Alþýðublaðið - 24.05.1952, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.05.1952, Blaðsíða 1
ALÞYÐUBLAÐIB jppreiðar með 10000 kr. verð faunum í Gufunesi á morgun (Sjá 8. síðu.) XXXIII. árgangur. Laugardagur 24. maí 1952. 115. íbl. Þegar dönsku leikararnir komu í fyrradag Á myndinni, sem tekin var í flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli, sjást (talið frá vinstri): Vil- hjálmur Þ. Gíslason, Poul Reumert, Guðlaugur Ró inkranz og frú, H. A. Bröndsted leikhússtj. frú Bodil Begtrup sendiherra og Holger Gabrielsen leikstjóri. (Sjá frétt á 8. síðu blaðsins.) Ver<5a undirritaðir á mánudaginn - Eden og Schuman komnir til Bonn. NEÐRI DEILD sambandsþingsins í Bonn felldi í gær til- lögii Schumachers, leiðtoga jafnaðarmanna, um að þingið hefði sérstaka umræðu um samningana við Vesturveldin áður en þciy yrðu undirritaðir. Samningarnir verða því Undirritaðir á mánu- daginn kemur, eins og til stóð, og eru utanríkisráðherrar Fralika og Breta, Schuman og Eden, þegar komnir til Bonn, og Acheson væntanlegur þangað um helgina. -Þessi málalok skera endan- lega úr um það, að sambands- þingið er einráðið í að ljúka samttingsgerðinni á tilsettum tíma. Umræður urðu allharð- ar um tillögu, Schumachers. Lýsti hann því yfir m. a, að hvorki hann né neinn annar fuiltrúi stjórnarandstöðunnar myhdi verða viðstaddur undir skrift samninganna, og fór m\ VATIKANIÐ i Rómaborg endi nýlega 1000 lítra af víni em'gjöf til þeirra, sem misstu igur sínar í flóðunum í Miss- uri' dalnum í Bandaríkjunum vor. Gjöfin er þakklætisvott r fyrir þá aðstoð, er banda- ískar fjölskyldur veittu fólki flóðasvæðinu í Pódalnum í etur. . hörðum orðum um þá, sem að þeim standa af hálfu stjórnar ínnar. Adenauer ríkiskanzlari kvað svo að orði undir um- iræðunum, að hann harmaði að leiðtogi hinnar vestur- þýzku stjórnarandstöðu skyldi viðhafa sömu ummælin gegn hinum væntanlega samningi, sem þessa dagana væru svo mjög notuð í áróðri austur- þýzku kommúnistanna. Varautanríkismálaráðherra Breta, Selwyn Lloyd. lýsti í dag í brezka þinginu ánægju sinni yfir því, hversu, samning arnir væru vel á veg komnir. Hann kvað nauðsyn þess að gera Vestur-Þýzkaland aðila að varnarsamtökum Vestur- Evrópu aldrei brýnni en nú, vegna vaxandi yfirgangs Rússa. Austur-þýzka stjórnin ítrek aði í dag áskorun sína til and stæðinga samningsins í Vestur Þýzkalandi að mótmæla þeim Framh. á 7. síðu. er vænlanleg klukkan 2 í dag HIN NÝJA skymasterflug- vél Loftleiða mun vera vænt- anleg til Reykjavíkur um kl. 2 í dag. í fyrradag var flug- vélin á reynsluflugi yfir Mac- Arthurflugvellinum við New York, og höfðu flugmennirnir þá samband við flugturninn í Reykjavík, og kváðust myndu að öllu forfaUalau.su leggja ai stað í gærkvöldi, og þá vænt anlega vera komnir til Reykja víkur um kl. 2 í dag. Er blað ið átti tal við flugturninn seint í gærluzöldi, höfðu ekki borizt fréttir af því, hvort. flugvélin væri lögð af stað, en búizt var við því að svo væri. Meslu lofiárásir Kór- euslyrjaldarinnar HERIR sameinuðu þjóðanna gerðu í gær einhverjar mestu loftárásir Kóreustyrjaldarinnar á verksmiðjuborgir Norður- Kóreu. Er talið að feiknatjón hafi orðið af. Voru loftárásirnar gerðar á flestar þær verksmiðjuborgir, sem einhverja hernaðarþýðingu hafa, m. a. á nokkrar, sem liggja allnærri Panmunjom, þar sem tilraunir til friðarsamninga standa enn vfr; Það var Friðgeir Sveiossoo, giaidkeri hjá menningarsjóði og þióðvioafélaginu ÞAÐ HORMULEGA SLYS vildi til í Reykjavíkurhöfn laust eftir kl. 9 í fyrrakvöld, að maður ók bifreið út í sjóinn við Ingólfsgarð og drukknaði. Það var Friðgeir Sveinsson, gjaldkeri hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélags- ins, Langholtsvcgi 108. Nákvæmlega er ekkert vit- að um tildrög slyssins, og ekki er vitað um neinn mann, sem var nærstaddur, er það varð. En nokkrir menn frá Ólafs- firði, sem staddir voru á Faxa garði, allmiklu innar í höfn- inni, urðu þess varir, að eitt- hvað skall þarna í sjóinn. Sáu þeir fyrst skvettu.r og síðan á bifreið, sem var að sökkva. Þeir gerðu lögreglunni þegar aðvart, og þá var klukkan 10 mín. yfir 9. Hóf hún þá strax að gera ráðstafanir til að ná bifreiðinni upp. Var fenginn kafari frá vélsmiðjunni Héðni, tveir bátar, hafnarbáturinn og annar til, og kranabifreið frá björgunarfélaginu, Vöku. Kafarinn kom böndum á afturöxul bifreiðarinnar, sem lá á hvolfi á botninum. Var hún síðan dregin að bryggj- unni og upp. En til frekara öryggis við starfið, var feng- inn stór kranabifreið frá Eim- skipafélagi íslands, og var bif reiðinni að síðu.stu lyft með honum upp á bryggjuna. Þá var klukkan um hálfeitt. — Múgur og margmenni safnað- ist saman við austu.rhöfnina, meðan verið var að ná bif- riðinni upp. Friðgeir Sveinsson. Mossadegh ællar aS blðjast lausnar MOSSADEGH, forsætisráð- herra írans, tilkynnti í gær, að hann myndi segja af sér störfum þegar er alþjóðadóm- stóllinn í Haag hefði kveðið upp úrskurð sinn í aeilu Bret lands og írans út af rekstri olíujindanna. Bifreiðin var alhnikið brot- in að framan og hurðirnar dældaðar af vatnsþunganum. Lá lík Friðgeirs í aftursætinu. Bifreiðin hefur farið út af í krikanum, þar sem Ingólfs- garður gengur út frá sjálfri uppfyllingunni. Sást þar móta fyrir hjólförum í bláhorninu. Hafði vinstra framhjólið far- Framh. á 8. síðu. i Mossadegh gaf þá skýringu á afsögninni að óánægjan færi nú vaxandi meðal almennings í íran yfir þvi, hvernig írans- stjórn færist rekstur olíulind anna úr hendi. Hann tók fram, að afsögn sín væri ekki frarn komin vegna þess. að hann væri hræddur við að verða ráðinn af dögum. Bifreiðin, sem ekið var í höfnina, eftir að búið var að draga hana upp á bryggjuna. — Ljósm.: Pétur Thomsen.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.