Tíminn - 06.06.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.06.1964, Blaðsíða 3
 E A OG HEIMAÍ i Eygló Vlktorsdóttlr í hlutverk! Sylvíu. óþarfi var að leita út fyrir land- steinana til að finna konu, sem væri hlutverkinu vaxin. Eygló Viktorsdótti'r á sýnilega enn eftir að venjast sviðinu bet- ur, en miðað við þann stutta tíma, sem hún hefur haft til æfinga, gerði hún hlutverkinu mjög viðun- andi skil. Söngurinn er vitaskuld hennar sterka hlið. Samt gætti þess dálítið á lágtónum, að nokk- uð dró úr röddinni, og má helzt geta sér þess til, að þetta hafi stafað af þreytu, svo mjög sem söngkonan hefur orðið að leggja hart að sér við æfingar í kapp- hlaupi við tímann. Einnig bar á þreytu í framgöngu hennar á stöku stað, en að öðru leyti sýndi hún hispurslausan leik, og þó stöku sinnum með tilþrifum, sem gefur vonir um, að hún verði lítt aðfinnanleg í þessu hlutverki inn- an skamms, þegar byrjunarþreyt- an er liðin hjá. Þrátt fyrir það, að efnið í þess- um sem flestum söngleikjum sé svo þunnt í roðinu, að nóg sé að heyra það einu sinni í bili, varð þessi sýning síður en svo leiði- gjörn, reyndar miklu skemmti- legri en sú fyrri, er ég hef skrifað um áður hér í blaðinu. Sannleik- urinn er sá með höfundinn, að hann er ekki aðeins skemmtilegur sönglagasmiður, heldur er honum allsýnt um að semja sig að leik- sviði. En sinn þátt í að gera þessa síðari sýningu. sem hér um ræðir, eðlilegri og lífrænni, er, að leik- endur, sem voru eitthvað skrítnir innan um sig á fyrstu sýningu og Sardasfurstinnan frumsýnd á ný... Sjöunda sýning á Sardasfurst- innunni i Þjóðleikhúsinu, fór fram á miðvikudagskvöld, og var það ei. frumsýning á nýjaleik. Skipt hafði verið um leikkonu í aðal- hlutverki og raunar einnig um tvo leikendur í aukahlutverkum. Er skemmst af að segja, að Ey- gló Viktorsdóttir, sem nú hefur tekið hlutverk Sylvu, hlaut af- bragðs góðar viðtökur, sannaði með frammistöðu sinni, að hreinn hálfpartinn úti á þekju, eins og þá var j pottinn búið, hafa nú, sem betur fer, tekið gleði sína á ný. Gunnar Bergmann. Silfurlampinn veittur / listamannahófí 19. jání Silfurlampinn, verðlaun Félags I afhentur í lokahófi Listamanna- íslenzkra lei'kdómenda fyrir bezta hátíðarinnar. í Súlnasalnum Hótel leik ársins, verður að þessu sinni I Sögu, að kvöldi 19. júní. Tilboð óskast 1 nokkrar fólksbifreiðir, er verða sýndar í Rauðarárporti mánudaginn 8. júní kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna Atvinna - Saumastúlkur Ný verksmiðja í karlmannafatasaum tekur til starfa innan skamms. Viljúm ráða nokkrar stúlkur. Hafið samband við Björn Guðmundsson kl. 10 til 12 næstu daga. SPORTVER H.F., Skiílagötu 51, III. hæð. Venjan hefur verið að efna til sérstakrar Silfurlampahátíðar, ■en framkvæmdastjóri Listamannahá- tíðarinnar og formaður Bandalags íslenzkra listamanna hafa fúslega leyft að afhendingin fari fram í lokahófinu. Verða atkvæði talin og lampinn síðan afhentur á meðan gestir sitja undir borðum. Styrkt armeðlimir Félags leikdómenda geta keypt aðgöngumiða að loka hófinu, þegar auglýst verður síðar sala þeirra, en meðlimir Banda- lags íslenzkra listamanna sitja íyr ir um aðgöngumiða til ákveðins tíma. Á næstsíðasta fundi félags- ins voru kosnir í Silfurlampa- nefnd Agnar Bogason (Mánud.bl.), Gunnar Bergmann (Tíminn) og Sigurður A. Magnússon (Mbl.). Aðalfundur Félags leikdómenda var haldinn í fyrradag. í fráfar- andi stjórn voru Sigurður Gríms- son (Mbl.), Ásgeir Hjartarson (Þjóðv.) og Njörður P. Njarðvik (Vísir). í nýja stjórn voru kosn- ir Sigurður A. Magnússon (Mbl.i fortnaður, Ólafur Jónsson (Alþ.- bl.) ritari og Gunnar Bergmann (Tíminn) gjaldkeri. Aluminium NÝKOMIÐ mm \ \ \ VW A -'k -V- - —1 JlíA .W->. +**~< ******** SLÉTTAR PLÖTUR í STÆRÐUNUM 1x2 M 0,6 mm. Verð kr. 144,— pr. plötu 1,0 mm. Verð kr. 245,— pr. plötu 1,2 mm. Verð kr. 291,— pr. plötu 1,5 mm. Verð kr. 379,— pr. plötu cdœOsg: i Laugavegi 178 Sími 38000 Sumardvöl Óska eftir plássi í sveit, helzt á barnfáu heimili, fyrir 8 ára dreng í tvo mánuði. Meðgjöf. Upplýsingar í síma 37612. Starfsstúlka óskast á veitingastað úti á landi. Aldur ekki inn- an við 18 ár. Frítt uppihald. Gott kaup. Upplýsingar í síma 40058. Söltunarstöðin Björg h.f. Raufarhöfn Vantar nokkrar góðar síldarsöltunarstúlkur í sum- ar. Fríar ferðir — Frítt húsnæði — Gott húsnæði — Kauptrygging Ódýr fæðissala fyrir þær sem vilja. Fullkominn söltunarbúnaður er léttir og eykur af- köstin. Flokkunarvél. Aflaskip leggja upp síld hjá okkur. Upplýsingar í síma 40692 og hjá BJÖRG H.F., RAUFARHÖFN TÍMINN, laugardaglnn 6. [úní 1964 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.