Alþýðublaðið - 05.04.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.04.1952, Blaðsíða 4
AB-Alþýðublaðið 5. apríl 1952; Bæjarbókasafnið UNDANFARIN ÁR hefur hvað eftir annað verið minnzt hér í blaðinu á aðbúð bæjar- bókasafnsins og hún talin glöggt dæmi um menningar- áhuga íhaldsins í Reykjavík. Öllum, sem komið hafa í bæj- arbókasafnið, mun að sjálf- sögðu ljóst, að húsakynni þess væru illnotandi sem vöru- geymsla Þó hefur bæjar- stjórnaríhaldið talið þau verð- ugan samastað bókasafns þess, sem almenningur í Reykjavík á að notfæra sér. Ár eftir ár hefur það látið eins og vind um eyru þjóta gagnrýni þeirra, sem fordæmt hafa að- búð bæjarbókasafnsins og starfsskilyrði fólksins,' er þar vinnur, hvort sem hún hefur komið fram í skýrslum bóka- varðarins, blaðagreinum eða í opinberum u'mræðum. Það hefur talið sér ráðlegast að una hlutskipti þagnarinnar, en hins vegar aldrei látið sér detta í hug að hefjast handa um úrbætur. Reykvíkingar hafa því talið sennilegast, að þeir yrðu framvegis sem hing- að til að búa við almennings- bókasafn, sem naumast þætti hæfa verstöð á Grænlandi eða svertingjaþorpi í Afríku. Nú gerist hins vegar það, að bæjarstjórnaríhaldið virð- ist vera byrjað að rumska. Bæjarráð hefur sem sé út- hlutað lóð undir væntanlega bindindishöll á mótum Bar- ónsstígs og Eiríksgötu, en með þeim skilyrðum, að væntan- legu bæjarbókasafni skuli einnig búinn þar staður. For- ustumenn Reykjavíkurbæjar hafa með öðrum orðum vakn- að til vitundar um það, að nú- verandi húsakynni bæjar- bókasafnsins muni ekki henta því til eilífðar. Ástæðan til þessa mun einkum vera sú, að eigendur timburhjallsins við Ingólfsstræti, þar sem bæjar- bókasafnið hefur verið og er, vilja rýma húsnæðið. Bæjar- búar standa því raunverulega í þakkarskuld við þá, en ekki bæjarstjórnaríhaldið, ef bóka- safn þeirra skyldi einhvern tíma hafna í nýjum og betri vistarverum! Reykvíkingar munu vissu- lega fagna því, að bæjarbóka- safninu skuli loksins hafa verið valinn framtíðarstaður. Það ætti að vera mjög vel í sveit sett á mótum Baróns- stígs og Eiríksgötu, og virðist ósennilegt, að staðarvalið komi til með að valda deilum, en slíkt má nú orðið heita ný- lunda hér í Reykjavík. Híns vegar mun mörgum leika hug- ur á að frétta, hvenær forustu menn höfuðstaðarins hugsi sér að hefjast handa um bygg- ingu bæjarbókasafnsins. Sú stofnun myndi hafa veglegu hlutverki að gegna, gefa al- menningi kost á dýrmætum tómstundum og bjarga mörgu æskufólki frá aðgerðaleysi og solli, ef vel tekst til um starfrækslu safnsins og það nær til fólksins eins og vera ber. Bæjarbókasafnið á að verða menningarmiðstöð Reykvíkinga og andlegur varnarveggur gegn válegum holskeflum, sem nú ríða yfir landið og bæinn. Það er annars athyglisvert í þessu sambandi, að ritstjóri Morgunblaðsins birti fyrir skömmu tjmabæra hugvekju í blaði sínu og íháldsins um landsbókasafnið. Honum fannst því of þröngur stakkur sniðinn, og mun það hverju orði sannara. Hins vegar mun Valtýr Stefánsson aldrei hafa lagt leið sína í bæjarbókasafn- ið sömu erinda og hann heim- sótti landsbókasafnið á dög- unum. Þó er ólíkt verr að bæjarbókasafninu búið en nokkurn tíma landsbókasafn- inu. En Valtýr hefur ef til vill haft það í huga, að um aðbúð landsbókasafnsins er við ríkið að sakast, þegar Reykjavíkur- bær ber aftur á móti allan veg og vanda af bæjarbóka- safninu. Umhyggja hans fyrir landsbókasafninu er góðra gjalda verð. Eigi að» síður hefði hann átt að líta sér nær og leggja fyrr leið sína upp í Ingólfsstræti en inn á Hverf- isgötu. Hann stæði ólíkt betur að vígi að berjast góðri bar- áttu fyrir landsbókasafnið eftir að hafa lagt bæjarbóka- safninu lið. Það~ hefur hann hingað til látið undir hpfuð leggjast. En kannski stafar þessi gleymska Valtýs af því, að hann kunni að skammast sín fyrir flokkinn, og vilji ekki óhreinka sig á þyí að heim- sækja þá menningarmiðstöð bæjarstjórnaríhaldsins sem bókasafnið í Ingólfsstræti er. Engum er alls varnað! 