Tíminn - 06.06.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.06.1964, Blaðsíða 9
ST MEÐÁN KÓL THA — Þessi borg hefur allt til að bera, það bezta og það verstar hugsazt getur, var sagt í hópi fréttamanna, sem Loftleið ir buðu til New York á dög- unum. Þetta var ályktað í bíl á leið inni af Kennedyflugvelli til Manhattan. Þeir sem ekki höfðu verið í New York, störðu á umferðina og skýjakljúfana í fjarska og kinkuðu kolli til samþybkis, að þeim fyndist það líklegt. — Og hvergi í heiminum vildi ég síður vera án þess að þekkja fólk og eiga það að, sagði Erling Aspelund, stöðvar stjóri Loftleiða í NY, sem tók á móti ökkur og fylgdi okkur til Henry Hudson Hotel. — Hér verður hver að sjá um sig, bætti hann við. Ókunn ugir gera það ekki. Það er ótrú legt en satt, að fólk hefur ver- ið myrt hér á götu að fjölda manns ásjáandi án þess að nokkur hreyfði hönd eða fót til bjargar þótt morðinginn væri lengi að murka lífið úr fómarlambinu. Þetta gerðist nýlega: Kona var myrt á götu að 38 manns ásjáandi. Morð- inginn réðist á hana hvað eft- ir annað, og það tók hann hálfa klukkustimd að sálga konunni. Þá loks drattaðist einhver í sím ann. Lögreglan kom eftir tvær mínútur. New York-búar eru með af- brigðum tregir til að blanda sér í slík mál og tregir til vitn- isburðar. Það kemur til af því, að lögreglan hér hefur þann ávana að skýra frá nöfnum sjónarvotta til birtingar. Ótt- inn við Mafiuna og Cosa nostra svífur yfir New York. Til hvers drepur maður mann? Það er vandséð. Almenningur vill ☆ HÉR OG ÞAR i N. Y. hvergi nærri koma þar sem afbrot eru framin. Ef þú vilt rétta hlut þinn, en hefur eng- in vitni, þá „forget it.“ Við ókum fram hjá kirkju- garði þar sem legsteinar stóðu þétt, eins og kolskógur að sjá. — Við sögðum einu sinni, að hér væru menn jarðaðir upp á endann, sagði Erling, og mér þykir verst, að það var tekið alvarlega. Að minnsta kosti barst þetta til íslands. Þið vilduð kannski leiðrétta þann misskilning, að menn séu jarð aðir standandi í New York. Erling benti okkur á skýja- kljúf og sagði, að Frank Sin- atra byggi þar hæst uppi. Hann sagði bílstjóranum að aka til Henry Hudson, þar sem okkur var búin gisting, og við fórum um götur eins og hrikaleg gljúfur, þar sem umferðin gus aðist fram á botninum, á svörtu malbikinu, linu undir sól á há- degi. Á Hudson Hotel biðp ókkar steypiböð og svöl rúm, þar sem við teygðum úr okkur, unz Loft leiðamenn komu að sækja okk ur og fylgdu okkur til aðal- stöðva félagsins í Rockefeller Center, ákjósanlegasta og dýr- asta stað í milljónaborginni. Sigurður Helgason, forstjóri Loftleiða í NY, sýndi obkur bækistöðyamar, þar sem félag- ið hefur komið sér prýðilega fyrir með tilliti til hörðustu samkeppni. Þar myndast nær helmingurinn af tekjum félags- ins, og þar starfa um 100 manns á vegum þess, allt starfs lið í NY meðtalið. Söluskrif- stofa Loftleiða er á götuhæð skammt frá aðalskrifstofunum, og þangað fórum við með Sig- urði Helgasyni, Aspelund og Riehard Richardsyni, gjaldkera að loknum hádegisverði í Top of The Sixes, veitingahúsi á efstu hæð í skýjakljúfi, sem ber götunúmerið 666. Þeir sögðu, að maður ætti ekki að vera að tönnlast á sex-sex-sex á íslenzku, þá héldu innbyggjar að maður væri að tala um feimnismál, og þess