Alþýðublaðið - 25.05.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.05.1952, Blaðsíða 4
AÖ-AIþýðublaðið 25. maí 1952. e I STÓRVIÐBURÐIR eru að gerast á Þýzkalandi þessa daga. Á morgun verður u.ndir ritaður í Bonn samningur, er bindur enda á hernám Vest- ur-Þýzkalands; og sennilega á þriðjudaginn verður undir- ritaður annar samningur í París, sem tryggir aðild þess að væntanlegum Evrópuher og þar með sameiginlegum varnarvfiðbúnaði Vestur-Ev- rópu gegn árásarhættunni úr austri. Með þessum samningum hafa Vesturveldin unnið ör- lagaríkan sigur í átökunum við Rússland um framtíð Þýzkalands. Það hefur alla tíð eftir aðra heimsstyrjöldina verið stefna valdamannanna í Moskvu, að halda Þýzkalandi sundrrðu, varnarlausu og veiku, meðan Rússland og leppríki þess í Austur-Evrópu hafa sem óðast verið að vopn- ast og vígbúast til nýrra átaka um Evrópu, og þá ekki hvað sízt u,m Þýzkaland. Og raunar hafa Rússar þegar fyrir löngu byrjað að vígbúa einnig Aust- ur-Þýzkaland, sem þeir halda hersetnu og hafa sett undir kommúnistíska leppstjórn. Það er aðeins Vestur-Þýzka- land, sem hefur átt að vera ó- vopnað og varnarlaust til þess að rauði herinn ætti þar sem minnstrar mótspyrnu von, er tími þætti til kominn að setja vígvélar hans í gang. Vesturveldin hafa auðvitað séð, að andspænis slíkri hættu yrði fyrr eða síðar að vopna Vestur-Þýzkaland og tryggja aðild þess að sametginlegum varnarviðbúnaði Vestur-Ev- rópu; og verður ekki sagt, að það sé vonum fyrr, að úr því er nú loksins gerð alvara með samningunum í Bonn og París á morgun og þriðjudaginn. Au.ðvitað eru þeir þó ekki nema byrjun á endurvopnun Vestur-Þýzkalands. Það tekur fyrirsjáanlega marga mánuði enn, þar til það hefur þjálfað þann her, sem bæði það og Vestu.r-Evrópa þarfnast til varnar gegn árás úr austri, ef gerð yrði; og getur enginn sagt, hvað áður kann að ger- ast og hvort það yfirleitt fær frið til þess. Undanfarið hefur mikið verið rætt um tilraun, sem Rússar gerðu á síðustu stundu til þess að koma í veg fyrir endurvopnun Vestur-Þýzka- lands og varnarbandalag þess við Vesturveldin. Þeir buðu í marz í vetu.r allt í einu upp á fjórveldaráðstefnu um sam- einingu alls Þýzkalands og eftirfarandi friðarsamninga við það. Það átti að fá sam- eiginlega stjórn og meira að segja sjálfstæðan þýzkan her. En sá böggull fylgdi og skammrifi, að það átti að af- sala sér öllum þeim löndum, sem Rússar hafa af því tekið að austan og skipt á milli sín og Pólverja, og skuldbinda sig að auki til þess, að vera framvegis hlutlaust og hafa ekki neina samvinnu við Vestur-Evrópu um land- varnir í gegnum þetta tilboð Rússa skín að sjálfsögðu sama við- leitnin og áður, að halda Þýzkalandi varnarlaust og veiku. fyrir árás af hálfu rauða hersins; því að auðvit- að yrði Þýzkaland eitt þess ekki megnugt í fyrirsjáan- legri framtíð að verjast slíkri árás hins ægilega her- veldis í austri. Þó er hugsan- legt, að þetta tilboð Rússa hefði getað orðið grundvöll- ur samkomulags uni framtíð Þýzkalands, ef það hefði ver ið gert fyrr; en það kom, eins og allt frá þeim, sem til friðar og samkomulags mætti verða, of seint. Trúin á friðar- og samkomulagsvilja Rússlands er farin veg allrar veraldar, enda óséð mál, hvort fyrir valdamönnunum í Moskvu vakti nokkurt raunveruSegt samkomulag á fjórveldaráð- stefnu um Þýzkaland, - hvort sú ráðstefna hefði ekki orðið ein Panmunjomráðstefnan til, með endalausum áróðu.rsræð um án nokkurs árangurs. Til slíks skrípaleiks, sem auðvit að hefði þann tilgang einn að tefja varnarviðbúnað Vestur veldanna og Vestu.r-Þýzka- lands meðan Rússland og leppríki þess eru að ljúka stríðsundirbúningi sínum, vilja Vesturveldin að sjálf- sögðu ekki láta hafa sig. En þó að Rússland hafi nú með samningunum um end- urvopnun Vestur-Þýzkalands og varnarbandalag þess við Vesturveldin beðið mikinn og máske úrslitaósigur í átök unum um Þýzkaland, þarf enginn að hu.gsa, að þeim á- tökum sé þar með lokið. Það eru