Tíminn - 21.06.1964, Blaðsíða 16
•*/&
Sigla vestur mei síldina
FB-Reykjavík, HH-Raufarhöfn
20. júní
Síðasta sólarhring tilkynntu 60
skip sfldarleitinni um afla sinn,
samtals um 60 þúsund mál, og
fékkst sfldin aðallega á svæðinu
frá Héraðsflóa að Reyðarfjarðar-
dýpi, skammt undan landi. Frá
því klukkan 17 í gær til kl. 10 í
morgun hafði 21 skip komið með
20.500 mál til . Raufarhafnar, og
þar er sfldarbræðslan búin að
taka á móti 96 þúsund málum.
Flest skipanna, sem veiddu fyr-
ir austan síðasta sólarhring munu
fara vestur fyrir land, þar eð ekki
er þróarrými fyrir austan, eða á
Raufarhöfn, og kom t. d. eitt skip
til Siglufjarðar með síld í morg-
*
Utifundur
Um áttaleytið í morgun átti að
hefjast mótmælaganga hernáms-
andstæðinga frá Keflavíkurvelli
til Reykjavíkur, um 50 km leið.
Gangan verður við Öskjuhlíðina í
Reykjavík um klukkan átta í kvöld
og klukkan 20,45 hefst útifundur
við Miðbæjarskólann. Ræðumenn
eru Sverrir Kristjánsson og Jón
Snorri Þorleifsson, en fundarstjóri
Jónas Ámason.
Bifreiðastöð fslands hefur áætl-
unarferðir á Suðurnes klukkan 1,
15 og 3,15 í dag og Hafnarfjarð-
arstrætisvagninn er á heilum
tíma og 20 mínútur fyrir og yfir
heilan tíma frá Lækjargötunni í
Reykjavík. Gera má ráð fyrir, að
gangan verði í Hafnarfirði um
fimmleytið í dag og í Kópavogi
milli hálf sjö og hálf átta.
(Frá Samtökum hernáms-
andstæðinga).
un, og von var á fleiri skipum
í kvöld.
í nótt og morgun lönduðu 11
skip á Norðfirði, samtals um 7,300
Framhald á 15 síðu
Rafmagn á
Þingvelli
KJ-Reykjavík, 20. júní
í dag verður Sogsrafmagni
hleypt á línuna til Þingvalla, og
er sveitin þar með loksins komin
inn í rafmagnskerfi landsins. —
Fyrst um sinn mun rafmagnið að-
eins ná til Vaihallar og bústaðar
þjóðgarðsvarðar, en það er þó
strax bót í máli, og hefði mátt
vera fyrr þegar tillit er tekið til
þess að úr Þingvallavatni rennur
Sogið, og við Sogið eru mestu raf
orkuver íslendinga.
DRUKKNAÐI
KJ-Reykjavík, 20. júní
Pilturinn sem drukknaði af Þor
steini Ingólfssyni á fimmtudags
kvöldið var 25 ára gamall og hét
Ingvi Sigurjón Ólafsson. Hann
lætur eftir sig unnustu og barn.
F0STRUF0NDUR
HF-Reykjavík, 20. júní.
Klukkan tvö í dag verð-
ur opnuð föndursýning í
kjallaranum að Fríkirkju-
vegi 1 ,en þar verða sýndir
munir, sem gerðir hafa ver-
ið af fóstrum óg gæzlukon-
um á námskeiði, sem staðið
hefur yfir undanfarna þrjá
mánuði. Það er frú Guðrún
Briem Ililt, seip veitt hefur
námskeiðinu forstöðu, og
föndrið er kennt fóstrunum
með það fyrir augum, að
þær láti börn sín gera það.
Frú Guðrún er fóstra að
mennt og veitir forstöðu
fyrirtæki í Noregi, sem sér
um útvegun á barnaleik-
föngum. Hún er mjög mikið
á móti dýrum og ónýtum
leikföngum og vill að leik-
föngin séu endingargóð og
ódýr, og stuðli að þroska
bamsins og örvi sköpunar-1
gáfu þess. Á sýningunni,
sem nú stendur yfir, má sjá
hver leikföng frú Guðrún
telur hverju aldursskeiði
nauðsynleg.
Goldwater vann síðasta fylkið
VEL YFIR MflRKIÐ
NTB-Washington, 20. júní
Hinir 14 fulltrúar republikana
í Montana, sem sitja munu flokks-
þingið í Sanfransisco í næsta mán
uði lýstu því formlega yfir í gær-
kvöld, að þeir myndu greiða at-
kvæffii með framboði Barry Gold-
waters til næstu forsetakosninga.
Eru republikanar þá búnir að
velja fulltrúa frá öllum ríkjum á
flokksþingið. Er nú almennt talið,
að Goldwater sé öruggur uin að
verða í framboði fyrir hönd repu-
blíkana
Alls munu 1308 fulltrúar 50
ríkja sitja flokksþing republikana.
Samkvæmt síðasta tölulega yfir
liti á Goldwater möguleika á 694
atkvæðum, en hann þarf 655 til
þess að ná kjöri. Hins vegar er
það að athuga, að allir þessir full
trúar eru ekki lagalega bundnir
við að greiða Goldwater atkvæði
og hefur hann í sumum tilfellum
9. ráöstefnan
HF-Reykjavík, 20. júní.
