Alþýðublaðið - 02.03.1952, Side 4

Alþýðublaðið - 02.03.1952, Side 4
AB-AIþýðublaðið 2. marz 1952 Ráð Per Álbins og Roosevelís MIKIL BLAÐASKRIF hafa orðið um atvinnuleysið undan farnar vikur. Stjórnarblöðin eru nú hætt að bera á móti því, að atvinnuleysi eigi sér stað, en reyna aftur á móti að koma sök þess af ríkisstjórn- inni og yfir á guð og náttúr una! Þó játa þau, að erfiðleik ar iðnaðarins eigi mikinn þátt í atvinnuleysinu, en þeir eru að sjálfsögðu óviðkomandi veðurfari og aflabresti, sem stjórnarblöðin reyna að telja lesendum sínum írú um, að séu meginorsakir vandans. Morgunblsðið er meira að segja farið að velta því fyrir sér, hvað hægt sé að gera iðn aðinum til hjálpar. Það er út af fyrir sig gott og blessað. En mestu máli skiptir þó, að þeg ar í stað sé hafizt handa um ráðstafanir til að vinna bug á atvinnuleysinu. Ástandið, sem nú ríkir og fer sííellt versnandi, þolir sannarlega enga bið. Ráðamenn ríkisins og Reykjavíkurbæjar hafa verið hneykslanlega áhugalausir varðandi atvinnuleysið. Fyrst báru þessir aðilar með Björn Ólafsson í broddi íylkingar harðlega á móti því, að nokk urt atvinnuleysi ætti sér stað. Nú áræða beir slíkt ekki Ieng ur. En þeir eru jafnsofandi og þeir voru. í þessu sambandi er fróð- legt að rifja upp, hvaða ráð stafanir aðrar þjóðir gerðu í baráttunni gegn atvinnuleys inu á kreppuárunum fyrir síð ari heimsstyrjöldina. Svíar höfðu á hendi forustu í þess ari baráttu að frumkvæði jafn aðarmannastjórnar Per Albin Hanssons. Þeir gátu sér slíkan orðstír í viðureigninni við vá gest atvinnuleysisins, að hinn frjálslyndi og mikilhæfi stjórn málaleiðtogi Bandaríkjanna, Franklín D. Roosevelt, gekk í skóla til þeirra. Og hver voru úrræði sænsku jafnaðarmann anna og Roosevelts forseta? Þau voru fólgin í því að auka opinberar framkvæmdir í stórum stíl til þess að skapa atvinnuleysingjunum atvinnu. Var í því efni ekkert til sparað, enda í báðum lönd- um tekin stórlán og hætt á stórkostlegan hallarekstur til þess að vinna bug á böli atvinnuleysisins. Roosevelt datt ekki í hug að láta sitja við vangaveltur og heila brot, þegar atvinnuleysið var að sliga þjóð hans. Hann reyndi ekki heldur að koma sökinni yfir á guð og náttúr una. Hann gerði sér ljóst, að atvinnuleysið var þjóðfélags legt og efnahagslegt fyrirbæri og barðist gegn því sem slíku. íslenzku ríkisstjórninni væri vissulega skylt að hvggja að því, hver voru ráð sænsku jafnaðarmannanna og Roose- velts Bandaríkjaforseta í bar áttunni gegn atvinnuleysinu. Hingað til hefur hún látið aút slíkt imdir höfuð leggjast. Af leiðingin er sú, að atvinnuleys ið heldur áfram að vaxa eins og flóð. Fyrr en varir verður ekki við neitt ráðið af því að fyrstu og mikilvægustu ráð- stafirnar hafa verið vanrækt ar. Ríkisstjórnin og bæjarfé lagið verða að mæta atvinnu- leysinu með auknum fram- kvæmdum. Athuganir geta ver ið góðar, ef þær eru gerðar af framsýni og ábyrgðartil- finningu. En verkin skipta mestu máli. Auðvitað þarf engan að undra það, þó að forustumenn