Tíminn - 16.06.1964, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.06.1964, Blaðsíða 4
MTSTJÓR! HALLUR SÍMONARSON r Úrvalslið 4. flokks úr Austur-Vesturbæ í sambandi við hátíðarhöldin 17. júní verður efnt til kapp- leiks milli Austurbæjar og Vesturbæjar í knattspymu og eig- ast við piltar úr 4. aldursflokki. Leikurinn fer fram á Laug- ardalsvellinum og hefst kl. 17.30, fellur hann inn í dagskrána, sem verður á Laugardalsvellinum. Liðin hafa nú verið valin og eru þannig skipuð: Austurbær: Sigfús Guðmundsson, Vík. Eggert Steingr., Fram Guðmundur Vigfúss., Vík. Helgi Vib., Val Knútur Sign., Val Rúnar Vilhjálmss. Fram Eyjólfur Bergþ., Fram Georg Gunnarss., Vík. Jón Jónss., Fram Kári Kaaber, Vík. Jóhannes Miksson, Val Vesturbær: Ólafur Ólafss., KR Birgir Sigurb., Fram Sveinb. Péturss., l»r. Ólafur Schram, KR Karl Finsen, KR Guðjón Guðm., KR Geirharð Geirh.s., KR Guðbr. Guðj., KR Matthías Gunnarss., KR Sveinn Úlfarss. Val Þór Ottesen, KR. Tver leikir fóru fram \ í 1. deild s.l. sunnudag: Akranes KR 4:2 Valur —Keflav. 1:4 Staðan í deildini er þá þessi: Keflav 3 3 0 0 12:6 6 Akranes 4 3 0 1 10:7 6 KR 3 2 0 1 8:5 4 Valur 4 10 3 11:13 2 Þróttur 3 1 0 3 5:9 2 Fram 3 0 0 3 10:16 0 Næsti leikur í 1. deild er n.k. föstudagskvöld og mætast þá á Laugar- dalsvellinum Fram og Þróttur. Á sunnudag leika svo á Laugardals- vellinum Valur og Akra pes og á mánudag leika saman Eram 0£L KR. Valur engin hindrun á sigurbraut Keflvíkinga Hsím. — Reykjavík. , Valsmenn voru lítil hindrun fyrir Keflvíkinga á sigurbraut þeirra í fslandsmótinu 3. deild. í fyrra. • kvöld mættust liðin á Laugardalsvelli og Keflvíkingar unnu auðvelöj«n sigur 4-1 gegn kraftlausu Vals- liði, þar sem ekki örlaði á sigurvilja Áirni Njálsson, bakvörður ValSTkom Kcflvíkingum í gang, þegar hann skoraði fljótlega í leiknum eitt furðulegasta sjálfsmark, sem ég hef orðið vitni að á knattspyrnu- velli, og var að öðru leyti leikinn grátt af Karli „bítli“ Hérmannssyni í leiknum og krakkarnir á áhorfendapöllum sungu ,,Yeah, Yeah, Yeah“. Keflvíkingar léku i fyrri hálf- leik undan skörpum norðanvindi og voru miklu meira í sókn. En þeim tókst þó ekki fram.an af að koma knettinum í mark —- en fengu hins vegar hjálp frá Árna bakverði, þegar um 10 mín. voru af leik. Knettinum var spyrnt í átt að Valsmarkinu en stefndi fram hjá, þegar Árni greip inn í. Enginn Keflvíkingur var nálægt, en í einhverju fáti sendi Árni khöttinn fram hjá Gylfa mark- verði Hjálmarssyni í markið. Sann arlega furðulegt mark — en mis- tökin voru ekki bætt, svo að 1-0 stóð fyrir Keflavík. Keflvíkingum tókst ekki að skora mark fyrr en undir lok hálfleiksins, þrátt fyrir opin tæki færi og nokkuð góð skot, sem Gylfi varði vel. Einar Magnússon Landsliö kvenna valið LANDSLIÐ kvenna í handknattleik, sem leikur fvrir íslands hönd ■ á Norðurlandamótinu hér í Reykjavík um næstu mánaðamót, hefur nú verið valið. Þess má geta, að í landsliðsnefnd eiga sæti Pétur Bjarnason, Víking; Birgir Björnsson, FH, og Sigurður Bjarnason, Ármanni. Þjálfari liðsins er Pétur Bjarnason og hóf hann æfingar með stúlkunum í byrjun maímánaðar. — Hér keruur svo liðið, en í sviga fyrir aftan tala landsleikja, sem stúlkurnar hafa leikið áður. FRETTIR Á Jónasar-mótinu í Sundlaug Vesturbæjar á laugardag voru sett tvö ný íslandsmet, þrátt fyr ir mjög óhagstæS veður s'kilyrði. Hrafnhildur setti met í 100 m. flug- sundi, synti vegalengd- ina á 1:17 0 mín. Guð- mundur Gíslason setti íslandsmet í 200 m fjór ina á 2:22,5 mín. Tveir brezkir hlaupar ar hlupu maraþonvega- lengdina á laugardag á betri tíma en nokkru sinni hefur náðst áður Basil Heatly sigraði á 2 klst. 13. mín. og 55 sek og virtist óþreyttur eftir hlaupið. Ron Hiil hijóp