um að hasla sér völl. Ef til vill skilja menn ekki almenat til fulls orðið „að hasla“, og það er ekki nema fyrir sprenglærða mál- íræðinga að vita af hverju það er dregiö, eða hvort við eigum að skrifa það moð „z“-a eða ekki, en það keniur málinu ekki beinlínis við. Aðalatriðið er að kunna að hasir. sér mátu- lega stóran eða mátulgea lítinn völl, eft.ir sinni ge.u og dugn- aði. Annars lendir allt í vit- leysu. JÞetta á jafnt við um þjóðir sem einstaklinga. það er um að gera að hasla sér hæfilegan völl. Sumum hættir við að hafa bann völl of stóran. Aðrir, en þeir eru færri. hafa tilhneig- ingu til að hafa ha ..i of lítinn. Þetta fer eftir eðli hvers og eins, — eins og allt annað. Svo eru og' til menn, sem engan völl hasla sér, heldur æðá um allt og yfir allt. Það gildir líka um bjóðirnar. Vér íslendingar erum yfir- leitt í öðrum eða þriðja flokki. Annaðhvort höslum við okkur svo þröngan völl, að ekki verð- ur neitt úr neinu, eða við hösl- um okkur völl, sem ekki tak- markast af neinu nema yztu stjarnþokum og allt rennur út í sandinn; svona erurn við. Ýmsir úr okkar hópi hafa spáð því, að íslenzka þjóðin muni frelsa heiminu, — jafnvel eiiistaka útlendingur hefur tek- ið undir þá spá, því að það eru líka til skrítnir útiendingar; aðrir spá því, að yér munum sjálfir tortímast fyrir sundrung og ráðleysi; þeirri spá munu og flestir útlendingar fylgja, sem óskrítnir teljast; sjóifir skipt- umst við svo í hópa eftir þessu; surnir hugsa um það eitt að bjarga veröldinni; aðrir aðeins um það að bjarga sjálfum sér. Hvorugum verður neitt ágengt vegna þess að annar liaslar sér ékki völl, hinn allt of þröngan, og ekkert þar á m.;li. Þannig er þessu f„rið hjá okk ur. Ekkert meðalhóf í nokkru máli. Annaðhvort er innflutn- ingurinn reirður i slík haft- bönd, að enginn lær néitt til neins, eða að hann er gefinn svo frjáls, að allir hafa mikið meira en allt til alls. Annað- hvort erum við svo auðugir, að vítum ekki milljó la vorra tal, eða vér eigum ekki túkall. Ann aðhvort kaupum vér hsilan fiota af nýsköpn '.artogurum, eða við bindum allan flotann og íörum ekki á sjó. Annaðhvort erum við Hafnarstrætis- eða luxusíbúðarónar, eða vér erum góðtemplarar, snarbrjálaðir af bindindisofstæki og ærumst, ef vér finnum lykt. Annaðhvort yrkjum vér r.létt’ibönd, eða hnoðum rímlaust. Svona erum við, og það er ekki gaman að guðspjöllunum,’ Við lærum hvergi nð hasla okk- ur hæfilegan völl. Lærum það aldrei. Og með tilliti til þess, er það rnjög miklum v.fa bundið, hvort okkur tekst að frelsa heiminn, ekki huggulegri en hann nú er, — eða vér tortím-. umst sjálfir, jafn ouggulemr vér erum! Virðingarfyilst. Dr. Álfur Orðhengils. Auglýsíð í AB FraiBhaSdssagan 12- Agatha Christie: Morðgátan á Höfða annað eins og þetta sé svo al gengt, að allir viti, að svona menn eru til. En ég kalla þetta þorparaskap. samt sem áður. Vesalings Freddie varð svo um þetta allt saman, að hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð.“ „Ég skil; ég skil.. <;Það er annað en gaman að lenda í slíku. Og hvaö aðra vini yðar og kunningja snertir, ungfrú; til dæmis okkar drengilega kunningja, Challenger liðsfor- ingja?“ „Georg...... Ég hef þekkt hann alla mína ævi; jæja, það er nú kannski orðum aukið; en ég hef þekkt hann að minnsta kosti um fimm ára skeið. Georg er góður og tryggur drengur." „Hann vill gjarnan að þér giftist sér .... ha?