íhaldsins haldi að sér hÖnd um, þegar atvinnuleysið herj ar þjóðina. Þeir hugsa um sjálfa sig og gæðinga sína og láta þar við sitja. Þess vegna hafa þeir ráðizt í ævintýri gengislækkunarinnar, báta- gjaldeyrisins, afnáms verð- lagseftirlitsins og verzlunarok ursins og þannig kallað böl at vinnuleysisins yfir þjóði na. Þetta er íhaldinu líkt og ekki annars að vænta af þess hálfu. Hitt er furðulegt, að Framsókn arflokkuripn skuii láta íhald ig drasla sér út á þetta forað. Það er ömurlegur endir á fé- lagshyggju og frjalslyndi Framsáknarflokksins tfyrr á tímum og mikil stjórnmálaleg ógæfa. Tíminn er löngum að reyna að sannfæra lesendur sína um það, að Framsóknarflokk urinn vilji í starfi sínu taka sér til fyrirmyndar sænska jafnaðarmenn og Roosevelt heitinn Bandaríkjaforseta. Það eru falleg orð, en þau hrökkva skammt eins og Framsóknarflokkurinn er orð inn. En máske vill Tíminn nú skora á flokk sinn að fara að dæmi þeirra Per Albins og Roosevelts forseta í bar- áttunni gegn atvinnuleysinu? Með því ga\: hann sýnt skyld leikann £ verki! Ili'icnnnn H ii ( n n n r | [I M g < Vér bjóðum yður einungis vönduð húsgögn a í lager, smíðuð a£ fagmömium, úr bezta e£ni. 3 ■'f >S . .I1 ^ »*•— " ** ' "" * - r[úiq$qn *. Verð og greiðsiu- . ^.jkáCasDinlfú'úkr^ ýároddssiöáa^' skilmálar hagstæð ir ttnú: 4906. — AfgrelflSluKíml; 4900. — AgjýSuprentsmlSian. Hverfisgötu S—10. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Riistjómarsiinar: 4901 og 4902. — Auglýstnga- AB — AlþýSublaOHJ. Otgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. AB 4 fíCGSt'VÍl'tíf' l'flöherraí', JtiiH nyienua Nigería í AfrÍKu, sem nær eingöngu er byggð svertingjum, hefur eftir stríðið hægt og hægt verið að fá heimastjórn. Árið 1947 fékk hún ráðgefandi þing, og nú hefur hún nýlega fengið ráð- 'herrastjórn. Hér getur að líta fyrstu ráðherrana, — þeir eru sex talsins. Það er félagsmála- ráðherrann, sem er lengst til vinstr^ í efri -röð; en hinir tveir við hlið hans eru ráðherrar án sérstakrar stjórnardeildar. Ráðherrann lengst tií hægri í neðii myndaröðinni er viðskiptamála- ráðherrann, með öðrum orðum: Björn Ólafssson Nigeríu. Lánadeifd smáíbú nú tekin fil sfarfa ---------------—»--------- Á að veita Ián til íbáða, sem menn koma upp sjálfir fyrir sjáSfa sig. ♦--------- LÁNADEILD SMÁÍBÚÐARHÚSA, sem sjofnuð var sam- Jtvæmt lögum frá alþingi nú eftir áraniótin, er tekin íil starfa, að því er segir í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu. Henni er ætlað að veita lan íil smáíbúða, sem menn hyggjast koma upp fyrir sjálfa sig og mcð vinnu sinni að verulegu leyti. Reglur um starfsemi lána deildarinnar hafa verið birtar og eru þær þessar í aoalatriðum. Lánadeildin veitir einstakling um í kaupstöðum og kauptúnum lán til smárra sérstaeðra íbúðar húsa og einlyftra sambyggðra íbúðarhúsa. Enginn fær lán nerna til íbúðar, sem ætlar að búa í sjálfur og reisa að mestu með vinnu sinni og fjölskyldu sinnar, og ekki til íbúða í stærri húsum en tveggja íbúða, annarra