Alþýðublaðið - 19.06.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.06.1952, Blaðsíða 4
AB-Aíþýðubíaðið Skotin yfir 19. júní 1952 ystrasalti SKOTIN YFIR EYSTRA- SALTI á mánudagsnóttina, sem grönduðu óvopnaðri ■björgunar- eða leitarflugvél Svía og nærri lá, að kostuðu alla áhöfn hennar lífið, er ágætt dæmi þeirrar sambúðar, sem þjóðum Vestur- og Norður Evrópu er boðin, við Sovét- ríkin og leppríki þeirra. En að vísu þurfti ckki þetta dæmi til: Árásin á hina óvopn- uðu, frönsku farþegaflugvél á leið til Vestur-Berlínar fjrrir aðeins örfáum vikum er öll um enn í fersku minni; og fáir mánuðir líða svo að friðsöm fiskiskip Dana og Svk séu ekki elt uppi langt útr á Eystrasalti, farið með þau til rússneskrar hafnar og þau höfð í haldi þar vikum saman. Um Vestur-Berlín og Vín þarf ekki að tala, þar sem mannrán og hverskonar of- beldi af hálfu Rússa og komm únistískra handlangara þeirra er svo að segja vikulegur við burður, — svo að ekki sé minnzt á það, sem meira er: Samgöngubannið fræga við Vestur-Berlín og annað þess háttar. Allt á þetta að heita friður; og fáir dagar líða svo að ekki sé svarið og sárt við lagt i blöðum valdhafanna austur í Kreml og vikapilta þeirra úti um heim, að kommúnisminn sé vörður friðarins í heimin- um.Og auðvitað er þvi þá ekki gleymt, að svívirða um ieið Atlantshafsríkin, sem bundizt hafa varnarbandalagi gegn of- beldinu, og saka þau um stríðsundirbúning og árásar- fyrirætlanir. Það vill nú svo til, að Sví- þjóð er ekki í tölu Aílantshafs ríkjanna. Hún valdi þann kost, sem kommúnistar voru á sín um tíma að gylla fyrir okkur, er Atlantshafsbandalagið var stofnað, — að vera hlutlaus; en það átti samkvæmt kenn ingum kommúnista hvarvetna í Vestur- og Norður-Evrópu að vera hið eina, vissa öryggi. Ekki verður því vöntuninni á hlutleysi milli austu.rs og vesturs, né neinni aðild að „árásarbandalagi" um kennt, að Svíþjóð verður nú að þola stigamennsku eins og þá, að óvopnuð leitarflugvél hennar - hennar sé skotin niður yfir Eystrasalti. En það er sú rússneska og kommúnistíska viðurkenning, sem hún fær nú fyrir hlutleysi sitt. Auðvitað vantar valdhaf- ana austur í Kreml aldrei afsakanir, er slík ofbeldis- verk hafa verið unnin. Hin óvopnaða flugvél, sem skotin var niður langt úti yfir Eystrasalti, á að hafa verið inni yfir rússnesku landi og byrjað að skjóta!! Og með skírskotun til svo augljósrar lygi er hinn rússneski sendi herra í Stokkhólmi svo lát- inn mótmæla því, sem gerzt hefur, rétt eins og það séu Svíar, sem ofbeldisverkið hafi framið! En Rússar láta ekki við bað sitja að skjóta niður óvopnað- ar flugvélar hins hlutlausa lands úti yfir Eystrasalti. Vestur í Svíþjóð hafa þeir, eins og dæmin sanna, heilan her kommúnistískra njósnara, sem ekkert tækifæri láta ónot að til þess að komast yfir hervarnaleyndarmá! lands síns og svíkja þau í hendur hinum rússnesku yfirboðurum sínum. í annað sinn á minna en einu ári eru slíkir njósnar ar Rússa nú fyrir rétti í Stokk- hólmi, sannir að sök um land ráð og föðurlandssvik í þjón- ustu hins austræna herveldis og árásan>kis. Þannig er hinn rússneski friðarhugur, sem að Svíþjóð snýr. Og svo er skorað á menn um allan heim, í Svíþjóð sem annarsstaðar, að styðja Sovét- ríkin í „baráttunni fyrir fnð inum“! Þau vilji aðeins frið og ekkert sé auðveldara en að komast af við þau og valda- menn þeirra! En auðvitað til heyrir það „friðinum‘, að friðsamar og óvopnaðar flug- vélar Vestur- og Norður-Ev rópu séu skotnar niður, hve- nær sem rússneskar herflug vélar komast í skotfæri víð þær, og fiskiskip að veiðum séu, elt úti í rúmsjó og höfð vikum saman í haldi í rúss- neskum höfnum, þar sem far ið er með áhafnir þeírra eins og njósnara eða glæpamenn. Allt er þetta, og margt svipað, einkenni þess rúss- neska „friðar“, sem hinum siðmenntuðu þjóðum er nú boðið upp á. Og auðvitað eru þær seinþreyttar til vand- ræða. En einhvem tíma mun að því reka, að þeim verði nóg boðið af ofbeldi og yfirgangi hinna rússnesku valdhafa. Enda hefur slík stigamennska í sambúð þjóð anna, og hér er um að ræða, aldrei endað með öðru en stríði. Síldarstúlkur Nokkrar duglegar, vanar síldarstúlkur geta fengið atvinnu á Raufarhöfn í sumar. Upplýsingar gefur Ósfear Halldórsson. Mynd úr lokaþætti óperettunnar „Leðurblakan“ eftir Johann Strauss. Fremst á myndinni getur að líta aðalleikendur, en á bak við stendur kórinn í hvirfingu. Má af myndinni nokkuð marka glæsilej kann á sviðinu. Óperettusýning í Þjóðleikhúsinu: