Alþýðublaðið - 15.07.1952, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.07.1952, Blaðsíða 5
r • -rrm 17, sambandsþing IJMFI. að Eiöiim: Verndun íslenzks þjððernis ogsjá sfæðis höfuðsfarf unc UNGMENNAFÉLAG ISLANDS hélt 17. sambandsþing sitt að Eiðum dggana 3. og 4. júlí síðastliðinn. Forsetar þingsir.s voru: Þórarinn Þórarinsson skólastjóri, Eiðum, Skúli Þorsteins- son skólastjóri, Eskifirði, og Halldór Kristjánsson bóndi, Kirkju Ibóli. Ritarar: Olafur H. Kristjánsson kennari, Núpi, og Ingi Tryggvason kennari, Laugum. Helztu ályktanir þingsins eru, |iessar: 1. ÞJÓÐERNISMÁL. Sambandsþingið lítur svo á. að verndun íslenzks þjóðernis, sjálfstæðis og íslenzkrar menn ángar, eigi að vera höfuðstarf lungmennafélaganna og sé þegs sérstök þörf nú, þegar erlendur lier dvelur í landinu, og — á margan hátt eru tvísýnir 4-ímar og viðsjáiir. Ungmer.na íélögin geta þar gegnt forystu starfi með holln félagslífi, þar sem fjölbreytni og menn ingarbragur er í skemmtanalífi lífi og unga fólkið lætur til sín taka við þroskandi verk- efni í anda ungmennafélags hreyfingarinnar fyrr og síðar með aukinni rækt og tryggð við átthagana, gætni í með- ferð fjármuna, bindindisstarí semi, trúmennsku í starfi og starfsáhuga, vinnusemi tog óeigingjörnum þegnskap yfir leitt í almannaþágu í nútíð og framtð, þar sem bess er alltaf gætt að vinna að framförum og velgengi heildarinnar með til- liti til til þeirrar staðreyndar, ao menntun og starfshaifni ein staklingsins, frelsi hans og manngildi er æðsta márkmið alls félagslífs og samhjálpar. Sambandsþingið bendir á þá staðreynd, að íslendinar eru vopnlaus þjóð, sem getur ekki látið að sér kveða í styrjcld vegna fámennis og vill ekki verða hernaðaraðili vegna þess að styrjöld og hernaður er sið- .leysi og villimennska í vitund íslendinga, enda samrýmist það ■eitt íslenzkri menningu, að vilja lifa í sátt og friði við allar þjóðir í fullri vitund þess að allir menn eiga jafnan rétt fil lífs og lífshamingju. Telur þingið, að styrjaldir séu eink- um hættulegar æskulýðnum, beint og óbeint, og það eitt sé samboðið frjálsu æskufólki að láta hvergi ánetjast af hernað- aráróðri og ofstæki, sem kveikir haturshug til heilla þjóða. Virðing fyrir lífinu Qg manninum er kjarni íslenzkrar menningar, sem ungmennafé lögin skulu vernda. Sambandsþingið telur, að það sé hluverk íslenzkrar þjóð- ar að vernda land sitt og nytja auðlindir þess og snýr það jafnt að ræktu.n íslenzkrar moldar, iðna.ðarstöðvum og verndun fiskimiðanna kringum landið, enda lúti þau íslenzkri lögsögn. Fagnar þingið því, sem gert ■hefur verið til að færa. út ís- lenzka landhelgi og ben-dir á þá staðreynd, að uppeldisstarf xnngmennafélaganna á að búa sungu kynslóðina undir hlut- verk sitt við gæzlu og verndun íslenzkra landsréttinda og þjóð arauðs. Þar sem íslenzk þjóðernistil- finning hlýtur jafnan að vera í nánum tengslum við sögu, tungu og bókmenntir þjóðar- innar, er ungmennafélögum ssérstaklega skylt að heiðra öll þessi verðmæti og gera þau sem lajartfólgnust ungu kynslóð- inni. Beinir þingið því jafn- fram til fræðslumálastjórnar- innar að hlutast til um, að rit höfundar þjóðarinnar feröist um meðal skóla. og æskulýðs- félaga landsins og kynni verk sín og annarra og flytji erindi um bókmenntir. Sömuleiðis áð aukin verði til muha kennsla í sögu þjóðarinnar í framhalds- skólum landsins og að tslands- saga verði ein aí landsprúfs- greinum. Þar sem fjárhagslegí sjálf- stæði þjóðarinnar hlýtur að byggjast á verklegri menningu alþýðunnar, skorar þingið á yfirstjórn menntamálanna