Alþýðublaðið - 15.02.1952, Síða 4

Alþýðublaðið - 15.02.1952, Síða 4
ÁB'Alþýðubiaðið 15. febrúar Í952 Ekki sér hann sína menn,,. ÓLAFUR BjÖRNSSON hagfræðingur skriíaði í gær og fyrradag í Morgunblaðið einhverjar vitlausustu grein ar, sem það blað hefur enn birt um verðlagsmálin, og er þá ekki lítið sagt. Morgunblað ið er samt sem áður himinlif andi og talar um háðulega út reið, sem AB hafi fengið í þessu sambandi! Það fer að verða nokkuð óbrigðult, þegar Morgunblaðið hrósar frammi stöðu liðsmanna sinna og hæl ist um yfir „óförum“ andstæð inga, þá hefur frammistaðan verið léleg. Líklega er þetta allt með ráðum gert. Það get ur varla verið tilviljun, að því vitlausari greinar, sem ýmsir liðsmenn birta í dálkum blaðs ins, því meira er þeim hælt í ritstjórnargreinum. Það er og standandi frétt í Morgunblað inu eftir allar útvafþsúíhræð ur á alþingi, að stjórnarand- staðan hafi fengið „háðulega útreið“, Venjulega hafa þess ar fréttir verið skrifaðar og settar, áður en umæðurnar fóru fram. Það skiptir nefni- lega engu máli fyrir Morgun blaðið hvað raúnverulega er sagt í umræðunum. Fram að þessu hefur Ólat'ur Björnsson getið sér mesta frægð fyrir að reyna að sanna, að launþegar töpuöu á því að fá dýrtíðaruppbót! Nú eykur hann á frægð sína með því að reyna að sanna, að kaupmenn hafi ekkert grætt á aínámi verðlagsákvæðanna! Er ekki von, að Morgunblaðið sé ánægt með skrifin? Hvar gætu slík skrif hafa birzt nema í Morg unblaðinu eða vsi? En ViVir hefur um skeið dregizt aftur úr í vitleysunni, Hver er kjarninn í greinum Ólafs? Hann segir ,að vörur þær, sem nú er okrao á, hafi ýmist alls ekki fengizt áður eða þá að álagning á ]>ær hafi raunverulega verið jafnhá og nú, þar sem þær hafi verið seldar í fornverzlunum, að hurðarbaki í verzlunum eða á ýmis konar svörtum mark- aði. Atliugum nú hvort um sig. AB hefur margsýnt fram á, að eftir afnám verðlagsrFrvæð anna hafa heildsalar tvö-þre- faldað álagningu sína á ailar vefnaðarvörur og fatnað, bæði frílistavörur og bátagjaldeyr isvörur. Úts'jluverð þeirra til neytenda hefur hækkað um 11—15% vegna álagningar hækkunar. Nú vill AB spyrja Ólaf Björnsson: Hefur alls engin vefnaðarvara verið fá- anleg hér undanfarin ár? Hvað skyldu verzlunarskýrslur segja um það? Gengu þeir Morgunblaðsmenn strípaðir fyrir gengislækkun? Ekki væru það góð meömæli með ráðherrum Sjálfstæðisflokks- ins í fyrrverandi rfkisstjórn, Jóhanni Jósefssyni og Bjama Benediktssyni, ef svo hefur verið. En ef sú röksemd Ólafs stenzt ekki, að hér hafi ekki fengizt nein vefnaðanrara f>æ ir gengislækkun, þá er hin eftir, að sú vefnaðarvara, sem fékkst, hafi verið seld á miklu hærra verði en verðlagsá- kvæði gerðu ráð fyrir, s\ro að álagningarhækkunin, sem AB hefur sýnt fram á, hafi alls ekki átt sér stað. Hvað segja kaupmenn um þá kenningu? Ætla þeiraðsitjaþegjandiund ir því, að hagfræðingur Sjálf stæðisflokksins haldi því fram, að kaupmenn hafi brotið verð lagsákvæðin allan þann tima, sem þau voru í gildi? Eða treysta þeir því, að enginn taki mark á þessum skr’fum Ólafs? Og hvernig stendur á því, að Morgunblaðið tekur undir þau? Er það nú allt í einu komið á þá skoðun, að allt viðskiptalífið hafi fyrir gengislækkunina og afnám verðlagsákvæðanna verið orð ið gagnsýrt af verðlagsbrot- um? AB minnir, að eitthvað annað hafi sézt í Morgunblað inu, þegar heildsatamálin voru á döfinni á sínum tíma. Þau voru tómar ofsóknir á hendur alsaklausum mönnum, sagði Morgunblaðið. Enginn þeirra átti að hafa framið nokkurt afbrot. Hefur Morgunblaðið kannske skipt um skoðun á þeim málum nú? Og er Ólaf ur kannske af skrifa þessar greinar til þess að minna á þau? Svo mikið er víst, að ef nokkurt mark er takandi á skrifum hans nú, eru gömlu heildsalamálin ekki nema barnaleikur einn í saman- burði við það reginsvindl, sem Ólafur Björnsson gefur í skyn að átt hafi sér stað síðar. Hernig svo sem skrif Ólafs eru skilin, þá getur niðurstað án ekki orðið önnur en sú, eigi að fá eitthvert vit út úr þeim, að þau