Tíminn - 16.06.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriCi
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson.
Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif-
stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. ACrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. lnnan-
lands. — í lausasöiu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Mesta menningar-
hneyksli á Islandi
Þegar litiS er yfir þau tuttugu ár, sem liðin eru frá
stofnun lýðveldisins, verður ekki annað sagt en ýmis
stór spor hafi verið stigin til að koma fótum undir fjöl-
breyttara og traustara mennta- og menningarlíf. Mikið
hefur verið byggt af skólahúsum, en hins vegar hefur
sjálft skólakerfið nokkuð staðnað og þarfnast vafalaust
verulegra endurbóta til samræmis við breyttar aðstæður.
Af einstökum málum ber það sennilega hæst, að Þjóð-
leikhúsið og Sinfóníuhljómsveitin tók til starfa á þess-
um tíma. Þá er ekki úr vegi að nefna það, að Þjóðminja-
safnið hefur fengið ný og vegleg húsakynni.
En jafnframt því, sem rétt er að minnast þess, er vel
hefur verið gert, má ekki heldur gleyma því, sem stefnt
hefur í öfuga átt. Þar má vafalítið benda á margt. Eitt
ber þó langhæst. Þar er tvímælalaust um að ræða mesta
menningarhneyksli, sem nokkuru sinni hefur verið unn-
ið á íslandi. Það er sú ákvörðun núv. ríkisstjórnar og þó
sennilega fyrst og fremst núv. utanríkisráðherra að veita
erlendum aðila einkaleyfi til sjónvarpsreksturs á ís-
landi, áður en nokkur undirbúningur eða vísir væri haf-
in að íslenzku sjónvarpi.
Hvergi í heiminum er hægt að finna dæmi þess, að
siálfstæð þjóð hafi þannig veitt erlendum aðila ein-
okun til að ráða yfir áhrifamesta áróðurstæki nútímans
— áróðurstæki, sem hefur sennilega meiri áhrif á
menninguna en nokkuð annað.
Strax og Framsóknarflokkurinn fékk vitneskju um
þetta leyfi, beitti hann sér fyrir því á Alþingi, að það
yrði afturkallað, sjónvarp varnarliðsins yrði takmarkað
við Keflavíkurvöll einan og hafinn yrði undirbúningur að
íslenzku sjónvarpi. Þessa tillögu felldi ríkisstjórnin. Á
þeim árum, sem síðan eru liðin, hefur ameríska sjón-
varpið haldið innreið inn á þúsundir heimila, en ekkert
verið gert til að koma á íslenzku sjónvarpi, þótt athug-
anir hafi sýnt, að slíkt er vel framkvæmanlegt.
Sú pólitíska hætta, sem þessu fylgir, er að sjálfsögðu
nokkur, en hin menningarlega hætta er þó margfalt
meiri.
Fyrir ríkisstjórnina er það engin afsökun, þótt Banda-
ríkjamenn kunni að hafa sótt eftir að fá slíka áróðurs-
aðstöðu. Það sýnir aðeins, að þeir sækjast hér eftir var-
anlegum áhrifum og aðstöðu í framtíðinni. Slíkt kann að
vera skiljanlegt frá þröngu eiginhagsmunasjónarmiði
heimsveldis, þótt það sýni lítinn skilning eða velvilja í
garð smáþjóðar. En það er hins vegar ekki Banda-
ríkjamanna að vera hér á verði, heldur íslendinga
sjálfra. Hér er því sökin íslenzkra stjórnarvalda.
Gegn því menningarhneyksli, sem hér hefur verið
unnið, verður þjóðin að rísa. Halldór Laxness hefur í
ræðu sinni á listahátíðinni bent með eftirminnilegum
hætti á hið rétta svar. íslenzka þjóðin vildi ekki sætta
sig við danska biblíu á sínum tíma. Hún vildi íslenzka
biblíu. Hér á að hefjast tafarlaust handa um íslenzkt
sjónvarp, eins og Framsóknarflokkurinn flutti tillögu
um fyrir tveimur árum, en marka hermannasjónvarpi
þann bás, sem því er eðlilegur. Það eitt er íslenzk stefna
í þessum málum. Það er hið rétta svar við mesta menn-
ingarhneykslinu, sem hér hefur verið unnið, jafnhliða
því, sem þjóðin ber í framtíðinni að varast að velja sér
trúnaðarmenn, sem ekki halda betur á málum í skiptum
við erlent vald en raun ber hér vitni um.
