Alþýðublaðið - 29.04.1952, Blaðsíða 8
ö!av Ki
IFyrstu hljómjeikarnir verða í kvöld, en
endurteknir fyrir börn á miðVikiadaginn
SYMFÓNÍUHLJÓMSVEITIN hefur ráði norska liljóiu-
rveitarstjórann og tónskáidið Olav Kiclland, sem hljómsveitar-
: tjóra og listrænan leiðbeinandi hljómsveitarinnar næstu þrjú
árin. Mun Kielland dvelja hér á landi tvo mánuði, haust og vor.
og æfa og stjórna hljómsveitinni og skipuleggja starf hennar i
samráði við hljómsveitarstjórnina þá tíma, scm hann sjálfur
er fjarverandi.
ALÞYBUBLA9IB
Ein hátíðahöld
í kvölcl heldur symfóníu-
hljómsveitin fyrstu hljómleika
sína að þessu sinni undir stjórn
Kiellands, og verða þeir síðar
endu.rteknir fyrir skólabörn úr
efstu bekkjum barnaskólanna.
og verður ókeypis aðgangur
fyrir þau. Viðfangsefni á þess-
um hljómleikum eru: Oberon-
forleikurinn, eftir Weber, sym-
fónískir dansar, eftir Grieg, og
symfónía nr. 5 — ,.Örlagasym-
fónían“, eftir Beethoven.
Að hálfum mánuði liðnum
heldur symfóníuhljómsveitin
aðra hljómleika undir stjórn
Kiellands, og loks síðar í vor,
begar Hamborgarhljómsveitin
kemur hingað á vegum Tón-
listarfélagsins, mun symfóníu-
hljómsveitin leika með henni
undir stjórn Kiellands. Leika
Mjómsveitirnar þá sameigin-
iega. og verður það stærsta
Mjómsveit, sem hér hefur
-heyrzt, rúmlega 70 manns.
Frá þessu skýrði stjórn sym-
fóníuhljómsveitarinnar í við-
tali við blaðamenn í gær. Jón
Pórarinsson sagði, að Mjóm-
sveitin væri nú að hefja starf-
semi sína eftir nokkurt hlé, og
horfði nú bjartari augum til
framtíðarinnar en áður. Alþingi
hefði nú í fyrsta sinn veitt
styrk til starfseminnar, svo að
vonir stæðu til að hún kæmist
nú á öruggari gru.ndvöli.
Kin merkasta ráðstöfunin, sem
stjórn symfóníuhljómsveitar-
innar hefði gert af þessu tilefni,
sagði Jón, væri sú, að hún hefði
leitað samninga við Olav Kiel-
land um að taka að sér að
stjórna hljómsveitinni næstu
þrjú ár og vera listrænn íeið-
beinandi hennar. Samningar
væru nú um það leyti gerðir,
svo að fullvíst væri að úr þessu
yrði, og væri Kielland nú kom-
ínn og byrjaður að starfa fyrir
hljómsveitina. Ráðgert væri,
að hann yrði hér 4 mánuði á
ári, 2 mánuði haust og vor.
Sagði Jón, að hljómsveirin
hyggði gott til samvinnunnar
við Kielland; enda mætti það
teljast einstakt happ fyrir
hljómsveitina, að hafa fengið
jafn færan og kunnan tónlist-
armann í árdögum starfsem-
innar.
Um Kielland sagði Jón, að
hann væri meðal allra ku.nn-
ustu hljómsveitarstjóra Norð-
urlanda; en hann hefur um 30
ára skeið stundað hljómsveit-
arstjórn, en í vaxandi mæli
snúið sér að tónsmíðum hin
síðari ár. Au.k starfs síns heima
í Noregi, en þar hefur hann
m. a. verið í 12 ár stjórnandi
við Philharmoniske selskabet í
Osló, hefur hann stjórnað
þekktum symfóníuhljórasyeit-
um sem gestur, t. d. í London
New York, Berlín, París, Brús-
sell og víðar. T. d. verður hann
á haust, meðan hann dvelst hér,
áð fara vikutíma til Parísar og
stjórna þar.