að auka verklegt nám í skólum landsins og beina með því hugum unglinganna að þjóð- nýtum störfum. Lýsir þingið ánægju sinni yfir þeirri við- leitni, sem þegar er hafin í þessa átt af hálfu einstakra bæjarfélaga, stofnana og ríkis. Jafnframt vill þingið vekja athygli á mikilvægi þess, að unglingar geti fengið atvinnu við þjóðnýt störf, þeg^r er þeir hafa þroska til, en atvinnui. us æskulýður er þjóð.ufcól og koma rkólar, skem ivvr.'r- eg íþróttir því aðeins að notum, að unglingarnir venjist á vinnu og fái atvinnu. Telur. þingið, að ríkisvaldið hafi ótvíi-æðar | skyldur í þessu efni. Sambandsþingið lýsir ánægju sinni yfir því, að hafizt hefur verið handa um að reisa yfir íslenzk handrit, sem enn eru. i vcrzlu Dana. Skorar þingið a ríkisstjórn íslands að halda fast fri.Ti'. heimflutr.ingi nand ritanna cg láta það n:ál ekki niður falla fyrr en sigd er náð. Jafnrramt hvetur bi ,gi.ð ung- mennafLkig um la.id alit að taka myndarlegan þátt í fjár- söfnun þeirri, sem fer fram til húsbyggingar yfir handritin.*' BINDINDISMÁL. 1. „Sambandið leggur áherzlu á það, að bindindismálin hlióti að vera eitt af meginatriðum i stefnu og starfi ungmennafé- laganna, þar sem áfengisnautn er ósamrýmanleg þeim mann- dómsbrag og mannshugsjón, sem er grundvallarairiði hreyf- ingarinnar, auk þess, sem áfengisbölið er nú eitthvert mesta mein þjóðarinnar. Heitir þingið því á sérhvert sambands félag að vera stefnu sinni trútt með því að glæða skilning al- mennings á hættum þeim og tíðindum, sem áfengisnautn fylgja og standa hvarvetna gegn því, að áfengi sé haft um hönd, þó að félögúnum sé einkum skvlt að vanda eigin samkomur." 2. „Sambandsþingið ítrekar fyrri ályktanir uih þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðflutnings bann áfengis og treystir ung- mennafélögunum til að láta drergilega að sér kvoða í bcr- 'áttu þeirri, sem hlýtur að' íara á undan slíkri aíkvæða- gieiðslu." 3. Sambandsþingið skorar ennfremur á ungmeno tfélcgín að Vcfja nú örugga sot.n gegu tóbaksnautn og bendir á til fyrirmyndar þau, fé ög, tem hafa persónulegt tóbaksbind- inrili meðal félagsmanna sinna.“ NORRÆNT SAMSTARF. „Sambandsþingið fagnar sam starfi því, sem tekizt hefur með U.M.F.Í. og Umf. á öðrum Norðurlöndum með sameigin- iegum æskulýðsmótum. Telur þingið nauðsynlegt, að forystu- mönnum einstakra héraðssam- banda og ungmennafélaga gefist kostur á því að sækja hiu nor- rænu æskulýðsmót á Isiandi árið 1953 eða 1954 og heitir á íslenzka u.ngmennafélaea að f ölmenna á það nw', ef fl kemur.“ starfsíþróttir. 1. „Sambandsþingið þakkar stjórn U.M.F.Í og öðrum aðil- um forgöngu um vakning starfsíþrótta hér á landi og telu.r, að U.M.F.l eigi að taka þær upp í stefnuskrá sína, enda verði þær framvegis fastur liður á landsmótum U.M.F.Í." 2. Þingið hvetur héraðssam- böndin til að taka starfs- íþróttir upp á héraðsmótum sínum eða stofna til sérstakra móta með starfsíþróttir ein- göngu, eftir því sem hagar til á hverjum stað. Ennfremur vill þingið skora á einstök umf. að beita sér fyrir stofnun ung- lingadeilda innan félaganna, sem starfi með svipuðum hætti og 4 „H“ félögin í Bandaríkj- unum (Sbr. grein í 2 hefti Skinfaxa 1952).“ SKÓGRÆKTARMÁL. „Sambandsþingið telur nau.ð- synleg að ungmennafélógin beiti sér fyrir samvinnu við alla þá aðila, seto að skógrækt- armálum vinna, þar sem eitt af stefnuskrármálum U.M.F Í. var og er ræktun skóga á íslandi. Sérstaklega telur þingið þörf á náinni samvinnu við Skóg- ræktarfélag íslands og deildir þess. Þá telur þingið sjálfsagt, að Framhaid á 7. síðu. _________ Aukarðfmagnsskömmfun vegna effirlifj 15. júlí. Þriðjudag: kl. 9—11 3. hiuti. kl. 11—12 4. og 2. hluti. kl. 12—14 5. hluti. kl. 14—16 1. hluti. kl. 16—17 2. hluti. 