Tíminn - 27.06.1964, Blaðsíða 14
I
115
til hans árið 1921 átti hann frakka
ferlíkið með astrakankraganum.
Hann var geysilega þungur. Þeg-
ar ég mórgum árum síðar var að
hjálpa honum í frakkann morgun
nokkurn, sagði hann við mig:
„Þetta er anzans ári góður frakki,
skal ég segja þér, Thompson. Góð
ur og gamall. En í rauninni nýr.
Hann er nýr bæði að utan og inn-
an og svo er hann með nýjum
astrakankraga og enn er hann
ágætur'1.
Það er allt konu hans og vökui
um augum herbergisþjóns hans að
þakka, að Winston er oftast til-j
tölulega vel til fara. í klæðaskápj
hans eru nokkrir alklæðnaðir og
þegar loks hefur tekizt að sann-j
færa hann um, að hann þurfi á
nýjum að halda er það Clementine j
sem pantar föt hans hjá gamal-;
grónu kiæðskerafyrirtæki í Savile
Row og velur þá sjálf klæðið og
metur gæði þess.
Það kann að vera rétt, að
„ekkert geti komið í staðinn fyrirj
ull", en Winston hefur alltaf vilj
að undirföt úr silki, óbrotin í snið
um og Clementine pantar venju
lega tólf sett í einu.
Winston fer aldrei í búðir. Cle
mentine hefur sagt: „Hann þarf
enga peninga. Hann gengur aldrei
í verzlanir og það er alltaf einhver
annar, sem kaupir fyrir hann lest-
arfarmiða.“
Honurn finnst ekkert varið í að
eiga skartgripi og vill helzt lát-
lausa skyrtuhnappa. Gullúrið hans1
og keðjan og gullhringurinn, sem
ber innsigli Marlborugh ættarinn
ar og hann ber á löngutöng hægri
handar eru gjafir frá föður hans.
Stafurinn, sem hann hefur venju
lega meðferðis er langur, venju-
legur göngustafur með óflúruðum
gullhnúð Hann átti eitt sinn ann
an, sem hann hafði afar miklar
mætur á Hvernig hann missti
hann, er saga út af fyrir sig.
Bæði Winston og Clementine
binda mikla tryggð við persónu
legar eigur x sínar, svo að furðu
gegnir. Þau tekur sáran að þurfa
að skiljast við hluti, sem einhver
tilfinningabönd eru tengd við. En
þegar höíðað er tii hjartans, þverr
viðmótskrafturinn.
Ein ástkærasta eign Winstons
var fagur malacca-stafur með gull
hnúð. Stafurinn var gjöf frá Ját-
varði konungi VII og á gullhnúð-
inn var skráð: Winston S. Churc-
hill, Turt Club. Hvert sém hann
fór hafði faann stafinn með sér.
En sköm’mu fyrir síðasta stríð
hafði hann týnt stafnum. Stafurinn
sem hann var með, var alveg eins
og sá, er liann átti, nema áritunina
vantaði.
Honum varð þegar ljóst, hvað
gerzt hafði. Hann hafði tekið
rangan staf, þegar hann var á burt
leið einhvers staðar. En hvaðan?
Og hvenær? Það gat verið um
hundruð staða að ræða á jafn-
mörgum dögum.
Clementine skipulagði leitina að
stafnum á sinn skelegga hátt. Hún
fór nákvæmlega í gegnum minnis
bók Winstons og spurðist fyrir á
á öllum heimilum, klúbbum og
skrifstofum, sem hann hafði kom
ið í. Enginn gat varpað ljósi á þetta
dularfulxa hvarf og Winston, sem
sá jafnvei sárt eftir útslitnum föt-
um, var óhuggandi.
Loks greip Clementine til síð-
asta hálmstrásins og setti auglýs
ingu í ,tapað-fundið'‘ dálkinn í
The Times
„TAPAÐ, sennilega á föstudegi,
28 marz". stóð í auglýsingunni,
„malacca stafur með gullhnúð,
merktur Winston S. Churchill,
Turf Club Ilr. Churchill hefur af
misgripum tekið annan staf eins,
en þar sem hann er algerlega ó-
merktur, hefur hann hingað til
ekki getað skilað honum — 2 Sus-
sex Square W. 2“.
Þetta bar árangur. Rétt fyrir
hádegið sama daginn og auglýs-
ingin birtist fékk Clementine skila
boð símleiðis frá Marlborugh
klúbbnum. Henni var sagt, að staf
! urinn væri í öruggur og í góðum
höndum, en í Þýzkalandi!
