Tíminn - 21.06.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.06.1964, Blaðsíða 13
SÉRFRÆÐINGUR Framhaid ai 7 siðu. ríkjunum og 342 í Argentínu og 209 í Tyrklandi. Á árunum 1948 til 1952 var meðalaldur manna í Portúgal 49 ár á móti t.d. 71 í' Svíþjóð, 69 í Hollandi og 68 í Bretlandi. Andstöðuleiðtoginn Cunha Leal sagði í ræðu árið 1958: „Ef við höldum sama hagvexti, sem nú ákvarðar aukningu með altekna hvers íbúa Portúgals og ef við hugsum okkur lífskjör í Bandaríkjunum myndu batna 2%minna á ári en nú mundi það þó taka okkur heila öld að ná fjórða hlutanum af meðal- lífskjörum í Bandaríkjunum.“ Þessar ,tölur tala sínu máli. Og þær segja, að bylting í Portúgal hlýtur að koma í einni eða annari mynd. Bók Delgados segir nokkuð um það, hvers vegna hún er ekki komin fyrir löngu. Tjeká. TÓNjLEIKAR Framhald af 8. síðu. hefur verið geymt í Landsbóka- safninu í fjölda ára og var mjög ánægjulegt að fá að heyra það á þessum tímamótum lýðveldisins. Verkið er sniðið í stíl og anda Mendelsohns en það er músikalskt tekið á efn- inu og vinnubrögð góð innan síns ramma. Strengjaleikararn- ir spiluðu allvel en pianistinn varð dálítið utangátta. Meiri samæfing hefði ekki skaðað. Hringspil eftir Pál P. Pálsson var túlkað af þeim Ingvari Jónassyni (fiðla), Einari G. Sveinbjöimssyni (viola), Gunn- ari Egilson (klarinett) og Sig- urði Markússyni (fagott). Það er ekki golt að átta sig á þess- ari músík við fyrstu heyrn, en þó var hægt að heyra, að hér er alvarlegt tónskáld á ferðinni og gæti ég trúað, að verkið ynni á við nánari kynningu. Þvi miður verður það varla hægt að segja um næsta „verk“ á efnisskránni en það var Sonorities eftir Magnús Bl. Jó- hannsson, einhver mesta della, sem hér hefur heyrzt og er þá mikið sagt. Að endingu var „leikið“ verk eftir Atla Heimi Sveinsson^ sem hann kallar Fönsun. Áður en verkið var flutt, var lesið bréf frá höf- undi, er Bryndís Schram las. Þar lýsir höfundur því yfir, að verk þetta sé ekki hugsað sem músík, enda væri hvorki upp- haf né endir á því. Ég ér alveg á sama máli — músík var það ekki — en mér er spurn: Hvað átti þá þetta að vera? Atli Heimir Sveinsson er gáfaður upprennandi tónlistarmaður. Mér finnst að hann ætti ekki að vera að sóa sínum tíma né ann arra í svona grín. íslenzk ópera fruniflutt. Síðustu hljómleikar Listahá- tíðarinnar voru haldnir í Þjóðr leikhúsinu þann 15. þ. mánað- ar. Þar var frumflutt hvorki meira né minna en fyrsta óper- an, sem íslendingur hefur sam- ið. Ef menn setja nafnið ópera eingöngu í samband við óperu tónskáld eins og Wagner og Verdi, þá er þetta nýja verk auðvitað engin ópera, svo ger- óskylt er það allri 19. aldar músík. En ópera er það engu að síður, því að söguþráður er þar (að vísu óskýr), sem er sunginn (og talaður) með hljóð færum, en þau eru: 3 píanó, gítar, alt-saxófónn og slagverk. Hér skal enginn dómur á það lagður, hve gott verk þetta er í sjálfu sér, en engum leiddist á meðan uppfærslan fór fram. Þorkell Sigurbjörns- son er maður með miklar músíkgáfur og líklegur til stórra hluta. Ekki býst ég við að verk þetta verði talið til stórra hluta, en merkileg til- raun er það og má búast við ýmsu fróðlegu frá hendi Þor- kels í framtíðinni. Eygló Viktorsdóttir, Guð- mundur Guðjónsson, Kristinn Hallsson og Hjálmar Kjartans- son ásamt kór stóðu sig ágæt- lega undir góðri stjórn höfund- ar. Eftir hlé spilaði Sinfóníu- hljómsveitin forleik að Jóni Arasyni eftir Karl 0. Runólfs- son. Forleikur þessi er ágætt leikhúsverk, dramatískt og mjög áheyrilegur. Karl 0. Run- ólfsson er eitt fremsta tón- skáld okkar af eldri kynslóð- inni og eru hugdettur hans oft áhrifamiklar og skemmtilegar. Að lokuni spilaði hljómsveitin Sinfonietta seriosa eftir Jón Nordal. Verk þetta var frum- flutt fyrir nokkrum árum og fór vel á því að enda hljómleik ana á þessu afbragðsverki. Jón Nordal er í allra fremstu röð íslenzkra tónskálda, þar fer saman frjór lieili, kunnáttusam leg vinnubrögð og kultur, sem aldrei bregzt og fer þetta verk hans ekki varhluta af þessum kostum. Breið sinfónísk lína gengur í gegnum allt verkið. Það er mjög „orkestralt“ og verkar ákaflega lifandi og sann færandi. Því miður vantar mik ið á að okkar unga sinfóníu- hljómsveit hafis það magn af strengjum að verk þetta njóti sín til fulls. Sérstaklega er áberandi vöntun á