á 2:'14.12. Bretar búast við miklu af þess um hlaupurum á Ólymp íuleikunum í Tókíó, en þess má geta. að þetta er aðeins í fimmta sinn. sem Heatly hleypur mara þonhlaup. Jónína Jónsdótfi:, FH (0). Itut Guðmundsdóttir, Á, (11). Gréta Hjálmarsdóttir, Þrótti (0>. Sigurlína Björgvmsdóttir, FH (3). Sylvia HalLsteinsvóttir, FH (2). Sigríður Sigurðardóttir, Valur (G,. Hrefna Pétursdrttir, Valur (0) Sigrún Guðmunöídóttir, Valur (O) Guðrún Helgadóttir, Víking (0i. Díana Óskarsdótfii, Árm. (0). Svana Jörgensdóttir Árm. (5). Asa Jörgensdót1’! Árm. (0). Sigríður Kjartansdóttir, Árm. f5). Sigrún Ingólfsdóttir, Breiðabl. (0) Helga Emilsdóttir, Þróttur (8). Frjálsíþróttadeild Ármans mun gangast fyrir námskeiði í frjálsum íþróttum á íþróttasvæði félagsins við Sigtún fyrir pilta 13 ára og eldri NámsKeiðið mun verða haldið mánudaga, þriðjudaga, fimmtu- daga og föstudaga kl. 6—8. Aðalkennari námskeiðsins verð ur þjálfari frjálsíþróttadeildarinn ar Artúr Ólafsson og honum til aðstoðar munu verða nokkrir fé- lagar frjálsíþróttadeildar. skoraði á 38. mín. eftir gott upp hlaup, en í millitíðinni höfðu Valsmenn jafnað og var Ingvar Elísson þar að verki eftir eitt af fáum góðum upphlaupum Vals. Hermann Gunnarsson, hinn korn- ungi innherji Vals fékk síðast í hálfleiknum tækifæri til að jafna metin aftur, en spyrnti fram hjá fyrir miðju marki. Áhorfendur bjuggust við, að Valsmenn mundu rétta hlut sinn í seinni hálfleik, er þeir léku undan hinum sterka vindi. En það fór á aðra leið. Strax á 1. mín. fékk Jón Jóhannsíon knöttinn við vítateig, lék laglega á Björn Júlíusson og leiðin að markinu var greið, enda kom Jón knett- inum í mark. En flauta dómarans hafði hljómað áður, vegna brots markvarðar á Jón, og vítaspyrna var dæmd á Val, sem Högni Gunnlaugsson skoraði örugglega úr. 3-1. Þetta mark virtist draga allan mátt úr Valsmönnum, og þrátt fyrir að Jón meiddist í átök unum við markvörðinn og léki draghaltur eftir það, tókst honum að skora fjórða mark Keflvíkinga á 31. mín. á laglegan hátt. Og sigur Keflvíkinga var þá öruggur, svo að þjálfari liðsins, Óli B. Jóns son, lét Jón fara út af. j Þetta var vissulega stór sigur fyrir Keflvíkinga, sem byggðist 1 fyrst og fremst á flýti þeirra og sigurvilja. Þar voru þeir langt- um fremri Valsmönnum og þeir fengu einnig tækifæri til að I byggja upp þokkalegan samleik, j því að Valsmenn höfðu ekki fyrir því að gæta mótherja sinna sem skyldi og fengu Keflvíkingar því i mjög að leika lausir. En þeir verða ekki dæmdir að neinu ráði eftir þessum fyrsta leik þeirra hér í Reykjavík í vor, til þess var mótstaðan alltof lin. Valsmenn geta leikið sæmilega í meðbyr, en þegar á móti blæs, virðist liðið algerlega leysast upp og leikur- inn verður þá hlaup einstakra manna með knöttinn, sem renna út í sandinn. Keflavíkurliðið er mjög jafnt og ekki hægt að segja, að nokkur einn leikmaður skeri sig úr. í Framhald a 15. síSu. 17. júní mótiS 17. júní mótiS Fyrri hluti 17 júní mótsins í frjálsum íþróttum fer fram í kvöld á Melavellinum og hefst kl. 20 00 Keppt verður í þessum grein um: 400 m gr. hl. — 200 m hlaupi, 800 m hlaupi, 5000 m hlaupi, langstökki, þrístökki, spjótkasti, sleggjukasti, kringlukasti, 80 m gr. hlaupi kvenna. kringlukasti kvenna og 4x100 m boðhlaupi. Þátttakendur eru margir í nokkrum greinum, 8 bátttak endur 4 400 m grindahlaupi, 6 í 200 m nlaum. 4 í 800 m hlaupi og 4 í 80 m grinda- hlaupi kvenna. í sleggjukasti eru 6 keppendur og í kringlu kasti 7, og tilkynntar eru 4 sveitir í 4x100 m boðhlaup. Síðari hluti keppninnar fer fram 17. júní á Laugardals- vellinum og hefst kl. 17.00. T I M I N N, þriðjudaginn 16. |ún| 1964 — '•WMimux

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.