Tíminn - 06.06.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.06.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS vandamálln, er spruttu af yfir- fylltum svefn- og gististöðum stúlknanna, fór hún oft í óvænta heimsókn til að kanna vistarver- urnar í sínum „hversdagsklæð- nrn", svo að ekki væri breitt peil og purpuri um borð og bekki hennar vegna. Eftir að hafa heimsótt gististað, sem hýsti fimmtíu stúlkur, kvað hún hæfilegt að þar byggju þrjá- tlu og fimm stúlkur. „En hvert eiga þá hinar fimmt- án að fara?“ spurði hún. „Sumir gististaðirnir hafa bið- Iista jafnlangan handlegg mín- um,“ sagði hún enn. „Og einnig verfjur einhvers staðar að fá aft- ur þann tekjumissi, sem verður af því að fækka leigjendunum.“ Cle- mentine var hagsýn og kunni vel að stýra heimili og hún gleymdi þess vegna ekki, að meira þyrfti að greiða fyrir aukfn þægindi, hvaðan sem sú greiðsla kæmi. Hún greip til þess úrræðis að stofna nýja „Gististaða-stofnun“. í samvinnu við nefnd sína undir- bjó hún og ritaði handbók fyrir gististaði, og eyddi í það mikilli vinnu, tíma og hugsun. Hún sagði við nefndármenn: „Stúlkumar þurfa ekki endilega að vera hami'ngjusamastar í vistar- verum, sem máláðar eru ljósbláar eða hvítar. Mikilvægast er að hafa forstöðukonu, sem ann og skilur stúlkumar. Forstöðukonur þurfa að vera mörgum kostum búnar, og ég met þær mjög mi'kils og ég dáist að þeim. Starf þeirra er erfitt, kröfuhart og þreytandi, og auk þess þurfa þær að hafa áhyggjur af, að stað- imir sóu ekki reknir með halla. Þetta reynir á taugamar og skapið, og að sjálfsögðu er ekki sérhver forstöðukona eins og eng- ill á himnum, ekki frekar en sér- hver hjúkmnarkona er Florence Nightingale.“ Gístistaðahandbók K.F.U.K.- refndarinnar eftir Clementine, var ekki skrifuð á neinu rósamáli — þar var lögð áherzla á það, sem máli skipti og það, sem nauðsyn- legt var. Það var krafizt „að þvottaklefi skyldi vera í hverju gistihúsnæði fyrir stúlkur, þar sem hámark væri að einn vaskur skyldi vera íyrir hverjar fjórar stúlkur, sal- emi fyrir hverjar áta og baðker á hverjar tíu. Þvottaklefi skyldi, ef unnt væri, staðsettur yzt á hverri hæð, og sérhver vaskur skyldi aðskiíinn með þili.‘“ Þetta síðasta var táknræn tillitssemi af konu, sem ann og virðir rétt mannsins til einkalífs.' „Þvottaherbergi skal vera í hverju gístihúsnæði, þar sem rúm er til að þurrka föt og góð loft- ræsting. Eitt strokjám á hverjar sex stúlkur," sagði enn í handbók- ínni. Hvorki almenningur né þær mæður dætranna, sem Clemen- ti'ne var svo annt um, hafði vit- neskju um brautryðjendaverk Clementine. K.F.U.K.-samtökin fóra að fyrirmælum hennar og héldu starfinu áfram, enda náði net klúbba, gististaða og kaffi- stofa í eigu samtakanna um sex- tíu og níu lönd víðs vegar um heiminn. Til þess að óskin um „eigið herbergi handa hverri stúlku'' gæti rætzt, gerði Clementine allt sem í hennar valdi stóð til að safna í fjársjóði þessu til stuðn- ings. Henni tókst jafnvel að gera kraftaverk í þágu þessa málstað- ar, þegar hún fékk li'stmálarann Winston til að selja eitt af verk- um sínum. Þetta var í eina skiptið, sem hann hefur nokkra sinni leyft að selja mynd eftir sig á opinbera uppboði. Myndin, sem var bláa dagstofan í Trent Park, var slegin brazilíönskum safnara fyrir 1250 gíneur.. Peningamir komu í gó3- ar þarfir til byggingar á fleiri þessara K.F.U.K.