ekki beinlínis friðsamleg ir tónar, sem borizt hafa frá Austur-Þýzkalandi undan- farna daga, þar sem ógnað er jöfnum höndum með þýzkri borgarastyrjöld og þriðju heimsstyrjöldinni, ef alvara verði gerð úr undirritun samninganna í Bonn og Par- ís á morgun og þriðjudaginn. Að vísu er kannski ekki á- stæða til þess að taka slík stóryrði allt of alvarlega; en engum þarf að koma það á óvart, þó að hitt og þetta ku.nni að gerast í grennd við Berlín næstu vikur eða mán uði, og máske ekki allt til þess að bæta samkomulagið og treysta friðinn í heimin- fign og gjaforS. Málarar að verki. Það er á grasílöt 'í grennd víö Ipswick, í Massachusetts, a austurströnd Bandaríkjanna, sem þessi mynd er tekin; og það eru. öldur Atlantshafsins, sem brotna við ströndina. Umhverf- ið er eins og að það sé skapað fyrir málara, enda sjást nokkrir þeirra að verki á grasflötinni, með trjágróðurinn, ströndina og hafið fram undan. Tveír ungir höfundar fengu Pulitzerverðlaunin í ár - -.-.--------- Wouk fyrir ,The Caine IVIutiny4 og Kramm fyrir leikritið ,The Shrike6. ----------------«------- FYRIR SKÖMMU var hinum árlegu Pulitzerverðlaunum úthlutað í Bandaríkjunum. Að þessu sinni fékk Heftnan Wouk verðlaunin fyrir skáldsögu sína „The Caine Mutiny“, Joseoh Kramm fyrir leikritið „The Shrike“, Oscar Handlin fyrir sagn- fræðiritið „The Uprooted“, Merlo J. Pusey fyrir ævisöguna um Charles Evens Hughes dómara, Marianne Craig Moore fyrir ljóðasafn sitt „Collected Poems“ og Gail Kubik fyrir tónverkið „Symphony Concertante Hermann Wouk er 37 ára gam all og hefur ritað tvær skáld sögur aðrar en „The Caine Mutiny“, ssm verið hefur met sölubók í Bandaríkjunum und anfarna mánuði. Enn fremur að henni í fimm ár. Hann kynnt ist Hughes dómara skömmu eftir stríðslokin, en bókin er að verulegu leyti byggð á gögnum, sem Hughes lét eftir sig og á- nafnaði Pusey. Auk hennar hef hefur hann samiið leikrit, er ur Merlo J. Pusey ritað tvær bæk Skrifsfofur Vinnuveitendasambands íslands eru fluttar í Templarasund 5 (Þórshamar). SÍMI 117 1. AB — Alþýðublaðið. Otgefandl: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán PJetursson. Auglýsingastjóri: Emma MöUer. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- sími: 4903. — Afgreiðslusíml: 4900. — Alþýðupre.ntsmiðjan, Hvemsgötu 8—10. sýnt hefur verið á Broadway í New York. ■— Wouk stundaði háskólanám fyrir stríðið, en gekk í flotann skömmu eftir á- jrásina á Pearl Harbor. Hann gegndi herþjónustu á Kyrra hafinu og hóf þá að skrifa fyrstu skáldsögu sina „Aurora Dawn“, en hún kom út 1947. Ár ið eftir kom út önnur skáldsaga hans, „City Boy“, sem er gam- ansöm saga um ellefu ára gaml an dreng, er elst upp í Bronx. Leikrit hans, sem heitir „The Traitor“ og fjallar um svik og atómnjósnir, hlaut mjög góoa dóma, þegar það var sýnt á Broadway, en „gekk“ aðeins stuttan tíma. Joseph Kramm fær Pulitzer verðlaunin fyrir fyrsta leikrit sitt, sem tekið er til sýningar. Áður hafði hann ikrifað átta leikrit, en engu þeirra komið á framfæri. Hann er 44 ára gam all, hefur fengizt við biaða mennsku og er kunnur leikari. Meðal annars hefur hann leikið í hinu fræga leikriti „Bury the Dead“ eftir Irwin Shaw. Kramm samdi „The Shrike“ á átta vik I um og lauk við það í febrúar . 1950. Það var frumsýnt í Cort j Leikhúsinu í New York 15. jan ■ úar í vetur. } Oscar Handlin er prófessor í sögu við Harvardháskólann og hefur hlotið skjótan mþnnta- frama. Hann hefur áður samið allmargar bækur. Kunnastar þeirra munu ,,Boston‘s Immi- grants“ og „Immigrants in Ame ican Politics“. Hanaiin er af gyðingaættum - og þykir í fremstu röð meðal yngri sagn- fræðinga Bandaríkjanna. Merlo J. Pusey er frægur ame rískur blaðamaður og nú með- ritstjóri að „The Washington Post“. Verðlaunabók hans er ævisaga Charles Evens Hughes hæstaréttardómara, sem dó fyr ir fáum árum. Hún er 800 blað síður að stærð, og Pusey vann ur, sem báðar fjalia um atne- rísk stjórnmál: „Ths Supreme Court Crisis“ og „Big Govern- ment: Can We Control It?