Tíminn - 21.06.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.06.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarir.sson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriítargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — f lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Stríðið gegn verk- þekkingunni Um allan heim er það nú megintakmark allra for- ustumanna að vinna að aukinni vinnuhagræðingu og auknum hagvexti. Þær þjóðir, sem fljótast og bezt til- einka sér nýja tækni og vinnuþekkingu, eru öruggar um að vera í fremstu röð. íslenzku valdhafarnir standa ekki að baki ráðamanna annarra landa hvað það snertir að tala fagurlega um vinnuhagræðingu, tækni og vísindi. Dag eftir dag láta þeir blöð sín skrifa forustugreinar um þessi mál. Þegar að framkvæmdum kemur, snýst þetta hins vegar við. Nokkur dæmi skulu aðeins nefnd um þetta: Ríkisstjórnin hefur nýlega gert samkomulag við laun- þegasamtökin um -kja^mál á grundvelli frjálsra samn- inga. Ein launastétt er höfð hér útundan. Það er verk- fræðingastéttin. Hún er eina stétt landsins, sem ekki fær að semja til hlítar við atvinnurekendur um kjör sín, að undanskildum opinberum starfsmönnum, sem sérlög gilda um. Verkfræðingar, sem vinna hjá einka- fyrirtækjum, fá laun sín skömmtuð af gerðardómi. Að sjálfsögðu una þeir því illa, að þeim sé þannig skammt- aður annar og minni réttur en öðrum stéttum. Um 70 íslenzkir verkfræðingar vinna nú líka erlendis. Þegar verkalýðsstéttirnar sömdu við atvinnurekendur á síðastliðnu hausti, var það tillaga ríkisstjórnarinnar, að sérlærðir iðnaðarmenn fengu hlutfallslega minni kauphækkun en aðrar stéttir. Hinar óeðlilegu reglur Seðlabankans um sparifjár- frystingu eru nú helzti Þrándur í götu aukinnar vinnu- hagræðingar og hagvaxtar. Vegna hennar verða viðskipta bankarnir að neita fjölda fyrirtækja um fyrirgreiðslu, sem er þeim nauðsynleg til að geta bætt rekstur sinn. Það tjón, sem af þessu hlýzt, er ómetanlegt. Undirstaða þess, að vinnuhagræðing komist á, er að meta rétt og efla verkþekkinguna og reyna að tryggja atvinnufyrirtækjum starfsfé til að bæta reksturinn. Hvort tveggja þetta vanrækir ríkisstjórnin í verki. Verk- fræðingar eru látnir búa við minni rétt en aðrar stéttir og sparifé er fryst í Seðlabankanum í stað þess að nota það til að auka vinnuhagræðinguna. Stöðugt er verið að nöldra yfir of háu kaupi iðnaðarmanna og annarra sérlærðra manna. Þessu er bezt svarað með ummælum eins af þingmönnum Framsóknarflokksins, þegar rætt var um gerðardóminn í málum verkfræðinga á þingi í vetur: Sérfræðingar geta verið dýrir, en það er marg- falt dýrara að vera án þeirra. Elckert er eins dýrt og óhagstætt nú á tímum og að berjast gegn verkþekking- unni. 30 milljónir Eins og Reykvíkingar muna, ákvað borgarstjórn fyrir réttu ári að leggja um 30 milljón kr. álögur á borg- arbúa umfram það, sem var ákveðið í fjárhagsáætlun- inni Þetta var gert fáum dögum eftir kosningar. Það er nú komið á daginn, eins og Framsóknarmenn sögðu fyrir, að þessar aukaálögur voru alveg óþarfar Tekjur borgarinnar fóru um 30 milli kr. fram úr áætl un. Því þurfti engar viðbótarálögur. Þetta ér eitt dæmi af mörgum um það, hvernig vald hafarnir leitast nú við að hafa hinar opinberu álögur hærri en þörf er fyrir. f [ M I N N, sunnudaglnn~21. jútTí 1964 >— Walter Líppmann rifar um a!þféðamál:,ril,"^'**,Wm ■■ m Ná afturhaldsmenn varanlegum yfirráðum i flokki republikana? Eisenhower er eini maðurinn, sem getur bjargað ílokknum HJÁLPRÆÐISHERINN hef- ur ætíð lagt á það áherzlu í boðskap sínum, að maður geti verið langt leiddur og langt niðri — en hann sé aldrei al- veg búinn að vera og eigi sér vissulega viðreisnar yon. Spurn ingin er, hvort þessi kenning á nú einnig við um Republík anaflokkinn. Eftir ráðstefnu ríkisstjór- anna í Cleveland, sem haldin var strax eftir prófkosningarn- ar í Kaliforníu hefur litið svo út sem flokkurinn væri meira en langt niðri — hann væri búinn að vera og ætti sér engr ar viðreisnar von. Og þetta mun vera staðreynd, ef ekki verð ur veruleg andstaða gegn þvi að Barry Goldwater taki völd- in í flokknum. Dauðaörlög flokksins eru ráðin ef foryst- an, erfðavenjurnar, hugsjónir og grundvallarreglur flokksins verða látin í hendur Barry Goldwaters án nokkurrar sam ræmdar baráttu. Því þó flokk urinn geti lifað af