Níunda norræna fiskimálaráð-
stefnan verður haldin í Reykjavík
dagana 22.—26. júní og sækja
Iiana fulltrúar af öllum Norður-
löndum.
Skírteini verða aíhent í Háskól-
anum klukkan 9 og ráðstefnan
verður sett klukkan 10 á mánu-
dagsmorguninn af Emil Jónssyni
sjávarútvegsmálaráðherra og síð-
an verða forsetar ráðstefnunnar
kjörnir. Ráðstefnunni lýkur með
ferð til Gullfoss, Geysis og Þing-
valla á föstudaginn og sama kvöld
verður lokahóf á Þingvöllum.
Ráðstefnu þessa sækja 14 full-
trúar frá Danmörku, 7 fulltrúar
frá Finnlandi, 3 frá Færeyjum,
35 frá Noregi og 26 frá Svíþjóð.
Auk þess situr ráðstefnuna 61 ís-
lenzkur fulltrúi. Þátttakendur ráð-
stefnunnar munu m. a. heimsækja
frystihús og hvalstöðina í Hval-
firði. Sérstök dagskrá er fyrir eig-
inkonur fulltrúanna, en þær fara
með í frystihúsið og Hvalfjörðinn,
auk þess sem þær ferðast um
næsta nágrenni Reykjavíkur og
skoða Þjóðminjasafnið.
aðeins vilyrði, sem geta gengið til
baka.
Má búast við, að frjálslyndi arm
ur flokksins verði tregur til stuðn
ings við hann ekki sízt eftir and-
stöðu hans við mannréttindafrum
varpið.
Samkvæmt sama yfirliti hefur
William Scranton aðeins 138 at-
kvæði bak við sig, en sú tala gefur
litlar hugmyndir um raunverulegt
fylgi hans, því að ekki eru talin
með atkvæðin á bak við Roeke-
feller og Lodge, sem styðja fram-
boð Scrantons.
Bruni á Þingvöllum
KJ-Reykjavík, 20. júní
Um hádegisbilið í dag kom upp
eldur í dælukofa rétt við bústað
þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Þar
rétt hjá var olíugeymir og var
talið rétt að kalla á Slökkviliðið í
Reykjavík ef eldurinn næði til
geymisins. Sem betur fór, náðu
heimamenn að slökkva eldinn í
tæka tíð, sem samt skemmdist
þarna dælukofinn og tæki sem í
honum voru.
BARRY GOIDWATER
VILL LA TA MA TA GEYSIA PLASTI
KH-Reykjavík, 20. júní.
Okkar heimsfrægi Geysir er orð
inn hálfgert vandræðabairn, og
aðstandendur koma sér ekki sam-
an um meðhöndlun á honum. Einn
áhugamaður skrifar Tímanuin og
leggur til, að Geysir verði þakinn
frauðplasti, og þá muni liann gjósa
Það mun vera rétt, að sögn séir
fróðra en hætt er við, að mimnum
þætt'i lítið til um undur náttúr-
unnar, ef þeir þyrftu að skripla á
firauðplasti til að komast að Geysi
því að erfitt yrði að hreinsa stöð
ugt í kringum hverinn, þegar liann
væri búinn að gubba úr sér .plast
inu.
Geysisnefnd var nýlega með
ráðagerð um að láta bora í Geysi
til þess að hressa upp á hann, eins
og lesendur Tímans muna, en Nátt
úruverndarráð lagðist gegn því.
Birgir Thorlacius, formaður Geysis
nefndar, sagði blaðinu, að nefnd
in hefði nokkrar tillögur til at-
hugunar en ekkert yrði gert í
málinu á næstunni.
Hins vogar eru áhugamenn stöð
ugt að hreyfa við málinu og gera
tillögur. eins og einn, sem skrifaði
Tímanum og lagði til, að Geysir
yrði þakinn frauðplasti. Blaðið1
leitaði álíts ísleifs Jónssonar á Raf
orkumálaskrifstofunni á þessari
1
tillögu. Hann sagði. að þetta væri
vissulega ein af aðferðum til að
framkalla gos í Geysi.vandamálið
væri hins vegar að plastið mundi
dreifast út um allt við gosið, og
það væru ekki síður náttúruspjöll
en að bora í hverinn, ísleifur
sagði, að það væri ekkert tækni-
en gosið eitt væri engin lausn,
og ferðamönnum þætti áreiðanlega
minna til um það, ef þeir sæju
aðrar eins tilfæringar og þær að
setja frauðplast i hverinn, auk sóða
skapsins sem fylgdi.
ísleifur kvaðsi vera á þeirri
skoðun, eins og margir aðrir, að
betra væri að hjálpa Geysi svo-
lítið heldur en láta hann lognast
alveg út af. Hann sagðist álíta, að
erfiðleikar Geysis stöfuðu af því,
að kísillinn í vatninu hlæðist stöð
ugt innan í skáhna og þrengdi
göngin, En ef borað yrði lítillega
í hann, mundi hann ná sér aftur
á strik.
Ekki alls fyrir löngu var gs.'ð
tilraun með að bora í Strokk, og
gaf hún góða raun. Hins vegar
telja sumir, þar á meðal Náttúru-
verndarráð, það vera náttúru-
spjöll að lífga Geysi við á þennan
hátt. En verði ekkert gert, má
Frqmhald a 15. síðu.