Alþýðublaðið - 20.05.1952, Side 4

Alþýðublaðið - 20.05.1952, Side 4
AB-AIþýSubíaðið 20. maí 1952 Hættusvæðið Berlín. ÖLLUM ER ENN í fersku ;'minni hin fantalega tilraun IRússa fyrir fjórum árum til •þess að flæma Vesturveldin 'burt með setulið sitt úr Vest- ur-Rerlín, þar sem þau eru ^samkvæmt gerðum samning- um, og til þess að svelta þær ’tvær milljónir Þjóðverja, sem 'þar búa, til uppgjafar og und irgefni við Sovétríkin og kom- múnistiska leppstjórn þeirra í Austur-Berlín og á Austur- Þýzkalandi. Tilraun þessi var, eins og menn muna, gerð með þeim hætti, að Rússar lokuðu járn- brautum frá Vestur-Þýzka- landi til Vestur-Berlínar, þvert ofan í gerða samninga, svo að hvorki var hægt að flytja daglegar nauðsynjar, svo sem matvæli og hráefni, né herlið til borgarinnar; og var öllum frá upphafi slíks flutningabanns ljóst, að hung u,r vofði yfir Vestur-Berlín ■innan skamms, ef banninu vrði ekki aflétt, með illu eða góðu, eða einhver ráð til þess fundin, að gera það óvirkt. Aldrei hefur ófriðlegar litið út með Rússlandi og Vestur- veldunum eftir aðra heims- •styrjöldina, en fyrstu vikur þessarar fólskulegu tilraunar, og þótt fáir hafi máske þá gert sér fullkomlega ljóst, hve alvarleg stríðshættan var, þá vita menn það nú, eftir að birt hafa verið bæði bréf og . dagbækur Trumans Banda- ríkjaforseta frá þeim dögum. Það munaði ekki hársbreidd, að þetta fantabragð Rússa hleypti heiminum þá þegar í bál; og sennilega hefði það gert það, ef „loftbrúin“ fræga frá Vestur-Þýzkalandi til Vestur-Berlínar, hið einstæða átak Vesturveldanna til þess að verja íbúa hins einangraða borgarhluta hu.ngri, með birgðaflutningum í lofti, hefði ekki innan skamms gert hið rússneska flutningabann ó- . virkt. Síðan hefur verið tiltölu- lega hljótt um Berlín þar til nú, að Rússar eru, á ný byrj- aðir að hafa í frammi þar ýms- ar egningar og ofbeldisað- gerðir, sem enginn getur sagt, hvaða afleiðingar kunna að hafa, ef áfram verður haldið. Hefur það vakið einna mesta athygli, að fyrir nokkrum Vik- um létu þeir vopnaðar her- flu.gvélar sínar ráðast með vélbyssuskothríð á friðsama, franska farþegaflugvél á leið til Vestur-Berlínar, svo að tveir farþegar særðust og mesta mildi var, að flugvélin var ekki skotin niður. Þessa rússnesku stigamennsku var að vísu eftir á reynt að afsaka með því, að hin franska flug- vél hefði verið komin út af réttri leið; en bæði hefur það verið borið til baka, og auk þess þykir mönnum sem það hefði verið lítil afsökun fyrir hinar rússnesku orustuflug- vélar að hefja skothríð á far- þegaflugvélina. Varpaði eitt Parísarblaðið fram þeirri spurningu í því sambandi, hvar það þekktist meðal sið- aðra manna, að skotið sé af lögregluþjónum á friðsama vegfarendur fyrir það eitt, að ekki væri farið á afmörkuð- um stöðum yfir götur. En skotárásin á hina frönsku farþegaflú.gvél er ekki það eina, sem bendir til þess að Rússar séu, byrjaðir á hættulegum „æfingum“ og egningum á Berlínarsvæðinu. Undanfarna daga hafa þeir verið að gera sér léik að því, að stöðva