vegna nefndum við staðinn sex-sex- sex, þegar færi gafst í mann- þrönginni. Á söluskrifstofunni voru bandarískar stúlkur við af- greiðslu, en mikill hluti starfs liðs félagsins í NY er banda- rískt fólk. Stúlkurnar voru önn um kafnar að ræða við vænt- anlega farþega og svara í síma, en við gengum út til að sóla okkur á meðan við biðum eftir leiðsögumanni, sem ætlaði að fylgja okkur til New York Times. Sá leiðangur tók nálega tvær \klukkustundir unz leið- sögumaður okkar og ágætur fulltrúi stórblaðsins höfðu leitt okkur í sannleika um þessa risavöxnu stofnun. Hjá New York Times eru nálega 100 setjaravélar og 19 sjálfvirkar að auki. Fulltrúinn sagði, að sjálfvirku vélarnar hefðu gef- izt mjög vel og yrði þeitn fjölg að til muna í náinni framtíð. Hann sagði okkur líka, að hjá New York Times væru margir blaðamenn um hverja síðu og hefðu nægan tíma til að greiða sér og skafa neglurnar. Var honum sagt, að íslenzkir blaða menn þyrftu stundum að sjá um heila síðu hver og einn, en fulltrúinn svaraði á þá leið, að það væri eitthvað vit í slíku. Þó var ekki annað að sjá en flestir væru önnum kafnir þarna hjá stórblaðinu. Loftleiðir buðu okkur í leik hús þetta kvöld að sjá amer- ískan söngleik, sem heitir How to succeed in business without really trying. Þessi leikur hef- ur gengið við mikla aðsókn í tvö ár, og vel til fundið að sýna okkur hann, þar sem létt- ir söngleikir mega kallast sér- grein Bandaríkjamanna í leilc- húsmálum. Og þama sáum við gamla góða Rudy Vallee, sem hefur snúið sér að leiksviðinu eins og fleiri aldraðar kvik- myndastjömur. Eins og vænta mátti bar þessi sýning vott um þá danslist, sem er undirstaða slíkra leikja. í hléinu gall við rödd í hátalara og gaf til kynna að í húsinu væri stranglega bannað að reykja, alls staðar nema í forsalnum á neðstu hæð Brot gegn þessu varða allt að >10 þúsund dollara sektum; við ■ B væntum þess, að enginn virði þetta bann að vettugi, sagði röddin og dró seiminn lítið eitt. Það var mikil þröng á gang- stéttunum, þegar við komum úr leikhúsinu. Lögreglan hafði rutt akbrautina, og þar var Richard Burton að stíga inn í bíl, en hann var að leika Ham- let þarna hinum megin við göt una. Liz hafði komið að sækja hann og mannfjöldinn horfði á þau yfirgefa leikhúsið í bíln- um. Við gengum niður á Times Square, þar sem stóra reykspú andi Camelauglýsingin .er, og horfðum á mannhafið, bílana og ljósaauglýsingarnar um stund. Síðan var ekið í leigu- bílum að Hotel Plaza að snæða þar náttverð á fyrirmannlegum veitinga- og skemmtistað, sem heitir The Persian Room, og hlusta á Earthu Kitt. Steikin var komin á borðið, þegar Eartha kom fram til að syngja, og hún söng í heila klukku- stund. Á meðgn lá steikin ó- snert, og þegar Eartha söng EARTHA KITT C’est si bon, var feitin storkn- uð og steikin köld á diskunum. Þá söng Eartha um litla blökku stúlku, sem gekk til kirkju og sá þar fjölda mynda af engla- börnum, en þau voru öll hvít á litinn. Þá beindi litla stúlkan orðum sínum til kirkjumálar- ans og spurði, hvers vegna hann hefði gleymt að mála svartan engil? — Hvers vegna gleymið þið alltaf að mála svarta engilinn? Þessi söngur gleymist ekki. — BÓ T f M I N N, lauoardaglnn 6. |únl 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.