séu fyrst og fremst ásökun á heilsala og aðra kaupsýslumenn fyrir ok ur og verðlagsbrot, meðan verðlagsákvæðin voru í gildi. Ólafur hefur þó vafalaust ætl að að verja heildsalana, en ó- vart lamið þá í staðinn. Það er hið fornkveðna upp aftur: Ekki sér hann sýna menn, svo hann ber þá líka! „Sem yður þókhast” - Shakespeare á leiksviði Þjóðíeikhússins Séluskaffur Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 4. ársfjórð- ung 1&51, hafi skatturinn ekki verið greiddur í síðasta iagi 15. þ. m. Að þeim degi liðnum verður stöðvaður án frek- ari atvinnurekstur þeirra, er eigi hafa þá skilað skattinum. Reykiavík, 14. febrúar 1952. Tollstjóraskrifstofan, Hafnarstræti 5. AB — AlþýöublaSið. Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsimar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- sími: 4906. — Afgreiöslusími: 4300. — AlþýSuprentsmiSjan, Hverfisgötu 8—10. AB 4 í SYNING SHAKESPEARES SJÓNLEIKS er alltaf talin merkur leiklistarviðburður. því að vitað er, að bvert leikhús vándar til slíkra sýninga eins og framast er unnt. Siðan það, heyrðist. að Þjóðleikhúsið hyggð ist efna til sýningar á sjónleikn um ,.Sem yður þókr.ar“, eftir þennan skáldjöfur, hefur frum sýningarinnar verið beðið með meiri óþreyju og forvitni, held ur en venja er til, þar eð al niennt mun álitið, að sú sýning yrði einskonar profraun á list ræna getu þeirrar stofnunar. Frumsýningin sýndi og sannað; að það stóðst þá prófraun með prýði; sýningin varð í heild eft irminnilegur leiklistaratburður. Fyrst og fremst ber að sjálf sögðu að þakka leikstjóranum Lárusi Pálssyni að svo vel tókzt tU. Það er fyrst og íremst hans starfi að þakka. Og það hefur áreiðanlega verið erfitt starf að móta jafn margar og fjölbreytt ar psrsónugerðir og þessi leikur krefst, þannig að hver þeirra um sig bæri sinn sterka og línu hreina einstaklingssvip, sem túlk andi þeirrar sérstöku skapgerð ar og eiginda, eins og höfundur ætlast til, og fella síðan allar þessar ólíku persónugerðir í um gerð heildaráhrifanna. Þetta erf iða viðfangsefni hefur leikstjór anum tekizt svo vel, að undrum sætir, einkum þegar þess er gætt, að við eigum enga „tradi sjón“, varðandi meðferð Shak espeare-sjónleikja, og sannar Lárus hér enn einu sinni, að hann vex sem leikstjóri að sama skapi og viðfangsefnið er örðugt og stórbrotið. Þess skal getið, að það hefur verið honum ómet aniegur styrkur, að þýðandmn, Helgi Hálfdánarsori, hefur leyst þá þrungu þraut að klæða leik ritið í íslenzkan búning, svo ó- venjulega vel af hendi, að ef- laust mun seinna verða talið, að þar hafi hann unnið bók- menntalegt afrek. Enda þótt frumtextanum sé vandlega fylgt, er málið lipurt og setn- ingarnar flestar framsagnar hæfar vel, án þess þó, að orða- valið eða setningaskipunin verði hversdagslega lágkúru- leg, — og það eitt út af fyrir sig, getur riðið baggamuninn, þegar til túlkunar og tjáningar á leiksviði kemur. Þá verður það og að teljast starfskröftum ÞjóðJeikhússins og íslenzkum leikbslarmönnum góður vitnisburður, að völ skuli vera á þsim leikurum og leik- sviðsmönnum, er gert hafa leik stjóranum kleyft að ná slíkum árangri. Það kom ej.gum á ó- vænt, að Þjóðleikhusið ætti yf ir þeim ytri tæknibrögðum að ráða er gera mættu slíka sýn- ingu glæsilega fyrir augað, en slík tæknibrögð er aðeins eink- isverð skrautspjör, ef það brest ur, sem mest er um vert. En það brast ekki. Leikend- urnir leystu hlutverk sín að vísu misjafnlega vel af hendi, en sumir ágætlega og jafnvel með afbrigðum vel. Ber iar fyrst að nefna frú Bryndísi Pétursdótt- ur, sem leikur Rósalind hina fögru á þann sanna og lát- lausa hátt, sem er þessu vandasama hlutverki samboðið. Hefur þessi unga leikkona þar með unnið mikinn tigur á sviði. því að hlutverkið krefst mikils, ekki aðeins hvað ytri leiktækni og tjáningarleikni snertir, held ur fyrst og fremst i::nri leiks. ósegjanlega fínna hugarblæ- brigða, sem verða að speglast í rödd, svip og fasi, en þó svo í hóf stillt, að tjáningi.n verði eír læg og’ látlaus. Þetta tekzt leik konunni víðast hvar mjög vel. hreyfingar hennar eru mjúkar, látbragðið innilegt og hugþekkt, röddin hreimþýð og lætur vel að tjáningu geðbrigðanna. Það er Prófsteinn hirðfífl Pálsson. Lárus fyllsta ástæða til að óska hinni ungu leikkonu til hamingju með þennan sigur. Rúrik Haraldsson leikur Or lando, og má fullyrða, að enn hafi honum ekki lekizt betur á sviði, enda þótt hann skorti nokkuð á þá djúpu, viðkvæmu einlægni, sem túlkun þess hlut hlutverks krefst öðrum þræði. Hins vegar hefur hann til að bera þann glæsileik, karl mennsku og öirfsku, sem hlut verkið krefst og hreyíingar hans eru að þessu sinni öruggar — og hugsaðar, en ek'.ci með þeim losarabrag, sem oft hefur lýtt leik hans áður. En Rúrik má þó varast það nefhljóð, sem farið er að lýta framsögn hans nokk uð; rödd hans er það hrein og blæsterk, að nefhljóðið er hon um óþarft. Ungfrú Steingerður Guð mundsdóttir kemur nú í fyrsta skipti fram á sviði Þjcðleikhúss ins, en hún er áður landskunn fyrir flutning sinn í útvarp á ýmsum merkum leiksviðsverk I um. Hún hefur einkum lagt ! stund á „monodrama", en sú listgrein gerir einkum miklar I kröfur til framsagnar, enda kom I það greinilega í ljós að þessu I sinni, að ungfrúin tæður yfir meiri leikni og tækni í fram sögn, heldur en almennt gerist um leikara. Meðferð hennar á hlutverki Gelíu, stöllu Rósalind ar, var með ágætum; ekki að eins hvað framsögn snerti, held ur eru og hreyfingar hennar írjálslegar, látbragðið eðlilegt og leikurinn allur tjáningarrík ur. Hjá því fer varla, að ~næg verkefni bíði þessarar efnilegu leikkonu á sviði Þjóðleikhúss ins í náinni framtíð. Baldvin Halldórsson leikur Oliver, bróður Orlandos. Fram sögn Baldvins í þessu hlutvprki er með ágætum, leikur hans hnit miðaður og öruggur, persónu- myndunin gerð af ríkiyn skiln :ngi og innlifun. Baldvin er -vax mdi leikari, og fyrst og fremst 'yrir þá sök, að hann leítast illtaf við að byggja leik sinn á taðgóðum skilningi' á skapgerð peirrar persónu, sem hann túlk ar. Haraldur Björnsson hefur áð ur sýnt og sannað, að hann er bess umkominn að leysa •örð- ugustu hlutverk Shakespeare- s.iónleikja þannig af hendi, að ekki hefur öðrum íslenzkum leikurum þar betur tekizt. Að þessu sinni leikur hann Jakob, hinn þunglynda aðaismann, sem leitað hefur athvarfs í skóginum í fylgd með hinum útlæga her toga. Ber leikur hans vitni mik- lli þekkingu á Shakespéare- tradisjóninni og oarsónugerðin klassisk í sniðum. Gestur Pálsson leikur hlut- verk hins landflótta hertoga af myndugleik, bæði í framsögn og hreyfingum, o^er ieikur hans hinn glæsilegasti. Að þessu sinni lék Ævar Kvaran hlutverk 1 Ámiens aðalsmam.s; það hlut- j verk krefst góðrar söngraddar, og gerði Ævar þvi hin beztu skil, bæði hvað leik og söng snerti. Valdemar Heigason leik ur Kórens smala; gerfið er kát broslegt eins og við á, og leik ur Valdemars þruuginn þeirri látlausu kímni, sem honum er sonar í hlutverki Pilvíusar ef til vill skemmtilega.ý útfærður og minnist ég þess ekki, að hafa séð Róbert betur takast létt gam ansemi. Átti hann og góðum samleik að fagna, þar sem Sig- rún Magnúsdóttir var aiinars vegar í hlutverki Fífu smala- stúlku, en Sigrún er þarna í ess inu sínu og leikur hennar hinn skemmtilegasti. ! Jón Aðils leikur hlutverk ' Friðriks, bróður hins útlæga her toga og á vitanlega að vera hinn versti harðstjóri og fantur, —• en það er eins og Jón nái ekki fullkomlega tökum á hlutverk j inu. Er ekki kominn tími til þess, að finna einhvern annari en Jón, til þess að leika slík hlut verk; hann er áreiðanlega sjálf ur farinn að þreytast á þessum misindismönnum, auk þess, sem hann hefur sýnt og sannað, að hann er fyllilega hlutgengur hvað aðra persónugerð snertir. Þorgrímur Einarsson ieikur hirð mannshlutverk, og tekzt vel að túlka uppsakfningsháttinn og Framhald á 7. síðu. Róbert og Sigrún í hlutverkum Silvíusarar og Fífi. Baldvin Halldórsson í hlut- verki hertogans.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.