Scranton skerst loks í
Verður bræ^rabylfa hjá honum eg Goldwater?
FYRIR nokkrum dögum,
birtisf forustugrein í „New
York Times“, þar sem því var
haldiö fram. að þrír menn
bæru iaunverulega þyngsta á-
byrgð, ef Barry Goldwater yrði
valinn forsetaefni republikana.
Þessir menn væru þeir Eisen-
hower Nixon og Scranton. Af-
skiptaleysi þeirra hefði verið
óbeinn stuðningur við Gold-
water Flest amerísku blöðin
hafa tekið meira og minna und-
ir þetta. Þetta hefur samt ekki
breyt’ afstöðu þeirra Eisen-
howers og Nixons, a.m.k. ekki
opinbeilega Báðir neita þeir
enn að taka þátt í samtökum
um að hindrá framboð Gold-
waters eða að lýsa yfir stuðn-
ingi við annan frambjóðanda
Scran'on hefur hins vegar rek-
ið af sér slyðruorðið á seinustu
stundu og lýst yfir því, að
hann gefi kost á sér til fram-
boðs, en ætlun hans hafði ver-
ið að gefa ekki kost á sér.
nema flokksþing republikana
færi þess á leit við hann
Scranton lýsti yfir framboði
sínu á kjörþingi, sem haldið
var í Maryland síðastl. föstu-
dag. og gerði hann það með
myndarlegri ræðu, þar sem
hann deildi allfast á stefnu
Goldwaters, en undir merkjum
hennar væru republikanar
dæmdir til augljóss ósigurs í
kosningunum í haust.
" ‘ 'ÞAÐ ‘VIRÐIST hafa kostað
Scranlon mikla og langa um-
hugsun að taka þessa ákvörðun.
Sagar segir, að hann hafi fyrst
tekið hana endanlega á fimmtu-
dagsk'röldið var. Nokkrir gestir
voru þá á heimili hans og var
meðal þeirra Scott, annar af öld
ungadeildarþingmönnum Penn-
sylvaniu. en hann sækir nú
um endurkjör og telur sér
mjög hættulegt að vera á sama
lista og Goldwater. Að sjálf-
sögðu barst talið að kosningun-
um og beindi Scranton m.a
þeirrj spurningu að Scott, hvað
hann legði til. Scott svaraði
með hinum kunnu ummælum
úr bibliunni, að sá. sem bjarg-
ar lífi sinu, týnir því. Svar
Scrantons var eftir stutta um-
hugsun: Eg verð í framboði.
Með þessu var teningunum
kastað. Fjölskyldan og gestir
skiptu með sér verkum um það,
sem næst skyldi gera. Frú
Scranton skrifaði niður nöfn
þeirra. sem strax skyldi hringja
í og tilkynna þessa ákvörðun,
en m.a. þeirra voru Eisenhow-
er, Nixon og Rockefeller. Sjálf
ur skrifaði Scranton Goldwater
stutt bréf, þar sem hann skýrði
honum frá fyrirætlun sinni.
Hann kvaðst hafa áfram sömu
mætur á honum og áður per-
sónuiega og hann myndi því
ekki deila á persónu hans. he’d
ur skoðanii Þeir Scranton og
Goldwater hafa verið góðir
kunmngjar
MARGT er talið hafa valdið
því, að Scranton breytti þannig
ákvörðun sinni. Sennilega hef-
ur það þó ráðið mestu, að fyrir
sjáanlegt var, að Goldwater
yrri ekki stöðvaður, nema fram
á sjánarsviðið kæmi forseta-
efni. er frjálslyndi armurinn
gæti einhuga fylkt sér um.
William Warren Scranton
Scraníon hefur þótt líklegastur
í þeim efnum. Fylgismenn
Lodges hafa þegar lýst yfir
stuðnmgi við hann. Líklegt
þykir. að fylgismenn Rocke-
fellers geri það einnig, en
Rockefeller mun þó ekki draga
framboð sitt til baka fyrr en
á floKksþinginu.