“ „O-jæja; hann er að minnast eitthvað á það öðru hverju. Svona á morgnana eða þegar hann er farinn að finna á sér.“ „En þér hafið forhert hjarta yðar gagnvart honum?“ „Hvernig haldið þér að færi, ef ég giftist Georg? Við eigum hvorugt grænan eyri. Og ég er hrædd um, að ég yrði fljótt leið á George. Þessi sífelldi heiðarleiki og siðprýði, er, þeg- ar allt kemur til alls, óneitan- lega gamaldags fyrirbæri. Og sjálfur er hann orðinn fertug- ur, eða vel það.“ Þessi umæli hennar snertu mig dálítið ónotalega. „Þér eigið við, að hann sé með annan fótinn á grafar- bakkanum," sagði Poirot. ,,Ég tek þau orð eins og þau eru töluð. ungfrú. Ég er þegar orð- inn afi, og óþarfi að taka nokk- urt tillit. tll mín. Segið mér svo nánar af þessum atburðum. Til dæmis þessu með myndina.“ „Hún hefur nú verið hengd upp aftur á nýjum streng. Þið getið komið og litið á hana, ef ykkur langar til.“ Hún reis á fætur og við fylgdumst með henni til svefn- herbergis hennar. Myndin, sem um var að ræða, var olíumál- verk í mjög þungri og stórri umgerð. Hún hékk beint fyrir ofan höfðalagið. „Þér afsakið, ungfrú,“ tuldr- aði Poirot. um leið og hann tók af sér skóna og steig upp á rúmstokkinn. Hann skoðaði umgerðina í krók og kring, því næst strenginn, sem hún hékk á, og vóg myndina síðan í hendi sér. Að því búnu gretti hann sig og steig niður af rúmstokk- inum. ; „Það væri svei mér annað en spaug að fá þetta í kollinn. ;Já; það væri annað en spaug. Segið mér eitt, ungfrú; var hún hengd upp í vírstreng, eins og þessum, sem hún hangir í núna?“ | „Já, en sá strengur var ekki eins digur,“ svaraði ungfrú ■ Nick. „Ég þorði ekki annað en að hafa þennan sterkari.ý i „Það var skysamlegt. Og þér hafi ahugað brostna strenginn; .... tókuð þér eftir því, hvort þræðirnir höfðu verið sorfnir í sundur?“ | „Ég held. að svo hafi verið. Annars veitti ég því ekki ná- jkvæma athygli. Ég áleit þess ekki þörf.“ | „Öldungis rétt; þér álituð þess ekki þörf. Samt sem áð- ur hefði ég gaman af að at- huga brostna strenginn. Hafið ! þér slitrin einhvers staðar héi'a vig hendina?11 j „Slitrin héngu við umgerð- ina, síðast þegar ég vissi. Ég geri ráð fyrir, að maðurinn, sem setti nýja strenginn á hana, hafi lagt þau til hliðar eða bein- línis kastað þeim brott.“ „Það er leitt. Ég hefði haft gaman af að athuga slitrin nán- 'ar.“ I „Þér hyggið þá, að ekki hafi j verið um hendingu eina að ræða? Það er þó öldungis ó- mögulegt." „Það getur verið hending ein. Um það er ómögulegt að segja. En hvað við keniur bil- uninni á bifreiðarhemlunum, þá er óhugsandi, að þar sé um hendingu að ræða. Og hvað um steininn, sem féll niður klett- ana? Það væri nógu gaman að lathuga staðinn, þar sem hann féll." x Nick vísaði okkur leið út í garðinn og fram á klettabrún- ina. Særinn lá blikandi og blár fyrir neðan fætur okkar. 111- gengt einstigi lá fram af kletta brúninni og niður að sjónum. Nick sýndi okkur staoinn,. þar sem steinninn hafði fallið. Poirot kinkaði kolli og Stóð hugsi nokkra stund. „Hvað eru mörg hlið inn í garðinn?" spurði hann eftir drykklanga þögn. „Það er fyrst og fremst aðal- hliðið við ráðsmannsbýli. Og síðan er annað hlið, sem verzl- ; unarsendlarnir fara um, lítið 'hlið, fyrir miðjum garði; og enn er eitt hlið, skammt frá klettabrúninni. Sé farið um það, má komast eftir krókótt- um götuslóða að hliði á girð- ingunni, sem liggur umhverfis veitingahússgarðinn. Þá leið jkom ég í gærmorgun. Það er nefnilega stytzta leiðin héðan að veitingahúsinu.