herlögreglu Banda- ríkjamanna og Breta á um- saminni leið milli Helmstedt og Vestu.r-Berlínar og ekki viljað gefa á því neina skýr- ingu, sem staðið hafi verið við stundinni lengur. Leynir sér ekki, að hér er um skipulagð- ar tilraunir að ræða til þess að færa sig upp á skaptið við Vestu.rveldin og ganga á samningsbundinn rétt þeirra til þess að hafa her í Vestu.r- Berlín, meðan Austur-Berlín og Austur-Þýzkaland er her- setið af Rússum, og óhindraða leið þangað frá Vestu.r-Þýzka- landi. Þykir margt benda til þess, að Rússar hugsi sér nú til nokkurs hreyfings á Ber- línarsvæðinu yfirleitt í sam- bandi við boðaðan varnar- samning Vestur-Þýzkalands við Vesturveldin og væntan- lega aðild þess að Evrópuhern um. Gæti þá vel svo farið, að þar gerðust viðburðir, sem ekki yrðu, alveg í samræmi við margyfirlýstan friðarhug sovétstjórnarinnar og komm- únista. Enginn efi er á því, að af 'öllum hættusvæðum fyrir heimsfriðinn í dag er Þýzka- land, og þá einkum Berlín, hið hættulegasta. Þess vegna eru síendurteknar egningar og ofbeldisaðgerðir Rússa þar sérstaklega ábyrgðarlausar og örlagaþrungnar. Enginn veit, hvað fyrir þeim vakir með slíkum leik við ófriðareldinn; en löng reynsla kennir mann- kyninu, að þannig sé oft til styrjalda stofnað, hvort sem sá er tilgangurinn eða ekki. .zsu '.Ugpmt' Hafnarfjörður, Umsóknum um dvöl barna á dagheimili V.K.F. Framtíðin í sumar, veitt mót- taka n.k. þriðjudagskvöld kl. 8 í dagheimilinu. DAGHEIMILISNEFNDIN. Nýtt Borgundarhólmsskip. skipaféiag, sem milli kaupmannahafnar og Borgundarhólms, hefur látið smíða nýtt og glæsilegt farþegaskip hjá Burmeister og Wain, og hefur því verið gefið nafnið „Kongedybet“. Skipið, sem hefur þegar byrjað ferðir til Borgundarhólms og sést hér á myndinni, tekur 1500 farþega. GOMLUTOGÁRARNIR. AB — AlþýSublaðl3. Otgefandl: Alþýðuflokkurlnn. Ritstjórl: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarslmar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- Eími: 4906. — AfgreiSslusími: 4900. — AlþýSuprentsmiSjan, Hvernsgötu 8—10. GOMLU TOGARARNIR eru nú ýmist seldir úr landi til nið- urrifs eða þeir eru teknir til gagngerðar viðgerðar og sett í þá olíukyndingartæki. Belgaum var í fyrra seldur til Höfðakaupstaðar. Fór frarn á honum mikil viðgerð jafnframt því, sem sett voru í hann olíu- kyndingartæki. Fyrir áramót var skipið tilbúið til veiða og var nú skírt Höfðaborg. Brátt kom í ljós, að skipið eyddi miklu meiri olíu með hinum nýju tækj um en eðlilegt gat talizt. Hefut útgerð skipsins nú verið hætt í bili og liggur það nú bundið í Reykjavíkurhöfn. Togarinn „Júpiter“ var seld ur til Þingeyrar. Stálsmiðjan og vélsmiðjan Héðin toku að sér að gera endurbætur á skipinu. Kolaboxin voru tekin burt, en í stað þeirra sett olíugeymar og oiíukyndingartæki. Skipið var styrkt, sett í það ný skilrúm og plötur. Fóru alls um 20 smál. af stáli í þessar viðgerðir. Af öðr- um viðgerðum og breytingum má nefna, að í nokkrum hluta af skipstjóraherbergi var gerð ur klefi fyrir loftskeytatæki og loftskeytamann. í