Tíminn - 16.06.1964, Blaðsíða 15
ÞJÖÐHÁTÍÐIN í RVfK
(Framhald al 2 siðu)
ir skemmtiþættii m. a. atriði' úr
Mjallhvít. Kl. 16.30 leikur Lúðra-
sveit Reykjavíkur á Austurvelli og
Karlakór Reykjavikur og Fó-stbræð
ur syngja. Á sama tíma hefst
íþróttakeppni og skemmtun á
Laugardalsvellinum og verður þar
m. a. knattspyruukappleikur milii
úrvalsliðs 4. fokks úr Vesturbæ
og Austurbæ. Kukkan 20 hefst
kvöldvakan á Arnarhóli með þn
að lúðravseitin Sanur leikur og
síðan setur Valgarð Briem kvöld
vökuna. Borgarstjórinn flytur
FLUGKENNSLA
FARÞEGAFLUG
FLUGSÝN SÍMI 18823
Sölufólk
óskast til að selja merki Þjóðhátíðardagsins.
17. júní
Há sölulaun eru greidd.
Merkin eru afgreidd hjá Innkaupastofnun Reykja-
víkurborgar, Vonarstræti 8, í dag og á morgun.
Þjóðhátíðarnefnd
Frá stýrimannaskólanum
2 menn með stýrimannaprófi verða væntanlega
ráðnir til að veita forstöðu 4ra mánaða námskeið-
um til undirbúnings fyrir hið minna fiskimanna-
próf, sem haldin verða á ísafirði og í Neskaup-
stað á hausti komanda, verði næg þátttaka fyrir
hendi. Umsóknir ásamt kröfum um kaup og dval-
arkostnað sendist undirrituðum fyrir lok júlí-mán-
aðar. Væntanlegir nemendur á þessum námskeið-
um sendi undirrituðum umsóknir sínar einnig fyr-
ir júlílok.
Skólastjóri stýrimannaskólans.
ÞAKKARÁVÖRP.
Hjartans þakklæti til allra þeirra mörgu, sem heim-
sóttu mig á sextugsafmæli mínu 26. maí s.l. oig gerðu
mér daginn ógleymanlegan. Vinum mínum og frænd-
um á Ólafsfirði, Akureyri, Sauðárkróki, Reykjavík og
sveitungum mínum þakka ég stórhöfðinglegar gjafir.
Enn fremur þakka ég fyrir heillaskeyti og vináttu alla
Bið ykkur öllum guðs blessunar.
Árni Jóhannsson, Hrauni
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför mann;.
ins míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
Sigurjóns Ólafssonar
frá Geirlandi.
Guðrún Ármmdadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
Minningarathöfn um
Ásmund Guðjónsson
frá Gjábakka, Vestmannaeyjum.
fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík. fimmtudaginn 18. júní
kl. 10.30 f. h. Athöfninni verður útvarpað.
Anna Friðbjarnardóttír og synir.
Dóttir okkar
Hrefna Karlsdóttir,
Ásvallagötu 29
verður jarðsett frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. júní kl. 1.30.
Fyrir hönd aðstandenda
. Þorbjörg Jónsdóttir,
Karl Jónsson.
ræðu og eftir það verða ýmis
skemmtiatriði, meðal annara
myndir úr Fjalikirkjunni, öók
Gunnars Gunnarssonar. Einnig
leika píanósnillingarnir Askenaiy
og Frager.
Að lokum verður dansað á Lækj
artorgi, í Aðalstræti og í Lækjar-
götu til kl. 2 eftir miðnætti.
Þjóðhátíðarmerkið teiknaði að
þessu sinni Þór Sandholt, og sýn
irþað mynd af í'allkonunni. Meck
ið kostar 20 krónur.
íþróttir
þessum leik veitti maður helzt at-
hygli Karli, Sigurði Albertssyni
og Hólmbert og Jón er sækinn
miðherji, þótt leiknin sé ekki
mikil. Eftir þennan leik eru Kefl-
víkingar efstir í 1. deild og hafa
sigrað í öllum þremur leikjunum,
Fram og Akranes á heimavelli, og
nú Val. Liðið er vissulega sigur-
stranglegt í mótinu, en verður
þó að reikna með meiri mótstöðu
en nú, einkum af hálfu KR og
Akraness.
Dómari í leiknum var Hannes
Sigurðsson, Fram, og var tvímæla
þaust „bezti maðurinn á vellinum“.