en þeirra, sem að framan getur. Umsóknir um lánin skulu send ar félagsmálaráður.eytinu, en Háskólafyrirlesiur á sænsku um Ey- vind Johnson annað kvöld SÆNSKI SENDIKENNAR- INN, fil. lic. frú Gun Nilsson, flytur fyrirlestur í I. kennslu. tveir menn, ssm ríkisstjórnin stofu háskólans mánudaginn 3. marz kl. 8,30 e. h. Mun fyrir | lesturinn fjalla um sænska rit höfundinn: Egvind .Tohnson. Eyvind : Johnson íæddist ár ið 1900. Fyrsta bók hans kom út 1924, en nýjasta bókin 1951. Milli þeirra kom röð af bókum, smásögur og skáldsögur. Sum ar þeirra voru meðal hins bezta í bókmenntum þessarar aldar. Ekkert rit eftir Eyvind Johnson hefur ennþá verið þýtt á íslenzku. Annars staðar á Norðurlöndum er hann hins vegar lesin af ífjölda manna. Hann er vafalaust einn af fremstu höfundum Svía nú. Hann er líka einn þeirra, sem skemmtilegast er að kynnast. Ævi hans er merkileg. Hann fæddíst og ólst upp í Norrbott en, í afskakktri byggð, og menntunarmöguleika hafði hann eiginlega enga þar, en varð svo smámsaman einn af menntuð ustu höfundum þjóðarinnar. I skáldskap hefur hann verið brautryðjandi í Svíþjóð og rutt erlendri skáldskaparstefnu braut með markvissum tilraunum til endursköpunar £ stU! ! velur, ráða lánveitingum. Um- sókn skal fylgja fuilnægjandi skilríki fyrir lóðaréttindum, uppdráttur af húsinu, sem reisa á, götunafn og númer, upplýs- ingar um lán til hússins út á fyrsta veðrétt í því og umsögn sveitarstjórnar um húsnæðis- þörf umsækjanda. Landsbankinn annast af- greiðslu Iónanna, \tðsetningu, þinglýsingu, innheimtu vaxta og afborgana, og fást umsóknar eyðublöð í honam. Lánin skulu tryggð með öðr- um veðrétti £ húsinu. Ársvcxt ir eru 5,5% og lánstími allt að 15 árum. Hámark lánsupphæðar er 30 þús. kr., og ekki má hvíla meira á fyrsta veðrétti en 60 þús. krónur. Barnafjölskyldur, ungt fólk, sem stojfnar til hjúskapar, og fólk, sem býr í hei'isuspi!landi húsnæði, sitja fyrir lánveiting- um. tímarif Aiþýðusambandsins, l.hetti 1952,komÍR úf VINNAN, timarit Alþýðusam bands íslands, janúar febrúar hefti þessa árs er komiff út og verður selt og sent áskrifcndum eftir helgina. Það flytur m.a.: Reistu í verki viljan merki — viiji er allt, sem þarf, grein eítir Hannibal Valdimarsson; grain um hafn arverkamenn í Reykjavík, kjör þeirra og málefni, grein um tog araverkfallið, Eitrmiarhætta af blýbenzíni, grein éftir danskan prófessor, sein er yfirlæknir við vinnu og verksmiðjueftirlitið £ Danmörku, Negrarnir og verka lýðshreyfingin i Bandaríkjun um, grein eftir Sæmund Ólafs son, Sambandstíðindi, Kaup gjaldstíðindi, nvinningarorð um Svein Björnsson íorseta og >Finn Jónsson alþingismann, afmælis greinar um Samband matreiðslu og framieiðslumanna og Verka mannafélagið Hiíí í Ilafnarfirði, fréttir undir fyrirsögninni Brota brot, smágrein, er nefnist: Járn karl skrifar; Um flótta frá fram reiðslustörfum og mannvirðing ar o. fl. stendur yfir i Listamannaskálanum. Síðasti sýningardagur. Qnið k!. 2—11.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.