fleiri selló- um og bassaleikurum. Herra Igor Buketoff stjórnaði báðum þessum síðast töldu verkum af alúð og skörungsskap. Rögnvaldur Sigurjónsson. RÆTT VIÐ MAGNÚS . . . Frarohaja/ hj y s-iðu um launum, því að árum sam- an höfðu þeir unnið sitt starf fyrir lítið sem ekki neitt. Það er búið að sýna sig, að ópera á álitlegan aðdáendahóp hér í Reykjavík, miklu stærri en nokkui gerði sér vonir um í fyrstu. En hvað hefur verið gert til að hlú að þ'/ fólki, sem fórnað hefur miklum tíma og fé til að læra sönglist? Hér eru þeir flestir búsettir, en það segir sig sjálft, að söngvarar fara úi forminu, eins og það er kallað. ef þeir fái ekki verkefni nokkurn veginn að staðaldri Og hins, vegar fara flestir söngvarar batnandi, ef þeir haf nóg fyrir stafni sem slíkir Hér hefur verið venjan a7 setja á svið aðeins eina óperu á vorin, þegar stuttur tími hef- ur verið til stefnu;, bæði til æf- inga og einnig til loka leikárs ins. Þá eru söngvararnir keyrð- ir áfram og njóta sín ekki allt af uudir þeim kringumstæð- um. Mér kemur í hug, að Þjóð- leikhúsinu væri í lófa lagið a“ fastráða nokkra söngvara, æfa tvær eða þrjár óperur og dreifa sýningum með nokkru millibili yfir leikárið. Með því næðist betri árangur og mundi áreið- anlega skapa góða aðsókn. — Hvenær söngst þú síðast hjá Þióðieikhúsinu? — Ég hef aldrei sungið á vegum Þjóðleikhússins. Þegar ég söng í La Bohéme hér um árið ''ar sú ópera flutt af Fé- lagi íslenzkra einsöngvara er ekki Þjóðleikhúsinu, — Hvaða óperu langar þig til að syngja í hér, eða hvaða uppástungu hefurðu um að sett verði hér á svið á næstunni? — Lað eru að sjálfsögðu margar óperur, sem koma til greina En fyrst dettur mér í hug ævintýri Hoffmanns eftir Offehbach, ljómandi skemtileg og vinsæl ópera og gott verk, skal ég segja þér. Það þekki ég, og mitt hlutverk í henni tel ég eitt það bezta, sem ég hef gert. Þessi ópera er mjög mannírek, ég held að hér séu SUF — SAM3AND UNGRA FRAMSÓKNARMANNA NORÐDRLANDAFERÐ 26. fúní — 17. júlí — 22 dagar Glæsilegt ferÖalag um fegurstu hérutí Noregs ásamt dvol í Osló. — Siglt til Kaupmannahafnar meS Kong Olav V. — Dvöl í Kaup- mannahöfn — og í Gautaborg. — VertS kr. 14.845,—. Upplýsingar um ferÖina veitir feríaskrifstofan LÖND & LEIÐIR. Fararstjóri: Svavar Lárusson. Malrósföt os kic'ar frá 2—7 ára. Rauð og blá DrengjajakkafSt frá 6—13 ára Drengjabuxur gráar — bláar Verð frá kr. 250,— Drengjajakkar frá 6—13 ára mjög ódýrir Gallabuxur, drengja- peysur, Vattera^ar unglinga- úlpur Drengjapeysur og skyrtur Telpupeysur heilar og hnepptar Fyrirliggjandi Æðardúnsængur Vöggusængur Sængurver — Koddar Æðardúnn — Fiður Póstsendum. Vesturgötu 12. Sími 13570 Sérleyfisferðir Frá Reykjavík eftir hádegi um Ölfus, Grímsnes, Laugarvatn, Geysi, Gullfoss, Reykjavík. Ferðir í Hrunamannahrepp frá Reykjavík laugardaga, frá Reykjafrík sunnudaga, til Reykjavíkur sömu daga. í mínum hringferðum fá far- þegar að sjá fleira og fjölbreytt ara, en á öðrum leiðum lands ins, hátta svo í sinni Bændahöll að kvöldi. Bifreiðastöð íslands Sími 18911 Ólafúr. Ketilsson fyrir hendi raddir í öll aðal- hlutverkin. Ég segi fyrir mig, að ef Þjóðleikhúsið færi nú að taka sig á, ráða söngvara og gera einhver.ia alvöru úr ó- peruf'.utningi, og mér byðist þar starf, þá mundi ég ekki hugsa mig tvisvar um. Og þetta verður að gera til að láta ekki vel menntaða söngkrafta, sem hér eru fyrir hendi og gætu hæglega fengið starf annars staðar, fara í súginn. kwikset /acksets Hinar vinsælu amerísku skrár fyrir úti- og inni- hur(Jir eru fallegar ódýrar traustar Margar geríir fyrirliggjandi Hafnarstræti 23 iRóyal INSTANT PUDDING pil flLtlHG Ungir og aldnir njóta þess að borða köldu Royal búðingana. Bragðtegundir: — Súkkulaði. karamellu. vanillu og jarðarberja. FLUGSÝN h.f. Sími 1-8823 FLUGSKÓLI Kennsla fyrir einkaflugpróf-atvinnuflugpróf. Kennsla í: Næturflugi Yfirlandsflugi Blindflugi Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar í nóv- ember og er dagskóli. Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróf, vor og haust. FLUGSYN h.f. Sími 1-8823 T í M I N N, sunnudaginn gl. júní 1964 — s í h )j iM| :' 1‘ ð >i n -I i# i N' ó| li K I H <t ' ’í í 13 f» ii >j'1 'tt.■ íí 4 í A.-'íln úi rt' íf'íf ii' ifc í'Í'i'í) H 4 i4jí ►; í ú /U í (>"i:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.