7 f §Án F EiJ i fjjöil Vuii un. er til sölu. Báturinn er byggður úr eik 1946, tal- inn 36 smál. að stærð og er með 145—160 ha. Tux- ham-dieselvél. Allar nánari upplýsingar veita Þorgils Ingvarsson og Björn Ólafs bankafulltrúar í Landsbankanum í Reykjavík. Landsbanki íslands Stofnlánadeild sjávarútvegsins. AB — Alþýííublaðið. Útgefandi: AlþýSuflokkurirm. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- sxmi: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — AlþýðuprentsiniSjan, Hverfisgötu 8—10. AB 4 Þessa skopmynd birti New York Times réít eftir að Sovétríkin höfðu birt tilboð sitt um sameiningu Þýzkalands, bundið því skilyrði að það gerðist ekki aðili a.ð varnasamtökum V-Evrópu. Alþjóða heilbrlgðisclagor sameinyðu þjóðanna þann 7. apríl. skipulegt þjóðfélagslíf var fót- um troðið. í öðrum löndum, sem þátt tóku í síðari heims- styrjöldinni — þar á meðal í Bandaríkjunum og Ástralíu —• var það einungis dánartala ungra manna, sem hækkaði. — vígstöðvarnar, loftið og heims- höfin hjuggu stór skörð í fylk- ingar þeirra. Eftir styrjöldina hefur end- urreisnarslarfið gengið mjög yel, en á tímabilinu 1948—50 var enn mikið óunnið . . . en á þeim árum var mikiu afkastað. Skýrslurnar greina frá mikilli framför á þessum þremur árum og dánartalan lækkar ört. Á tímabilinu 1930—1932 dóu íil jafnaðar 18,9 af þúsundi á ári hverju. Á tímabilinu 1948—50 hafði dánartalan lækkað niður í 13,7 af þúsundi. Tutiugu ár eru eiíki langur tími í þróunarsögu mannkyns- ins. En samt sem áður hefur á þessum stutta tíma tekizt að lækka dánartöluna um næstum helming í sumum löndum. í átta ríkjum, sem skýrslurnar ná ýil, lækkaði dánartalan um 40% eða meira. í 23 iöndunn lækkaði dánartalan um 20% á þessu tímabili. Mest var lækk- un dánartölunnar í iöndum, þar sem heilsuvernd og sjúkdóms- varnir höfðu verið mjög liilar og hægt var að auka þær skjót- íega. Erfiðisvinna virðist aðeins að nokkru leyti eiga sök á því að karlar deyja fyrr en konur. Ekkjur eru fleiri en ekkjumenn. Og fleiri sveinbörn fæðast ar.d- vana en meybörn. Er.ginn hefur enn getað veitt fullnægjandi ský^ringu á þessu fyrirbæri, en staðreyndin er augljós í hag- skýrslum S.Þ. ALÞJÓÐA-HEILBRIGÐIS- DAGUEINN 7. APEÍL ÞANN 7. apríl er alþjóða- heilbrigðisdagurinn. í fjórða skipti er dagur þessi haldinn hátíðlegur, ekki til þess að skapa umtal um WHO, alþjóða heilbrigðismálastofnan samein- uðu þjóðanna, beldur til þess að minna alla á það, hve mikið veltur á því að hver og einn geri sitt til að au-ka heilbrigði, hreinlæti og Jielsu í heiminum. Hugmyndin um alþjóðlegan heilbrigðisdag er komin frá ír- an. Þegar fyrsta ráðstefnan um heilbrigðismál var haldin 7. apríl 1948, lagði 'fulltrúi frans til, að samkomudagur ráðstefn- unnar yrði gerður að sérstök- um merkisdegi, og æ fleiri þjóð ir hafa aðhyllzt hugmyndina. ÞRÁTT FYRIR ALLAR FRAMFARIR Dr. Brock Chisholm, for- stjóri alþjóða heilbrigðismóla- stoínunarinnar WHO, er frum- herji og hefur að baki sér langa reynslu í heilbrigðisstarfsemi á alþjóðlegum grundvelli. í til- efni dagsins segir liann m. a.: „Heilbrigt umhverfi skapar heilbrigt fólk“ — þetta er víg- orðið fyrir heilbrigðisdaginn i 1952 — og það bendir öllum þjóðum að saraj markinu. Það segir í sjálfu sér nokkuð um þau vandamál, sém leysa þarf til þess að starfið, sem unnið er við að bæta heilsufarið í heiminum, geti heppnazt. Þrátt fyrir hinar ótrúlega miklu framfarir á sviði lækna- vísinda og sjúkdómsvarna þjást enn þann dag í dag þrír fjórðu hlutar allra karla, kvenna og barna í heiminum af sjúkdóm- um, sem berast með óhreinu vatni, vegna skorts á persónu- legu