leðurblakan' effir AB — AlþýBublaCJB. Útgefandi: AlþýBuflokkurinn. Ritstjórl: Stefán PJetursson. Auglýsingastjári: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýstoga- «imi: 4904. — Afgreilsiusími: 4900. — AlþýBuprentsmiðjan, HverHsgðtu 8—10. ÓPERETTAN Leðurblakan, eftir Johann Strauss, yngra, var frumsýnd í þjóðleikhúsinu í fyrradag, við mikla hrifnmgu leikhússgesta. Má segja, að á- nægja manna hafi verið óbland- in allt frá því, er hinir diliundi tónar fbrleiksins hófust, þar til hinir voldugu hljómar lokakórs ins dóu út. Einsör.gvarar, kór og leikarar voru kallaðir fram hvað eftir annað, að ögleymdum Ieikstjóra og tónlistarstjóra og barst hinum síðastnefndu ásamt einsöngvurum fjöldi blóma að leiklokum. Jóhann Strauss, vngri, skrif aði þessa óperettu 1874 og var hún frumsýnd í Vínarborg það ár, en átti ekki miklum vinsæld um að fagna þá. Það var ekki fyrr en hún hafði „slegið í gegn“ í Berlín nokkru seinna, að sigurför hennar hófst, en sú sigurför hefur staðið óslitiö síð an. Er hún ein af sárafáum ó- perettum, sem sýndar eru á ó- peruihúsuin. Hún er sýnd að stað aldri í Vínaróperunni, Covent Garden, Berlínaróperunni og víðar og nú síðast á Metropoii- tan, í New York, í ivrra. Óperettan er býggð á leikriti eftir frönsku rithöfundana Heilhac og Halévy, os blandast því í henni afar skemmtilega frönsk kímni og Vínar-fjör, Hún er sneisafull af völsum, polkum. drykkjuvísum og 'ezardas, sem allt blandast á yndisiegan hátt. Líf og fjör virðist vera dagskip un á sviðinu og er skam.mt skemmtilegra laga á milli, enda hefur höfundurinn samtölin eins stutt og hægt er. í sýningu óperettunnar í fyrrá dag komu fram eingöngu íslénzk ir söngvarar og leikarar, 05, var því tvöföld náægja að þessari sýningu. Er þá fyrstan að telja hinn vinsæla óperusöngvara, Einar Kristjánsson, cr leikur Eisenstein. Er þar skemmst frá að segja, að allir vissu að rödd in var prýðileg’, en svo bætist það við nú ,að hann er prýðilega heima á sviðinu og leikur af hjartans list. Skilur maður nú enn betur vinsældir hans er- lendis, er hann hefur sýnt leik hæfileika sína hér á sviði auk sönghæfileikanna, sem við höf run áður kynnzt. Guðrún Á. Sj'monar fer með hlutverk konu hans, Rósa- lindu. Er þetta í fyrsta skipti, sem hún sét hér á leiksviði. Rödd hennar þekkja menn frá hljómleikum, er hún hefur hald Dansparið Marianne Fröijdh og Holger Reenberg, er dansa í 2. og 3. þætti „Leðurblökunnar'. ið hér áður. Er hún nú kemur fram á leiksviði tekur maður fvrst eftir því að röddin er mjög vel skóluð, en fremuiývcik, kem ur það helzt fram í dúettum og öðrum samsöng. Um leik ung frúarinnar er það að segja. að hún er ekki senu-vön, en skilar hlutverkinu þó vel. . Hlutverk hins sísyngjandi tenórs, Alfreds, syngur Ketill Jensson. Kom hann skemmtiiega á óvart með frjálsmannlsgum leik, en hann mun ekki hafa komið á svið fyrr. Söngur hans var prýðilegur, og má hann telj ast fara vel af stað á sviðinu. Helzt þyrfti að koma því þannig fyrir, að hann heyri betur 3 hljómsveitinni, er hann syngur til Rósalindu að tjaldabaki. Sigrún Magnúsdóttir fér með hlutverk Adéle, herbcrgisstúlku Rósalindu. Er hún mjög létt og leikandi á sviðinu, en óneit.an- lega mætti röddin vera þægi- legri. Saknar maður flúrsöngs ins og einkum er hún er að tiæð ast að Eisenslein í öðrum þætti Dr. FaLke, Leðurblökuna, sem er að hefna grikks á Eisenstein, syngur Guðmundur Jónsson, Hann er spilandi fjörugur og röddin í bezta lagi. Munu þeir. er minnast hins dramatiska söngs hans í Rigoletto, hafa gam an af þessum nýja Guðmundi, sem hoppar eins og unglamb um sviðið, þrátt fyrir stærð sína og þyngd. ■""fC Róbert Arnfinnsson hefur þarna hlutverk Bli.nd, málflutn ingsmamis. Það er lítið hlutverk en Róbert fer vel með það. Er þó ieikurinn betri en söngurinn. Hlutverk fangelsisstjórans, Frank, er í höndum Sigurðar Ólafssonar. Er hann full stirður á sviðinu og röddin ekki nægi- lega góð til að gera hlutverkin’i skil. Þá er komið að Elsu Sigfúss, sem lék hlutverk Orlofsky prins, Virtist hún kunna sig vel á sviðinu. Því miður er ekki hægt að segja um rödd hennar, að hún sé nögu kröftug til þess að í henni heyrist vel um allt húsið. Frosch íangavörð, sífuílan og skemmtilegan, leikur Lárus Ing Framhald á 7. síðu. Hinn óforbetranlegi kvennamaður von Eisenstein (Einar Kristj- ánsson) og dr. Falke (Guðmundur Jónsson), „Leðurblakan“, sem á honum grátt að gjalda. AB 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.