Alþýðublaðið - 26.06.1952, Blaðsíða 4
AB-Aíþýðubíaðið
26. júní 1952
Yfirlýsing Bjarna Benedikíssonar
ÞAÐ VAKTI mikla athygli,
þegar AB skýrði frá því í
gær, að Bjarni Benediktsson,
utanríkismálaráðherra, hefði
lýst yfir því nýlega á fu,ndi á
Selfossi, að ríkisstjórnin
myndi ekki segja af sér, þótt
As^eir Ásgeirsson yrði kosinn
forseti íslands, heldur hlíta
þeim dómi þjóðarinnar.
Áður höfðu ýmsir smalar
stjómarflokkanna haldið uppi
þeim áróðri, að ef Ásgeir yrði
kjörinn forseti, myndi stjórn-
in segja af sér og algert öng-
þveiti skapast í stjórnmálum.
Sagt er, að forsætisráðherra
hafi sums staðar talað á líka
lund á smáfundum sínum um
landið.
Þó að það sé mála sannast,
að ríkisstjórnin sé ekki vin-
sæl í landinu, óttuðust ýmsir
að afsögn hennar og langvinn
stjórnarkreppa gæti skapað
margvísleg vandkvæði á
erfiðum tímum. Þessi áróður
þótti því hafa nokkurt gildi
og gat gert það að verkum,
að einstaka menn, þótt ekki
elski þeir stjórnina, yrðu tví-
ræðir um það, hvort þeir
ættu, miðað við þetta, að
kjósa þann, er þeir helzt
vildu, Ásgeir Ásgeirsson.
Þegar yfirlýsing utanríkis-
málaráðherra birtist hér í
blaðinu, sló nokkrum felmtri
á ýmsa augnaþjóna stjórnar-
liðsins. Ekki gátu þeir not-
að þennan áróður lengur. Og
þar sem fárra kosta var völ í
áróðursefnum, þótti íhugandi,
hvort unnt væri að gera ut-
anríkismálaráðherra ómerkan
orða sinna.
Morgunblaðið gerði í gær
misheppnaða tilraun í þá átt.
Segir blaðið, ,,að þjóðin er
vöknuð til fullrar meðvitund-
ar um þann háska, sem henni
er búinn af glundroða þeim,
er af því myndi leiða, ef þjóð-
ina henti það ólán að velja
sundrungarmanninn í æðstu
virðingar- og valdastöðu
landsins.“
Þannig erui umæli utanrík-
ismálaráðherra sniðgengin og
reynt allt að því að ómerkja
þau. í stað þess að orða það
beint, eins og laumusmalar
hafa gert, að það skapaðist
langvinn stjórnarkreppa og
öngþv.eiti, ef Ásgeir Ásgeirs-
son yrði kosinn forseti, talar
nú Morgunblaðið um „háska“
og ,,glundroða“. Blaðinu þykir
sýnu sigurstranglegra að eyða
orðum utanríkismálaráð-
herra, heldur en að svipta
smalana einu af þeim fáu á-
róðursefnum, er upp voru
fundin í vandkvæðum þeirra,
er fárra nýtra kosta áttu völ,
og sízt raka eða sanninda.
Smalar stjórnarliðsins
verða þess nú vaxandi varir,
að þær persónulegu ófræg-
ingar, er beitt hefu,r verið
gégn Ásgeiri Ásgeirsyni,
verka öfugt á alla góða drengi
og styrkja þá eingöngu í
þeirri skoðun, að Ásgeir Ás-
geirsson sé álitlegasta forseta-
efnið, þótt hinir frambjóð-
endurnir séu mætir menn,
sem þó vissulega skortir mörg
skilyrði til þess að verða það
tákn eða sá merkisberi
þjóðarinnar, inn á við og
út á við, er forsetinn
þarf að vera. Og smölum
stjórnarliðsins verður það
með hverjum degi ljósara, að
persónulegt níð um Ásgeir
Ásgeirsson er flestum móti
skapi, svo mjög sem hann er
reyndur að drenglyndi, hjálp-
fýsi og höfðingsskap, auk þess
sem allir verða að viðurkenna
afburða gáfur hans og glæsi-
mennsku.