“ j „Og garðyrkjumaðurinn yð- jar; hvar heldur hann sig venju lega við vnnnuna?" j „Hann; — jú, hann er venju- lega eitthvað að dunda í mat- jurtagarðinum bak við húsið. Eða hann situr þar einhvers staðar og læzt vera að hvessa rekurnar eða klippurnar." „Það er að segja, — þarna fyrir handan húsið?“ „Já; einmitt." „Og ef einhvern fýsti að læðast hérna fram á kletta- brúnina og losa um stein, er mjög lítil ástæða til að ætla, að nokkur veitti ferðum han^. athygli?" Það var eins Nick hryllti við rétt sem snöggvast. „Er það í raun og veru skoð- un yðar, að þetta hafi orðið af manna völdum?" spurði hún. „Einhvern veginn á ég ómögu legt með að trúa því. Það virð- ist hrein og bein fjarstæða.“ Poirot dró kúluna upp úr vasa sínum og virti hana fyrir sér. „Þetta er þó staðreynd, en ekki fjarstæða, ungfrú,“ mælti hann ósköp rólega. „Það hlýtur að vera brjá’að- ur maður, sem þar hefur verið að verki.“ „Ekki ósennilegt. Annas er jþað nógu skemmtilegt umræðu jefni við miðdegisverðarborðið, i hvort allir glæpamenn séu ekki að meira eða minna leyti brjál- j aðir. Það er harla líklegt, að um einhverja missmíð á heila- frumum þeirra sé að ræða. Já; það er ákaílega líklegt. En það er verkefni læknavísindanna að skera úr um það. Mitt verkefni er allt annars eðlis. Ég læt mér annt um öryggi hinna saklausu, en ekki þeirra seku, fórnar- lámbsins, en ekki glæpamannsr ins, Það eruð þér, ungfrú, sem ég ber umhyggju fyrir, en ekki hinum ókunna illræðismanni, sem sækist eftir lífi yðar. Þér eruð ung og' föguf, sóíin skín, Myndasaga harnanna: Tuskuasninn „Eg er orðin þreytt á þessum gömlu rósóttu gluggatjöldum,“ sagði mamma Bangsa dag nokkurn. „Pabbi þinn hefur keypt handa mér i ný.“ Svo tók hún gömlu gluggatjöldin niður, og Bangsi hjálpaði henni til að setja þau nýju upp. „En hvað ætlar þú að gera við gömlu gluggatjöldin?" spurði Bangsi. „Það veit ég nú ekki,“ svar- aði mamma hans hugsandi. „A ég að búa til úr þeim föt handa þér?“ Ekki leizt Bangsa á þá hugmynd. Honum fannst, að rósótt föt væru bara íyrir stelpur. Svo spurði hann mömmu sína, nvort. hann mætti ekki fara að finna hann Gutta greifing'ja, því að hann var veikur. Þetta var um vetur. og snjór og kuldi úti. Bangsi hljóp í spretti heim til Gutta. En mamma Gutta sagði honum, að Gutti væri svo veikur, að hann mætti ekki koma inn, óg bað hann koma eftir tvo daga. Þetta þótti Bangsa slæmt, en fór strax að hugsa um, hvernig hann gæti glatt Gutta. S s S s s s s s s s IVÖRÐUNNI \ l I : Laugaveg 60. sími 6783. S verzlið í einlit crepe efni og stór- rósótt taft, margar gerð- ir og litir. VARÐAN Laugaveg 60. sími 6783. S s s s s s s s s s s s s s s__________________ s iRykfrakkar ^ enskir ullargabardine S herrafrakkar S \ VARÐAN ^ Laugaveg 60. S____________ S s s s s S S Gólfteppi S S \v ARÐ AN ðiuggatjaldæfni Gólfdreglar S s s s s s s s s s s s s s V - s s s s s s s s s s s s sími 6783. S s s s s s s s s s s s s s S Laugaveg 60. sími 6783.^ S ^ „Silver Cross" s s s s barnavagnar og kerrur S S s s s Laugaveg 60. sími 6783.s S IVARÐAN Kjólaefm s s s s Einlit og skozk ullar- S kjólaefni, fallegt urval. ^ S S s s Laugaveg 60. sími 6783. S VARÐAN náttkjólar. Einnig blúss ur og milliverk. VARÐAN Laugaveg 60. sími 6783. send'iMiástöt&in hefur afgreiðslu í Bæjar bílastöðinni í Aðalstræti 16. — Sími 1395. AB6

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.