-herbergja. Clementine var himinglöð yfir því, hve salan hafði gengið vel, en skömmu síðar varð hún ofsareið, þegar hún frétti að brazilíanski safnarinn hefði látið hafa eftir sér, að hann hefði verið fús til að bjóða allt upp í 13.000 pund, ef nauðsynlegt hefði verið. Ungfrú Ruth Walder, aðalfram- kvæmdastjóri K.F.U.K. segir svo: „Áhugi hennar á gistihúsnæði var bein afleiðing þess mikla starfs, sem hún hafði innt af hendi í þágu hersins á meðan á styrjöldinni stóð, og þá sérstak- lega starf hennar þar fyrir stúlk- umar, sem gegndu herþjónustu. Mörg gistihús voru í hræðilegu ásigkomulagi eftir styrjöldina vegna fjárskorts og getuleysis til viðhalds og nýbygginga og því hve vinnuafl var af skornum skammti. Það kostaði mikið fé að endurskipuleggja allt á ný, og öfl- un þess fjár var höfuðtillag lafði Churchills til starfs okkar. í stríð- inu færði hún okkur 300.000 pund á aðeins einu ári. En starf hennar í okkar þágu var miklu umfangs- meira en fjáröflun aðeins. Eftir styrjöldina var hún ein af fáum, sem var ljós sú mikla þjóð- íélagslega og efnahagslega bylt- ing, sem hafði átt sér stað, og sú nauðsyn, sem bar til, að samræma þær breytingar, sem orðið höfðu, aðstæðum okkar.; og framtíðar- sjónarmiðum. Þar sem hún var ekki á sama máli og nokkrir aðrir nefndar- menn okkar um framtíðarstefn- una, hóf hún eigin baráttu í tákn- rænum Churchillstíl fyrir því, sem hún áleit réttast og bezt. Hún skar upp herör til að fá því framgengt, að sérhver stúlka, sem var á okk- ar vegum fengi bætt kjör. Sem íormaður gistihúsanefndar kom hún í mörg almenn gistihús strax eftir stríðið og komst að raun um þá erfiðleika, er bæði gömul og ný gistihús áttu í vegna breyttra aðstæðna. Hún gaf skýrslu til aðalstöðvanna um, hvernig byggingar væru hvar- vetna í vanhirðu, sem stafaði af fjárskorti, sömulei'ðis var öllum búnaði mjög ábótavant og það, sem til var úrelt og úr sér gengið." í skýrslu sinni til miðstjórnar- innar sagði Clementine: ,,Við efn- islegu erfiðleikana bætist og þörf- 98 in fyrir forstöðukonu, sem hefur einlægan áhuga á velfarnaði ungu stúlknanna, og getur túlkað sjón- armið samtakanna, svo að þær geti tileinkað sér þau í daglegri umgengm og þannig veitt nýjum styrk rnn í líf þeirra stúlkna, er ekki hafa náð fótfestu eftir styrj- aldarárin." Henni var ljóst, að nauðsynlegt var að endurskipuleggja að nýju allt starf K.F.U.K., og lagði fram tillögur til úrbóta. Clementine fór í könnunarferð til Skotlands, og hún varð furðu og skelfingu lostin, er hún kom inn á eitt stúlknaheimili og sá hvernig þar var búið að þeim. For- seti heimilisnefndarinnar reynd- ist vera hertogafrú. Clementine hringdi til hennar þegar í stað þar sem hún var stödd. ' „Hafið þér séð gistiheimilið, sem þér erað forseti fyrir?" spurði hún hertogafrúna. Hún lagði til að