Nú var Ijóst, hvað komið hafði
!fyrir. Winston hafði verið boðið
í hádegisverð til Marlborough
^ klúbbsins af stuðningsmönnum sín
! um í baráttunni fyrir Abbey deild
I inni í Westminster. Þegar hann
fór þaðan var hann á hraðri för,
þar sem hann þurfti að komast á
annan fund og hafði hann því
grfpið þennan staf, sem var svo
líkur hans eigin En eigandinn
aftur á móti hafði komið niðuv
síðar, tekið hinn stafinn og lagt
umsvifaiaust af stað til Þýzkalands
Nú tók Winston gleði sína og
mátti þakka það góðum spæjara-
hæfileikum konu sinnar
Mörg ár liðu. Dag nokkurn
komu þau á Miðstöð limalausra
fyrrv. hermanna í Wellhampton.
Winston var með ástkæran' staf
sinn í hendi, er hann stanzaði til
að tala við fyrrv. hermann frá
Norfolk, en hann hafði misst fót
í fyrra stríðinu og var að fá gervi
fót.
„Þér hafið gervilim og gangið
samt án þess að nota staf?“ spurði
Winston
„Já“, svaraði bæklaði maðurinn,
„en ég .nundi gjarnan vilja eiga
yðar staf“
Winston leit á Clementine og
sneri sér síðan að gamla hermann
inum og sagði:
„Hér er hönd mín og hjarta —
og stafurinn minn. Gætið hans vel
Hann hefur orðið mér samferða
um allan heiminn.“
Að einu leyti verður hann að
játa á sig óstaðfestu og ósamræmi.
Er hárskerinn spurði hann, hvern
ig hann vildi láta klippa sig, ýfði
hann á sér hárlubbann og sagði:
„Maður svo fátækur að andlegum
efnum sem ág getur ekki krafizt
þess að hafa sérstaka hárgreiðslu.
Klippið það!“
Clementine er að því leyti frá
brugðin eiginmanni sínum, að hún
hefur ákafan áhuga á tízkumálum
og eyðir miklum peningum og
tíma í að kaupa nýjan nýtízku
klæðnað
Frú Thompson, eiginkona fyrrv.
lífvarðar Winstons, sem var einn
af riturum Winstons, er hún hét
ungfrú Shearburne mælti: „Kjóla-
smekkur hennar var afar, afar
góður tíún eyddi litlum tíma í
búðarana. Henni voru sendar vör-
urnar til Chequers, Chartwell eða
hvar ;sem hún annars var. Eitt sinn
vildi hún fá nýjan náttkjól sumar
ið fyrir styrjöldina. Hún skrifaði
írsku véfnaðarvöruverzluninni í
Regent Street og þeir sendu henni
sex náttk.ióla til að velja úr. Henni
leizt svo vel á þá, að hún keypti
þá alla sex.
Þegar við bjuggum í flotamála
ráðuneytinu, sá hún einhvers stað
ar kápu úr hlébarðaskinni og á-
kvað að fá sér eina slika. Hún
lét senda sér tvær frá sitt hvoru
fyrir tækinu og að lokum valdi
hún sér aðra. Hún var alveg dá-
samleg a að líta og Clementine
var glöð eins og barn, en sagði:
„Ekki segja Winston frá henni.
Eg vil ekki, að hann viti af henni
strax. Ilann veit það ekki sjálfur,
'en hún á að koma í staðinn fyrir
páskaegg frá honum til mín.“
Og einhver sendi henni stóran
silkistranga Hún varð himinglöð
Hún kaxlaði mig inn til sín og
sagði: „iiittu á. Er þetta ekki yndis
legt. En þetta er alltof mikið í
slæðu. xívað á ég að gera við
það?“
Við ræddum málið í hálfa
klukkustund. Hún stakk upp á
ýmsu, sólhlíf og mörgu fleira, en
ég man ekki hvort við komumst
að nokkurri niðurstöðu.
Stundum skeytti hún því engu
að rnaðu- var í þjónustuliði eigin
mannsins og kom stundum franb
við mann eins og jafningja. Hún
sagði stundum: „Mig langar í te-
sopa. Komið og fáið yður te með
mér.“ Síðan bauð hún manni sígar
ettu og talaði um kjóla og föt.“
Clementine hefur afar fallega
fætur og hún er sérstaklega ná-
kvæm, hvað skóbúnað snertir
Skórnir verða að vera fallegir og
gæðavara I Chartwell eru skór
22
um rannsókn og hneyksli og sjálf-
sagt fangelsisvist var alltof ógn-
vekjandi fyrir þig, þetta blessað
litla skinn. Þú varst ekki eitt
andartak í efa um, livað myndi
gerast, eftir að þú ókst á hjól-
reiðarmanninn. Þú _áttir Mark að
—já og Brett líka, ef hann hefði
getað komið þér að gagni. En
það var sem sagt ekki hann í þetta
sinnið.
