Tíminn - 21.06.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.06.1964, Blaðsíða 9
 Hættir hann glæsisöngferli ytra til að flytjast heim? t RÆTT VIÐ MAGNUS JONSSON OPERUSONGVARA Magnús Jónsson óperusöngv- ari kom heim á dögunum í sumarieyfi frá Kaupmanna- höfn, þar sem hann hefur verið fyrst við nám og síðan sem fastráðinn tenórsöngvari við Konunglegu óperuna í rúm- lega sjö ár, og nú upp á síð- kastið eini íslenzki söngvar- inn við óperuna. MAGNÚS JÓNSSON 'Tímamynd, GEi. Þegar ég hringdi í Magnús í fyrradag, til að leita frétta af konunglegu óperulífi, svar- aði Magnús: „Nú, ég hef svo sem hreint ekkert að segja í fréttum, og 1 öðm lagi þótt svo væri. þá hef ég bara engan tíma til að hitta þig í dag, því að ég er að láta skíra son minn í dag. En ef þú nennir að hitta mig a morgun, þá er það í lagl með mig, en ég man engar fréttir, eins og ég sagði þér.“ Svo hittumst við Magnús í gær, og ég spurði hann: „Hefur þú ekki verið eitthvað á far- aldsfæti í útlöndum að undan- fömu, að syngja í öðrum löndum.“ „Ég hef aðeins einu sinni sungið í óperu utan Danmerk- ur, það var í Noregi, þar sem ég söng sem gestur í La Bo- heme >' Oslóaróperunni, og það en skemmst af að segja, að hvergi hef ég sungið fyrir betri áheyrendahóp, það segi ég bæði af því, hve stemmningin » var agæt, og svo læt ég ekki heldui hjá líða að geta þess, að hvergi hefur söng mínum verið betur tekið. Ég var kall- aður íram tólf sinnum! — Er vinnustaður þinn ann- ars sem söngvara, aðallega hjá Kóngsins nýja torgi í Höfn? — Já, ég byrjaði þar i óperuskólanum 1957, og söng ekki í óperunni á meðan, en þegar námi var lokið, gerði ég samning og hef verið fastráð- inn við Konunglegu óperuna síðan Þegar ég byrjaði, voru fjórir íslendingar starfandi við óperuna, en nú er ég þar einn eftir. Ég var svo heppinn að njóta kennslu Önnu Borg, hún kenndi mér þætti úr leikritum og óperum. Og það segi ég sem satt er, að hún var sú manneskja, sem gert hefur mig að þvi, sem ég er. Óperuskól- inn fær það seint bætt, að hennar missti við. Þar sakna hennar allir, ekki sízt þeir nemendur, sem voru þar enn við nam, þegar hún féll frá. Hún var stórkostleg manneskja og afburða kennari. Nú, hinir landarnir. sem störfuðu við óperuna, voru óperusöngvar- arnir Stefán íslandi og Einar Kristjánsson. Einar hætti og fluttist heim. og síðar hætti Stefán. sem lengst íslendinga söng þar, og hann starfar nú sem einkakennari. Það, er að vísu ometanlegur styrkur fyrir óperuna meðan hann dvelst á- fram í Höfn, því að marg- ir söngvarar við óperuna hafa hann fyrir þjálfara og ráðgjafa. Stefán byrjaði fyrir fáum ár- um að fást við söngkennslu, en han er búinn að fá slíkt orð á sig sem fágætur kennari, að hann er í miklu áliti. Tónlistarlífið í Höfn á þvi örugglega eftir að njóta góðs af honum um langa framtíð, þótt hann sé búinn að kveðja óperusviðið. Ég get sjálfur borið um það, hvílíkur kenn- ari Stefán er, því að ég hef gengið í smiðju til hans viku- lega í tvo vetur, og hann gefur ætíð holl ráð. — Hvað ertu annars búinn að syngja í mörgum óperum við konunglegu óperuna? — Það eru Verdi-óperurnar II trovatore, Rigoletto og Grímudansleikurinn, þá La Bohéme og Gianni Schicci eftir