hertogaynjan kæmi þegar í stað og liti á staðinn. Hertogafrúin kom. Frú Churchill reif niður vegg- fóðrið, sem hékk í hengslum hvar- vetna í húsinu og byrjaði þegar að gera áætlanir um breytingar, sem nauðsynlegar vora til að hressa upp á útlit og skipulag". sagði ungfrú Walder. Þegar hún kom á gistiheimili K.F.U.K. í Kingston, Jamaika, var tekið á móti henni með mikilli viðhöfn. Eiginkona landsstjórans á Jamaíka var forseti stjórnar gistiheimilisins og leiddi hana um þægileg og fagurlega skreytt klúbbherbergi á fyrstu hæð. Cle- mentine kom þá auga á lítinn stiga, er lá upp á loft. Hún benti á hann og spurði: Hvað er þarna uppi?“ ,,0, það er svo sem ekkert," HULIN F0RTÍÐ MARGARET FERGUSON 5 hann setið uppfullur af reiði og beizkju og hafði steingleymt þýð- íngarmiklum sannindum. Það var Tracy sem sat þarna í stólnum. Ekki ókunnug kona, sem rænt hafði nafni hennar og persónu- leika, heldur Tracy sem þau höfðu þekkt áram saman og þótt vænt um. Þegar hún kom fyrst til Pilgrims Barn var hún mjóleggja skólatelpa í sumarleyfi og átti að dveljast þar, meðan foreldrar hennar vora í Burma. Þau höfðu eklri haft ráð á að senda liana fram og aftur með flugvél og hún átti enga ættingja. Frú Victoria Sheldon var bezta vinkona móður hennar og þegar foreldrar hennar biðu bana í umferðarslysi í Burma settist hún að hjá þeim Svefnbekkir Teakgaflar, góð rúmfata- geymsla, ullaráklæði, kr. 3256,00. KJARKAUP Njálsgötu 112. Bændur í Borgarfirði Ég er 14 ára stúlka og vil gjaman komast á gott sveita- heimlli í sumar. Upplýsingar í síma 1 50 93 eftitr U. 5 ðaglega. fyrir fullt og allt. Þessi stúlka var hin sama Tracy og hafði hjólað um cnjóu vegi'na í Wi'ltshire með fletturnar niður á bak, og hamað- ist að fylgjast með eldri drengj- unum úr þorpinu á löngum ferð um þeirra til Stonehenge, Sill- bury Hill og Amesbury. Þessi stúlka var hin sama Tracy og hafði hætt starfi sínu sem bóka- vörður til að giftast Mark einn fagran haustdag fyrir þremur ár- um. Haustlaufin höfðu myndað gullið teppi fyrir hana frá kirkju- tröppunum og út í bifreiðina. Þetta var sú Tracy, sem hann hafði . . . en það skipti ekki máli framar. Hann hallaði sér fram og klappaði henni dálítið klaufalega á öxlina. — Þú mátt ekki segja svona vitíéysu, Tracy. Við eram öll mjög glöð að fá þig heim heila á húfi. Ekkert annað skiptir neínu máli —ekkert annað. Ef ég get fengið flugmiða í lok þessarar viku þá getum við farið heim þá. Heldurðu að þú sért nægilega hress? _ — Auðvitað. Ég er orðin alveg frísk núna. Hún hikaði eilítið, áð- ur en hún spurði vandræðalega og stamaði: — Ég . . . á ég enga ættinga ... fyrir utan ykkur í Pílagríms Bam? — Nei, því míður. Foreldrar þnir biðu bana bílslysi í Burma fyrir mörgum árum og þú hefur . . . búið hjá okkur alla tíð síðan. Ég ætla að reyna að útvega miða í dag, svo kem ég aftur á morgun og læt þig vita. Hann reis upp og brosti vin- gjamlega til hennar: — Vertu sæl, Tracy. — Vertu sæll. Og þakka þér fyrír að koma, Brett. * Hann gekk eftir löngum sjúkra- hússganginum og var einkenni lega þurr í hálsinum. Konan inni í