— Ég . . ók ég bílnum þessa
nótt? Tracy horfði niður á hend-
urnar sem lágu í kjötlu hennar.
Þær höfðu haldið um stýri í bil
sem hafði ekið niður mann, drep-
ið hann og hún hafði látið hann
liggja þar deyjandi . . án þess að
athuga hvort hann væri dáinn.
Lét ég Mark . . .
— Þú stóðst í vitnastúkunni og
svaraðir nokkrum kurteislegum
spurningum, þú varst mjög hik-
andi og gætin og dómarinn forð-
aðist að beita hörku vegna þess að
þú varst svo einmana og yfirgefin.
Þú heyrðir þegar dómurinn var
upp kveðinn og grézt nokkrum
táratítlum, sem fóru þér afar vel.
Allir voru á einu máli um, að
Mark ætti refsinguna skilið, vegna
þess að hann bæri sök á að þú
yrðir að þola þessa þungu raun.
Neville stóð við hlið þína, sterk-
ur, blíður og ^lskulegur. Þú . . .
— Nan!
Hún gat ekki sagt meira. Hún
sat kyrr með galopinn munn og
fölvi breiddist yfir andlit hennar,
þegar Brett loíraði dyrunum, sem
hann hafði opnað mjög gætilega.
— Nan, í guðs bænum, hvernig
gaztu gert þetta?
— Ég varð — ég gat ekki þag-
að lengur.
Hún kerti þnakkann og starði
fokreið á hann. —Hún heyrði
mig segja Giles frá því, hvernig
ég slasaðist á hjólinu. Hún þótt-
ist vera að biðja fyrirgefningar,
en hún trúði ekki að hún hefði
borið sökina. Hún var svo and-
skoti ánægð og örugg með sjálfa
sig . . þess vegna sagði ég henni
frá Mark og það var sannarlega
tími til kominn. Hvað ætlaðir þú
að láta hana flækjast um lengi
án þess hún fengi að vita, hvað
hún hefði eiginlega gert?
— Mark skrifaði mér og bað
mig að segja Tracy eklfert, ef
hún myndi það ekki sjálf, svaraði
Brett seinlega. —Hann ætlaði að
gera það sjálfur, ef hann saá ein-
hverja ástæðu til þess. Ekki datt
mér í hug að þú mundir buna því
út í haturs- eða afbrýðiskasti.
— Það var ekki um slíkt að
ræða. Nan reis virðulega upp og
horfði á hann.
— Það var aðeins réttlætið.
Eg afþar ekki að hugsa til þess,
hvað hún yrði umburðarlynd og
skilningsgóð við Mark þegar hann
kæmi heim.
Hún gekk rólega framhjá Brett
og út úr stofunni. Tracy hafði ekki
hreyft sig, en horfði enn
beint á hendur sínar. Brett leit
rannsakandi á hana.
— Það var leiðinlegt það skyldi
gerast á þennan hátt, sagði hann.
Ég harma það. En Nan hefur
alltaf tilbéðið Mark og það sem
gerðist varð henni þung og erfið
reynsla . . . og okkur öllum, bætti
hann þurrlega við. — En þar sem
hún hefur nú sagt þér þetta . . .
hefur það hjálpað þér til að muna
nokkuð?
— Nei, Tracy hristi höfuðið,
þótt ekki liti út fyrir hún hefði
heyrt orð hans.
— Ég man ekkert . . . alls ekk-
ert. Og Brett . . . ég get ekki
trúað . . .
— Tracy. Þú verður að trúa
því, greip hann óþolinmóður fram
í.
— Það var satt sem Nan sagði
þér. Það varst þú sem ókst bíln-
um þessa nótt. Þú krafðist þess,
þrátt fyrir að Mark teldi að þú
hefðir drukkið of mikið. Hann
var það flón aö láta undan þér,
en það gerði hann alltaf, þegar
þú vildir eitthvað. Eftir árekstur-
inn keyrðir þú áfram með slíkum
ofsahraða, að hann þorði ekki að
beita valdi til að fá þig til að
stanza. Þegar þið komuð heim
varst þú alveg frávita.