En þess er einnig vert að
geta, að yfirlýsing utanríkis-
málaráðherra sýnir, betur en
margt annað, það vonleysi,
sem nú, ekki um skör fram,
hefur gripið stjómarliðið, í
baráttu þess fyrir frambjóð-
anda Hermanns Jónassonar og
Ólafs Thors. Nú er svo kom-
ið, og ekki að ástæðulausu,
að ríkisstjórnin sér fram á
það, að Ásgeir Ásgeirsson
mu,ni verða kosinn forseti fs-
Iands. Og vissulega er það í
samræmi við leikreglur lýð-
ræðisins, að hvaða ríkisstjórn
sem er, og hver sem afstaða
hennar hefur verið, viður-
kenni og beygi sig fyrir úr-
skurði þjóðarinnar sjálfrar
um forsetaval.
Þjóðin á leikinn og þjóðin
hefur valdið, hvað sem ein-
stakir ráðherrar vilja vera
láta.
Islenikí Wafer
kostar kr. 16,90 pr. kg., en erlent Water
kr. 13,00 pr. kg.
Kringlóff íslenikf kremkex
kostar kr. 17,25 pr. kg. Erlent kremkex
kostar kr. 36,50 pr. kg.
r
Islenzkf Cream Crackers
kostar kr. 16,90 pr. kg. Erlent Cream
Crackers kostar kr. 38,00 pr. kg.
Mjólkurkex
kostar kr. 9,95 pr. kg.
FÆST f NÆSTU BÚÐ.
Unfrtingar í fiskvinnu. Bólsfcinsdagana fýrir
~ ~ aelgina sáust oft ungl-
ingar við fiskvinnu á Kirkjusandi. Fluttu þeir þangað saltfisk
og breiddu til þerris á sandinn. Myndin sýnir hóp af þeim við
rínnu snemma á föstudagsmorguninn. — Ljósm.: Stefán
Nlkulásson.
MUNUR A MALFLUTNIN6I
AB — AlþýSublaSHJ. Útgefandl: AlþýSuEokkurtnn. Ritstjóri: Stefán PJetursson.
Auglýsíngastjóri: Emma MÖIler. — RitstJómarsímar: 4901 og 4902. _Auglýsinga-
»fai: 4908. — AfgreiSslusfai: 4900. — AlþýBuprentsmlSjan, Hverösgötu 8_____10.
Víglundur Möllor skrifar í
nýútkomnu 5. tölublaði ,,For-
setakjörs“:
UNDRUN ÞJÓÐARINNAR
yfir málflutningi stjórnarblað-
anna og áróðursherferðum for-
ingjaliðsins um öll héruð lands-
inn fer enn vaxandi, enda munu
þess vart nokkur dæmi, að ó-
sæmilegri aðferðum hafi verið
beitt í nokkurri kosningabar-
áttu á íslandi, og er þá mikið
sagt. Mun nú vera svo komið,
að stjórnarliðið er sjálft farið
að óttast andúð fólksins, og þess
vegna hefur það gripið til þess
ráðs ,að reyna að telja almenn-
ingi trú um, að stuðningsmenn
Ásgeirs Ásgeirssonar séu undir
sömu sökina seldir. Það er t. d.
haft eftir einum foringjanum,
sem hélt fund á Suðurnesjum,
að hann gæti ekki líkt ,,áhlaupi“
Ásgeirsmanna við annað en
árós Japana á Pearl Harbour!!
Blaðið innti sögumann sinn,
sem staddur var á fundinum,
margsinnis eftir því, hvort
hann hefði ekki tekið skakkt
eftir, að foringinn hefði verið
að tala um Landvarnar-grein
Jónasar Jónssonar eða eitthvert
álíka heióarlegt herbragð stjórn-
arliðsins, en hann kvaðst viss
um að sér hefði ekki misheyrzt.