Scranton er oft nefndur
Kennedy republikana. Hann er
16 ara, kominn af rótgróinni
auðmannaætt, er um langt
skeið hefur sett svip á borgina
Scranton í Pennsylvaniu. For-
feður hans áttu um skeið í
flestum fyrirtækjum þar, eins
og kolanámum, járnbræðslu,
járnbrautum o.s.frv. Síðar
seldu þeir mest af þessum eign
um sinum, en snéru sér að
vatnsveitum og bankastarfsemi.
Hin stóra vatnsveita, sem ætt-
in átti, var seld fyrir nokkru
fyrir 24 millj. dollara og mun
hlutur Scrantons hafa verið 9
mfllj. Scranton er að námi lög-
fræðingur frá Yale, var flug-
maður á stríðsárunum, og starf
aði siðan við ýmis ættarfyrir-
tæki, unz hann gekk í þjónustu
utanríKisráðuneytisins 1958.
Árið Í96C bauð hann sig fram
til þings í rótgrónu demokrata
kjördæmi og náði kosningu
Tveimur árum seinna var hann
frambjóðandi republikana . í
ríkisstjórakosningum í Penn
sylvaniu og vann einn glæsi-
legasta sigur, er um getur
Hann þykir hafa staðið sig vel
sem ríkisstjóri. Hann þykir
glæsimenni, virðulegur og við-
felldinn í framgöngu og ágætur
ræðumaður
Scranton lét sig stjórnmál
fyrst skipta að ráði fyrir fjór-
um árum, og má því teljast ný-
græðingur á stjórnmálasviðinu
Skoðnunum hans er helzt lýst
þannig. að hann sé til hægri *
frjálsivndara armi republik-
ana. Sjálfur segist hann vera
íhaldssamur ( fjármálum, frjáls
lyndui i kynþáttamálum og
öðrum mannréttindamálum, en
alþjóðasinni í utanríkismálum.
Scranton þykir dugnaðarmað
ur og sækir það af kappi, er
hann tekur sér fyrir hendur.
Sérlega er það rómað. hve
harðfengur og ötull hann hefur
verið í þeim kosningum, sem
hann nefur tekið þátt í. Kona
hans hefur einnig látið til sín
taka : þeim efnum og þótt
duga vel Hann virðist ekki
ætla að liggja á liði sínu nú
enda tíminn stuttur fram að
flokksþingi republikana, en það
hefst 13 júlí n. k. Hann
hefur þegar ákveðið mikil
ferða'.ög og fundarhöld. í ræðu
sinni á kjörþinginu i Mary-
land lagði hann megináherzlu
á, að republikanar mættu ekki
láta merki Lincolns falla niður,
en svo myndi verða, ef Gold-
water vrði frambjóðandi flokks
ins. Af því myndi svo leiða
vísau ósigur í kosningunum.
FRAMBOÐl Scrantons hefur
yfirleitt verið vel tekið, en
fremuv ólíklegt þykir þó, að
hann verði valinn forsetaefni
republikana því að fylgismenn
Goldvvaters muni nú snúa öll-
um vopnum gegn honum. Eink-
um mun því haldið fram, að
hann sé of óreyndur. Andstæð-
ingar hans gera talsvert að því
að kalla hann drenginn (the
boy). Hins vegar er það ekki
alveg útilokað. þótt það sé
t'rekar ólíklegt, að honum tak-
ist það með framboði sínu að
hindra framboð Goldwaters og
einhvei þriðji maður hljóti því
útnefningu Nixon hefur oft
verið nefndur í því sambandi,
þar sem Goldwater myndi helzt
sætta sig við hann. Nú er hins
vegai talið að Goldwater telji
Nixon hafi brugðizt sér, Nixon
hafi unnið gegn honum bak við
tjöldin. en látizt vera hlutlaus
opinberlega. Sagt er, að Gold-
watei hafi sagt. þegar hann
frétti af framboði Scrantons,
en Nixon var þá f London:
Þetta eru ráð Nixons, sem hef-
ur svo farið til London til þess
að látast hafa hvergi nærri
komið. Þ.Þ.
TfMlNN, þrlðjudaginn 16. iúní 1964 —
• n ‘ 1 » • . I •> i -i w tli i i.’H i. 1 . l.-4 -i >;! ; é ý\i M J .•
V '‘V'A V -•/ / '-• . - - <■ ■' . ' / -/• ). ' ■' 1 ■ '■'■:■ ■
■ - - - -' • -............' V • rt' —— -* • - - r • * . - ■ • , , . , ■ , ■ „• * • , . .
Þ'.f I