Eins og áður getur, verða
hljómleikarnir í kvöld endur-
Framh. á 7. síðu.
Xjéil Evu Braun
undiitn í kafbá! á
sjávarbolni?
Einkennilegur
fundur dansks
kafara.
„NEW YORK TIMES“ flyt
ur þá fregn frá Kaupmanna
höfn, að danskur kafari hafi
fyrir viku síðan komið með
part af kvenmannskjól upp
úr þj'zkum kafbát, sem sökkt
var, vorið 1945 af hrezkum
flugvélum í Litlabelti, milli
eyjarinnar Fjóns og Jótlands.
Þessi fundur liefur undir
eins framkallað getgátur um
það, að kafbátuririii hafi haft
nazistíska flóttamenn frá
Þýzkalandi innan borðs,
kannski jafnvei llitler og Fvu
Braun, og það séu máske leif
ar af kjól hennar, sem kafar
inn fann.
Það er auðvitað ekki talið
óhugsandi að einhver af á-
höfn kafbátsins hafi haft meff
sér kvenmannskjól sem ein-
hverja endurminningu; en
Sanskur lögreglufulltrúi
sagði; „Viff tökum fundinn
sem vott þess, að kona hafi
verið um borð í kafbátnum“.
Áðaifundur Alþýðu-
flokksfélags
Hafnarfjarðar
ALÞYÐUFLOKKSFELAG
HAFNARFJARÐAR heldur að-
alfund í Alþýðuhúsinu í kvöld
kl. 8,30. Auk venjulegra aðal-
fundarstarfa verður rætt um
forsetakjörið. Framsögumaður
er Emil Jónsson.
Flokksfélagar eru hvattir til
að fjölmenna á fundinn.
ÞJÓÐVILJANUM þótti það á
sunnudaginn miklum tíðind-
um sæta, að eining yrði um
hátíðahöld verkalýðsfélag-
anna fvrsta maí í ár. Sagði
hann í því sambandi að sú
spurning h.efði undanfarið
verið á allra vörum, hvort
slík eining tækist; en nú hefði
þeirri spurningu verið svar-
að: Fyrsta maí nefnd verka-
lýðsfélaganna hefði á loka-
fundi sínum fyrir helgina geng
ið frá ávarpi dagsins og til-
högun hátíðahaldanna. Læt-
ur Þjóðviljinn svo að end-
ingu ánægju, sína í ljós yfir
því, að samkomulag hafi tek-
izt, og telur, vafalaust rétti-
lega, að reykvísk alþýða muni
fagna því.
ÞESSI FRÁSÖGN kommún-
istablaðsins er líkleg til þess
að vekja nokkra undrun. Það
hefi'.r nefnilega ekki heyrzt
áður opinberlega, að neinn
vafi hafi léikið á því, að há-
tíðahöld verkalýðssamtakanna
fyrsta maí yrðu ein og óklofin
í ár, eins og í fyrra. En nú
upplýsir Þjóðviljinn, að það
hafi engan veginn verið víst;
og verður varla annað ráðið
af orðum hans, en að honum
sé kunnugt um einhverja,
sem vel hefðu getað hugsað
sér það, að kljúfa raðir verka-
lýðsins á þessum hátíðisdegi
hans, — af hvaða ástæðum
sem það hefur nú verið. Er þá
varla öðrUm til að dreifa, sem
hann hafi vitað að til þess
væru búnir, en flokksmenn
hans og aðstandendur.
KANNSKI VAR ÞAÐ þess
vegna, sem Þjóðviljinn hóf
undirbúning fyrsta maí há-
tíðahaldanna að þessu sinni.
með ruddalegri árás á for-
mann fulltrúaráðs verkalýðs-
félaganna hér í Reykjavk
sama daginn og fyrsta maí
nefndin tók til starfa undir
forsæti hans! AB veit ekki
bétur, en að einmitt sá maður
hafi frá upphafi beitt sér af
fu.Ilum heilindum fyrir því, að
hátíðahöld verkalýðsins fyrsta
maí í ár yrðu ein og óklofin.
