Tíminn - 16.06.1964, Blaðsíða 5
íþrottir
Varnarleikur KR-
inga var í moium
Skagamenn sigruðu KR með 4:2
Alf — Reykjavík, 15. júní
KR-ingar fóru enga frægðarför á Skagann á sunnudag og urðu að sætta sig við að koma
tómhentir til baka, þ. e. án þess að hafa fleiri stig í pokahorninu. Enn einu sinni sönnuðu
Skagamenn, sem unnu leikinn með 4:2, að erfitt er að sækja þá heim, jafnvel þótt mik
il forföll séu í liði þeirra, t.d. vantaði Ríkharð, Þórð Jónsson og Helga Björgvinsson í liðið.
Satt að segja leit framlína Akraness ekki állt of gæfulega út og undir eðlilegum kringum-
stæðum hefði hún ekki haft mikið að gera í hendurnar á KR-vörninni. En í þetta skipti
hjálpaði KR-vörnin Skagamönnum til að hreppa bæði stigin vegna ævintýralegra tilburða,
sem opnuðu greiða leið að markinu, þar sem Heimir stóð. Og ekki átti hann góðan dag og
tvö markanna verður að færa á hans „prívatreikning". Akurnesingar hafa ekki tapað fyr
ir KR á heimavelli síðan 1959.
Frá mótinu á laúgardag. Jan Lundin (nær) og Guðmundur Gíslason.
bakkanum er Jónas Halldórsson.
Fimm
(Ljósm.: Tíminn-GE).
Eftir atvikum má segja, að Ak
urnesingar hafi unnið verðskuld-
að. Það sem þeir höfðu fyrst og
fremst fram yfir var sterkari vöm
— og báðir framverðirnir, Jón
Leósson og Sveinn Teitsson, höfðu
oftast yfirtök á miðjunni. Og ekki
má gleyma þætti Eyleifs „litla“
Hafsteinssonar, sem átti skínandi
leik og skoraði tvö mörk.
Leikurinn var í sjálfu sér nokk
uð skemmtilegur fyrir hina mörgu
áhorfendur, sem komu til að sjá
þessa gömlu mótherja kljást,
skemmtligur vegna hættulegra
tækifæra, sem urðu til í ríkum
mæli og oft góðra samleikskafla.
j í'níéj
. ijjgifi muui
Alf—Reykjavík.
Sundfólkið okkar virðist verá f góðri þjálfun um þessar mundir. í gærkvöldi bókstaflega rigndi fs-
landsmetunum á síðari degi Jónasar-mótsins og fimm sinnum tilkynnti leikstjórinn, Einar Hjartarson,
að íslandsmct hefði verið sett. Guðmundur Gíslason, ÍR, setti 3 met og Hrafnhildur Guðmundsdóttir, ÍR,
setti 2 met. Hafa þá samtals verið sett 7 fslandsmet á Jónasar-mótinu (2 á laugard. sjá stuttar fréttir)
og verður ekki annað sagt, en Jónas sé vel kvaddur.
Guðmundur Gíslason reið á vað
ið í gæirkvöldi og setti strax met
í fyrstu greininni, 100 m skrið
suindi. Að vísu bar hann ekki sig
ur úr býtum, en sigurvegari varð
Jan Lundin, Svíþjóð á tímanum,
5G.2 sek. Guðmundur fékk tímann
56.8 Gamla metið vair 57.0 sek.
og setti Guðmundur það árið 1961
Því næst setti Guðmundur nýtt
met í 100 m. baksundi og í þetta
skipti sigráði hann Svíann. Hann
fékk tímann 1.05.6 mín., en gamla
metið, sem hann átti sjálfur og
setti 1962. var 1.06.1 mín. Lundin
varð annar í sundinu á 1.08.3 mín
Þá var röðir. komin að Hrafn-
hildi Guðmundsdótt'ir. Hún setti
fslandsmet í 100 m skriðsundi og
sló þar með þriggja ára gamalt
met Ágústu Þorsteinsdóttir. Hrafn
hildur syrndi vegalengdina á 1. 04.
4 mín. en meí Ágústu var 1.05.2
Ein skemmtilegasta grein kvöld
ins var 50 m skriðsund karia. Þar
háðu Guðmundur og Jan Lundin
harða baráttu, sem lauk með
sigri Guðmundar. Og það sem
meira var. Guðmundur setti nýtt
glæsilegt íslandsmet, synti vega-
lengdina á 25.5 sek. en gamla met
ið, sem hann átti sjálfur var 26.0
sek. Tími Lundin var 25.8 sek.
Fimmta og síðasta metið setti
svo Hirafnhildur í 100 m baksundi.
Hún fékk litla keppni, en bætti;
samt metið verulega — og eflaustj
getur Hrafnhildur náð enn betrij
árangri i þessari grein — tíminn!
varð 1.19.1 en gamla metið, semj
hún átti sjálf var 1.19.5. min. j
Keppni var skemmtileg í mörgj
um greiinum i gærkvöldi og má
þar td. nefna 100 m bringusund
karla, þar sem Höirður B. Finns
son sigraði á 1.13.8 mín. Annar
varð Erlingur Jóhannssoin, KR, á
1.17.7 mín.