Andlit Brett fölnaði við tilhugs-
unina um hina voðalegu nótt, en
hann hélt áfram:
— Þegar Mark sá hversu tryll-
ingslega hrædd þú varst við af-
leiðingarnar af því sem þú hafð-
ir gert, sag§i hann blátt áfram,
að þú skyldir ekki kvíða neinu,
ekkert yrði gert við þig. Hann
ætlaði að taka sökina á sig, þegar
lögreglan kæmi. Hann gerði það
og þú lézt hann gera það.
Áfallið, sem hún hlaut að fá
við þessa vitneskju mundi áreið-
anlega þrengja sér inn í heila
hennar, hugsaði hann og horfði
fast á hana. Hún var svo viðkvæm,
hún hlaut að verða miður sín af
samvizkubiti og skömm . . . en
hvers vegna skyldi hún finna til
þess núna, þegar ekki hafði borið
á því, er þetta gerðist? Það var
fáránlegt að eigna henni tilfin’n-
ingar sem væru gersamlega fram-
andi fyrir hina „gömlu" Tracy.
Það var engin „gamla“ Tracy, að-
eins þessi eina Tracy, sem hér sat
og horfði sem dáleidd á hendur
sínar.
— Ég get ekki hafa verið þann-
ig. Röddin var lág og strengd.
— Ég get ekki hafa gert það . .
það er satt, því að ég kann ekki
að aka bíl.
— Það er heimskulegt að segja
þetta. Hann titraði af reiði. — Auð-
vitað kanntu að stýra bíl. Mark
og ég kenndum þér og þú tókst
bílpróf sautján ára gömul og
stóðst það með prýði. Þú ert
mjög góður bílstjóri. Það er bara
eitt af því, sem þú hefur hrein-
lega gleymt.
— En minnisleysi — eða tauga-
áfall —.eða hvað svo sem að mér
er, kemiur ekki þannig í ljós.
Doktor Brodie sagði mér að mað-
ur gæti gleymt fólki, atburðum
og stöðum en ekki kunnáttu, sem
ég hefði haft áður, til dæmis að
synda, spila á píanó eða aka bíl.
Þú getur skrifað honum og spurt
hann sjélfan, Brett. Ég er sann-
færð um, að ég hef ekki hugmynd
um, hvernig á að setja bifreið í
gang, hvað þá meira.
Hún hafði lyft höfði og leit á
hann, augu hennar glömpuðu af
æsingi.
— Leyfðu mér að sanna það.
Leyfðu mér að reyna, hvort ég
get það. Núna.
— Núna. Hann var skelfdur.
En hvað í ósköpunum er það
eiginlega, sem þú vilt reyna að
sanna mér — eða sjálfri þér?
— Ég veit það ekki — hvernig
ætti ég að vita það. Hún skalf af
örvæntingar þrungnum ákafa, sem
Brett skildi ekki og óttaðist dá-
lítið.
— Leyfðu mér að reyna. Ég
heiti því ég skal ekki reyna að
blekkja þig — bara ef þú leyfir
mér að gera tilraun.
— Gott og vel. Hann hikaði
andartak, en þessi tryllingslegi
æsingur hennar skelfdi hann. Ef
hann gæti bara róað hana með
einhvei'ju móti.
— Jæja, við skulum gera það
strax, ef þú vilt. •
Það hafði virzt drungalegt og
dimmt. inni í húsinu, en úti fyrir
var enn nokkur birta frá sólu
sem var að hníga til viðar. Þau
settust inn í bílinn í skúrnum.
Brett ók honum út á veginn, drap
á mótornum og gekk út' úr bíln-
um.
— Nú geturðu tekið við, Tracy.
Vertu óhrædd, ég skal gæta þess
að ekkert komi fyrir. Ertu tilbú-
in.
Hún kinkaði þögul kolli og
settist undir stýrið. Hann settist
við hlið hennar. Hann mælti ekki
orð af vörum, bærði ekki á sér.
Æsingurinn sem fyllti hana hafði
smitað hann. Hann var þurr í
kverkunum. Hún hafði enn hend-
urnar í kjöltu sér, þær virtust
ósköp grannar og hjálparvana.
Þetta er brjálæði, hugsaði hann.
Ef hún hefur ekki gleymt því,
er doktor Brodie segir að hún geti
ekki og ef hún getur í raun og
veru ekki ekið bíl . . . en hvaða
máli mundi það skipta? Það hlaut
14
T I M I N N, laugardagur 27. júní 1964.