hreinlæti, með skordýr- um, músum og rottum og í ó- varinní mjólk og mat. Ábyrgð- in á því, að slíkur fjöldi manns- lífa fer forgörðum og vinnuafl tapast hvílir á okkur öllum, sem meðlimum fjölskyldu okk- ar, sem borgurum bæja éða þorpa okkar og sem samborgur um í heimi, sem stöðugt verður minni og minni eftir því sem samgöngutækin verða betri. Hvort sem við lifum í þjóðfé- lagi m;killa framfara eða ekki, er það skylda bæði gagnvart okkur sjálfum og nágrönnum okkar, að gæta ýtrustu varúðar í heilbrigðismálum. Haldið hús inu hreinu, búðinni hreinni, verksmiðjunni hreinni, haldið umhverfinu öllu hreinu og þar með uppfyllið þér fyrstu skil- yrðin fyrir heilbrigði heima og í bæjarfélaginu. BERI HEILSUVERND — LENGRA LÍF Síðastliðin 20 ár hefur þróun sjúkdómsvarna og læknavís- inda verið mjög ör, en samt sem áður er sú þróun aðeins á byrj- unarstigi ennþá. Enda þótý svo sé, má greinilega sjá árangur hennar í alþjóðaskýrslum um sjúkdóma og dauðsföll, sem hagstofa S.Þ. hefur nýlega sent frá sér. Þessar skýrslur eru teknar saman í „Monthly Bul- letin of Statistics“ í'yrir marz 1952. I skýrslunum er gerður sam- anburður á tölum um dauðsföll í 89 löndum á tímabilinu 1930 —32 og tímabilinu 1948—50 og hvarvetna er þróuniu sú sama; se færri deyja og fólk v/rður eldra. Einungis síðari heims- st^'rjöldin og þær farsóttir, sem fylgdu í fótspor hennar, hefur getað raskað hlutföllunum, en þó einungis í þeim löndum, sem urðu fyrir sprengjuregni eða JÓN NORDAL tönskáld hélt fyrstu opinberu tónleika sína s. 1. mánudags- og miðvikudags- kvöld í Austurbæjarbíói, fyrir .styrktarmeðlimi Tónlstarfélags- ins. Var þó allt annað en „byrj- anda“-bragur á frammistöðu þessa unga og glæsilega lista- manns. Hann lék og túlkaði verk hinna ólíkustu höfunda eins og gá, sem.valdið hefur. Með fullkomnu samræmi hug- gr og hjarta hélt hann hlustend- um sínum rígbundnum við efn- ið, hvort heldur var í hinni íraustbyggðu og hressilegu Cha- conne Háandels eða í rákutón- skrefum og „kakófó:iík“ Stra- vinsky-sónötunnar. Fyrsta æviárið er ávallt lífs- hættulegast. Allt fram til 1930 dóu 10 af hverjum 100 börnum á fyrsta aldursári í helmingi þeirra landa, sem gerðu s.kýrsi- ur um dauðsföll. í einu landi var dánartalan 30 af hverjum 100 börnum. Nú hafa orðið miklar breytingar í þessu efni v'egna framfara í læknavísind- um og sjúkdómsvörnum ög á alþjóða heilbrigðismálastofnun- in sinn mikla þótt í því. Meðal landanna með lægstan ung- barnadauða í heimi eru Sví- þjóð, en þar er dánartala ung- barna 23,3 af þúsundi, og ís- land, en þar er dánartala ung- barna 23,9 af þúsundi. Aukin barátta gegn sjúkdóm- um og aukin heilsuvcrnd skap- ar ný vandamál. Þjóðfélagið eldist, smám saman verða æ fleiri íbúanna gamalt fólk. Þessi þróun hefur valdið miki- um erfiðleikum fyrir þá, sem ganga frá löggjöf á sviði félags- mála. Hversu mikil áhrif þessi vandamál kunnað að fá má gera sér í hugarlund af síðustu töl- unum í þessum hagslcýrslum S. Þ. — tölunum, ssm grqjnn frá hækkandi meðalaldri. í nokkr- um löndum hefur meðaialdur- inn hækkað um 20 ár frá alda- mótum. í Hollandi iifa menn. lengst, þar verða kar’menn að meðaltali 69 ára og 5 mánsða og konur 71 árs og 6 mánaða. Tónsmíðar Béla Bartóks, Ungversk þjóðlög, Sex rú- menskir þjóðdansar og Allegro barbaro, nutu sín einnig til fulls í meðferð listamannsins; og sama er að segja um Myndir á sýningu (tónverk í 10 smáköfl- um) eftir Modest Mussorgsky. Með öðrum orðum; Frá fyrsta til síðasta t.óns efnisskrárinnar var listamaður að verki, sem krufði viðfangsefni sitt til mergjar og flutti iram af ó- seikulum skilningi og smekk- vísi. Var honum ákaft fagnað og varð hann að leika nokkur aukalög. Þórariim Jónsson. Pkmólímleikar Jóns Nordal ---r.-.----

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.