Ég minnist þess varla að hafa séð
Hannes dæma af meiri festu og
öryggi — án þess þó að reyna
nokkru sinni að vera sú „dómin-
erandi“ persóna, sem íslenzkum
dómurum hættir svo oft við í leik.
FRÁ LISTAHÁTÍÐINI
(Framhald af 2. síðu).
miðasala og borðpantanir fer
fram í anddyri Súlnasalarins á
morgun, þriðjudag, kl. 4—6. Að-
gangur kostar 450 kr. og er matur
innifalinn. Forsetinn verður við-
staddur hófið, dr. Páll ísólfsson
stjórnar því og Tómas Guðmunds-
son skáld flytur hátíðarræðuna.
Silfurlapminn, verðlaun Leikdóm-
endafélags íslands fyrir bezta
leik ársins, verður afhentur. Eng-
in fyrirmæli eru um samkvæmis-
föt.
FERÐIR LISTAMANNA
Franihald af 16. siðu.
Fjórir styrkir hafa verið veittir
á þessu ári og eru það jafnframt
fyrstu styrkirnir, sem veittir eru.
Tveir þeirra voru veittir þeim
Steindóri Hjörleifssyni leikara og
Benedikt Gunnarssyni listmálara,
samkvæmt umsókn, en hinir tveir
voru veittir þeim Gunnari Gunn-
arssyni rithöfundi og Þórarni
Jónssyni, tónskáldi, í heiðurs-
skyni.
Benedikt Gunnarsson listmálari
mun ætla til Mexíco í haust og
kynna sér myndlist, en Steindór
Hjörleifsson leikari mun halda til
Svíþjóðar og Norðurlanda og
kannski víðar og kynna sér leik-
list og leikkennslu. Gunnar Gunn
arsson rithöfundur sagði blaða-
mönnum, að raunar hefði hann
ætlað sér að vera kominn út, en
þeirri för hefði verið frestað
vegna Listahátíðarinnar. Líklega
mundi hann halda til Danmerkur
í haust, hafa þar aðsetur sitt, en
halda svo eitthvað suður á bóg-
inn. Þórarinn Jónsson kvaðst
vera alls óákveðinn um för sína,
en að öllum líkindum halda á
gamlar slóðir á meginlandi Evr-
ópu í september.
V-ÍSLENDINGAR GEFA
Framnaid at lfi síðu.
frá Hvoli í Mýrdal, en þau fluttust
vestur 1886 og bjuggu lengst af
í Viktoria. Foreldrar dr. Richards
voru Hans Kjartan Beck, óðals-
bóndi og hreppstjóri i Litlu-
Breiðuvík í Reyðarfirði og Þór-
unn Vigfúsína Vigfúsdóttir frá
Litlu-Breiðuvík. Þau fluttust vest
ur 1921 og bjuggu lengst af í
Winnipeg.
Eftir ræðu dr. Richards talaði
Snorri Gunnarsson, formaður þjóð
ræknisdeildarinnar Ströndin i
Vancouver og þakkaði móttökur
og vinsemd og færði íslenzku
deildinni gjafir.
Söguleg hljómplata
nýkomin á sölumarkað, gefin út af tilefni 20 ára
afmælis íslenzka lýðveldisins. Má hér heyra ræð-
ur og hátíðarljóð frá Lýðveldishátíðinni 1944 og
Alþingishátíðinni 1930, að mestu raddir viðkom-
andi ræðu- og listamanna.
Fálkinn h.f.
Hljómplötudeild
Laus staða
Starf fulltrúa III. stigs hjá ríkisstofnun er Iaust
til umsóknar.
Laun samkvæmt 14. flokki hins almenna launa-
kerfis starfsmanna ríkisins.
Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa
góða íslenzkukunnáttu.
Umsóknir sendist til afgreiðslu blaðsins fyrir 24.
þ. m. auðkenndar: „Opinber stofnun".
Stúlka óskast
í veitingaskálann í Vatnsfirði, Barðaströnd, um
þriggja mánaða tíma. Fríar ferðir — frítt uppi-
hald, gott kaup. Upplýsingar í skálanum og í síma
40058.
VERZLUNARSTARF
AFGREIÐSLUMENN
ÓSKAST STRAX
til starfa við kjötverzlun og byggingavöru-
verzlun.
Nánari upplýsingar gefur Starfsmannahald
S.Í.S., Sambandshúsinu.
STARFSIVIAN NAHALD «
1 • ■ > " ‘ I TO'
TÍMINN, þriðjudaglnn 16. júní 1964
15