Stuðningsmenn Ásgeirs Ás-
geirssonar leggja það óhræddir
undir dóm þjóðarmnar, hvora
baráttuaðferðina hún telji betur
hæfa því virðulega embætti,
sem um er keppt. Óhróður sá,
sem stjórnarblöðin hafa borið
á Ásgeir Ásgeirsson er öllum
þorra manna áhyggjuefni..
Hugsandi menn og konur um
land allt sjá hvílíkt alvörumál
það er fyrir þjóðina, að menn,
sem hún hefur trúað fyrir um-
boði sínu á Alþingi og ríkis-
stjóm skuli láta pólitískt of-
stæki villa sér svo sýn, að þeir
virði að engu þann drengskap
og velsæmisreglur sem einkenna
háttu siðaðra þjóða. Almenn-
ingur er þessum mönnum svo
miklu fremri um háttvísi og
prúðmennsku, að það kemur
varla fyrir að óvírðingarorð
heyrist um forsetaefnin og því
síður að þau séu borin ærumeið-
andi sökum í samtölum manna
sem stjórnarliðið beitir í þess-
á milli.
Sú ósvífni og ódrengskapur,
ari kosningabaráttu gegn Ás-
geiri Ásgeirssyni héfur orðið til
þess að ýmsir, sem ekki höfðu
í upphafi hugsað sér að fyglja
honum, hafa nú skipað sér í
fylkingu þeirra mörgu manna
og kvenna, sem - sjá að sæmd
þjóðarinnar er undir því kom-
in, að ofstopamenn stjórnar-
liðsins fái ekki vilja sínum
framgengt. Augu þeirra, sem
af flokkslegum ástæðum töldu
■sér skylt að fara eítir skipun-
um foringja sinna, eru nú að
opnast fyrir því, að menn, sem
geta látið sér sæma að þiggia
aðstoð eins og þá, sem Jónas
Jónsson lét þeim í té í Land-
varnargreininni, eru ekki verð-
ir þess trausts, sem þjóðin bef-
ur sýnt þeim með því að fela
þeim forystu og margvísleg
trúnaðarstörf á liðnum árum.
Það var drengskaparskylda
bæði Ólafs Thors og sumra
annara forustumanna stjórnar-
liðsins, sem niálum þessum voru
kunnugastir ,að mótmæla opin-
berlega níðgrein Jónasar um
Ásáeir, þar eð þeir vissu að
allt ,sem þar var sagt honum
til lasts eru ósannindi og blekk-
ingar. Þeim var ennfremur
skylt að sjá svo um, að blöð
þeirra sjálfra bæru hann ekki
þeim óhróðri, sem raun hefur
á orðið. Og það má heita furðu-
legt, að þeir skyldu ekki sjá
að þjóðin mundi fordæma þess-
ar árásir á manninn sem hún
sjálf hefur um langt skeið talið
hæfastan allra íslenzkra stjórn-
mólamanna til þess að taka við
.þjóðhöfðingjaembættinu. Og
það verður ekkj hjá því kom-
ist að láta í Ijós undrun yfir
því, að frambjóðandi ríkisstjórn-
arinnar, séra Bjarni Jónsson,
skuli telja sér samboöið að hlíta
slíkri fyrirgreiðslu til þess að
komast að Bessastöðum. Ilonum
hefði verið í lófa lagið að stöðva
þessi skrif og margar af þeim
ódrengilegum aðferðum ,sem
sem stuðningsmenn hans hafa
beitt í þessari kosningabaráttu.
Og það er víst að Ásgeir Ás-
geirsson hefði ekki látið þær
viðgangast af sínum fylgismönn-
um né talið þær sér eða emb-
ættinu samboðnar.
iNýkomið:
í Rayon-gaberdine
S vínrautt og blágrænt.