Puccini, Hollendingurinn fljúg- andi og Tannhauser eftir Wagn er, Töfraflautan eftir Mozart, þá Iphigena, Sál og Davíð eftir Carl Nielsen og loks Ævinlýri Hoffmanns eftir Off- enbach, ekki má ég gleyma, henni, því að fyrir hlutverk mitt þar hef ég fengið einna mest lof, ég er víst búinn að syngja það 40—50 sinnum. Einna lengst er ég búinn að syngja í Rigoletto, sem er bú- in að ganga samfleytt í þrjú óperuár síðan ég byrjaði. Um tíma söng þar með mér sem gestur Aldo Protti, sem nú er einn af beztu barytonsöngvur- um neimsins, ítalskur eins og Magnús sem Rudolf í La Bohéme. Magnús í hlutverki hertogans í Rlgoletto nafnið bendir til. — Er annars margt um út- lenda söngvara við konunglegu óperuna í Höfn? — Nei, ekki sem fastir söngvarar, hins vegar koma þangað oft gestsöngvarar frá öðrum löndum, og þá venjuleg- ast úrvalsmenn og víðfrægir. Það er oftast ágæt, listræn upplyfting og mikill fengúr að fá slíka gesti. En úr því þú spyrð um þetta, það eru ýmsir, sem halda, að Danir séu svo mikið komnir upp á útlenda söngvara komnir til að halda óperunni uppi. Það er nefni- lega mikill misskilningur, að fátt sér um góðar söngraddir meðal Dana. Þar er mikið mannval á því sviði, bæði góð- ar raddir og framúrskarandi skolaðir söngvarar. Danir kosta miklu til að mennta sitt tón- listarfölk og hlú að því, og gætum við tekið okkur þá til fyrirmyndar á því sviði. — Hugsar þú nokkuð til hreyfmgs á næstunni til starfa annars staðar? — Samningur minn við kon- unglegu óperuna verður út- runninn næsta vor. Hvað þá tekur við, hef ég ekki enn gert upp við mig. Það er eiginlega um þrjá kosti að velja. í fyrsta lagi að framlengja samninginn og vera áfram í Höfn. í öðru lagi stendur mér til boða að fara til Þýzkalands, ég hef fengið gott samningstilboð um að syngja við vestur-þýzkar ó- perur. En þótt það sé girnilegt boð út af fyrir sig, finnst mér galli á gjöf Njarðar.Þessu starfi mundi vera þannig háttað, að ég yrði ekki staðsettur til lengd ar við neina sérstaka óperu, heldui þyrfti að ferðh'st á milli og syngja í óperuhúsum í ýms- um borgum. Þetta gæti sjálf- sagt verið nógu lærdómsríkt og skemmtilegt fyrir einhleypan mann En nú er ég orðinn föjl- skyldumaður og ég sé það í hendi mér, að það yrði ósköp skrítið heimilislíf, að þurfa sí- fellt að vera á ferð og flugi úr einum stað í annan, þótt marg- ir láti sig nú hafa það. En ég met nú heimilislífið það mikils, að ég held þetta ætti ekki við mig. Nú, svo er hið þriðja, sem er að brjótast í mér. að flytjast heim sem fyrst, í þeirri von, að eitthvað verði nú farið að að- hafast til að gera söngvurum íífvænlegt hér, það vildi ég helzt af öllu — Það er ekki von að ykkur gefist á að líta söngvurum. En hefur þú nokkra hugmynd um, hvernig úr megi rætast? — Ég held, satt að segja, að kominn sé tími fyrir Þjóðleik- húsið að fara að sjá sóma sinn í að fastráða söngvara. Ég held að menn yfirleitt muni ekki telja það fjær sanni ep þegar farið var að fastráða leikara á sínum tíma. Þá voru vissulega til menn sem fannst það óþarfa flottheit að hafa leikara á föst- Framhalo á 13 sfðu GUNNAR BERGMANN T í M I N N, sunnudaginn 21- júni 1964 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.