En svo virðist nú, sem komm-
únistar hafi hins vegar engan
vegínn talið það sjálfsagt, þótt
þeir fagni því í Þjóðviljanum
nú eftir á, „að eining tókst‘‘,
eins og þar er komizt að orði.
tóku þátf í úrslitaatkvæðö-
greiðslunni í danslagakeppninn
---------------------
Eyþór Stefánsson og Jóhannes Jó-
hannesson hlutu fyrstu verðlaun.
m
jafnsr
ÚRSLITIN í danslagakeppni SKT urðu þau, að fyrstu verö
laun á gömlu dönsunum hlaut Eyþór Stefónsson, Sauðárkróki
fyrir vals-dúsettinn Vornótt, og á nýju dönsunum Jóhannes
Jóhanncsson Reykjavík fyrir tvísöngtangóinn Það var um nótt.
Keppninni bárust 62 lög og 450 manns tóku þátt í úrslitat-
kvæðagreiðslu.
* Onnur verðlaun í gömlu döns
unum hlaut Jón Jónsson frá
Hvanná, fyrir Saumakonuvals-
inn, en þriðju verðlaun Stein
grímur Sigfússon Patreksfirði
fyrir valsinn Norðurljós. Önn
ur verðlaun í nýju dönsunum
hlaut Ágúst Pétursson fyrir
tangóinn Æskuminning, en
þriðju verðlaun Gunnar Guð-
jónsson frá Hallgeirsey fyrir
sömbuna Á réttadaiisleik.
Aðrir þeir, er danslög áttu í
úrslitunum, og hlutu aukaverð
laun voru: Stefán Þorleifsson.
hljómsveitarstjóri, Reykjavík,
Svavar Benediktsson, Reykja-
vík (2 lög), — Helgi G. Ingi-
mundarson, Reykjavík, — Ósk
ar Björnsson, Norðfirði, — og
Halldór Stefánsson, Reykjavík.
Nefnd skipuð þremur mönn-
um, þeim Þórai-ni Guðmunds-
syni, Bjarna Böðvarssyni og
Árna Björnssyni, allt þekktum
hljóðfæraleikurum og tónskáld
um, greindu í sundur frambæri
leg danslög og ekki frambæri-
leg. — 28 af þeim frambærilegu
voru svo tekin með í keppnina.
— 16 í nýju dansana og 12 í
gömlu dansana. Dansgestir
dæmdu sjálfir, með atkvæðum
sínum um danslagagildi laganna
og tóku 450 manns þatt í úrslita
atkvæðagreiðslunni.
Danslagakeppni þessi hefur
vakið óskipta athygli um íand
allt, enda var útvarpað frá allri
keppninni.
FRIÐRIK og Lárus hafa nú
lokið fjórum skákum í einvígi
sínu um íslandsmeistartignina í
skák og hlotið sína tvo vinning
aná hvor. Gert var ráð fyrir
fjögurra skáka einvígi, en úr
því að þeir eru jafhir eftir þær,
munu þeir verða að tefla til úr-
slita.
Þriðja skákin, sem tefld var
í fyrrakvöld, varð jafntefli, en
f jórðu skákina vann Lárus í gær
kvöldi.
Úrslif síðusfu
getraunar
XÍRSLIT getraunarinnar um
ensku knattspyrnuna á laugar-
daginn urðu þau að 2 raðir voru
með 11 réttar ráðningar og féllu
því 784 kr. á röð. Var annað
kerfisseðill með 4 raðir og 10
réttar og hlaut hann 1280 krón-
ur.
25 raðir voru með 10 rétta og
hlaut hver 124 krónur. 179 rað
ir voru með 9 rétta og var ekki
úthlutað vinni.ngum til þeirra.