eftri hluta brúarinnar fyrir aftan stýrishús ið var gerður kortaklefi. Dekk var sett af nýju efni, reykhálfur lækkaður og aftursigla og raf- lagnir endurnýjaðar. Ný lifrar- bræðslutæki af sömu gerð og eru í nýsköpunartogurunum voru sett í skipið. Júpíter er með þeim stræstu af eldri togurunum, 394 rúml. brúttó, smíðaður í Englandi 1925 fyrv Þórarinn Olgeirsson, en keyptur hingað til lands af Tryggva Ófeigssyni Júpíter hefur nú verið skírð- ur upp og heitir nú Guðmundur Júní eftir hinum nýlátna afla- manni og sjósóknara Guðmundi ,Júní Ásgeirssyni. Togarinn Guð mundur Júní lagði af stað til heimahafnar 21. febrúar og er nú kominn úr fyrsíu veiðiferð inni, þegar þetta er ritað. Skip stjóri á togara Þingeyringa er Sæmundur Jóhannesson. — Kostnaðarverð skipsins að lokn um breytingum og viðgerðum ásamt útbúnaði í fyrstu veiði- för er talið nema nokkuð á fjórðu milljón króna. Hefur rík issjóður ábyrgzt lán til skipa- kaupanna, er svarar samtals til 90% af kostnaðarverði skipsins. Eigandi togarans er félag, sem heitir Togaraútgerð Dýrafjarð- ar, og eru einstaklingar, hrepp- urinn og Kaupfélag Dýrfirðing- ar aðilar að því. Hefur Eiríkur Þorsteinsson kaupféiagsstjóri á Þingeyri haft aðalforustu um að fá skip þetta til Dýrafjarðar. Félagið ísfell á Flateyri hef- ur nýlega keypt togarann Gylli, og er hann nú kominn í slipp til breytinga og viðgerða. Hann er smíðaður í Þýzkalandi 1926 og er 369 rúml. brúttó. Eigandi hans var h.f. Kveldúlfur. Nýlega hafa togararnir Ba'.l ur og Haukanes verið seldir til Belgíu til niðurrifs. Voru þeir báðir orðnir rösklega 30 ára gamlir. (ÆGIR). Hátíðahöld Norð- manna hér í gær. ÞJOÐHATIÐARDAGUR Norðmanna var 17, maí. í Reykjavík minntust Norðmenn búsettir hér dagsins með ýrasum hætti. Klukkan 9.45 árdegis var safnast saman í Fossvogskirkju garði og lagður blómsveigur við mirtnismerkið um fallna Norð- menn. Klukkan 11—13 tók norski sendiherran á móti norsk um og norsk-íslenzkum börnum á héimili sínu, Fjólagötu 15, ög 18. maí kl. 16—18 var gestnmót taka í sendiherrbústaðnum. Og þá hafði Normannslaget í Reykjavík samkvæmi í þjóðleik húskjallaranum. Geýsir og aðrir Heklu farþegar kvaddir með sðng á Akureyrl Frá fréttaritara AB AKUREYRI í fyrradag. HEKLA lagði frá bryggju á Akureyri kl. 8 í gærkvöldi með karlakórinn Geysi í Norður- landaför. Kórinn er ásamt fylgd arliði 50 manns, en einnig fer með skipinu 105 manna flokk- ur ferðamanna á vegum ferða- skrifstofunnar. Veður var í gærkvöldi hið bezta, sem komið hefur á vor- inu. Kvöddu þúsundir manna kórinn við bryggju, Karlakór Akureyrar og Kantötukórinn sungu, en Jónas Jónsson kenn- ari flutti kveðjuorð. Geysir eiid g?lt kveðjurnar með söng, og faiarstjcri hans, Hermann Stef ár.sson, flutti stutta ræðu. Síð- 'ást sungu Karlakór Akureyrar og Kantölukórinn þjóðsönginn. Erindi um íslenzkan iðnað í útvarpinu einu sinni í viku. í SAMBANDI við Iðnsýning- una, sem haldin Verður í nýja Iðnskólanum seint á þessu sumri, mun sýningarstjórnin beita sér fyrir víðtækri starf- semi til