S svart, dökkblátt, rautt,
i
Utiðr-gaberdine
s
s
s - >
b dökkblátt, mjög góð teg. •
£ KÁPUFÓÐUREFNI ^
• grátt, Ijósdrapp, svartg
^ brúnt og grænt,
S
IH. TOFT
Skólavörðustíg 8.
um síðustu helgí
FJÖLLDI FÓLKS notaði veff-
urblíffuna um síffustu helgi og
tók þátt í ferffum Ferffaskrif-
stofunnar í Iofti, á láði og legi.
Flogiff var norffur fyrir heim-
skautsbaug og sást miðnætur-
sólin í allri sinni tlýrff. Skyggni
var hið bezta og nutu farþegar
ferðárinnar til fullnustu untlir
leiffsögn dr. Sigurffar Þórarins-
sonar. Fjölmennur húpur fór a®
Gullfossi og Geysi og fullskipað
var aff venju í handfæraveiff-
arnar.
Um næstu helgi verða ferðir
sem hér segir:
Snæfellsnes. Lagt verður af
stað á laugardag og ekið til
Stykkishólms, á sunnudag ekið
til Grundarfjarðar, Ólafsvíkur
og Búða, á mánudag ekið frá
Búðum til Reykjavíkur um. Uxa-
hryggi.
Þórsmörk. Lagt verður af stað
á laugardag og ekió í Þórsmörk.
Sunnudegi og fyrri bluta mánu-
dagsins verður varið til að skoða
sig um á Mörkinni, en komið
hem á mánudagskvold. Þátttak-
endum verður gefirm kostur á
að dveljast kyrrt í 3 daga milli
ferða. Nauðsynlegt er að hafa
með sér mat og viðleguútbúnað.
Gullfoss og Geysir — Hring-
ferff. Á sunnudag verður að
vanda farið að Gullfossi og
Geysi. Þá verður og farin hring-
ferð um Þingvelli, Sogsvirkjun,
Hveragerðis og Krýsuvíkur.
Handfæraveiffar. Ráðgert er
að fara á handfæraveiðar á
föstudag kl. 18,30, laugardag
kl. 14 og sunnudag kl. 15,30 ef
veður og þátttaka ieyfir.
Miðnætursólarflug verður far
ið eitthvert næsta góðviðris-
kvöld.
SKOTLANDSFERÐ.
Hinn 4. júlí verður lag af stað
með m.s. Heklu til Skotlands.
13 daga í Skotlandi. Dvalið
Tekur feðrin 19 daga, þar af
verður vikutíma á fjölsóttum
sað úti við ströndina en því, sepa
eftir er dvalarinnar, verður
valið til ferðalaga um landið.
Rætt um þjóðkirkjuna
og sérirúarflokkana
á prestafélagsfundi
AÐALFUNDUR Prestafélags
Islands var haldinn á iaugar
daginn var. Minnzt var í upp
bafi hans Sveins Björnssonar
forseta og fjögurra Iátinna
presta.
Aðalmálefni síðasta starfsárs
var breytingin á prestakallaskip
uninni, sem þer Ásmundur Guð
mundsson prófessor, formaður
félagsins og séra Sveinbjörn
Högnason höíðu einkum unmð
að af hálfu prestastétíarinnar.
Aðalumræðuefni fundarins
var „þjóðkirkjan og sérjrúar-
flokkarniir“. Fr.amsöguerindi
fluttu Sigurbjörn Einarsson próf
essor og Jakob Jónsson. Um-
ræður urðu fjörugar.
Samþykkt var að beina því
tíl félagsmanna að þeir gerðust
félagar í Styrkta^félajji lamaðra
og fatlaðra. Fundurmn lét í Ijós
ánægju yfir úlgáfu kennslubók
ar í kristnum fræðum eftír
Árelíus Níelsson.
Endurkjörnir voru í stjórn fé
lagsins séra Hálfdán Helgason
og séra Þorsteinn Biörnssori, en
í stað Björns Magnússonar próf
essors, sem baðst undan endur,
kjöri, var kosinn sera Jakob
Jónsson. Fyrir voru í stjórn Áa
mundur Guðmur.dsson og Sveirt
björn Högnason.
AB 4