Tíminn - 21.06.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.06.1964, Blaðsíða 6
330 stúdenfar í vor hafa um 330 stúdentar lokið prófi við menntaskóla landsins. Einhvern tíma hefði mönnum vaxið þessi stúdenta- fjölgun í augum, því að sú var trúin, að bókvitið yrði ekki lát- ið í askana. Enn eru vafalaust til ýmsir, sem hugsa á svipaða lejð, og því sé það meira en að bera í bakkafullan lækinn að flytja frumvÖrp um það á Al- þingi að bæta við þremur nýj- um menntaskólum á næstu ár- um. Framsóknarmenn fluttu frumvörp um þetta á seinasta Alþingi og stóðu þingmenn úr stjórnarflokkuniHn að sumum þeirra. Samkvæmt þessum frumvörpum var lagt til að reisa nýjan menntaskóla í Reykjavík, mehntaskóla á Aust- urlandi og menntaskóla á Vest- urlandi. Öll dagaði þessi frum vörp uppi. 8| nýir mennta- skólar í Danmörku Ef skyggnzt er til nágranna- þjóðanna, myndi forustumönn- um þar vart vaxa þessar tillög- ur Framsóknarmanna í augum. Á síðast liðnu vori luku 7,3% 18 ára aldursflokksins stúdents prófi í Danmörku. Árið 1980 , er ráðgert að 20% þessa ald- ursflokks Ijúki stúdentsprófi í Danmörku. Fyrir aldamót ráðgera Danir að þurfa að bæta við 80 nýjum menntaskólum. Norðmenn og Svíar gera hirts vegar ráð fyrir, að strax 1970 ijúki 20% umrædds aldurs- flokks stúdentsprófi hjá þeim, en nú er þessi tala 12% í Nor- egi og 13,7% í Svíþjóð. Ástæð- an til þess, að þessi tala er nú lægri í Danmörku en í Noregi og Svíþjóð, mun m. a. sú, að meira er um ýmsa tæknilega sérskóla í Danmörku. Tvöfaldast á tutt- ugu áim Fram yfir fyrri heimsstyrjöld ina fullnægði háskólinn í Kaup mannahöfn Dönum, en þá bætt- ist við háskólinn í Árósum. Eftir síðari heimsstyrjöldina bættist svo við háskólinn í Od- ense. En þetta þykir hvergi nærri nóg. Nú ráðgera Danir að bæta við þremur nýjum há- skólum, sem verða dreifðir um landið, á næstu árum. Nýju há- skólarnir verða a. m. k. jafn stórir háskólanum í Árósum, eins og hann er nú, jafnvel stærri. Nú stunda um 17000 stúdentar háskólanám í Dan- mörku, en eftir tuttugu ár er ráðgert, að 35.000 stúdentar verði þar við háskólanám eða að tala þeirra tvöfaldist á þess- um tveimur áratugum. Auk þess er gert ráð fyrir stórfelldri fjölgun margvíslegra tækni- skóla. UM 28 nýir háskólar í Bretlandi En það eru fleiri en Danir, sem hafa þannig stórfelldar áætlanir á prjónunum um aukn- ingu skólakerfisins. í dag er talið, að um 216 þús. stúdentar séu við háskólanám eða annað hliðstætt framhaldsnám í Bret- landi. Áætlað er, að þessi tala verði komin upp í 560.000 inn- an 15 ára. Brezka stjórnin hef- ur nýlega birt áætlun um bygg ingu 28 nýrra háskóla eða hlið- stæðra menntastofnana, jafn- hliða því, sem hinir eldri há- skólar verði auknir og endur- bættir. Áherzla verður lögð á að dreifa hinum nýju háskólum sem mest um landið og gæta þess alveg sérstaklega, að hin- ir afskekktari landshlutar verði ekki útundan. Hinir fornfrægu háskólar í Oxford og Cam- bridge, sem reynt hafa að halda kennsluháttum sínum sem mest í fornhelgum skorðum, vinna nú kappsamlega að því að breyta þeim til samræmis við nýja tímann, svo að þeir eigi ekki á hættu að dragast aftur úr. Nvr heimur Sú ‘ stökkbreyting í kennslu- málum, sem ráðgerð er í Dan- mörku og Bretlandi, er aðeins sýnishorn þess, sem nú er að gerast hvarvetna í heiminum. Nýir stúdentar. ■ • ’ • ■ • i Þetta er afleiðing hinnar miklu framsóknar tækninnar og vís- indanna, sem átt hefur sér stað seinustu áratugina. í fram- tíðinni verður það bókvitið og þekkingin, sem ráða mun mestu um, hve mikið verður hægt að láta í askana. Þess vegna mun keppnin milli þjóða verða hvað hörðust á því sviði, hver geti menntað bezt og mest hinar uppvaxandi kynslóðir. í hin- um vestræna heimi ber nú verulega á þeim ótta, að hér hafi Sovétríkjunum tekizt að komast fram úr í svipinn, og því þurfi vestrænar þjóðir að gera enn meira átak í þessum efn- um en ella. í þessum efnum verða íslend- ingar að gæta þess vel að halda hlut sínum. Framtíð fámennrar þjóðar veltur meira á því en nokkru öðru, að