“ Stórskáldið T. S. Eliot heíur komizt svo að orði um Marianne Moore, að hún sé „menntaðasta núlifandi skáldkonan í hinum enskumælandi heimi“. Fyrsta Ijóðabók hennar ,,,Pcems“, kom út 1921, og síðan hefur Mari- anne Moore notið sívaxandi við urkenningar. Hún fæddist 1887 og hefur verið kennari, bóka- vörður og ritstjóri. Kunnustu bækur hennar eru „Observati- ,ons“, „Selected Poems“, „What Are Years“, ,,Nevertheless“ og „Collected Poems“. Gail Kubik er í senn vinsælt og viðurkennt tónskáld. Hann fæddist 1914 og er gagnmennt aður tónlistarmaður. Auk tón- smíðanna hefur hann lagt stund á fiðluleik og þykir í fremstu röð á því sviði. Blaðamenn, sem fengu Pulitz erverðlaunin að þessu sinni, eru Anthony H. Leviero við „The New York Times“, John M. Hightower við Associated Press, George de Carvalho við „The San Francisco Chronicle“, Louis LaCoss við „The St. Louis Globe-Dsmocrat“ og Max Kase við „The Journal-American“. Ameríska stórblaðið „The New York Times“ segir, að ráð stöfun Pul'itzierverðlaunanna í ár muni fáum koma á óvart. Það telur engum efa bundið, að skáldsaga Wouks og leikrit Kramms hafi átt ao verða fyrir valinu, en segir, að- örðugra sé að ákveða, hvert hafi verið bezta tónverkið og hver bezta ljóðabókin. Pulitzerverðlaunin nema 1000 dollurum og eru árlega veitt í viðurkenningarskyni íyrir beztu skáldsögu ársins í Bandaríkjun um, bezta ameríska leikritið, sem sýnt hefur verið á árinu í New York, beztu bókina um ERLING BLÖNDAL BENGTS SON, sem nú er á hraífri Ieið til heimsfrægðar, kemur jafnan skemmtilega á óvart að sögn Politikens. I>egar hann lagði leið sína til Ameríku aðeins 16 ára gamall, varð hann strax einleikari undir stjórn sjálfs Koussewitskys. Árið eftir hvarf haiin aftur heim til Kaupminn.i hafnar með celló Emanuels Feuermanns að gjöf frá vinum sínum vestra. Síðast Iiðið ár var hann kjörinn prófessor við Curt is Institut, og nú er hann geng inn í heilagt hjónaband með pí anóleikaranum Eloise Polk, sem er komin af miklu tignarfólki í Ameríku. Stórblaðið St. Louis Globe- Democrat skýrir frá því, að hjónavígslan hafi farið fram í kyrrþey 14. nóvember í haust. Eloiss Polk er upprennandi stjarna á tónlistarhimninum. — Hún kom f vrst opinberlega fram með symfóníu'hljómsveitinni í St. Loiíis ;fyrir sjö árum og hefur síðan numið hjá Casades us, Horszowski og Rudolf Serk in. Hún hélt nýlega tónleika í Philahelphiu og hlaut mjög góða dóma. Politiken segir, að Erling Blöndal Bengtsson muni koma heim til Kaupmannahafnar í haust og halda þar tónleika. UM LANGT SKEIÐ hefur B. Traven verið í tölu víðlesnustu og vinsajlustu rithöfunda heims ins, en því haldið fram, að engiim maður, ekki einu sinni útgefandi hans, vissi, hver hann væri í raun og veru. Nú er kom in út eftir hann ný bók, „The Rebellion of the Hanged“, og þá bregður svo við, að það virðist ekkert leyndarmál lengur, hver hann sé. B. Traven er dulnefni, en höf undur þessi kvað heita Berick Trav,e,n Torsvan, Hann á að vera fæddur í Chicago 1894 og hafa flutzt 1913, eða tæplega tvít- ugur að aldri, til Mexikó, þar sem hann hafi lengstum lifað sem eins konar einbúi. Það fylg ir sögunni, að hann reki Veit- ingahús í bænum Acapulco. Annars er ólíklegt, að hann þurfi að hafa atvinnurekstur á hendi sér til lífsframfæris, því að bæk ur hans hafa fært honum mikil auðæfi um dagana. Dæmdur í ævilangl fangelsi í 3. sinn. ALRÆMDUR BANKA- RÆNINGI, Willie Sutton að nafni, hefur nýlega veri'ð dæmdur í ævilangt fangelsi í þriðja sinn. Sutton var handtekinn fyrir nokkrum mánuðu.m; en hann flýði fyrir tveimur árum úr fangelsi í Philadelphiu, þar sem hann átti að ala aldur sinn ævilangt. Vinir Suttons myrtui þegar í stað manninn, sem kom upp um hann. sögu Ameríku, beztu amerísku ævisögu ársins og beztu ame- rísku ljóðabók ársins. Pulitzer ,verðlaununum var úthlutað í fyrsta skipti árið 1917. AB 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.