framboð Barry Goldwaters, þá verður ekkert eftir til framtíðarinnar, ef það verða engir Republíkan ar til nú til að berjast gegn yfirrá'ðum Goldwaters af þeirrj ástæðu að þeim finnist flokk urinn þess verður.að fyrir iífi hans sé barizt. Það er mikið í veði. Fyrir dyrum stendur ekki bara að út nefna frambjóðanda flokksins til forseta. Það er verið að gera tilraun til að ná yfirráð- um yfir gömlum flokki og gera hann að nýjum og algerlega frá brugðnum flokki. Fylgjendur Goldwaters kalla sig Republík ana en það er ekki vegna þess að þeir trúi og séu samþykkir sögulegum erfðavenjum og grundvaliarlögmálum Republík anaflókksins. Þeir gera það alls ekki. Þeir starfa sem Repú- blíkanar vegna þess að á þess ari öld hefur siðferði flokksins versnað og flokkurinn orðið veikur og dalandi — og því er auðvelt nú að taka yfir völdin í flokknum. FLOKKURINN klofnaði 1912 þegar The Old Guard neitaði að samþykkja útnefningu Theo dore Roosevelts til forsetafram boðs. Yfir það sár hefur aldrei fullkomlega gróið. Flokkurinn var allur í sárum á kreppuár unum og meðan heimsstyrjöld- in stóð. Flokknum tókst reynd ar að fá frambjóðenda sinn kjörinn forseta 1952. En hann endurskipulagði ekki flokkinn eða gerði hann nýtízkulegri og nú er svart í álinn fyrir flokk- inn. Þessi veiki og siðferðislega lágt stemmdi flokkur hefur orð ið leikvangur pólitískra ævin- týramanna, sem ætla sér að nota hið gamla nafn flokksins og byggja á atkvæðum hinna reglulegu kjósenda Repúblik anaflókksins. Þeir ætla sér að ná öllum völdum í flokknum og breyta stefnu hans gjörsam Iega. Það er tilgangslaust fyrir Goldwater að halda þvi fram að hann sé Repúblíkani á sama hált og Hamilton, Lincoln og EISENHOWER Theoaore Roosevelt. Grundvall arlögmál Republíkanaflokksins hefur verið í meira en eina og hálfa öld, að öryggi og vel- ferð þjóðarinnar bandarísku verði aðeins tryggt í sterku ríkjasambandi með sterkari sambandsstjórn. Ólíkt Hamilton er Goldwater alls ekki Federal isti. f hinum öfgafullum skoð unum hans á rétti einstakra ríkja er hann í rauninni fylgj- andi þvl að ríkjasambandið verði leyst upp eða gert veik- ara. Ólíkt Lincoln mundi hann afneita meginmarkmiðinu með borgarastyrjöldinni og myndi taka frá börnum hinna frels- uðu þræla vernd hins þjóðlega sambands. Ólíkt Theodore Roosevelt, myndi Goldwater afneita kenn- ingunni um skyldu sambands- stjórnarinnar til að vaka yfir efnahagslífi ríkisins og félags legum þörfum á hinpi nýju tækniöld. í LJÓSI sögunnar, erfða- venja. hugsjóna og grundvallar lögmála er útnefning Barry Goldwaters sem frambjóðanda Repúblíkanaflokksins fráleit Útnefning Wallace ríkisstjóra sem frambjóðanda Demókrata flokksins væri álíka fráleit Þrátt fyrir þetta virðist allt benda til þess að leiðtogar Re públíxanaflokksins ætli að gef- ast upp baráttulaust Þeir geta enn barizt með því að samein- ast um' Scranton ríkisstjóra. Eí þeir gera þetta ekki, þá er það af því, að hinir gömlu foringjar flokksms hafa misst baráttn viljann. Það er aðeins einn maður. sem nú á elleftu stundu getur bjargað Repúblíkanaflokknum frá glötun og sá maður er Eisenhower. Hann hefur hikað lengi, og það er vegna þess að hann misskilur stöðu sína flokknum og þar af leiðandi skyldu sína. Síðan Eisenhower hætti herþjónustu og varð for- seti, hefur hann ætíð ekki litið á sig sem bandarískan stjórn- málaitiðtoga heldur frekar eins ug útgáfu af brezkum kon- ungi sem stendur fyrir ofan flokkinn og flokksbaráttuna og er fuiltrúi þ.ióðarinnar allrar. í ÞEIRRI baráttu, sem staðið hefur yfir innan Repúblíkana flokksins, undanfarið, hefur hann talið sig standa ofan við baráttu stjórnmálamannanna eins og sá útvaldi sem á að sameina flokkinn þegar stjórn málamennirnir hafa lokið sínu starfi Hershöfðinginn vill að öllum geðjist vel að sér. En þessi afstaða hans er röng nú eins og ástandið er. Nú er ekki um bað að ræða, hvernig eigi að sameina ltepúblíkana flokkinn eftir að' Barry Gold water hefur verið útnefndui forsetaefni og náð öllum ráð- um flokksins i sínar hendur Spurningin ei um það, hvor' hægt sé að bjarga Repúblíkana flokknum, koma í veg fyrir að hann verði tekinn af mönnum sem eru í raun og sannleika alls ekki Repúblíkanar. Það er aðeins einn maður nú. sem get ur bjargað flokknum. —Il' lllll 11 'MMllll—<WilM r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.