Tíminn - 06.06.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.06.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jóaias Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, ?símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Samkomulagið Verulegt hefur áunnizt með því samkomulagi, er náð- ist í fyrrinótt milli fulltrúa verkalýðsfélaganna, fulltrúa atvinnurekenda og ríkisstjórnarinnar. Með því hefur náðst mun betri útkoma fyrir launastéttirnar en orðið hefði, ef ríkisstjórninni hefði tekizt sú lögþvingunarleið, er hún ætlaði að fara í upphafi seinasta Alþingis. Þann Irangur, sem nú hefur náðst, má fyrst og fremst þakka því, að stjórnarandstaðan og verkalýðshreyfingin knúðu ríkisstjórnina til að gefast upp við lögþvingun- arleiðina. Fyrir Framsóknarflokkinn er sérstök ástæða til að fagna því, að samningaleiðin var farin, því að hún er sú leið, sem hann hefur jafnan talið heppilegasta. Sá árangur, sem nú hefur náðst, felst einkum í því, að verðtrygging launa hefur verið tekin upp að nýju og að gert verður. nýtt átak í húsnæðismálunum. Þá hafa fengizt ýmsar lagfæringar á kaupgreiðslum. Allt stefn- ir þetta í rétta átt. Þessi árangur verður þó ekki eins ánægjulegur, þegar þess er gætt, að verkalýðshreyfingin hefur hér samið um mun lakari kjör en henni stóðu til boða haustið 1958. Þá var kaupmáttur dagvinnulauna mun meiri en nú og vísitölufyrirkomulagið hagstæðara launastéttun- um. Sú hækkun, sem nú fæst á íbúðarlánum, hrekkur hvergi nærri fyrir auknum byggingarkostnaði, sem orðið hefur seinustu sex árin. Þannig standa launástéttirnar nú verr að vígi en fyrir sex árum, þrátt fyrir undan- gengið góðæri. Við því var hins vegar vart hægt að búast, að unnt væri að knýja stjórn, sem er fulltrúi stórgróðavalds, öllu meira til undanlátssemi en tekizt hefur að þessu sinni.' Hve stórlega ríkisstjórnin hefur þó neyðzt til að víkja frá raunverulegri stefnu sinni, sést bezt af því, að hún fellst nú á verðtryggingu launa, en um skeið hældi hún sér einna mest af því, að hún hefði sett lög, er bönnuðu slíka verðtryggingu! Við þær aðstæður, sem búið er við, væri rangt að gera lítið úr þeim árangri, sem verkalýðshreyfingin hefur hér náð vegna sameiginlegrar baráttu hennar og stjórn- arandstöðúnnar. Hins vegar hefði árangurinn vissulega getað orðið miklu meiri, ef velviljuð stjórnarvöld hefðu setið hinumegin við samningaborðið. Lækkun tolla og vaxta hefði getað áorkað stórauknum kjarabótum. Þetta sýnir og sannar, að vald verkalýðssamtakanna er ekki einhlítt. Mestu máli skiptir, að menn merki atkvæðis- seðilinn rétt í þingkosningum og tryggi sér þannig rétt- látt og vinveitt ríkisvald. „Yfirboðin“ sigra Stjórnarblöðin hafa löngum keppzt við að kalla til- lögur Framsóknarmanna, sem þeir hafa flutt á Alþingi, ábyrgðarlaus yfirboð. Þegar Framsóknarmenn beittu sér gegn lögþvingun kaupgjalds á seinasta þingi og bentu í staðinn á samn- ingaleiðina, hrópuðu stjórnarblöðin: Ábyrgðarlaus yfir- boð. Þegar Framsóknarmenn fluttu á seinasta þingi frum- varp um að fella niður bannið gegn verðtryggingu launa, hrópuðu stjórnarsinnar: Ábyrgðarlaus yfirboð. Þegar Framsóknarmenn fluttu á seinasta þingi, til- lögu um stóraukin framlög til húsnæðismála, æptu stjórnarsinnar sig hása: Ábyrgðarlaus yfirboð. í samkomulaginu við verkalýðssamtökin, hefur ríkis- stjórnin nú fallizt á öll þessi „ábyrgðarlausu yfirboð!“ T [ M I N N, iaugardaglnn 6. iúní 1964 — Nú í vikunni komu helztu ráðunautar Johnsons forseta í málum Suðaustur-Asíu, saman til fundar í Honolulu ti'l þess að ræða um framtíðarstefnu Bandaríkjanna í þessum hluta heims. Meðal þeirra, sem tóku þátt i þessari ráðstefnu, voru McNamara varnarmálaráðherra, Rusk utanríkisráðherra, Taylor hershöfðingi, yfirmaður herfor- ingjaráðs Bandaríkjanna og Ca- bot Lodge sendiherra í Suður- Vietnam. Á ráðstefnunni mun það einkum hafa verið rætt, hvernig brugðizt skuli við sí- versnandi ástandi í Suður-Viet- nam, en þess gætir í vaxandi mæli þar, að herinn er ófús til að berjast, og að almenn- ingur þráir frið. Á efstu mynd- inni, sem hér fylgir, sjást þeir Rusk og Lodge, en ýmsir telja, að Johnson forseti muni telja sér örðugt að ganga gegn þeim, sem Lodge kann að hafa lagt til. Johnson kynnir sér nú nið- urstöður ráðstefnunnar. Á miðmyndinni sést sigur- vegarmn í prófkjörinu í Kali- fomíu, Barry Goldwater, á- samt yngstu dóttur sinni, en hún lauk nýlega stúdentsprófi í Washington. Faðir hennar gerði hlé á kosningabaráttunni í Kaliforníu og flaug til Was- hington. til þess að vera við- staddur er hún fékk afhent stúd entsprófsskírteinið. Fyrir vikið fékk hann meðfylgjandi mynd birta af sér í öllum amerískum blöðum, og þótti það ekki ónýt auglýsing fyrir hann. Hinn nýi forsætisráðherra Indlands, Lal Bahadur Shastri, hefur lýst yfir því, að hann muni fylgja áfram sömu hlut- leysisstefnu í utanríkismálum og Nehru, enda þykir hún hafa gefizt vel, þar sem hún hefur tryggt Indlandi stuðning Rússa í átökum við Kínverja. Ýmsar fregnir benda til, að Shastri muni árétta þetta enn betur með því að gera dóttir Nehrus, Indira Gandhi, að utanríkisráð- herra, en þau sjást saman á neðstu myndinni.Ekki þykir þó líklegt að Indira Gandhi taki nú þegar við ráðherrastörfum, heldur eftir nokkra mánuði. . -y v.í -/ ? f/V j V' "i.-t •; < / . • J : í I . I > ‘ í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.