í heild má segja, að Jónasar-
mótið hafi heppnast vel, þrátt fyir
ir, að vegurguðurnir hafi ekki
verið hliðhollir ÍR-ingum á laugar
daginn, þegar keppt var í Vestur-
bæjar-lauginni. — 7 íslandsmet
tala sínu máli.
Síldarsöltunarstúlkur
Síldarvinna
Síldarstúlkur vantar á nýja söltunarstöð á Rauíar-
höfn. Nýtízku íbúðir og mötuneyti á staðnum.
Upplýsingar í síma 36, Raufarhcfn og síma 50165
Hafnarfirði
17.JUNI
Ríkisstjórnin mælist til þess
eins og að undanförnu, að 17.
júní verði almennur frídagur um
land allt.
Ríkisstjómin tekur á móti gest-
um í ráðherrabústaðnum, Tjam-
argötu 32, þjóðhátíðardaginn 17.
júní, klukkan 4—6.
Forsætisráðuneytið,
12. júníl964.
Strax á 2. mín, myndaðist mikil
hætta við Akranes-markið, þegar
Gunnar Fel. fékk sendingu fyrir
opnu marki, en skaut yfir. Síðan
snérist taflið við og rétt á eftir
bjargar Þórður Jónsson á línu fyr-
ir KR. Þetta var uphafið, nokkurs
konar forsmekkur þess, sem síðar
vai-ð.
Á 8. mln. skoraði Akranes mark
en sem dæmt var af vegna rang-
stæðu. Mairgir urðu til að mót-
mæla, en þarna hafði línuvörður
á réttu að standa. Hann hafði veif
að rangstöðu löngu áður en Ey-
leifur skoraði, en dómari ekki tek
ið eftir því.
Fyrsta löglega markið kom svo
á 24. mm. Jón Leósson tók auka
spyrnu iangt fyrir útan vítatéig.
Jón sþyrnti ekki fast að marki,
engu að síður hélt Heimir ekki
knettinum og Eyleifur, sem kom
aðvífandi, náði knettinum og skor
aði. Klauíalega að farið hjá Heimi
en laglegt hjá Eyleifi.
— Fleiri urðu mörkin ekki fyr
ir hlé, en á 35. mín. skaut Ellert
í stöng.
Á 4. mín síðari hálfleiks lék
Donni upp hægra megin og gaf
til Eyleifs, sem skoraði vandræða
laust framhjá Heimi, 2:0. Rétt á
eftir varð mikil hætta við mark
Akraness Helgi Dan. hafði yfir
gefið markið og Sveinn Jónsson
á skot rétt fyrir utan vítateig, en
Jón Ingi þjargar á línu.
Loks á 12. mín. komast KR-
ingar á blað Ellert fylgdi fast
eftir skoti, sem Gunnar Guðmanns
son átti að marki. Helgi helt knett
inum illa og Ellert fékk skorað.
Þetta var nokkurs konar endur-
tekning á fyrsta marki leiksi-
Á 18. mín dæmdi Balduir Þórð
arson vítaspyrnu á KR. Eyleifur
var með knöttinn á fullri ferð í
vítateig KR, þar sem Bjami Fel.
og Þorgcir stöðvuðu hann gróf-
lega. Donni tók spyrnuna, sem Var
óverjandi fyrir Heimi. 3:1
Á 25. mín kom annað mark KR
Gunnar Fel lék upp hægri kant
og gaf íyrir. Helgi var of seinn
að átta sig, og Ellert notfærði vel
fyrirgjöfina og skoraði af stuttu
færi, án þess að Helgi fengi nokk
uð gert.
Síðasta mark leiksins skoraði
Skúli Hákonarson á 30. mín. Skot
hans að markinu var mjög laust
en Heimn misreiknaði það með
þeim afleiðingum, að hann varð
að horfa á eftir knettinum í netið,
vissulega „gjafamark1'
Fleiri urðu mörkin ekki. Sem
fyrr segir náðu bæði Iiðin oft
ágætum samleiksköflum, en Skaga
mönnum gekk betur að reka enda
hnútinn vegna lítillar mótstöðu
upp við markið. Hjá Akran. sýndu
Eyleifur Jón Leósson og Sveinn
Teitsson góðan leik Sömu sögu
er að segja um öftustu vörnina,
Jó.n Inga. Boga og Kristin Ekki
var ég ánægður með Helga í mark
inu. Hann sýndi að vísu góð til-
þrif á köflum, en þess á milli mjög
óöruggur Verður auðsjáanlega
mikill vandi að velja markvörð
fyrir landsliðið í sumar.
H.iá KR va: Ellert Schram bezt
ur, en einnig sýndi Gunnar Fel.
dágóðan leik. Bjarni Fel., Þorgeir
Hreiðar og Sveinn voru óvenju
slakir, svo ekki sé minnzt á Heim
ir í markinu. sem eitthvað var
miður sín
Dómari var Baldur Þórðarson
og dæmdi af miklu öryggi
fulllz
úmiHPt
álanýul
f
Það má œtíð
I
treysta
Royal
T í M I N N, þriðjudaginn 16 júnf 1964
5