hvítmáluðu sjúkrastofunni var ekki Tracy — og þó var hún það. Sú sama Tracy og Mark afplán- aði nú fangelsisvist fyrir. Það var undarlegt að þessar tvær vildu einhvem veginn ekki renna sam- an í eina og sömu stúlkuna, samt var annað óhugsandi en þær væru ein og sama manneskjan. Tracy fannst allt svo tómt og kyrrt eftir að hann var farinn — já, kalt líka þrátt fyrír hlýtt sól- skinið, sem streymdi inn til kenn- ar. Og heili hennar gerði henni alls kyns óleika, andartak mundi hún alls ekki hvernig Brett Sheld- on — sem farið hafði út frá henni fyrir hálfri mínútu — leit út. Þetta var svo ógnarleg uppgötv- un að hún greip höndum um stól- armana og hélt sér fast og átti erfitt um andardrátt. Var hún kannski að missa' vitið? En svo sá hún hann skyndilega fyrir sér, eins og hann hafði litið út meðan hann sat þarna í stólnum . . . þegar hann kom inn í sjúkraher- bergið. Já, hún sá hann greinilega fyrir sér . . . hvern drátt I and- liti hans. Brett Sheldon var raun- veruleiki. Hann hafði komið til að fylgja henni „heim“, en hann hafði ekki sagt henni, hvers vegna bróðir hans — sem var eiginmað- ur hennar — hafði ekki komið að sækja hana í stað hans. Tracy neyddi sig til að hugsa rólega og yfirvega það sem hann hafði sagt henni. Ég er gift Mark Sheldon ' — hann er eiginmaður minn. Hann er tuttugu og átta ága, svipaður á hæð og Brett, en hann er ljós- hærður. Hann er maðurinn minn og Brett er kominn til að fylgja mér til hans . . . Ég mun hitta hann áður en þessi vika er liðin. Manninn, sem ég hef sennilega gifzt vegna þess að hann elskaði mig . . . og ég elska hann! Hún greip hönd fyrir augum, full örvinglunar. Hún fékk ekki hent reiður á hugsunum sínum. Hún óskaði af öllu hjarta að hún mætti vera um kyrrt á sjúkrahús- inu, þar sem hún var aðeins nafn í sjúkraskýrslu. Samt sem áður þráði hún að laumast óséð úr spít- alanum og hverfa í iðandi mann- þröngina úti fyrir, fyrir utan þessa glugga Meðal allra ókunn- ugra gat hún falið sig og gleymt. Hún þurfti ekki að vera frú Mark Sheldon, því að enginn hefði áhuga á að vita, hver hún væri eða hvort fortíð hennar var skugg um falin. En vegna þess að hún gat hvorugt gert, hnipraði hún sig saman í stólnum og sat án þess að hreyfa legg né lið, eins og lítið dýr, sem hrekkur við, þegar það skynjar hættu og vonar að ef það hreyfir sig ekki né dregur and- ann, þá muni ekki hinn gráðugi veiðimaður koma auga á það. 2. kafli. Nan Sheldon setti frá sér bláa blómavasann með hvítum sýren- um í gluggakistuna, hagræddi lít- ið eitt stífuðum gluggatjöldunum og leit í kringum sig í herberginu. Blá augu hennar vora jafnköld og blómavasinn meðan hún gekk úr skugga um, að allt væri í lagi. — Filtersígarettur, eldspýtur, skrifpappír, hvít blóm . . . — Gleymdu ekki að setja hvít sýrenublóm inn til Tracy, hafði Verkafólk - Síldarvinna Síldarstúlkur og karlmenn, vantar á nýja söltun- arstöð á Raufarhöfn. Nýtízku íbúðir og mötuneyti á staðnum. Upplýsingar í síma. 36, Raufarhöfn eða 50165, Hafnarfirði . 14 T lM I N N, laugardaginn 6. júní 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.