kynningar á íslenzkri iðnaðarframleiðslu. » Þannig hefur útvarpsráð goð fúslega fallizt á, að leyfa sýn- ingarstjórninni umváð yfir nokkrum mínútum í útvarpinu einu sinni í viku að loknum síð ari kvöldfréttum. Fyrsti liður- inn af þessu tagi verður í kvöld, og mun formaður sýningar- stjórnar þá hef ja þessa starfsemi með ávarpi. Einnig hefur Iðnsýningin féngið af nota af sýningarglugga Málarans í Bankastræti urn vikutíma og verður opnuð þar auglýsingasýning á vegum henn ar á morgun. Píanótórdeikar Jórumtar Viðar JORUNN VIÐAR hélt píanó- tónleika 15. þ. m. Mitt í al- gleymi symfómuhljómleika og samsöngva kveður ung listakona sér hljóðs ein síns liðs í Austur bæjarbíói. Mun mórgum hinna háttstemmdu hljómlistarunn- enda hafa þótt all djarft að bjóða þannig hinum „æðri mátt arvöldum“ byrgin. En Jórunn Viðar er ekki neitt óskrifað blað meðal íslenzkra tónlisíar- manna; enn er mönnum í fersku minni, er hún lék píanókonzert eftir Mozart með symfóníuhljóm sveitinní ekki alls fyrir löngu, „zart, zartlich, mozartlich“! Viðfangsefni Jórunnar Viðar voru að þessu sinni: Beethoven: Sonata op. 28 í D-dúr (Pastoral sónata), Schumann: Abegg-til- brigðin op. 1 og Toccata í C-dúr op. 1, Shostakovitch; Sonata op. 64, og Chopin: Etýður í es- og as-moll (Stormetýðan). Það er ekki hinn ástríðu- þrungni og hugum stóri Beet- hoven, sem lýsir sér í D-dúr són ötunni, heldur öllu iremur hinn makindalegi, í fullri sátt við guð og umheiminn. Jórunn Við ar lék þessa sannkölluðu „sveita lífssónötu" blátt áiram, eins og vera ber, án alls Beethoven- xembings, stílhreint og sannfær andi. Hún benti manni víða á blíða eftiróma frá tónheimum Mozarts, sem og vísi að „róman- tík“ Mendelssohns siðar meir, sem leynast í tónverki þessu. í Abegg-tilbrigðum Schu- manns gætti meir persónuleiks listakonunnar, og í ,,Toccötu“ hans. Var flutningur hennar hinn ,,karlmannlegasti“, til- þrifamikill, svo að undrun sætti, og hljóðfærið knúið til ýtrasta hljómmagns, er með þurfti. Sónata eftir Shcstakovitch mun flestum hafa verið ókunn ug, er á hlýddu. Náði listakon- an föstum tökurri á þessu nokk uð nýstárlega verki, og flutti það í svo skýrum dráttum og af svo næmum skilningi, að flestum mun hafa orðið það Ijós lifandi . fyrir hugskotssjónum. Þetta er óneitanlega mjög eft,- irtektarverð tónsmíð. Levnir sér ekki í tónsmíðatækni þessa fræga og frumlega Rússa, að Mozart muni vera honum of- arlega í huga (einkum í síðasta kafla sónötunnar), þrátt fjxir hina umhverfu lieildarútkmnu á verkinu. Síðasti liður á tónleikunum voru tvær „etýður“ eftir Cbop in. Gerði listakonan þeim hin beztu skil eins og vænta mátti. Var þeim tekið með langvar- andi og hjartanlegum fagnaðar látum áheyrenda. Varð hún að sjálfsögðu að leika nokkur aukalög. Átti maður bágt með að sætta sig við að þessum un- aðslegu tónleikum væri lokið, þsgar tíminn bauð svo. Listakonunni barst fjöldi blómvanda, — miklu fegurri en ég hef áður séð, að mér fannst! Þórarinn Jónsson. AB 4

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.