hún« hafi sem menntaðastan og mannaðastan einstakling í hverju rúmi. Dreifing mennta- stofnana Eins og áður er getið, munu Danir og Bretar leggja allt kapp á að dreifa hinum nýju mennta stofnunum, sem þeir ætla að reisa, sem mest um landið. Al- veg sérstaklega ætla þeir að kappkosta að hinir afskekktari héruð verði ekki útundan í þessum efnum. Fátt hefur meiri þýðingu fyrir hin afskekktari héruð en að fá góða mennta- stofnun, sem á margan hátt getur orðið miðstöð menningar- lífs í umhverfi sínu. Það er því rétt stefna, sem var mörkuð í áðurnefndum frumvörpum Framsóknarmanna að af þremur menntaskólum, sem hér þarf að bæta við á komandi árum, verði einn í Reykjavík, en hinir tveir á Austurlandi og Vesturlandi. Hitt er alrangt, sem kom fram hjá menntamálaráðherra í um- ræðum um áðurnefnd frum- vörp á Alþingi, að bæta ætti úr þörfum strjálbýlisins í þess- um efnum með byggingu heima vistar í Reykjavík. Hitt er rétt, að heimavistina á Laugarvatni þarf að auka. í þessu sambandi verður og ekki komizt hjá að minna á, að skólamálum dreifbýlisins hefur ekki verið sinnt nægilega að undanförnu. Enn vantar víða tilfinnanlega gagnfræðaskóla. Háskóli á Akurevri Það er fullkomlega tímabær hugmynd, sem Ingvar Gíslason hreyfði á Alþingi í vetur, að Akureyri fái háskóla áður en langur tími líður. Það er ekki ólíkleg þróun, að tala þeirra, sem stunda hér háskólanám, tvö- til þrefaldist á næstu 20 árunum. Það á alveg eins að vera framkvæmanlegt að koma upp háskóla á Akureyri og að margfalda háskólann í Reykjavík. Að sjálfsögðu yrði verkaskipting milli þessara tveggja háskóla Menningarlífi landsins getur á margan hátt orðið meiri styrk ur að tveimur háskólum en einum. Nokkuð er það, að t. d. Danir og Bretar fara heldur þá leið að fjölga háskólunum en að stækka þá sem fyrir eru þeim mun meira. Tímabær endur- | skoðun Á nýloknu þingi Sambands íslenzkra barnakennara var samþykkt áskorun á mennta- málaráðherra þess efnis, að hann skipi sem fyrst nefnd til að endurskoða og skipuleggja í heild skólakerfið með tilliti til breyttra þjóðfélagshátta. Við þá endurskoðun yrði hagnýtt þekking og reynsla grannþjóða okkar í skóla- og uppeldismál- um. Það er áreiðanlegt, að slík endurskoðun og hér er rætt um, er meira en tímabær. Skólakerfið er orðið úrelt á fjölmörgum sviðum, — enda miðað meira og minna við allt * aðrar aðstæður en þær, sem nú eru. í þessu sambandi má t. d. benda á landsprófið. Því var ætlað að jafna aðstöðuna til inngöngu í menntaskóla, en hefur snúizt upp í að tefja fyr- ir því, að unglingar kæmust í menntaskóla. Vegna þrengsl- anna í menntaskólanum í Reykjavík er alltaf verið að þyngja það. Jafnframt hefur það haft meira og minna óheppi leg áhrif á allt starf gagnfræða- skólanna. í nágrannalöndum okkar þekkist landsprófið ekki í sömu mynd og hér og þar Ijúka unglingar líka stúdents- prófi yfirleitt ári fyrr en hér. t. s Hin uppeldislega hlið í framannefndri ályktun full- trúaþings Sambands ísl. barna- kennara er vakin sérstök at- hygli á því, að hraðfara breyt- ing þjóðfélagshátta leggi skól- unum sífellt ný verkefni á herð- ar og aukna ábyrgð. Skólarnir verði óhjákvæmilega að fá að- stöðu. til að haga störfum sín- um í samræmi við þá þróun. Sér staklega beri að leggja meiri áherzlu á hina uppeldislegu hlið skólastarfsins en gert hefur ver- ið. Það þurfi að stefna mark- víst að því að glæða persónu- legan þroska einstaklingsins, laða börn og unglinga til sjálf- stæðra stárfa í námi, vekja list- hneigðir þeirra, hvetja þau til hagsýni og ráðdeildar og ætla félagslegu uppeldi nægilegt svigrúm í skólastarfinu. Þetta er vel mælt og rétt mælt. Það má ekki leggja allt kapp á þreytandi bókstafsnám, þótt það þurfi að vera með. Mestu máli skiptir að þroska barnið eða unglinginn bæði sem einstakling og félaga. Þetta hlutverk skólanna er orð- ið enn brýnna en áður vegna þeirra breytinga, sem orðið hafa á heimilunum, m. a. við tilkomu útvarps og sjónvarps. 6 TlMINN, sunnudaginn 3). júní 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.