Gjafir frá ónafngreindu fólki
halda áfram aÖ berast.
Féll af hestsbaki á Langholfsvegl
á sunnudagsnóff og beið bana
FYRIR SKÖMMU sendi ónafngreindur maður þjóðminja-
verði eitt hundrað krónur í peningum, sem hann kvaðst vilja
láta leggja í sjóð til byggingar húss yfir handritasafn á ís-
landi, og skoraði jafnframt á aðra að láta eitthvað af hendi
rakna í sama sk.vni. í gær barst svo þjóðminjaverði bréf frá
Stúdentafélagi Reykjavíkur, þar sem m. a. segir svo:
ÞAÐ SLYS varð á sunnu-
dagsnóttina á Langholtsvegi,
að maður féll af hestbaki og
beið bana. Maðurinn hét Sam-
son Jónsson, Efstasundi 14, var
rúmlega sextugur að aldri. '
Slysið varð, er hann var að
koma úr íerðalagi á hestum á-
samt tveim mönnum öðrum,
Kristjáni, syni sínum, og Jó-
hanni Kristjánssyni, er eiga
heima að Efstasundi 14. Riðu
þeir heim Langholtsveginn
með nokkru millibili, og var
Samson í miðið. Tók Jóhann,
sem fremstur fór, þá eftir því,
að hestur Samsonar kom mann
laus á eftir honum. Sneri hann
við og fann Samson með-
vitundarlausan á götunni. Kom
Kristján nokkru seinna. og er
þeir voru að stumra yfir mann-
inum, bar að lögreglubifreið.
Samson var fluttur í Landsr
spítalann, og þar andaðist hann
á sunnudagsmorguninn. Hafði
hann Motið höfuðkúpubrot.
„Stúdentafélag Reykjavíkur
álítur hugmynd hins ókunna
manns svo athyglisverða, að
það vill leggja sitt af mörkum
til þess að efna til almennra
samskota í þessu skyni. Að áliti
félagsins hefur í handritamál-
inu mest borið á kröfum þeim,
sem íslendingar þykjast með
réttu eiga á hendur annarri
þjóð. Minna hefur verið um
það skeyft, hverjar kröfur ber
að gera til ísiendinga sjálfro,
og hverja ábyrgð þjóðin bakar
sér, þegar hún tekur við þess-
um miklu verðmætum. Telux’
félagið það betur fara, að þjóð-
in byggi sjálf yfir handrit sín,
heldur en að krefjast þess af
ríkissjóði, sem stendur straum
af margvíslegum framkvæmd-
um öðrum.
Fyrir því ákvað stjórn íé-
lagsins á fundi sínurn fyrsta
sumardag, að verja 1000 krón-
um úr félagssjóði í þessu skyni,
og leyfir sér að senda yður þá
upphæð með þessu bréfi. Fram
lagi þessu, fylgir áskorun vor
til allra landsmanna um að
bregðast vel við þessari hug-
mynd, og sérstaklega vill félga-
ið skora á stúdenta landsins og
samtök þeirra að bregast vel
við.“
Eftir að formaður félagsins,
Páll Ásg. Tryggvason, hafði
skýrt frá þessu á útvarpskvöld-
vöku stúdentaféiagsins í gær.
bárust þjóðminjaverði undir
eins nokkur fleiri framiög frá
ónafngreindu fólki. Mun fyrst
um sinn mega snúa sér til hans.
Frá Skátaskólanum
að Úlfljóísvatni:
Skólinn mun starfa eins og áð
ur að undanförnu og geta skát-
ar, skátastúlkur, ljósálfar og ylf
ing'ar fengið allt að 10 vikna
'dvöl þar á tímabilinu 20. júní
til 30. ágúst. Skriflegar umsókn
ir sendist til Jónasar B. Jónsson
ár, fræðslufulltrúa, Hafnarstræti
20 fyrir 20. maí n. k.
Veðrið í dag:
Austan kaldi og síðar stinn-
ingskaldi, úrkomulítið, en
slcýjað.