16. júlí. Sliðvikudag: kl. 9—11 4. hluti. kl. 11—12 5. og-3. hluti. kl. 12—14 1. hluti. kl. 14—16 2. hluti. - kl. 16—17 3. hluti. 17. júlí. Fimmtudag: kl. 9—11 5. hluti. kl. 11—12 1. og 4. hluti. kl. 12—14 2.. hluti. kl. 14—16 3. hluti. kl. 16—17 4. hluti. 18. júlí. Föstudag: kl. 9—11 1. hluti. kl. 11—12 2. og 5. hluti. kl. 12—14 3. hluti. kl. 14—16 4. hluti. kl. 16—17 5. hluti. 19. júlí. Laugardág: kl. 9—11 2. hluti. kl. 11—12 3. og 1. hluti. Straumurinn verður rofinn skv. þessu, og eftir því. sem þörf gerist. Sogsvirkjunin. Viðtal við Maönús Ástmarsson Álþjóða vinnumálasfofnunin veifir sérfræðiaðsfoð í félagsmálefnuir --------4------- Og kostar menn til að kynna sér félags- og atvinnumál hjá öðrum þjóðum. ---------4-----— ISLENDINGAR geta haft margvíslegt gagn af því að vera í alþjóða vinnumálastofnuninni, segir Magnús Ástmarsson í viðtali við blaðið, einkum að því er varðar aðstoð sérfræðinga í löggjafarmálum og raunar öllum félagslegum efnum. Magnús var einn af fjórum frá hverju landi með jöínuto aðalfulltrúum íslands á nýaf- atkvæðisrétti án tillits til fólks stöðnu þingi^ stofnunar í Genf, fjölda. Var hið nýafstaöna þar sem hún hefur aðsetur, þing hið fjölmennasta, og mætti hann þar fyrir hönd verkalýðssamtakanna. Stoínun in heldur þing árlega, og er það skipað fjórum fulltrúum Ufboð Tilboð óskast í að byggja 2. áfanga Ma> vælageymslu S.Í.S. við Laugranesveg. Uppdrátta og útboðslýsingar má vitja á Teiknistofu S.Í.S. gegn 200 kr. skilatrygg- ingu. Teiknistofa S.Í.S. Minningarorð Guðlaugur Helgi Vigfússon í DAG verður til moldar borinn Guðlaugux Helgi Vig- fússon málari. Það er sviplegt, þegar menn i fullu fjöri hverfa okkux sjón um, svo að segja á augnabliki. Og söknuðurinn hlýtux að verða mikill hjá þeim, sem þekktu manninn bezt. Helgi var góður félagi og mikill drengskaparmaður, glaðvær og hrókur alls fagnað ar hjá okkur málurum: Það er gaman að minnast þess, að í okkar heimi, sem svo oft er 1 dapur, hafði Helgi alltaf gleði, ekki aðeins fyrir sig, heldur til að miðla okkur hinum. Hann leit á lifið með framþró un þess góða fyrir augum, rétt lætisins. Þökk fyrir samveruna, kæri vinur, og blessuð sé minning þín. Helgi Bergmann. sem haldið hefur verið. Alþjóðavinnumálastofnunin var sett á laggirnar árið 1919, upp úr fyrri heimsstyrjöldinnj segir Magnús enn fremur. Þá hófst alþjóðleg. hreyfing fyrir að tryggja frið, eins og þjóða- bandalagið gamla, en mörgum var þá Ijóst, að friðurinn ýrði ekki trj'ggður, nema því aðein.s ' að lífskjörin yrðu jöfnuð, fé- lagslegt réttlæti aukið. Til þess varð alþjóðavinnumála- stofnunin til, að standa fyrir alþjóðlegu samstarfi í þá átt, og að því hefur hún unnið síð- an. Og þó að þjóðabandalagio liði undir lok og flestar þær stofnanir, sem upp risu um þessar mundir. er alþjóðavinnu málastofnunin enn við líði og hefur starfað óslitið í 33 ár„ Má af því marka það traust, sem starfsemi hennar nýtui'. ísland gerðist aðili að al- þjóðavinnumálastofnuninni ár- árið 1946, en ekki hefur þaS sent fullskipaða sendinefnd á þing hennar síðan 1949. Magn- ús bendir á það, að margt af því, sem fjallað er um á vinnu- málaþingunum, snerti málefni, sem þegar eru vel á veg komin hér á landi. Hins vegar er það vitað. að í mörgum löndum er félagsleg þróun c|,rúlega skammt á veg komin, og bein- Framhald á 7. síðu. ... rj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.